Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987
Þingsetning á Bretlandi:
Róttækar breytmgar á
margvíslegum sviðum
Stefnuræða forsætisráðherra lesin upp
Lundúnum, Reuter.
ELÍSABET II. Bretadrottning flutti í gær stefnuræðu forsætisráð-
herra veiyu samkvæmt. t hásætisræðu hennar kom fram að Margaret
Thatcher hyggst veita Bretum aukið svigrúm í mennta- og húsnæðis-
málum, rýmka opnunartima öldurhúsa, breyta lögum um útsvar til
sveitarfélaga verulega og halda áfram á markaðri braut í vamarmál-
um, en Thatcher hyggst endumýja kjarnorkuherafla landsins, þannig
að Bretland haldi sjálfstæðum fælingarmætti sinum.
Reuter
Eftirmenn
Kadars?
Mannabreytingar hafa orðið í for-
ystu Ungveijalands. Við embætti
forsætisráðherra hefur tekið Karoly
Grosz, 56 ára að aldri og áður
flokksleiðtigi í höfuðborginni Búda-
pest. Janos Berecz, sem einnig er
56 ára og hefur verið áróðursmála-
stjóri miðstjómar Kommúnista-
flokksins síðan 1985, tekur nú sæti
í Stjómmálaráðinu (Politburo).
Báðir em þessir menn taldir koma
til greina sem eftirmenn Janos
Kadars, aðalritara Kommúnista-
flokksins_ en hann er nú 74 ára
gamall. Á myndunum sjást Grosz
(t.v.) og Berecz (t.h.).
íhaldsflokkur Thatcher vann
síðustu kosningar með 101 sætis
meirihluta hinn 11 júní síðastliðinn
og taldi forsætisráðherrann úrslitin
vera staðfestingu á að hún sé á
réttri leið. í samræmi við það hvikar
hún hvergi frá stefnu sinni, sem
sumir hafa nefnt krossgöngu hægri-
manna. Eitt helsta markmið Thatc-
her er að minnka vald sveitarfélaga
og verkalýðsfélaga, en íhaldsmenn
segja að vinstrimenn hafi misnotað
það vald mjög gróflega. Með þessu
vill frú Thatcher auka einstaklings-
frelsi á Bretlandi enn frekar.
Uppræting sósíalis-
mans
Endanlegt markmið sitt segir
Thatcher vera að uppræta sósíalis-
mann á Bretlandseyjum, en vænleg-
ast til þess telur hún vera að gera
sem flesta að kapitalistum. Því hef-
ur hún reynt að stuðla að með
einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þ.e.
a.s. með því að gera þau að
almenningshlutafélögum.
Ein róttækasta breytingin er
væntanlega í skóla- og húsnæðis-
málum. Þar er gert ráð fyrir að
ríkisreknir skólar geti komist beint
undir stjóm menntamálaráðuneytis-
ins í stað þess að vera háðir sveitar-
félögum, en sum þeirra hafa sett
skólum sínum reglur, sem margir
telja að séu menntun alls óviðkom-
andi. Þá vill stjómin að greitt sé
sérstaklega fyrir ýmsan aukakostn-
að, svo sem vegna tónlistarkennslu,
skólaakstur og skólaferðalaga.
Völd sveitarstjórna
minnkuð
í húsnæðismálum er gert ráð fyr-
ir því að fólk geti keypt leiguhús-
næði það, sem það býr í nú, en sú
stefna hefur notið mikilla vinsælda.
Önnur tillaga Thatchers þykir ekki
jafnvinsæl, en hún er sú að afnema
eignarskatt sveitarfélaga, en setja
þess í stað nefskatt á alla sem náð
hafa átján ára aldri. Rökin fyrir því
em þau að nú greiði þeir aðeins
skatt, sem eigi eignir, en ijármun-
imir renna hins vegar til samneyslu
allra íbúa sveitarfélagsins. Þeir sem
hins vegar leigja af sveitinni, sem
er mjög algengt á Bretlandi, þurfa
ekki að greiða þennan skatt og ekki
er gert ráð fyrir því að hluti leigunn-
ar rénni í þennan samneyslusjóð
sveitarfélagsins. En hvort sem
slíkur nefskattur er réttlátur eða
ekki, er ljóst að hann er ekki vin-
sæll. Gerð var tilraun með þessa
tilhögun á nokkrum stöðum á Skotl-
Jackie Gleason látrnn
Fort Lauderdale, Handarikjunum. Reuter.
