Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 13
t’fcím Hf ^ h7 fhcPr'vrf rtfíh r HH>tt''tCU V** MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Ámi Sœberg Munir á sýningnnni á Skólavörðustíg 6. Sýningarsalurinn er nokkuð nýstárlegur, gólfefnið er sandur. Sýning danska gullsmíðaháskólans: Listmunir úr ýmsum málmum Samdráttur í hefðbundnum búgreinum á Vesturlandi: Mikil þörf á fjölbreytt- ari atvinnumöguleikum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hákon Sigurgrimsson (t.v.) og Guðjón Ingvi Stefánsson fundarstjóri. Frá hægri: Magnús B. Jónsson og Jón Eiríksson ásamt nokkrum fundarmðnnum. SÝNING nemenda úr danska gullsmíðaháskólanum stendur nú yfir á Skólavörðustíg 6. Sýningin er alveg ný af nálinni að sögn Péturs Tryggva Hjálmarssonar, kemur hingað til lands beint frá Kunstindustrimuseet í Kaup- mannahöfn, en verður næst sett upp í París. Það eru ellefu nemendur úr danska gullsmíðaháskólanum sem „FJÓRHJÓL eru orðin hin versta plága, en það er engin iausn að banna notkun þeirra, heidur verður að útbúa sérstakar braut- ir, þar sem menn geta ieikið sér á tækjunum," sagði Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður Rangár- vallasýslu. Sýslunefndin hefur beint þeim tilmælum til sveitar- stjórna að koma upp sérstökum afmörkuðum og afgirtum æf- ingasvæðum i þessu skyni. „Við höfum reynt að hafa hemil á ökumönnum þessara tækja, því þetta eru ólánstæki, sem spilla gróðri og valda slysum," sagði Frið- jón. „Ef menn láta sér ekki segjast þá gerum við hjólin upptæk tíma- bundið og ökumenn geta átt á hættu að missa ökuleyfi. Það er hins vegar ekki réttlátt að banna notkun þessara tækja, sem menn hafa keypt dýrum dómum i þeirri trú að þeir gætu notað þau að vild. Því viljum við að mönnum verði gefinn kostur á að fá útrás á sér- stökum brautum. Þá væri einnig sýna muni sína, aðallega skart- gripi. Þeirra á meðal er íslensk kona, Áslaug Jafetsdóttir, sem ný- lega útskrifaðist frá skólanum. Lokaverkefni hennar var yfirborðs- meðferð á ýmsum málmum, litun með kemískum efnum. Á sýningunni eru listmunir úr ýmsum málmum, gulli, kopar, silfri og stáli. Sýningin stendur til mán- aðamóta. athugandi að setja veltigrindur á hjólin og hleypa þeim út á vegina." Friðjón sagði að stjómvöld hefðu sýnt ótrúlegt sinnuleysi í þessu máli. „Fjórhjólunum var hleypt óhindrað inn í landið og eru oft leik- tæki unglinga," sagði hann. „Það var ekki fyrr en um ári eftir að innflutningur hófst sem farið var að huga að því að setja reglur um þau. Reglurnar eru þannig úr garði gerðar að fjórhjólin mega hvergi vera og þetta er því hið mesta vand- ræðamál. Hættan er sú að menn fari með þessi tæki upp á hálendi, þar sem þeir halda sig frekar geta verið í friði, en vonandi tekst að koma í veg fyrir landspjöll þar með hertu eftirliti. Ég óttast það mjög að fjórhjólin verði enn verri plága en jeppar ef ekkert verður að gert. Það er hins vegar ekki lausnin að banna notkun þeirra, eins og gert hefur verið í einum hrepp, heldur verður að beina notkuninni í réttan farveg," sagði Friðjón Guðröðarson sýslumaður að lokum. Á ÞEIM 8 árum sem liðin eru frá upptöku framleiðslustjórnunar I landbúnaði hefur sauðfjárrækt dregist saman um 19,7% á Vest- urlandi en kúabuskapur um 8,9%. Þetta kom fram á kynningar- fundi um atvinnumál í Vestur- landskjördæmi sem haldinn var í félagsheimilinu Þinghamri við Varmaland þriðjudaginn 23. júní s.l. Á fundinum flutti Hákon Sig- urgrímsson framkvæmdarstjóri Stéttarsambands bænda framsögu- erindi um fjölþættari atvinnumögu- leika í sveitum. Hann taldi mikla þörf á að renna sterkari stoðum undir atvinnulíf sveitanna. „Þama hafa menn fyrir framan sig það skarð sem hefur verið hoggið í at- vinnulíf sveita á s.l. 8 árum og þetta skarð þarf að fylla eigi byggð að haldast í svipuðu horfí og nú er“ sagði Hákon um samdráttinn í hefð- bundnum búgreinum sem orðið hefur frá upptöku framleiðslu- stjómunar. Hákon taldi loðdýrarækt líkleg- asta til að ná fótfestu og benti á að á Vopnafírði hefðu skapast jafn- mörg atvinnutækifæri við loðdýra- rækt og hefðu tapast í öðrum búgreinum. Hákon talaði um fleiri möguleika til að auka fjölbreytni í atvinnulífi sveitanna. Hann sagði að íslenski hrossastofninn væri vannýtt auð- lind og taldi að hrossarækt gæti verið ábatasöm. Þá væri hugsanlegt að hefja smáiðnað og minjagripa- verslun fyrir ferðamenn, auka ferðamannaþjónustu og hefja físk- eldj á nýum stöðum. í máli Hákons kom fram að sam- kvæmt lögum nr. 46/1985 eru Framleiðnisjóði landbúnaðarins tryggðir fjármunir til eflingar nýrra búgreina. Fjrrirgreiðsla sjóðsins er ekki