Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 18
AUKhf. 91.72/SÍA 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 4 HEIMSOKN SÆNSKU KONUNGSH JONANNA Silvía vill takabömin með næst „ÉG VIL gjarnan koma hingað aftur og taka börnin með. Ég held að þau myndu njóta sína á íslandi,*1 sagði Silvfa Svíadrottn- ing á blaðamannaf undi sem sænsku konungshjónin héldu síðdegis í gær. Deginum höfðu þau eytt við Gullfoss og Geysi, á Þingvöllum og á Gljúfrasteini hjá Halldóri Laxness. í gærkvöld héldu konungshjónin veislu á Hótel Loftleiðum. Það var skýjað, en gott veður, þegar Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning, Vigdís Finn- bogadóttir og fylgdarlið þeirra komu að Gullfossi í gærmorgun. Dvalið var nokkra stund við fossinn en síðan haldið að Geysi. Geysir iét bíða lengi eftir sér, en Strokkur gaus oft á meðan kon- ungshjónin stöldruðu við. Einnig gaus hverinn Fata og stóð gosið yfir í nokkrar mínútur. Þegar því var lokið var gengið að Hótel Geysi og drukkið kaffí. Fljótlega eftir að inn var komið gaus Geysir. Kon- ungshjónin vildu greinilega ekki missa af því og fóru því aftur upp að hvemum. Á Þingvöllum var sól og blíða og tóku Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Edda Guðmunds- dóttir kona hans, séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður og Dóra Þórhallsdóttir kona hans á móti konungshjónunum. Var gengið nið- ur Almannagjá og að Lögbergi þar sem þjóðgarðsvörður rakti sögu Þingvalla. Eftir það buðu forsætisráðherra- Morgunblaðið/RAX Konungshjónin ásamt Steingrími Hermannssyni og Heimi Steins- syni á Lögbergi. Á Lögbergi. Dóra Þórhallsdóttir, Vigdis Finnbogadóttir forseti ís- lands, Edda Guðmundsdóttir forsætisráðherrafrú, Silvía drottning, Karl Gústaf Svíakon- ungur, Steingrimur Hermanns- son forsætisráðherra og séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörð- ur. Morgunblaðið/RAX TanHon Computer HVER ER MUNURINN Á BESTUPCTÖLVUNUM? VERÐIÐ Ef þú heldur aö allar tölvur í dag séu svipaðar, þá er það mikill misskilningur. Verðið er enn mjög ólíkt. Tandon PCA og PCX kosta allt að helmingi minna en tölvur með sömu eiginleikum. PC 8088 640 K AT 80286 1MB AT 80286 1 MB PCX PCA TARGET PCX 49.000 kr. PCX-10MB 57.000 kr. PCX-20MB 63.000 kr. PCA-20MB 90.000 kr. PCA-30MB 105.000 kr. PCA-40MB 120.000 kr. PCA-70MB 140.000 kr. Target-20MB 90.000 kr. Target-40MB 120.000 kr. skjár, raðtengi, samsíðatengi og klukka í öllum vélum. Fullkomnar tölvur á óvenjulegu verði. Æ HfiNS PETERSEN HF TÖLVUDEIUD AUSTURVERI SÍMI: 31555 Jarðfræðiferð: Höskuld arvellir — Krísuvík Hið fslenska náttúrufræðifélag fer jarðfræðiferð sunnudaginn 28. júní. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá Umferðarmiðstöðinni að sunn- anverðu. Komið verður til baka um kl. 19.00. Ekið verður að Höskuld- arvöllum og gengið þaðan, fyrst norður í Lambafell, en síðan suður í Sog með viðkomu á Grænudyngju. Úr Sogum verður haldið að Djúpa- vatni og síðan þvert yfir Móhúsadal og genginn Ketilstígur að Amar- vatni á Sveifluhálsi. Þá liggur leiðin suður hálsinn og að lokum niður að Grænavatni í Krísuvík. Leiðin sem gengin verður er um 15 km. Leiðsögumaður verður Sigmund- ur Einarsson jarðfræðingur. Farið verður þvert yfír eldstöðva- kerfí sem kennt hefur verið við Trölladyngju og er farið um hraun og móbergsijöll. Skoaðar verða eld- stöðvar ýmiss konar, sprungur og gjár, jarðhiti og ummyndun sem honum fylgir. Af Grænudyngju er gott útsýni yfír hraunbreiðurnar á norðurhluta Reykjanesskagans. Þetta er sérstakt tækifæri til að skoða fjölfarið göngusvæði undir leiðsögn jarðfræðings sem stundað hefur rannsóknir á svæðinu. - (frá HÍN.) BLkTT H tUtlTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.