Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Allir eins? A Igær fjallaði ég um heimildamynd Sigurðar Snæbgrgs Jónssonar, Miðnesheiði — her í herlausu landi, og sagði þar meðal annars: . . . finnst mér ekki úr vegi að mynd Sigurðar sé sýnd í framhalds- skólunum og nemendum svo gefínn kostur á að ræða efni hennar eða jafnvel gagnrýna framsetningarmá- tann." I nótt er leið gafst mér loks tóm til að hugleiða nánar þessa til- lögu og þá skrapp efinn í sálina. í fyrsta lagi er mynd Sigurðar alltof löng sem kennslumynd, mætti stytta verkið svona um helming en þá rask- ast sennilega hið hlutlæga sjónar- hom, en það sem er enn mikilvægara að ég tel rétt, að ef slíkri umræðu verður hrundið af stað í framhalds- skólum landsins, þá verði kvaddir til sérfróðir menn er geta lagt faglegt mat á stöðu íslands í válegum heimi. Af langri reynslu get ég borið vitni um hversu auðvelt er að leiða nem- endur í krafti tilfínninganna, en staða íslands f samfélagi þjóðanna er slíkt alvörumál að öll umræða um þau mál verður að fara fram á fag- legum grunni ekki síst þegar óharn- aðir unglingar eiga í hlut, sú kynslóð er tekur við landinu á Stjömustríðs- öld. Fjöregg frelsisins er brothætt en hversu erfitt er ekki að bijóta hlekki helsisins. Menn gæta ekki að sér í allsnægtunum og gleyma því að hveija stund verður að beijast fyrir frelsinu og lýðræðinu oft með blóði, svita og tárum! Einglyrni Já, hættumar leynast svo sannar- lega víðar en í helsishugmyndafræð- inni. Að aflokinni sýningu Miðnesmyndar Sigurðar Snæbergs var eins og menn muna umræðuþátt- ur, þar sem ýmsir valinkunnir ein- staklingar settust á rökstólana og ræddu um áhrif vamarliðsins á þjóðlíf vort. Var meðal annars rætt um áhrif hins svokallaða kanasjón- varps og heyrðust mér menn almennt sammála um að þau áhrif hafi verið afar skammvinn enda hvfldi íslensk menning á traustum grunni. Hér má bæta við til gamans að ég hefi frétt að vamarliðsmenn hlusti ekki sfður á léttu íslensku útvarpsstöðvamar en eigin stöðvar og leiðir sú stað- reynd hugann að ummælum Sigurðar Líndals prófessors er vermdi fyrr- greinda rökstóla. Prófessorinn lýsti þvf nefnilega yfir að hann teldi Stöð 2 starfa í anda bandarísks sjónvarps og að eina vöm smáþjóðarinnar gegn hinum yfirþyrmandi áhrifum engil- saxneska vitundariðnaðarins væri að - líta til sem flestra átta — sum sé að fanga heimsmenninguna. Samkrull? Ég er persónulega hjaitanlega sammála Sigurði Líndal um nauðsyn þess að dagskrárstjórar ljósvaka- miðlanna leiti fanga sem allra víðast á vitundarmarkaðinum landamæra- lausa og hef þrásinnis stagast á þeirri tuggu en ég er ekki sammála prófessomum um að Stöð 2 sé eins- konar útibú frá bandarísku sjón- varpsstöðvunum, þótt dagskrárstjór- ar Stöðvar 2 séu að vísu full ginkeyptir fyrir bandarískum „fjöl- skylduþáttum" er ég tel eiga misjafn- lega ríkt erindi við íslenska sjónvarpsáhorfendur, en þeir Stöðv- armenn hafa einnig boðið uppá mjög góða sjónvarpsþætti, ættaða í senn frá Evrópu og Bandaríkjunum. En hvað segir prófessor Sigurður um þá fullyrðingu þáttastjóra Bylgjunn- ar að sú stöð njóti mikilla vinsælda hjá vamarliðinu? Ég held að hinar svokölluðu „léttu útvarpsstöðvar" hvort sem þær eru staðsettar hér á skerinu eða útf hinum stóra heimi, séu að verða harla keimlíkar í það minnsta á tónlistarsviðinu og að þar birtist einna helst hin menningarlega einstefna er gæti veikt stoðir hinna vestrænu lýðræðsríkja er fram líða stundir. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP © FÖSTUDAGUR 26. júní 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördis Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forystugrein- um dagblaöanna. Tilkynn- ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sig- uröarson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna. „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eftir Eno Raud. Hallveig Thorlacfus les þýðingu sina (5). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá fyrri tíð. Þáttur í umsjá Finnboga Hermannssonar. (Frá Isafirði.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir og Erna Guðmundsdóttir. (Þátturinn verður endurtekinn að lokn- um fréttum á miðnaetti.) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingrímsdóttir les (9). 