Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 27 Alþýðuleikhúsið: „Tígrísdýr í Kongó“ sýnt víða um land Viðar Eggertsson og Harald G Haraldsson í hlutverkum sínum í „Tígrisdýr i Kongó“ H. : 7.29, aðaleink.: 7.55. 2. Snarfari frá Ytri-Skógum, F.: Sveipur 874, Rauðsbakka, M.: Danna 6440, eigandi Ingimundur Vilhjálmsson, B.: 7.76, H.: 7.21, aðaleink.: 7.49. 3. Straumur, F.: Dreyri, Þórisholti, M.: Rauðka 4272, s.st. eigandi ?, B.: 7.73, H.: 7.24, aðaleink.: 7.49. Hryssur 6 vetra og eldri: I. Viðja frá Hrafnkelsstöðum, F.: Hlynur 910, Hvanneyri, M.: Gígja 4740, Hrafnkelsst., eigandi Jó- hanna Ingólfsdóttir, B.: 7.91, H.: 8.11, aðaleink.: 8.01. 2. Melkorka frá Stóru-Heiði, F.: Fönix 903, Vík, M.: Skerpla, Núpa- koti, eigandi Konráð Auðunsson, B.: 7.86, H.: 8.00, aðaleink.: 7.93. 3. Gullveig frá Hraunbæ, F.: Dag- ur, Austvaðsholti, M.: Stjama, kirkjubæ, eigandi Ari Mikaelssen, B.: 7.93, H.: 7.90, aðaleink.: 7.92. Hryssur 5 vetra: 1. Sandra frá Hala, F.: Þokki 1048, Garði, M.: Brúnka, Hala, eigandi Páll Guðbrandsson, B.: 7.75, H.: 7.94, aðaleink.: 7.85. 2. Ljúfa frá Lundi, F.: Viðar 979, M.: Þokkabót 5142, eigandi Skúli Ævar Steinsson, B.: 7.75, H.: 7.80, aðaleink.: 7.78. 3. Framtíð frá Skarði F.: Hrafn 802, M.: Djörfung 4746, eigandi Guðni Kristinsson jr. B.: 7.70, H.: 7.84, aðaleink.: 7.77. Hryssur 4 vetra: 1. Drífa frá Jaðri II, F.: Hervar 963, Skr, M.: Litla-Kolla, Jaðri, eig- andi Guðjón Steinarsson, B.: 7.76, H.: 7.89, aðaleink.: 7.83. 2. Hrísla frá Laugarvatni, F.: Gáski 920, Hofst., M.: Hera 3698, Laug- arv., eigandi Bjarkar Snorrason, B.: 7.81, H.: 7.64, aðaleink.: 7.73. 3. Grásíða frá Tungu, F.: Feykir 962, Hafsteinst., M.: Hrefna, Kolkuósi, eigandi Anders Hansen, B.: 7.96, H.: 7.30, aðaleink.: 7.63. en lengdin býður upp á,“ sagði Þórður í samtali í gær. Hjá Þórði fengust þær upplýs- ingar, að milli 250 og 260 laxar væru komnir á land af svæðum Laxárfélagsins, á annan tug laxa af Núpasvæðinu og á þriðja tug laxa af Nesveiðunum. Eitthvað hefur svo slitist upp á Hraunsveið- unum og víðar í efri ánni. Stærsta laxinn til þessa veiddi Ólafur Bene- diktsson á Flösinni á maðk. Var það 24 punda hængur. Stórlaxasumar á ný Áður en yfirstandandi laxavertíð hófst voru veiðimenn með miklar vangaveltur um það hvort annað eins myndi veiðast af stórum stórl- öxum og síðasta sumar, en þá veiddist meira af 20 punda fískum og stærri og víðar en í mörg her- rans ár. Svo virðist sem spuming- unni verði að svara játandi, því nú ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ leggur í dag upp í leikför um landið með sýninguna „Tígrisdýr í Kongó,“ eftir Finnana Bengt Ahlfors og Johan Bargrum. Leikritið hefur verið sýnt í Kvosinni undanfama þrjá mánuði og segir það frá tveimur rithöfundum sem hafa fengið það sérkennilega verkefni að skrifa gamanleik um sjúk- dóminn eyðni. Að sögn Viðars Eggertssonar, sem fer með annað hlutverkið af tveim- ur í sýningunni, var ákveðið að fara í ferðina eftir að