Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Páfagarður: Heimsókn Waldheim mótmælt á Péturstorgi Mótmælendur á Péturstorgi, en að baki er foldgná Péturskirkjan. Reuter Rómaborg, Reuter. JÓHANN PÁLL páfi II. veitti Kurt Waldheim, forseta Aust- urríkis, áheyrn í Páfagarði í gær, þrátt f yriróánægj uradd- ir víða um heim, bæði meðal gyðinga, kaþólikka og ann- arra. Sérstaka athygli vöktu mótmæli fyrrum fanga í út- rýmingarbúðum á Pétur- storgi, en þeim var haldið í skefjum af lögreglu. Þeir höfðu handleggina bera, svo sjá mætti fanganúmer naz- ista, sem voru húðflúruð á þá í búðunum. Ennfremur héldu þeir á lofti spjöldum með nöfnum fangabúða. Waldheim hefur verið sakað- ur um að hafa drýgt stríðsglæpi á meðan þjónustu hans í þýska hernum í Seinni heimsstyijöldinni stóð. Hann neitar því á hinn bóginn stað- fastlega. Waldheim fékk rúmlega hálf- tímalanga einkaáheym hjá páfa áður en þeir skiptust á ávörpum að fleirum viðstöddum. Páfi minntist ekki einu orði á ásakanir gyðinga, en gyðingaleiðtogar segja að samskiptum þeirra við Páfagarð sé nú stefnt í voða og hafði einn á orði að 20 ára langar sáttaviðræður gyðinga og kaþó- likka séu nú til einskis orðnar. Hins vegar lofaði páfí störf Wald- heims hjá Sameinuðu þjóðunum. „Vinna yðar fram til þessa að alþjóðlegum samskiptum, bæði sem stjómarerindreki og utanrík- isráðherra lands yðar og í hinu ábyrgðarmikla starfí yðar í hinum heimsumlykjandi samtökum, Sameinuðu þjóðunum, hafa ávallt miðað að því að tiyggja frið þjóða á milli," sagði páfí meðal annars. Þá bætti hann við að Austurríki væri mikilvægur hluti hins ka- þólska heims með 2.000 ára kristna hefð sér að baki. Talsmenn Páfaríkis hafa lagt á það áherslu að hér sé ekki um einkafund Waldheims og páfa að Kurt Waldheim og páfi á meðan á áheyrninni stóð. ræða, heldur sé hér á ferðinni venjulegur fundur hans heilag- leika og þjóðhöfðingja lands, sem að mestu sér kaþólskt. Þá ítrek- uðu þeir fordæmingu sína á gyðingahatri og helforinni. Uppgjörið við arfinn frá Stalíns-tímanum Er hugsanlegt, að Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi geti kom- ið fram róttækum breytingum á miðstýrðu efnahagskerfi lands sins án þess að gangast jafnframt fyrir opnu hugsjónalegu upp- gjöri við höfund þess, Jósef Stalín? Ekki er óeðlilegt, að svo sé spurt fyrir miðstjórnarfund sovéska kommúnistaflokksins, sem taka á umbótatillögur Gorbachevs til umfjöUunar. Stjómmálaskýrendur halda fram, að til þurfí að koma bæði opinber gagnrýni á Stalíns-tímann og skýr andstalínsk hugmynda- fræði, ef takast eigi að sigrast á andstöðu íhaldsaflanna og ná fram nokkrum umtalsverðum umbótum á kerfínu. Georgij Smimov, hinn nýi forstöðumaður Stofnunar marx-lenínískra fræða í Sovétríkj- unum, krafðist þess í grein í Pravda í marsmánuði, að horfið yrði frá efnahagskerfi Stalíns, en það er enn við lýði í öllum megin- atriðum. Drepur frumkvæði -Ofurmiðstýrt efnahagskerfi okkar drepur ekki aðeins allt frum- kvæði duglegra starfsmanna, heldur á það einnig sök á víðtækri spillingu og mútustarfsemi, segir Smimov. Októberfundur mið- stjómarinnar 1964, sem ýtti Kruschev út í kuldann, batt enda á jákvæða þróun, sem miðaði að því að draga úr miðstýringu þessa harðlæsta kerfís. í staðinn kom stöðnun og miðstýring varð alls- ráðandi, segir í grein Smimovs, sem fordæmir þannig Brezhnev- tímabilið, fósturskeið bróðurparts- ins af skriffínnum ríkjandi efíiahagskerfís. Brezhnev-tímabilið hafði þegar orðið opinberlega að skotspæni á miðstjómarfundi kommúnista- flokksins í janúar á þessu ári. Þar gagnrýndu menn einnig valdatíð Stalíns, þótt með óbeinum hætti væri. En síðustu mánuðina hefur krafan um gagngera sögulega end- urskoðun á öllu Stalíns-tímabilinu verið sett fram með vaxandi þunga í sovéskum blöðum. Er leiðtoginn tvístígandi? Sjálfur hefur Gorbachev hikað við að gefa skýrt og skorinort til kynna andúð sína á Stalín. Aðeins einu sinni hefur leiðtoginn tekið sér nafn harðstjórans í munn — og þá gat hann ekki komist hjá því — en það var 9. maí 1985, þegar hann flutti ræðu á 40 ára minningardegi um sigurinn í „hinni miklu föðurlandsstyijöld". Þá braust út langvinnt og ákaft lófa- klapp meðal áheyrendanna, svo að hann varð að gera hlé á ræðuflutn- ingnum. Þessi atburður hefur þótt til marks um það, hversu rótfastur Stalíns-tíminn er enn í sovésku samfélagi. Annars hefur Gorbachev yfír- leitt forðast að minnast á 30 ára langt harðstjómartímabil Jósefs Stalíns. Ýmislegt bendir þó til þess, að hann langi til að taka það til umfjöllunar og segja alla söguna umbúðalaust. Sjálfur hefur hann sagt, að ekki megi hvfla umræðu- bann á neinum köflum í sögu þjóðarinnar. í viðtölum við opin- bera aðila hefur hann ekki farið leynt með, að hann eigi í höggi við arfleifð Stalíns-tímans. Þegar argentínski kommúnista- leiðtoginn Athos Fava, sem kom til Kremlar á nýliðnu vori, talaði um, að hann ætti í miklu basli með stalínskan hugsunarhátt í flokki sínum, greip Gorbachev fram í fyrir honum og sagði: „Þú ert ekki einn um það.“ Nýlega gekk náinn samstarfs- maður Gorbachevs, Anatoli Luk- ianov, ritari miðstjómarinnar, fram fyrir skjöldu og gagnrýndi stjómarár Stalíns á óvenju op- inskáan hátt. Hann sagði, að baráttan gegn nasistum og endur- reisnin eftir stríðið hefðu gert nauðsynlegt að taka upp miðstýrt efnahagskerfi. - En, heldur hann áfram, - þá urðu mönnum á mistök og það var vikið út af þeirri braut, sem Lenín hafði markað. Persónudýrkun Stalíns leiddi til kúgunar og yfir- gangs og reið í bága við gmndvall- arreglur sósíalismans. Háttsettir flokksmenn eins og Lukianov hafa hingað til aðeins rætt um Stalín undir rós. Lof og- last í blöðum Á hinn bóginn hafa blöð ogtíma- rit verið fijáls að því í vor að birta gagnrýni um Stalín, auk þess sem ofsóknunum og kúguninni á fjórða áratug aldarinnar er opinskátt lýst Jósef Stalín - marga fýsír að koma goðsögnunum um hann fyrir kattarnef.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.