bundin við tilteknar nýjungar heldur kemur allt til greina sem að mati sjóðsstjómar gæti styrkt tekjuöflun bóndans og treyst fram- tíðarbúsetu á viðkomandi stað. Fóðurgerð helsta vandamál loðdýra- bænda Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri flutti erindi um loðdýra- rækt. Hann sagði m.a. að loðdýra- rækt væri svo fjármagnsfrek að sennilega yrði að hafa hana sem aðalbúgrein. Magnús sagði að minka- og refa- stofnar á íslandi væm allgóðir og með nýrri tækni ætti að vera auð- velt að halda sjúkdómum í þeim niðri. Hann sagði að helsta vanda- mál loðdýrabænda væri hráefni og fóðurgerð; á Vesturlandi væri til dæmis ekki enn fjárhagsgrundvöll- ur fyrir því að reka sterka fóðurstöð og til að svo mætti verða þyrfti fleiri loðdýrabændur. Þá kvað Magnús hráefnisframleiðendur skorta skilning á vanda loðdýra- bænda; 80% af loðdýrafóðri væri slóg og sláturmatur og þetta hrá- efni væri í mörgum tilfellum alls ekki nógu gott. Þrátt fyrir allt taldi Magnús að með vandvirkni og góðu skipulagi mætti hafa ágæta afkomu í minka- rækt miðað við núverandi aðstæður en refaræktin væri þó ekki eins hagstæð um þessar mundir. Kanínurækt og silungs- veiði áhugaverðar búgreinar í máli Jóns Eiríkssonar ritara Landssambands kanínubænda kom m.a. fram að nú starfa 200-300 manns við kanínurækt í öllum landshlutum. Jón sagði að á góðu búi fengist 1 kg af fiðu (fiða er nýyrði yfir kanínuull) á ári af hverri kanínu. Að hans sögn ráða Þjóðveijar mestu um heimsmarkaðsverðið sem er nú 1814 krónur á kflóið. Jón kvað kanínukjöt vera eftirsótt og sagði að til tals hefði komið að flytja inn sérstakar kjötkanínur. Jón sagði að nýverið hefði verið keypt til landsins verksmiðja frá Þýskalandi sem væri sérhæfð í að vinna band úr fiðu. Til að reka verk- smiðjuna hefði verið stofnað hluta- félagið Fínuil sem væri skuldbundið til að taka alla fíðu sem til félli í landinu. Niðurstaða Jóns var sú að á ís- landi væru góð skilyrði til kanínu- ræktar og markaður öruggur þó arðsemi væri ekki mikil. Sigurður Már Sigurðsson útibús- stjóri Veiðimálastofnunar flutti erindi um nýtingu silungsvatna á íslandi og sagði m.a. að á Vestur- „ÞAÐ eru ákvæði í reglugerð sem kveða á um að heimilt sé að taka tillit til þess ef framleiðsluréttur bænda skerðist vegna áfalla í framleiðslu," sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra. í frétt Morgunblaðsins á sunnudag er sagt frá bónda sem framleiðir verðlausa mjólk i þijá mánuði, þar sem óvenju erfitt ár hjá honum hefði verið tekið til viðmiðunar gagnvart framleiðslurétti. Bóndinn, Guðmundur Guðmunds- son á Núpi undir Eyjaflöllum, hefur búmark til framleiðslu á 82 þúsund lítrum mjólkur og framleiddi í mörg ár 72 þúsund Iftra. Á árunum 1984-1985 varð hann fyrir áföllum í framleiðslunni, sem hrapaði niður í 42 þúsund lítra á ári. Þetta tfma- landi væru einhver fiskauðugustu vötn á landinu. Sigurður sagði að mörg þessara vatna væru í órækt vegna vannýtingar. Hann sagði að ffamleiðslugeta vatnanna væri mis- munandi en reglan væri sú að veiða mætti fímm til fimmtán kfló silungs af hveijum hektara á ári án þess að ganga nærri stofninum. Sigurður kvað innanlandsmarkað fyrir silung vera lítinn en taldi að með réttri markaðssetningu eriend- is mætti hefja útflutning fyrir viðunandi verð. Hann taldi að ein- staka bændur gætu haft silungs- veiðar sem aðalstarf en fleiri gætu þó haft þær sem aukastarf. Mikil- vægt væri að samræma veiðar og móttöku og frágang á afla til að skipulag og nýting í þessari bú- grein yrðu sem best. bil hefði síðan verið tekið til viðmið- unar og segist hann hafa fengið litla leiðréttingu. „Heimamenn í héraði meta skerð- ingu og geta leiðrétt slík mál, en að vísu þekki ég ekki mál þessa bónda," sagði Jón Helgason. „Þá er einnig heimilt að einn bóndi semji við ann- an, sem ekki nýtir sinn rétt að fullu. Til að gera slíka samninga þarf sam- þykki búnaðarsambands og ég á von á að menn geri slíkt. Það fer nú að liggja skýrar fyrir hveijir nýta sinn rétt að fullu og mér er kunnugt um að nokkrir bændur hafa nú þegar gert með sér samninga um nýtingu framleiðsluréttar. Þó að bændur af- sali sér rétti sfnum núna þá hefur það engin áhrif á úthlutun til þeirra fyrir næsta ár,“ sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra. Verður að útbúa sérstakar brautir fyrir fjórhjól - segir Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Heimamenn geta jafnað skerðingu - segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, um mál bóndans undir Eyjafjöllum sem fram- leiðir verðlausa mjólk í þrjá mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.