Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Dómprófast- urinn í Haders- lev predikar í Dómkirkjunni NÆSTKOMANDI sunnudag, 28. júni, predikar í Dómkirkjunni sr. Sören Lodberg Hvas, prófastur við dómkirkjuna í Haderslev á Jótlandi. NÝJASTA hefti Frelsisins er komið út. í þessu hefti er fjallað um fijálst útvarp, ’68-kynslóðina, ráðdeild i ríkisrekstri, börn og foreldraábyrgð og Kristján Al- bertsson, auk þess sem í heftinu eru tveir ritdómar. Útgefandi Frelsisins er Félag fijálshyggju- manna og ritstjóri Guðmundur Magnússon. Kjartan Gunnarsson formaður útvarpsréttamefndar fjallar í Frels- inu um fijálst útvarp og hinar nýju útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Kjartan ræðir um aðdragandann Merrild — gæðakafíið. sem bragð er af, enda framleitt úr bestu fáanlegum Almenna bókafélagið gefur út Vitaskipið BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur gefið út bókina Vitaskipið (Das Feurschiff) eftir Sjegfried Lenz í þýðingu Baldurs Ingólfssonar. I frétt frá félaginu segir m.a. að sagan gerist á Vitaskipi. Áhöfnin bjargar vélarvana báti og taka áhöfn- ina upp, þijá menn. En þessir menn eru ekki fyrr komnir um borð en í ljós kemur að þetta eru ótíndir glæpa- menn, gráir fyrir jámum og kreíjast þess otandi skotvopnum sínum að skipstjóri og skipshöfn gangi í þjón- ustu þeirra. Skipstjóri á vitaskipi er auðvitað í miklum vanda við slíkar aðstæður. Siegfried Lenz er fæddur 1926, í Þýskalandi. Hann varð 17 ára að ganga í herinn og gegndi herþjónustu í flotanum. Bera margar sagna hans nokkur merki þessarar reynslu. Almenna bókafélagið hefur einnig gefið út Almannaróm eftir Lenz í þýðingu Guðrúnar Kvaran. Vitaskipið er 167 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókbandinu. Siegfried Lenz MTÚKUR YST SEM INNST Frelsið komið út að setningu útvarpslaganna og tel- ur að það sem úrslitum hafi ráðið um framgang fijáls útvarps hafí verið verkfall opinbeira starfs- manna í október 1984. í grein sinni segir Kjartan að ekki þurfi önnur lög um útvarp en ákvæði um það hver eigi að úthluta tíðnisviðum til rekstraraðila, að öðm leyti eigi við t.d. lög um ábyi^ð á efni og meið- yrðalöggjöf. „Utvarp þarf ekki sérlög fremur en dagblöð," segir Kjartan. í hinu nýja Frelsi er hugvekja fyrrverandi róttæklinga um hug- myndaheim vinstrimanna á sjöunda áratugnum og hinum áttunda. Höf- undamir em David Horowitz og Peter Collier, sem báðir vom í for- ystu fyrir Vietnamhreyfingunni bandarísku og ritstýrðu tímaritinu „Ramparts". Horowitz, sem er vel þekktur hér á landi fyrir tvær bæk- ur er Mál og menning gaf út (Bandaríkin og þriðji heimurinn-’68 og Kaldastríðið-’72) hefur gert rækilega upp við fyrri hugmyndir sínar og dregið lærdóma af starfi vinstrihreyfingarinnar. Frá þessu skýrir hann í grein sinni, sem þeir Collier skrifa saman. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra skrifar grein und- ir titlinum „Hver þorir í Fáfni?“ Er þar fjallað um tillögur ungra sjálf- stæðismanna um ráðdeild í ríkis- rekstri, sem þóttu djarfar og róttækar og náðu þar af leiðandi ekki fram að ganga. Guðmundur Magnússon ritar grein um böm og foreldraábyrgð, þar sem hann ræðir hvemig bregð- ast á við þeim vanda er skapast af vinnu foreldra utan heimilis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritar grein er hann nefnir „í þjón- ustu fegurðarinnar" og fjallar hún um æfisögu Kristjáns Albertssonar. Tveir ritdómar em í blaðinu. Sá hinn fyrri fjallar um „Hagstjóm eða sjálfstjóm", yfirlit Almenna bókafé- lagsins um íslensk efnahagsmál, sem Þórður Friðjónsson ritstýrir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar þann ritdóm. Síðari rit- dómurinn fjallar um ritlinga, sem geftiir hafa verið út af Alþýðu- flokknum og fjalla um jafnaðar- mennskuna ýmislegt henni tengt. Hannes Hólmsteinn skrifar einnig þennan ritdóm. Degar þú heldur á rauðum poka af fterrild—kaffi í hendinni. finnst þér þú næstum geta fundið kaffigæðin gegnum mjúkan pokann. Óvenjulega höfugur kaffiilmur og bragð. sem varir lengur í munni. en þú átt að venjast, eru meðal þess. sem gerir kaffið svo sérstakt. kaffibaunum frá Brasilíu. Kólumbíu og Mið — Ameríku. JtewriM setur brag á sérhvern dag. friskmalet kaffe DEN DR0JE KVAIiTETSKAFFE Sr. Sören Lodberg Hvas er þekktur maður innan dönsku kirkj- unnar, bæði sem predikari og rithöfundur. Hann hefur einkum unnið að fermingarfræðslu og hefur ásamt starfsbróður sínum, sr. Erik Ágárd, ritað vinsælar kennslubæk- ur handa fermingarbömum. Hann hefur einnig staðið fyrir námskeið- um fyrir presta og aðra sem fermingarfræðslu stunda. Það er fengur að því að fá þenn- an mann til að predika hér. Hann flytur mál sitt á dönsku, en það ætti ekki að vera nein hindrun. Sérstaklega vil ég vekja athygli Dana og danskættaðra þegna hér í borg á þessari messu í Dómkirkj- unni á sunnudag, en hún hefst kl. 11 f.h. Þúrir Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.