GAMANLEIKARINN Jackie
Gleason lést á heimili sínu á
miðvikudagskvöld, sjötíu og eins
árs að aldri. Dánarorsökin var
krabbamein. Gleason hlaut
mesta frægð fyrir að leika þétt-
vaxinn og klaufalegan strætis-
vagnstjóra i sjónvarpsþáttunum
„The Honeymooners."
Gleason, sem reykti fimm síga-
rettupakka á dag, kom heim úr
krabbameinsmeðferð á sjúkrahúsi
á fimmtudag í síðustu viku og var
í besta skapi síðustu dagana. Kona
hans sagði að hann hefði hlotið
friðsælt og hægt andlát.
Gleason hóf leikferil sinn árið
1935 i New York með 31 sent í
vasanum og eins mánaðar nám í
menntaskóla að baki. Hann vann
í fyrstu fyrir sér með því að fara
með gamanmál í næturklúbbum og
sýna ýmis brögð á billjardborðinu,
en árið 1940 komst hann á samn-
ing hjá Wamer-kvikmyndafyrir-
tækinu. Hann lék í 20 kvikmyndum
og var útnefndur til Oskarsverð-
launa fyrir túlkun sína á Minnesota
Fats í kvikmyndinni „The Hustler."
Langvinsælastur varð Gleason
fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum
„The Honeymooners," sem teknir
voru upp hjá CBS-sjónvarpsstöð-
inni á árunum 1955 og 1956.
Aðeins 39 þættir voru gerðir, en
þá neitaði Gleason að halda leikn-
um áfram, og sagði að það myndi
koma niður á gæðunum. Þættimir
eru nú sigilt sjónvarpsefni og em
ennþá sýndir í sjónvarpi i Banda-
ríkjunum kvöld eftir kvöld.
Síðustu árin lét Gleason lítið á
sér bera, og sagði að dagar nætur-
langra samkvæma og leggjafag-
urra sýningarstúlkna væru
geymdir — en ekki gleymdir. í við-
tali, sem var tekið skömmu fyrir
andlát hans, sagði hann: „Ég held
ég sé ekki sestur í helgan stein,
en þegar menn eru komnir á minn
aldur, hlaupa þeir ekki út á götu
og segja: „Langar einhvem i tenn-
is?““
Bemard
Rogers
kveður
Bemard Rogers,
hershöfðingi, lét af
störfum sem yfirmað-
ur herafla Atlants-
hafsbandalagsins i
gær. Við starfinu tek-
ur John Galvin,
hershöfðingi, sem
einnig er Bandaríkja-
maður. Rogers hefur
að undanfömu gagn-
rýnt harkalega áform
um að uppræta lang-
dræg og skammdræg
kjamavopn í Evrópu
og talið þá stefnu
gera vamir Vestur-
Evrópu ótraustar.
Reuter
Á myndinni sjást (f.v.) Rogers, William Crowe, yfirmaður herforingjaráðs Banda-
ríkjanna, og John Galvin.hershöfðingj.
Persaflóastríðið:
að miðla málum í Persaflóastríð-
inu milli írana og íraka tii þess
að binda enda á hin „tilgangs-
lausu“ átök. Gaddafi hefur til
þessa verið einlægur stuðnings-
maður írana.
„Við emm ákveðnir í því að
stöðva Persaflóastríðið," sagði
Gaddafi í viðtali við dagblaðið al-
Rai al-Aam, sem gefið er út i
Kuwait. Viðtalið var tekið í tjaldi
leiðtogans í næststærstu borg
Líbýu, Benghazi.
Gaddafí sagðist hafa gert út
sendinefnd til Iran til að gera þar-
lendum embættismönnum grein
fyrir því að Líbýumenn vildu stöðva
stríðið. Leiðtoginn sagði að viðræð-
unum við írani yrði haldið áfram,
og sendinefndin myndi einnig fara
til írak til þess að útskýra sjónar-
mið stjómarinnar í Teheran og fá
vitneskju um afstöðu Bagdad-
sljómarinnar.
