Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 47 ■I • Úlfar Jónsson hefur notaA fæst högg fslendinganna þaA sem af er. Hann lók á 69 höggum í fyrradag; stóö slg frábærlega vel, og notaAi síAan 76 högg f gær elns og Sigurjón Arnarsson, Gylfi Kristinsson og SigurAur Pétursson. Evrópumótið í golfi: Island komst íB-riAilinn ÍSLENSKA landsliAiA í golfi sem nú tekur þátt f Evrópumótinu í golfi f Austurfki náAi takmarki sfnu f gær er IIAiA tryggAi sár rátt til aA keppa f B-riAlinum, f annaA sinn frá upphafi. UAiA endaAi f 14. sæti en NorAmenn voru sfAasta þjóAin til aA kom- ast f B-riAil meö tveimur flelri högg en okkar menn. Það eru 19 þjóðir sem taka þátt í mótinu og í gær var leikinn síðari hringurinn í höggleiknum þar sem riðlaskiptingin ákvarð- ast. Skorið var mjög jafnt hjá íslenska liðinu. Sigurjón Arnar- son, Úlfar Jónsson, Gylfi Kristins- son og Sigurður Pótursson komu allir inn á 76 höggum, Sveinn Sigurbergsson lék á 78 höggum og Sigurður Sigurðsson á 81 höggi. Fimm bestu telja þannig að sveitin lék á 382 höggum en í fyrradag lóku strákarnir á 378 höggum, eða alls á 760 höggum. Flatirnar í gær voru erfiðar og léku allar þjóðirnar verr í gær en á fyrsta degi mótsins nema Frakkar. Völlurinn stendur í litlum dal og er talsvert erfiður. Menn verða til dæmis að passa sig á að húkka boltann aldrei því þá er voðinn vís. Kylfingar leggjast á bæn á hverjum teig tíl að reyna að fá aðstoð við aö húkka ekki og á 14. teig er meira aö segja lítið bænahús. Röð þjóða varð þessi: A-rlðill: England 714högg frland 717 högg Frakkland 720 högg Skotland 731 högg Svíþjóð 732 högg Wales 734 högg V-Þýskaland 734 högg Spánn 735 högg B-riðlll: Sviss 741 högg Italia 743högg Austurfki 749 högg Holland 750 högg Danmörk ISLAND Noregur C-rlAIII: Finnland Portúgal Tékkóslóvakia Júgóslavía 752 högg 760 högg 762 högg 780 högg 780 högg 782 högg 870 högg I dag leika okkar menn viö sveit heimamanna, Austuríkis- menn, og verður keppninni háttað þannig að fyrst verða leiknir tveir Foursomeleikir og þar keppa Sigurður Pétursson og Sigurður Arnarson annars vegar fyrir hönd íslands, og hins vegar Keilismennirnir Úlfar Jóns- son og Sveinn Sigurbergsson. Eftir hádegi í dag verður síðan leikinn „Singles" og þar keppa allir okkar menn nema Sveinn Sigurbergsson sem situr yfir I þessari umferð. Þess má aö lok- um geta að Svisslendingar sitja hjá í B-riðli í dag. MikiA fjör í Eyjum Sextíu og fjórir leikir á Tommamótinu f gær Frá Andrésl Pétursaynl I Vastmannaayjum ÞAÐ ER mlklö fjör f Vestmanna- eyjum núna. Hár eru tæplega 600 keppendur f 6. flokkl frá 24 fálög- um vfösvegar af landinu. Þelr sem lengst eru að komnlr eru ilklegast Völsungar frá Húsavfk, Íþróttabandalag IsafjarAar og KA frá Akureyri. Keppnln hófst klukk- an 9.00 f gærmorgun og var spilaA stan8laust til klukkan 20.30 meA hlél f hádeginu þó. Það er nýmæli á þessu móti að allir sigrar eru aldrei skráðir meir en með þriggja marka mun. Þetta er mjög jákvæð breyting sem dreg- ur úr vonbrigðum veikari liðanna og einnig hvetur þetta liðin tii að leyfa öllum leikmönnunum að vera með. Það hefur brunnið við á sfðustu mótum að keyrt hefur ver- ið á sömu sjö mönnunum í gegnum allt mótið en síðan hafa nokkrir ekki fengið að spila neitt. (þessum aldursflokki á þaö að vera stefna aö leyfa sem flestum aö vera með og með þessari reglu er vonast til að svo verði. Þetta mun ekki hindra það að bestu liðin munu alltaf kom- ast áfram en koma í veg fyrir að lið kappkosti að kafsigla annað með markasúpu sem er engum til uppörvunar. Spilað er á tveimur stöðum á fjórum völlum. Á Hásteinsvelli og á Helgafellsvelli og svo á morgun verður innanhúsmót í íþróttahús- inu. Þegar liðin eru ekki að keppa er boðið upp á bátsferðir í kringum Heimaey og skoðunarferðir um eyjuna. öllu er þessu dreift vel yfir daginn þannig að ekki myndast örtröð. ( kvöld föstudag verður boðið upp á bíósýningu fyrir allan hópinn í Samkomuhúsinu en á laugardagskvöld verður vegleg kvöldvaka í íþróttahúsinu. Eins og gefur að skilja er ómögulegt aö fylgjast meö öllum leikjunum sem fara fram á Tomma- mótinu en við munum hér á næstu dögum fylgjast með nokkrum lið- um og lýsa leikjum þeirra en að sjálfsögöu munum við birta úrslit allra leikja. Úrslit leikja á mótinu í gær urðu þessi: lA-Uiknir A 3:0 B 2:2 Týr-lK A 0:3 B 0:3 Völsungur-Fylklr A 3:4 B 2:3 fA-Týr A 4:2 B 3:0 V6la.