14.30 Þjóðleg tónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Lesið úr forystugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar: a. „Orfeus í undirheimum", forleikur eftir Jacques Öffen- bach. Fílharmoníusveitin í Vínarborg leikur; Lorin Maazel stjórnar. b. Pilar Lorengar syngur lög úr „Sigaunabaróninum" eftir Johann Strauss með hljóm- sveit Ríkisóperunnar í Vínarborg; Walter Weller stjórnar. c. „Listamannalíf", vals eftir Johann Strauss. Fílharm- oníusveit Lundúna leikur; Antal Dorati stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem ErlingurSigurð- arson flytur. Náttúruskoö- un. 20.00 „Svo mælti Zarat- hustra". Tónaljóð op. 30 eftir Richard Strauss. Fílharmoníusveitin í New York leikur; Leonard Bern- stein stjórnar. 20.40 Kvöldvaka. a. Heimsókn minninganna. Edda V. Guðmundsdóttir les minningar Ingeborgar SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 26. júní 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 21. þáttur. Sögumaður Örn Árnason. Þýðándi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Litlu Prúöuleikararnir. Áttundi þáttur. Teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 19.16 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Upp á gátt. Þáttur við hæfi unga fólks- ins. Umsjón: Örn Þórðar- son. 21.15 Derrick. Sjöundi þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur í fimmt- án þáttum með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Vet- urliöi Guðnason. 22.15 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 22.50 Lokaprófsveislan. (Festa di laurea) — (tölsk bíómyndfrá 1985. Leikstjóri Pupi Avati. Aðalhlutverk: Carlo Delle Piane, Aurore Clement og Lidia Broccol- ino. Einkadóttir ríkra hjóna er að Ijúka prófi og móðir hennar vill búa henni veg- lega veislu. Til undirbúnings fær hún mann sem þekkti hana á æskuárum og hefur elskað hana æ síöan. Þýð- andi Steinar V. Árnason. 00.30 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 26. júní § 18.45 Leikfangiö (The Toy). Bandarísk kvikmynd frá 1982 með Richard Pryor og Jackie Gleason f aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Rich- ard Donner. Auðjöfurinn US Bates hefur í nógu að snúast og gefur sér því ekki tíma fyrir son sinn. Eina viku á ári kemur sonurinn í heimsókn og fær pilturinn þá allt sem hugur- inn girnist. Bates fer með soninn í leikfangabúð sína og býður honum að velja sér leikfang. Stráksi kemur auga á hreingerningamann búðarinnar og finnst hann aldrei hafa séð skemmti- legra leikfang á ævinni. 18.20 Knattspyrna — SL-mótið — 1. deild. Um- sjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Mo- on (Shine On Harvey Moon). Nýr breskur framhalds- myndaflokkur sem hlotið hefur frábæra dóma í Bret- landi, jafnt áhorfenda sem og gagnrýnenda. Sagan gerist f lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Sagt er frá Moon-fjölskyldunni á þessum erfiðu breyting- artímum. Sagan byrjar þegar Harvey Moon snýr heim úr stríðinu eftir að hafa gegnt herþjónustu á Indlandi. Draumar hans um hamingju og friðsælt heimil- islff virðast ekki ætla að rætast. Hann kemst að því að konunni hans hefur hreint ekki mislíkaö gras- ekkjustandið, dóttir hans er ekki við eina fjölina felld í ástarmálum og sonur hans gengur með þá grillu að pabbinn hafi verið hugrakk- ur njósnari í stríöinu. Aðalhlutverk: Kenneth Cranham, Maggie Steed, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitlock. § 20.50 Hasarleikur (Moonlighting). Bandarískur framhalds- myndaflokkur með Cybill Shepherd og Bruce Willis i aðalhlutverkum. Maddie leggur allt að veði í spilavíti einu þegar hún ætlar að ná sér niðri á manni þeim sem gerði hana gjaldþrota. § 21.40 Hellisbúinn (Cave- man). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Ringo S.tarr, Bar- bara Bach, Dennis Quaid, Shelley Long og John Mat- uszak f aðalhlutverkum. Leikstjóri er Carl Gottlieb. Myndin gerist árið zilljón fyrir Krist. ( þá daga átu menn risaeðlusteikurnar sínar hráar, ef karlmaður vildi kynnast konu nánar dró hann hana á eftir sér inn i hellinn, hjólið hafði ekki ver- ið fundið upp og ísöldin var á næsta leiti. En Atouk, ungum hellisbúa, er nú nokk samal Hann verður ástfanginn af heitmey höfð- ingjans og er rekinn úr ættbálknum. Hann lætur hvorki risa- né trölleðlur hræða sig, hrekst út í óbyggðir og þar stofnar hann nýjan ættbálk með öllum hinum úrhrökunum. § 23.10 Einn á móti milljón (Chance In A Million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn í aðalhlutverkum. Þó að Tom Chanve viti að viss seinheppni fylgi honum getur har.n ekki séð fyrir þau ósköp sem gerast þegar hann