Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 VEÐUR Ríkisstjórnin heiðrar Hannes Hlifar SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra afhenti ( gær Hannesi Hlífari Stefánssyni heimsmeistara unglinga í skák viðurkenningar- vott frá rikisstjórninni, minjagrip eftir Jens Guðjónsson gullsmið, sem hann gerði af þessu tilefni. Á myndinni, sem tekin var í samsæti til heiðurs Hannesi, eru Sverrir Hermannsson og Hannes Hlifar með verðlaunin, ásamt Jóni L. Árnasyni, sem á sinum tíma hlaut einnig þessa nafnbót. Morgunblaðið/EinarFalur / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Suðurnes: Fjarskiptamark- ur bynar í haust Keflavfk. FISKMARKAÐUR Suðurnesja hf. var formlega stofnaður í Keflavík á miðvikudagskvöldið. Gerðust 37 Suðurnesjamenn hluthafar og er hlutaféð 2,2 milljónir. Kosin var 5 manna stjórn og er Logi Þormóðsson úr Sandgerði stjómarformaður. Aðrir i stjórn em Grétar Mar Jónsson úr Sandgerði, Guðmund- ur Guðmundsson Grindavík, Eiríkur Tómason Grindavík og Sigurður Garðarsson Njarðvík. Grétar Mar Jónsson skipstjóri í Sandgerði sem starfað hefur að undirbúningi og stofnun fískmark- aðs Suðumesja hf. sagði að varaar- þing fískmarkaðsins yrði í Njarðvík og hann starfræktur þar. Útibú yrði í Grindavík og ætlunin væri að markaður starfaði með flarskipt- um. „En við munum laga okkur að aðstæðum og hugsanlegt er að vera með „gólfmarkað" samhliða fjar- skiptamarkaðnum. “ Grétar sagði að fljótlega yrði auglýst eftir framkvæmdastjóra og kapp yrði lagt á að hefja starfsem- ina sem fyrst. „Við förum samt ekki af stað fyrr en allt er vel undir- búið og stefnan hefur verið sett á að hefja starfsemina í september," sagði Grétar ennfremur. - BB Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Lancer þessi hefur þolað ýmislegt í gegnum árin og hefur ver- ið notaður í hátt í fimmtíu rallmótum. Hér svífur Bragi Guðmundsson í rallýcross-keppni. Elsti og lífseigasti rallbíllinn ENGINN bill hefur verið eins lifseigur og þolað jafnslæma með- ferð og Lancer-rallbíll sem keppir í Skagarallinu, sem hefst í dag á Akraneai. Á fimmta tug rallmóta hefur bíllinn þolað og fer nú með ökumennina Sigurð Braga Guðmundsson og Gunnlaug Ing- varsson innanborðs. Lengst af átti annar ökumaður þennan keppnisbil og reyndi hann i flestum akstursiþróttum hérlendis, en það var rallkappinn Bragi Guðmundsson, nafni núverandi eig- anda. Bragi fór í fyrstu rallkeppnina 1975 og eftir það hefur billinn varla fengið nokkurt hvíldarhlé. Á tímabili hugðist Bragi pakka honum i loftþéttar umbúðir og geyma hann i bílskúr til minningar um margar sælar samverustundir. Á endanum seldi hann bilinn og nokkrir ökumenn hafa spreytt sig við stýrið á bílnum en enginn oftar en Bragi. „Þessi bfll er hluti af mér. Ég hef átt margar af mínum mestu ánægjustundum í honum. Hann hefur sál og alltaf hefur hann komist áfram, jafnvel með brotin fjaðrablöð og spýtukubba i þeirra stað. Hann hefur alltaf verið gerður út með hlutum af partasölum, en staðið fyrir sínu, blessað- ur,“ sagði Bragi um bilinn. VEDURHORFUR í DAG, 26.06.87 YFIRLIT á hádegi í gær. Yfir Grænlandi og hafinu norður af íslandi er 1027 millibara háþrýstisvæði sem þokast heldur austur en grunnt og minnkandi lægöardrag er yfir sunnanverðu landinu. Um 1500 km suðvestur í hafi er vaxandi 993 millibara djúp lægð á hægri hreyfingu norður. SPÁ: Hægviðri eða austan gola. Víða bjart veður og hiti á bilinu 10 til 15 stig um norðan- og vestanvert landið en skýðað og sums staöar súld eða smáskúrir syðra og eystra með 9 til 12 stiga hita. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Suðaustlæg átt og fremur milt í veðri, einkum inn til landsins. Þurrt um norðan- og vestanvert landið eð síður syðra og eystra. SUNNUDAGUR: Suðaustanátt og fremur hlýtt í veðri. Rigning á sunnanveröu landinu en þurrt annars staðar. TAKN: Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * f * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j © Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka rz: Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍDA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri hlti 12 v*Aur akýjafi Reykjavík 10 akúr Bergen 10 alskýjað Helsinki 1S skýjað Jan Mayen 3 skýjað Kaupmannah. 14 skúr Narssarssuaq 16 skýjað Nuuk 13 heiðskfrt Osló 13 skýjað Stokkhólmur 16 skúr Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 26 lóttskýjað Amsterdam 18 akýjað Aþena 28 léttskýjað Barcelona 24 helöskfrt Berlfn 16 skýjað Chlcago 24 skýjað Feneyjar 24 lóttskýjað Frankfurt 17 lóttskýjað Glaskow 18 skýjað Hamborg 14 skýjað LasPalmas 27 lóttskýjað London 18 skýjað LosAngeles 18 Þokumóða Lúxemborg 16 skýjað Madrfd 30 skýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Miami 28 lóttskýjað Montreal 17 skýjað NewYork 24 helðskfrt Parfs 20 skýjað Róm 24 helðskfrt Vfn 19 skýjað Washington 23 helðskfrt Wlnnlpeg 12 skýjað V estmannaeyjar: Undirbúningur hafinn að stofnun f iskmarkaðar Vestmannaeyjum. UM 40 manns sóttu undirbún- ingsfund um stofnun fiskmark- aðar í Vestmannaeyjum sem haldinn var á miðvikudaginn. Kosin var nefnd fimm manna til að vinna frekar að málinu og verður boðað til framhaldsfund- ar fljótlega. Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri, stjómarformaður Faxamark- aðar, sem einnig vann að stofnun fiskmarkaðarins í Hafnarfírði, mætti á fundinn og skýrði frá stofn- un og starfrækslu fískmarkaða. Hann svaraði og fjölmörgum fyrir- spumum frá fundarmönnum. Miklar umræður urðu á fundin- um og málin rædd frá öllum hliðum. Ekki kom skýrt fram í máli manna hvort þeir teldu heppilegra að koma upp markaði líkum þeim í Hafnar- fírði eða þá fjarskiptamarkaði þar sem fískur væri seldur um borð í fískiskipunum við bryggju. Þá komu fram efasemdaraddir um að fiskmarkaður ætti rétt á sér í Eyj- um. í fundarlok var kosin 5 manna nefnd sem skipuð er fulltrúum út- vegsbænda, fískverkenda, sjó- manna og fiskútflytjenda. Er nefndinni ætlað að vinna frekar að stofnun fískmarkaðar í Eyjum. Nefndin hóf störf þegar morguninn eftir fundinn og stefnir að því að ljúka störfum sem fyrst. Nefndina skipa: Sigurður Einarsson, útgerð- armaður, Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélagsins, Guðmundur Sveinbjömsson, skip- stjóri, Jóhannes Kristinsson, forvíg- ismaður Gámavinafélagsins, og Amar Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri. — hkj. 22.000 fermetrar undir bílasölur TUTTUGU og tvö þúsund fer- metra svæði við Sævarhöfða og Bildshöfða hefur verið skipulagt sérstaklega undir bílasölur og verða 7-8 bílasölur starfræktar þar i framtíðinni. 12 aðilar hafa sótt um aðstöðu undir bflasölu á svæðinu og þrír undir aðra starf- semi. Þetta mál kom til umræðu á fundi borgarráðs síðastliðinn þriðjudag en var frestað. Það verður væntan- lega á dagskrá borgarráðs í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.