Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 48
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
81 GuÓjónÓ.hf.
I 91-27233 I
ÉtBRUnnBÚT
IJSEjr AFÖRYOCISASTÆDUM
Nýjungar
í 70 ár t
FOSTUDAGUR 26. JUNI 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Jóhann vann
Malanjuk
- er nú í 3.-4. sæti
JÓHANN Hjartarson vann skák
sína gegn Sovétmanninum Mal-
*anjuk á alþjóðlega skákmótinu í
Moskvu í gær og er nú í þriðja
til fjórða sæti með sjö vinninga.
Malanjuk ér stigahæstur skák-
manna á mótinu með 2575 stig
og er þetta fyrsta tap hans. Mar-
geir Pétursson gerði jafntefli við
Hodgson frá Englandi í 27 leikj-
um.
Gurevich er nú efstur á mótinu
eftir að hann vann Geller í gær og
hefur hann alls átta vinninga. Ann-
ar er Romanishin með sjö og hálfan
vinning en síðan koma þeir Jóhann
og Malanjuk, sem eru jafnir með
sjö vinninga.
'N or ðurlandamót
ungra spilara:
A-sveit
Noregs efst
A-SVEIT Noregs er efst með 143
stig á Norðurlandamóti ungra
spilara í bridge, að Hrafnagili,
fceftir að sjöttu umferð lauk þar
i gærkvöldi.
Sveit Svíþjóðar er í öðru sæti
með 113 stig, þriðja er b-sveit Dan-
merkur með 100 stig, fjórða b-sveit
Noregs með 92 stig, fímmta b-
sveit Finnlands með 90 stig, sjötta
a-sveit Danmerkur með 85 stig, í
sjöunda sæti er a-sveit íslands með
84 stig, áttunda er a-sveit Finn-
lands með 84 stig og í níunda og
neðsta sæti er b-sveit íslands með
44 stig.
Hálendisgróður í
hættu vegna þurrka
GRÓÐUR á hálendi landsins er
nú víða mjög viðkvæmur vegna
undanfarinna þurrka og er upp-
rekstur mjög óviða hafinn.
Að sögn Andrésar Amalds hjá
Landgræðslu ríkisins er gróður á
hálendinu í meðalgóðu ástandi, en
sakir langvarandi þurrka er hann
mjög viðkvæmur. Að sögn hans
hafa þurrkar hamlað sprettu víðs
vegar, auk þess sem jarðvegur er
mjög laus í sér. „Fram að þessu
hafa stillumar bjargað okkur, en
ef vindur fer að færast í aukana,
er mikill uppblástur fyrirsjáanleg-
ur,“ sagði Andrés.
Að sögn Andrésar er upprekstur
mjög óvíða hafínn. Er hann að hefj-
ast á nokkmm stöðum á Norður-
landi og Vesturlandi, en hefst hins
vegar ekki fyrr en í júlí á Suður-
landi.
Keflavík:
Ríkismatið gerir
athugasemd við
óísaðan togarafisk
Keflavfk.
DAGSTJARNAN KE kom með 180 tonn af karfa á þriðjudaginn og
þar af voru 40 tonn sem ekki voru í ís. Yfirmatsmaður ríkismats
sjávarafurða fór um borð í togarann meðan á löndun stóð. Guðrún
Hallgrímsdóttir forstöðumaður rikismatsins sagði þetta ekki góð
vinnubrögð þvi togurum væri bannað að koma með afla að landi
sem ekki væri ísaður.
Morgunblaðið/RAX
Konungshjónin við Gullfoss
Karl XVI Gústaf og Silvía við
Gullfoss í gærmorgun. Þaðan
fóru þau að Geysi og á Þing-
velli, þar sem snæddur var
hádegisverður í boði forsætis-
ráðherrahjónanna. A leið til
Reykjavíkur var komið við á
Gljúfrasteini og ræddi Halldór
Laxness við konungshjónin.
Heimsókn konungshjónanna
lýkur í dag.
Sjá frásögn á bls. 18-19.
Guðrún sagði ennfremur að
matsmaður hefði gert athugasemd
við að gaflar voru notaðir við lönd-
un á aflanum og að lausi fískurinn
hefði verið ofan á kassafíski.
Skýrsla um þetta mál hefði verið
send til sjávarútvegsráðuneytisins
en hún ætti ekki von á frekari að-
gerðum.
