Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 26600 allir þurfa þak yfirhöfudid 3ja herbergja Reynimelur (570) Mjög góð ca 82 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð. Suðursv. V. 3,4 millj. Dúfnahólar (566) Góð ca 80 fm íb. á 5. hæð í lyftublokk. V. 3 millj. 4ra-5 herbergja Engjasel (171) Góð ca 116 fm íb. á 1. hæð ásamt bílskýli. Suðursv. V. 3,7 millj. Snorrabraut (205) Góð ca 100 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. V. 3,8 millj. Neshagi (562) Mjög góð ca 150 fm hæð. 2 saml. stofur, 4 svefnherb. Tvennar svalir. Bílsk. V. 6,2 millj. Seltjarnarnes Góð ca 118 fm 4ra herb. íb. á jarðhæð. Allt sér. Bflskréttur. V. 4,7 millj. Hraunbær (438) Mjög góð ca 117 fm 5 herb. íb. á 2. hæð. Aukaherb. á jarðhæð. V. 4,3 millj. Eínbýlishús Hofgarðar — Seltj. (457) Ca 160 fm fallegt vandað einb- hús með góðu plássi í kj. og undir bílsk. 3 svefnherb., stór stofa ásamt borðstofu. Arinn í stofu. V. 9,5 millj. Austurborgin (564) Ca 195 fm mjög vandað einb- hús á einni hæð ásamt ca 27 fm bílsk. Eignin er á mjög góð- um stað. Eignaskipti mögul. á góðri eign. V. 8,9 millj. Seltjarnarnes Ca 160 fm einbhús á einni hæð, rétt við sjóinn. Húsið er mjög fallegt og sérstakt. Hentar best fámennri fjölsk. V. 10,8 millj. Ákv. sala. Villa við borgarmörkin Glæsil. ca 337 fm einbhús er stendur á 2000 fm skógi vax- inni eignarlóð. Húsið skiptist í stóra stofu, borðstofu, 4 stór svefnherb., sauna, 2 baðherb. og gestasnyrtingu. Blómaskáli með heitum potti. Falleg eign á góðum stað. Víðihlíð (573) Glæsil. ca 450 fm einbhús. Tæpl. tilb. u. trév. Tvöf. bílsk. Frábær staðsetn. Fallegt út- sýni. V. 9 millj. Fálkagata (493) Parhús, ca 117 fm á tveimur hæöum. Fullg. að utan, fokh. að innan. Afh. í sept. V. 3,8 millj. Reykjafold (575) Ca 230 fm fokh. einbhús á þremur pöllum á góðum stað í Grafarvogi. Innb. bílsk. Til afh. strax. V. 4.3 milli. Fasteignaþjónusían\ Auttuntmti 17, i. 2660á íu/ Þorsteinn Steingrímsson I IMS lögg. fasteignasali J Ný íslensk barnabók; Verðlauna- bókin „Fransk- brauð með sultu“ komin út VERÐL AUN ABÓKIN „Fransk- brauð með sultu“ eftir Kristínu Steinsdóttur er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Bókin var valin úr handritum sem bárust i árleg-a samkeppni Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabók sem stofnaður var 1985 af Bókaútgáfunni Vöku og fjölskyldu Ármanns Kr. Ein- arssonar, rithöfundar. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir m.a.: „Franskbrauð með sultu gerist á Austurlandi fyrir 30 árum á tímum síldarævintýrisins. Söguhetjan, Lilla, fer í heimsókn til ömmu sinnar og afa, kynnist nýju umhverfí og skemmtilegum leikfélögum og öðlast nýja lífsreynslu. Fyrr en varir lendir hún í margvíslegum ævintýrum. Krakkamir í Guðjónsenshúsinu eru engu líkir, Emil bíóstjóri sýnir Tarz- an í þijúbíó, leyndardómar loftvam- abyrgisins í hlíðinni heilla og heyskapur og vinna á síldarplaninu opna borgarbaminu nýja veröld." „Franskbrauð með sultu" er fyrsta sjálfstæða bamabók Kristínar Steinsdóttur sem er húsmóðir og kennir í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Hún fékk viðurkenningu í smásagnasamkeppni móðurmáls- kennara 1983 fyrir sögu sína Donkey Kong og birtist hún í síðara bindi smásagnasafns móðurmáls- kennara, Gúmmískór með gati. Þá hefur Kristín, í samvinnu við systur sína, Iðunni Steinsdóttur, samið leik- ritin Síldin kemur og sfldin fer og 19. júní sem fékk fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins 1986. í umsögn dómnefndar um verð- launabókina segir meðal annars: „Sagan er skrifuð á einkar fallegu, fjörlegu máli og bregður upp trú- verðugri mynd af lífi íslenskra bama á tímum sfldarævintýrisins fyrir 30 árum. Lífsþróttur söguhetjunnar og jákvætt hugarfar gerir lesandann virkan þátttakanda í atburðarásinni frá upphafí til enda.