Gaddafi sagði stríðið vera til-
gangslaust, og að báðir aðilar hefðu
orðið fyrir glfurlegu tjóni. „Þeir,
sem hagnast á þessu stríði em zíon-
isminn og heimsvaldastefnan,"
sagði hann.
Líbýa og Sýriand vom lengi vel
helstu stuðningsmenn írana í
Gaddafi kveðst vilja
sætta styijaldaraðila
Kuwait, Reuter.
MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, segir í viðtali, sem birt var
í gær, að hann sé nú að reyna
stríðinu fyrir botni Persaflóa, en
stuðningur þeirra þvarr er uppvíst
varð um leynilega vopnasölu Banda-
ríkjamanna til Iran. í viðtalinu lýsti
Gaddafi Bandaríkjunum sem „helsta
óvini araba — návist þeirra á svæð-
inu stofnar arabísku þjóðinni í
hættu.“ Einnig kallaði hann Thatc-
her forsætisráðherra Breta „hand-
bendi Bandaríkjamanna".
Líbýuleiðtoginn lét einnig svo um
mælt, að hann væri tilbúinn að koma
á fundi þeirra Assads Sýrlandsfor-
seta og Husseins, forseta írak, en
þeir hafa löngum verið pólitískir
óvinir. Gaddafi sagði að eftir Yom-
Kippur-stríð Israela og araba 1973
hefðu aðgerðir hans leitt til fundar
forsetanna tveggja, og hann hefði
hvatt þá til að ganga í bandalag.
Hann sagðist vilja endurtaka þetta
fmmkvæði nú.
í blaðaviðtalinu sagði Gaddafi að
í nóvembermánuði myndu Líbýa og
Alsír tilkynna skref í átt til samein-
ingar landanna. Hann sagði að
ríkjasambandið yrði mótað á svipað-
an hátt og sambandsríkin Sviss,
Sovétríkin eða Júgóslavía. Hann tók
fram að Sýrlendingum væri fijálst
að taka þátt í sameiningunni, því
þeir yrðu einnig fyrir barðinu á
ísraelum og heimsvaldasinnum".
Þung undiralda í Suður-Kóreu:
Sljómvöld búast
við heiftar-
legum óeirðum
Seoui, Reuter.
Stjórnarandstaðan í Suður-Kóreu virðist ekki taka mikið mark á
loforðum Chuns Doo Hwan forseta um tilslakanir og kvaðst ætla
að láta verða af mikilli friðargöngu í dag.
Stjóm Chuns sleppti á miðviku-
dag Kim Dae Jung, einum helsta
andófsmanninum í Suður-Kóreu,
úr stofufangelsi og í gær tilkynnti
hún að þeim 200 mótmælendum,
sem handteknir hefðu verið síðan
að óeirðir hófust í landinu 10. júní,
yrði brátt sleppt.
Saksóknarar gáfu aftur á móti
út yfirlýsingu þess efnis að allir,
sem handteknir yrðu í fyrirhuguð-
ERLENT
um mótmælaaðgerðum í dag, gætu
ekki búist við að tekið yrði á málum
þeirra af slíkri linkind.
Kwon Bok Kyung, yfirmaður lög-
reglunnar i Suður-Kóreu, sakaði
skipuleggjendur mótmæla um að
vilja grafa undan föðurlandi sínu
og hótaði að ráðast á mótmælendur
um leið og þeir söfnuðust saman í
höfuðborginni, Seoul.
Talið er að stjómarandstaðan
geti treyst á að harður kjami tutt-
ugu þúsund manna taki skilyrðis-
laust þátt í mótmælum og þykir þá
líklegt að fleiri drífí að.
Lögreglan hefur enn einu sinni
lýst yfir neyðarástandi og kvaðst
ætla að kveðja sextíu þúsund manns
til starfa um landið allt. Fyrstu
útgáfur af föstudagsblöðum í Seoul
sögðu að búast mætti við að fjöldi
andófsmanna og stúdentaleiðtoga
yrði settur í stofufangelsi áður en
mótmælin hæfust í dag.