-(K A 0:3 B 0:4 Valur-Þór A6:3 B 3:0 Þróttur-ÍR A 1:4 B 0:3 UBK-Reynlr A 3:0 B 3:0 Valur-Þróttur A 0:2 B 3:0 ÍR-UBK A4:1 B 1:4 KR-UMFA A 3:0 B 3:0 Fram-lBK A 3:0 B 2:1 Qrótta-Haukar A 1:4 B 0:3 KR-Fram A 4:1 B 1:0 Qrótta-lBK A1:3B0:3 FH-StJaman A 3:1 B1:0 iBf-Viklngur A 1:4 B 2:1 KA-Vfðir A 4:3 B 3:0 FH-lBl A 4:1 B 3:0 KA-Vfklng. A 2:6 B 1:0 Lalknlr-Fylklr A 6:2 B 2:0 Völa.-lA A3:3 B 1:8 Þór-Raynlr A 1:3 B 4:1 Valur-UBK A1:0B6:1 Haukar-UMFA A 3:0 B 3:0 Stjaman-Vföir A 5:2 B 3:0 FH-KA A4:1 B 3:0 ÍBf-StJaman A0:1 B 1:3 Týr-Lalknlr A 2:2 B 0:6 Þróttur-Þór A 4:2 B 2:1 KR-Qrótta A 4:1 B 3:0 UMFA-Fram A 0:3 B 0:3 Sfmamynd/Reuter • Severiano Ballesteros er f öðru sæti f Monte Carlo, Hann sigraAi f fyrra. Opna Monte Carlo: Keppni Sfmemynd/Reuter • Ivan Lendl áttl f mlklum vandræAum f gær og var undlr f leiknum gegn Paolo Cane frá (talfu þegar hætta varA vegna rlgningar. Lendl slgraAi Christlan Saceanu frá Vestur-Þýskalandi en virkaAI óöruggur f gær gegn þessum Iftt reynda ftala. Lendl í erfiðleikum gegn ungum ítala IVAN Lendl átti f miklum vand- ræAum f gær á Wimbledon- keppninni f tennis gegn 22 ára itala, Paolo Cane. Þegar hætta varA leiknum vegna rlgnlngar hafAI ítalinn yfir; slgraAi f fyrsta settinu 6:3 og f ÖAru settlnu hafði Lendl rétt náð að jafna, 6:6, þeg- ar keppnl var frestað. Engin mjög óvænt úrslit hafa ann átt sér stað á mótinu. Fyrsta daginn var allri keppni frestað eins og greint hefur verið frá, talsvert var leikið í fyrradag en lítið í gær, aftur vegna rigningar. Fyrsta daginn sló Boris Becker, sem hefur unnið einliðaleik karla á mótinu tvö síðastliðin ár, Tékkann Karel Novacek 6:4, 6:2, 6:2 og Svíinn Stefan Edberg — sem Bec- ker segist hræðast mest af öllum á mótinu — sigraði landa sinn, Stefan Eriksson 6:0, 6:0, 6:0. Sjaldgæfar tölur það á stórmóti sem þessul Flest úrslit hafa veriö eftir bók- inni; það sem kom einna helst á óvart var sigur ítalans Paolo Cane á Bandaríkjamanninum Jimmy Ar- ias, 6:7, 6:2, 7:6, 6:3, en Cane lék við Ivan Lendl sem fyrr greinir. í kvennaflokki fóru þær bestu allar örugglega áfram, en Martina Navratilova hafði ein tryggt sér sæti í 3. umferð áður en keppni var hætt í gær. í fyrstu umferð vann hún Vestur-Þjóðverjann Claudiu Prowik 6:1, 6:0 á 31 mínútu og í gær japönsku stúlkuna Etsuko Inoue 6:1, 6:2 á 42 mínút- um. Þótti Navratilova leika mjög vel. Munaði sek- úndu eftir 1.699 km ANDREW Hampsten frá Banda- ríkjunum sigraAi f gær f Sviss- nesku hjólreiAakeppninni, annað áriA f röA. SamanlagAur tfmi hans var 44 klukkustundir, 14 mfnútur og 17 sekúndur. HjólaAur voru 1.699 kflómetrar. Hollendingurinn Peter Winnen varð annar — aðeins einni sekúndu á eftir Hampstenl Neyðarlega lítill munur. i gær tók níu stundir PETER Senior hafði forystuna f Opna Monte Carlo mótinu f golfi eftir annan keppnisdag f gær. Hann lék f gær á 63 högg- um, op haföi samtals notaA 129högg— átta högg und- ir pari. Það tók hann óvenju langan tfma aA leika holumar 36 f gær; nfu klukkustundirl ÁstæAan var sú að mikil þoka lagAlst yfir völlinn þannig aö keppendur þurftu að taka hlé f fjórar klukkustundir. Severiano Ballesteros frá Spáni, sem sigraði á þessu móti í fyrra, er í öðru sæti með 134 högg. Vegna þeirrar tafar sem varð á keppni í gær lauk ekki nema helmingur keppenda 2. umferð þar sem myrkur skellur skellur snemma á þarna niður við Mið- jarðarhafið, um kvöldmatar- ieyti. 2. umferð verður því haldið áfram strax í bítið í dag og 3. umferð fylgir síðan strax á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.