heilbrigðisráðuney- tið hafði veitt leikhúsinu styrk til hennar. Sagði Viðar að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem heilbrigð- isráðuneytið veitti styrk til leiklist- armála. Kvað hann fulltrúa frá ráðuneytinu hafa fylgst náið með æfingum og sýningum á verkinu og fundist það vera mjög áhrifaríkt framlag til umræðunnar um eyðni. Um skipulag ferðarinnar sagði Viðar: „Við höfum haft samband við áhugaleikhúshópa á flestum stöðum á landinu sem við ætlum að heimsækja. Þau eru því búin að undirbúa komu okkar með því að setja upp kaffihús þar sem á að sýna, eða finna kaffihús eða veit- þegar hafa borist fregnir af níu 24—28 punda löxum og þegar hef- ur fjöldi 20—23 punda fiska veiðst, meira að segja sumir þeirra á ólík- legum stöðum eins og Laxá í Kjós sem gaf tvo slíka laxa á opnunar- daginn. Vatnsdalsá er drottningin enn sem komið er með 29 punda og 25 punda laxa og á annan tug laxa sem losa 20 pund. Miðfjarð- ará sækir fast á með 26 og 25 gunda laxa stærsta og Hvítá í Ámessýslu hefur einnig skilað 25 pundara. 24 punda fiskar hafa hins vegar vegist stærstir úr Laxá í Aðaldal, Laxá í Dölum og Víði- dalsá. Er mjög spennandi að fylgjast með stórlaxamálum þessar vikumar því hvenær sem er má búast við að 29-punda metið úr Vatnsdal verði slegið. Nú þegar hafa stærri fískar sést í ýmsum ám og er greinilegt að mikið ætiar að vera í sumar af stærstu löxun- ingasali, þar sem við getum sýnt. Meiningin er að halda áfram þess- ari stemmingu sem hefur verið hjá okkur í Kvosinni, þannig að settir verði upp samkomustaðir fyrir bæj- arbúa, eða fólkið í sveitunum, þar sem það getur komið saman, séð sýninguna, notið góðra veitinga og spjallað saman á eftir.“ En er þetta ekki fremur leikrit fyrir yngri kynslóðina? ' „Nei, þetta er leikrit fyrir fólk á öllum aldri og á sningamar hefur komið fólk á öllum aldri. Það er mjög algengt að vinnustaðir taki sig saman og komi í hóp. Hádegis- leikhús, eins og við höfum verið með, á mjög vel við í Reykjavík. í ÁRNAGARÐI, sal 201, hefur verið opnuð sýning bóka, hand- rita og mynda frá háskólabóka- safninu í Uppsölum. Sýningin er helguð islenskum rannsókn- um í Uppsölum fyrr og síðar, og er sett upp í tilefni af komu sænsku konungshjónanna hing- að til lands. Forstöðumaður handritadeildar bókasafnsins, Carl-Otto von Sydow, átti frumkvæði að sýning- unni og kom hann sjálfur hingað með ýmsa mestu dýrgripi safns- ins, m.a. Uppsala-Eddu, elsta handrit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svonefndri Silfurbiblíu, aðal- Hinsvegar eru aðstæður aðrar úti á landi, þannig að við erum bara með hádegissýningar á ísafírði og Akureyri. En ég var að tala um starfshópa sem kæmu saman. Við verðum með tvær sýningar á ísafirði 1. júlí og það er um það bil uppselt á aðra sýninguna, því allt starfsfólk heilsugæslunnar þar ætlar að koma saman. handrit hinnar gotnesku biblíuþýð- ingar sem Wulfílas, erkibiskup Gota, gerði á 4. öld. Einnig er á sýningunni eiginhandarrit Tegn- érs