Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1987 Hamarshúsið verði lag- fært samkvæmt sam- þykktum teikningum -seg”ir Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar Morgunbiaðið/Þorkeii Byggingarmeistaranum Hér á austurhlið hússins á að vera neyðarstigi samkvæmt teikning- verður nú sent bréf þar sem um. hann er beðinn um að upplýsa Hamarshúsið við Tryggvagðtu. Morgunblaðið/Bjami hversu mörg af þeim sautján atriðum sem reyndust vera ábótavant við úttekt á Hamars- húsinu hafa verið lagfœrð. Þessar upplýsingar eiga að hafa borist byggingarnefnd fyrir fund hennar eftir háifan mánuð og þegar þær liggja fyrir munum við ákveða til hvaða ráðstafana við grípum. Ég geri ráð fyrir að beitt verði dagssektum1*, sagði Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar, við Morgunblað- ið þegar það spurði hvað borgaryfirvöld hyggðust gera í málefnum Hamarshússins. „Tvö alvarlegustu atriðin, sem er ábótavant, eru að mínu mati að neyðarstiga vantar á austur- hlið hússins og að gerðar hafa verið aukaíbúðir án samþykkis bygginganefndar. Bygginga- nefnd gekk á sínum tíma eins langt og hægt var í fjölda íbúða og á ég von á að við munum krefjast þess að húsið verði lag- fært samkvæmt samþykktum byggingamefndarteikningum. Það er mjög alvarlegt mál þegar menn annað hvort framkvæma hluti öðruvísi en á samþykktum teikningum eða alls ekki“. Ólafur Bjömsson, byggingar- meistari, sagði í samtali við Morgunblaðið, að enn ætti eftir að ganga frá nokkrum atriðum við húsið, til dæmis neyðarstig- um. Þessa töf mætti að mestu rekja til verulegra vanefnda hjá einstaka íbúðarkaupendum í hús- inu og yrði gengið frá þessu þegar greiðslur bærust. Þetta hefði verið erfítt verkefni ijár- hagslega m.a. vegna mikillar verðbólgu, allt að 80%, meðan á framkvæmdum stóð. Ólafur sagði varðandi meinta ijölgun íbúða að þama hefðu verið tekin herbergi úr íbúðum og seld sér. „Ég hef ekki selt nokkrum manni þessar íbúðir sem íbúðir, heldur sem herbergi". Adidas Challenger Stærðir: 138-150-15 -162-168-174-18 -186-192-18 Kr. 6.290. Litir: Dökkblátt, Ijósblátt, svart, rautt m/dökkbláum buxum, grátt m/dökkbláum buxum, grátt m/svörtum buxum, hvítt m/ljósbláum buxum. Póstsendum samdægurs. OPIÐ LAUGARDAGA EURO/VISA. 40 ára afmælis- rit Úlfljóts ÚLFLJÓTUR, blað laganema er fjörutíu ára á þessu ári. í tilefni þeirra tímamóta hefur verið gef- ið út afmælisblað; nokkru veg- legr'a en alla jafna og upplag stærra en venjulega og dreift ókeypis til kynningar á lagadeild og lögfræði almennt. Úlfljótur hóf göngu sína árið 1947 og var fyrsti ritstjóri hans Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Hugmyndina að nafni blaðsins átti ólafur Lárusson og forsíðumynd- ina, sem prýtt hefur blaðið frá upphafí teiknaði Örlygur Sigurðs- son. Blaðið hefur síðan komið út um fjórum sinnum á ári, nema hvað að árið 1951 kom það ekki út. Meginefni Úlfljóts er fræðigreinar og er það yfírleitt um 80-100 blað- síður að þykkt, en stundum allt að 160. Efni afmælisblaðsins ræðst nokkuð af afmælisárstfðinni. í fyrsta hluta blaðsins eru fjórar rit- gerðir. Sú fyrsta er eftir Þorstein Hjaltason laganema og fjallar um sögu Úlfljóts, dr. Páll Sigurðsson prófessor ritar grein um ábyrgð- > iíwmbwi arskírteini, ábyrgðartíma og úrræði vegna galla á seldu lausafé, Sigurð- ur Gizurarson skrifar um umboðs- mann Alþingis og Bjöm Friðfínns- son um tölvunotkun við lögfræðistörf. í öðrum hluta blaðsins er deildar- kynning. Ingi Tryggvason og Þorsteinn Hjaltason laganemar skrifa um iaganámið, Valborg Snævarr skrifar um félagslíf laga- nema og rætt er við nokkra aðila um kröfur á fyrsta ári í lagadeild. í þriðja hluta eru fastir þættir. Þorsteinn Hjaltason laganemi skrif- ar um lagamál, í húsvitjun er Þorvaldur Garðar Kristjánsson sótt- ur heim, í starfsvitjun skrifar Óthar Öm Petersen hrl. um starf lög- manns. Þar er og að fínna ýmsa pistla í Rekabálki auk starfsskrár- innar. í sfðasta hluta blaðsins, félags- málaþætti em greinar um tvær vísindaferðir; til Hvolsvallar og Borgamess. í ritnefnd Úlfljóts em: Þorsteinn Hjaltason ritstjóri, Brynhildur Fló- venz, Frans Jezorski og Pétur Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.