“ „Franskbrauð með sultu“ er prýdd myndum eftir Brian Pilkington sem jafnframt teiknaði kápumynd. Prentstofa G. Benediktssonar ann- aðist prentun og bókband. Bókin er í kiljubandi. ms# Húsi verslunarinnar Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson Hallur Páll Jónsson Birgir Sigurðsson vidsk.fr. Hótel Búðardalur Höfum fengið til sölu hótel á Dalbraut 2, Búðardal. Hótelið er á góðum stað og á góðri lóð. Mikiir möguleikar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. ÞEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI Opið: Mánudag.-fimmtud. 9-18 föstud. 9-17 og sunnud. 13-16. „Kemur greinilega við söngtaugina í landanum“ - segir Valgeir Guðjónsson, höf- undur sumar smellsins í ár, popplagsins í G-dúr „HLJÓMSVEIT allra lands- manna", Stuðmenn, sendi frá sér nýja hljómplötu í vikunni, sem á eru 10 lög eftir liðsmenn hljómsveitarinnar. Platan ber heitið „Á gæsaveiðum" og er þar meðal annars að finna lag Valgeirs Guðjónssonar, „Popp- lag í G-dúr“, sem notið hefur mikilla vinsælda að undanfömu og hafa margir fullyrt að þar sé kominn „sumarsmellurinn“ i ár, eins og sérfræðingar orða það. Reynslan hefur enda sýnt, að á samkomum Stuðmanna að undanförnu hefur lagið hlotið fádæma undirtektir þar sem menn hafa sungið með og verið ófáanlegir til að hætta, enda „engin leið“ eins og segir f text- anum. í eftirfarandi spjalli við Morgunblaðið greinir Valgeir Guðjónsson nánar frá tilurð þessa vinsæla lags. „Félagar mínir voru nú ekkert yfír sig hrifnir þegar ég kom fyrst með lagið enda þótti það hvorki reyna mikið á spilaputtana né hossa metnaði manna hvað varð- aði alvarlega tónlistarsköpun," sagði Valgeir. „í mínum huga er það hins grafalvarlegt mál að semja létt lög, sem fólk getur sungið með í, þannig að lagið var tekið til meðferðar á endanum. Þeir vilja hins vegar ekkert kann- ast við þessar dræmu undirtektir í dag því sannleikurinn er sá, að við höfum sjaldan fengið jafn sterk viðbrögð hjá áheyrendum eins og við þessu lagi. Þetta er kyijað af slíkum eldmóði á sam- komum okkar að undir tekur í meginröftum og greinilegt að lag- ið kemur við söngtaugina í landanum." Valgeir kvaðst vera þeirrar skoðunar að það væri góðra gjalda vert að semja einföld og „me- lódísk" lög enda væri það stað- reynd að langlífustu lög tónlistar- sögunnar væru flest einföld og „melódísk“ og gilti þá einu hvort gripið væri niður í gömlu meistur- unum Beethoven, Motzart og Brahms eða seinni tíma snilling- um á borð við Bítla, Dylan og Springsteen. „Góð og falleg laglína er það sem fólk er alltaf að leita að, það hefur sýnt sig í gegnum tíðina," sagði Valgeir. Hann sagði að „Popplagið í G-dúr“ hefði komið tiltölulega áreynslulítið. „Ég var með Ástu konu minni og syninum Tomma í sumarbústað um páskana. Það vantaði lög á plötuna og ég hafði fengið það verkefni að koma með lag úr þessari ferð. Lengi vel kom ekkert lag og ég var eitthvað að stumra yfír þessu þar til allt í einu að ég datt niður á lagið og textann svo til fyrirhafnarlaust. Ég sló bara G-hljóm á gítarinn og lagið kom svo að segja á stund- inni. Það er alltaf skemmtilegt þegar manni tekst að frámkalla þetta svona af sjálfu sér frekar en að þurfa að grafa djúpar holur til að ná í lögin. Var það ekki einmitt Ómar Óskarsson sem sagði, að George Harrisson hefði sagt, að lögin væru allt í kringum okkur, það væri bara að teygja út hendumar til að ná í þau.“ Kópavogsvöllui 2deUd'® BREIÐABLIK - IR kl. 20.00 í kvöld BYKO umbro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.