að Friðþjófssögu, handrit og útgáfur Jóns Rúgmanns, sem var fyrsti íslenski fræðimaðurinn í Uppsölum (á 17. öld), svo að nokk- uð sé nefnt. Á veggjum sýningar- salarins eru gamlar myndir af sænskum fuglum, sýningargest- um til fróðleiks og augnayndis. Sýningin verður opin til loka júlímánaðar, á sama tíma og hand- ritasýning Ámastofnunar er: á þriðjudögum, fímmtudögum og laugardögum kl. 2-4 síðdegis. (Fréttatilkynning) Við rennum í rauninni blint í sjó- inn með þessa leikferð. Aðalatriðið hjá okkur er að ná fram kaffihúsa- stemmingu og við sýnum á stöðum þar sem ekki er vaninn að hafa Íeiksýningar. Við vonum bara að landsbyggðarbúar hafi áhuga og ánægju af þessari tilbreytingu." Sýningar Alþýðuleikhússins á „Tígrisdýr í Kongó“ verða alls 33 á 23 stöðum. Fyrsta sýningin er í Borgamesi í kvöld. Önnur sýning’ verður á Patreksfirði 28. júní, síðan verður sýnt á Þingeyri 29. júní, Flateyri 30. júní, á Isafírði verða tvær sýningar 1. júlí. í Bolungarvík verður sýning 2. júlí, Hólmavík 3. júlí, Hvammstanga 4. júlí, Blöndu- ósi 5. júlí, Sauðárkróki 6. júlí, Siglufirði 7. júlí, Ólafsfirði 8. júlí. Á Húsavík verða þijár sýningar 10. og 11. júlí, ein sýnirig á Dalvík 13. júlí. Á Akureyri verða sýningr 14. og 15. júlí, á Vopnafírði 16. júlí, Egilsstöðum 18. júlí, Seyðisfirði 19. júlí, Eskifirði 20. júlí, Neskaupsstað 21. júlí, Fáskrúðsfirði 22. júlí, Höfn Homafirði 24. júlí og Vík í Mýrdal 25. júlí. Að sögn Viðars mun Alþýðuleik- húsið svo sýna verkið í nágranna- byggðum Reykjavíkur og á Snæfellsnesi seinni hluta sumars og er ætlunin að taka sýningamar í Kvosinni aftur upp f haust. Leik- stjóri sýningarinnar er Inga Bjama- son, en auk Viðars fer Harald G Haraldsson með hlutverk í henni. Jónsmessu- hátíð á Staðarfelli HIN árlega fjölskylduhátíð Styrktarfélags Staðarfells verð- ur haldin á Staðarfelli i Dölum dagana 26.-28. júní. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana m.a. söngur, leikir fyrir böm, íþróttir, varðeldur, diskótek og hljómsveitin Popprósin leikur fyrir dansi föstudags- og laugar^ dagskvöld. Eins og af fyrri hátíðum verður ágóða varið til styrktar uppbygg- ingu eftirmeðferðarheimilisins á Staðarfelli. Rútuferðir verða á föstudag kl. 18.00 og laugardag kl. 10.00. Leiðrétting MEINLEG prentvUla slæddist*' inn í grein um skipasmiðar sem birtist á viðskiptasiðum Morgun- blaðsins i gær. Þar sagði að lán Fiskveiðasjóðs væru 5,6 mil(jarð- ar til 36 skipa. Rétt er að lánin nema um 3,6 milljörðum og er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. um. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Félagamir þrir með aflann í dagslok, Gunnlaugur heldur á stærsta laxinum í fanginu. Til kynningar sýningunni hefur verið prentað veggspjald með frægri mynd úr Uppsala-Eddu. Gangleri stendur á hallargólfi í Valhöll og andspænis honum sitja guðimir þrir, Hár, Jafnhár og Þriðji. Árnagarður: Sýning frá háskóla- safninu í Uppsölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.