ákveður að koma Alli- son á óvart og halda upp á afmæli hennar. § 23.35 Blekkingan/efur (Double Deal). Ný áströlsk spennumynd með Angela Punch Mc- Gregor, Louis Jordan og Diane Craig í aöalhlutverk- um. Leikstjóri er Brian Kavanagh. Peter Stirling á allt sem hug- urinn girnist; peninga og völd. Hann er líka safnari, safnarfallegum hlutum, það nýjasta sem bætist í safn hans er falleg eiginkona. Henni fer að líöa eins og dauðu fiörildi í fiðrildasafni eiginmannsins og leitar eftir spennu og tilbreytingu utan hjónabandsins. Brátt kemur ungur maður á staðinn, enginn veit hvaöan né held- ur hver hann raunverulega eru en hjólin fara að snúast og óhugnanlegir atburöir að gerast. Myndin er strang- lega bönnuð börnum. §01.05 Ærsladraugurinn (Poltergeist). Bandarísk hrollvekja frá ár- inu 1982. Framleiðandi er Steven Spielberg en með aðalhlutverk fara Craig T. Nelson, Jobeth Williams og Beatrice Straight. Leikstjóri er Tobe Hooper. Þvi sem næst á einni nóttu breytist hinn heföbundni sunnudagur hjá Steven og Díana Freeling. Þau veiða fyrir þeirri ógnvekjandi reynslu að óvinveitt andaleg öfl gera vart við sig í húsi þeirra. Hurðir fara að skell- ast, hlutir að hreyfast með óútskýranlegum hætti og heimilisfólkinu er ekki leng- ur óhætt. Myndin er bönnuð bömum. 02.55 Dagskrárlok. Sigurjónsson sem Anna Guömundsdóttir þýddi. Annar lestur. b. „Þú ert móðír vor kær." Baldur Pálmason les kvæði eftir Þorstein Erlingsson. c. Grjóthúsadraugurinn. Úlf- ar Þorsteinsson les úr bókinni „Sagnagestur" eftir Þórð Tómasson í Skógum. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tón- list af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visnakvöld. Umsjón: Herdís Hallvarðsdóttir. 23.00 Andvaka. Umsjón Páimi Matthíasson. (Frá Ákureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir og Erna Guðmundsdóttir. (Endurtek- ino þáttur frá morgni.) 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Asgeir hitar upp fyrir helg- ina. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00—19.00 ( Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litiö yfir fréttirnar og spjallað við fólkiö sem kemurvið sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—22.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 22.00-03.00 Haraldur Gisla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur f helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. / FM 10Z.Z & FÖSTUDAGUR 26. júní 00.10 Næturútvarp. Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 I bítið. — Siguröur Þór Salvarsson. Fréttir á ensku eru sagöar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveinsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendurvaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 989 'BYL GJA FÖSTUDAGUR 26. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blööin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, afmæliskveöjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og föstudagspoppið. FÖSTUDAGUR 26. júní 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull í mund og Inger er vökn- uð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall og viðmælendur koma og fara. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tíman- um. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason. Hann fer með gamanmál, gluggar i stjörnufræðin og bregður á leik með hlustendum i hin- um ýmsu getleikjum, síminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa tíman- um. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæöi Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 16. 00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Spjall við hlust- endur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað. Síminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cook- e, Neil Sedaka, Paul Anka. 20.00—22.00 Árni Magnús- son. Árni er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. Stjörnufréttir kl. 23.00. 22.04— 2.00 Jón Axel Ólafs- son. Og hana nú ... Það verður stanslaust fjör í fjóra tima. Getraun sem enginn getur hafnað, kveðjur og óskalög á víxl. 2.00— 8. 00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi tónhaukur vaktar stjörnurnar og gerir ykkur lífið létt með tónlist og fróöleiksmolum. lrt»UU« Éhinnm FM 102,9 FÖSTUDAGUR 26. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur meö lestri úr Ritningunni. 18.00 Hlé. 21.00 Blandaö efni. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.