Aflann fékk Dagstjaman á að-
eins 6 dögum í svokölluðu Skeija-
.Bandaríkj amenn eyði-
leggja hvalveiðiráðið
- segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
TILLAGA Bandaríkjamanna um að Alþjóða hvalveiðiráðið fjalli um
allar áætlanir um rannsóknir á hvölum var samþykkt á ársfundi ráðs-
ins í Boumemouth í Englandi i gær, með 19 atkvæðum gegn 6, en 7
ríki sátu hjá. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, segir, að ef
meirihluti Alþjóða hvalveiðiráðsins komi i veg fyrir visindastarf, þá
hafi íslendingar ekkert að gera í samtökunum lengur. Líklega muni
Japanir, Sovétmenn og Norðmenn einnig íhuga úrsögn og þá beri
Bandarikjamenn ábyrgð á að hafa eyðilagt ráðið og unnið með því
mikinn skaða.
í dag mun hvalveiðiráðið líklega
samþykkja tillögu Ástralíumanna um
að hvalveiðar íslendinga samræmist
ekki samþykkt ráðsins um sérstaka
undanþágu til hvalveiða í þágu
vísinda. Japanir lögðu fram í gær
tillögu þar sem ekki var gert ráð
fyrir að hvalveiðiráðið tæki afstöðu
til niðurstaðna vísindanefndarinnar.
Tillaga Japana, sem var í níu liðum,
var felld, utan hvað samþykkt var
orðalagsbreyting á bandarísku tillög-
'unni.
„íslendingar hafa lagt fram tillögu
um að lögmæti tillagna Bandaríkja-
manna og Ástrala verði kannað fyrir
næsta fund ráðsins," sagði Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
„Við höldum því fram að þær stang-
ist á við stofnsamning ráðsins og
höfum fengið lagalegar greinargerðir
um það frá íslenskum og erlendum
lögfræðingum. Okkur þykir því rétt
að láta reyna á það hvort aðildarríki
Alþjóða hvalveiðiáðsins vilja leita sér
lögfræðilegra ráðlegginga, en þau
hafa talið sér fært að ganga til at-
kvæðagreiðslu um tillögu Banda-
ríkjamanna án þess. Bandaríkjamenn
hafa rekið þetta mál í einu og öllu
og notað mátt sinn til að hafa áhrif
á fjölda þjóða. Telji hvalveiðiráðið
að við höfum brotið gegn stofnskrá
þess eða samþykktum, þá eru lög í
gildi í Bandaríkjunum sem kveða á
um að forseti landsins skuli hafa
úrslitavald um það hvort settar verði
á viðskiptaþvinganir. Ég vil ekki lúta
hótunum, en við verðum að vega og
meta hluti eftir aðstæðum."
Dagblaðið The Times í Bretlandi
birti í gær bréf frá tveimur breskum
vísindamönnum. Þeir segja meðal
annars, að ekki hafí verið rökstutt
hvemig eigi að fá upplýsingar um
stóra hvalastofna nema með því að
kryfja einstök dýr. Þeir benda á að
Alþjóða hvalveiðiráðið hafí ekki kom-
ist að niðurstöðu um hvort hvaladráp,
í hvaða tilgangi sem er, sé óviðun-
andi af siðfræðilegum eða mannúð-
arástæðum. Ef ráðið teldi svo vera
ætti það að viðurkenna að viðmiðan-
ir þess séu úreltar og leggja það
niður, í stað þess að reyna að rétt-
læta bann við öllum hvalveiðum
eingöngu á vísindalegum grunni.
Samtök umhverfísvemdarmanna,
til dæmis Greenpeace, fögnuðu mjög
samþykkt tillögu Bandaríkjamanna
í gær.
Sjá fréttir og viðtöl á miðopnu.
dýpi sem er aðeins um 4 tíma sigling
frá Keflavík og á síðustu 12 tímum
veiðiferðarinnar fengust um 30
tonn í tveimur hölum. Dagstjaman
leggur aflann upp hjá Sjöstjömunni
í Njarðvík og þar fengust þær upp-
lýsingar að allt kapp hefði verið
lagt á að landa lausa fískinum og
koma í ís.
- BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Unnið að löndun fisksins úr Dag-
stjörnunni.
Jón Baldvin og Steingrímur
í hár saman um forsætið?
ÞAÐ skiptast á skin og skúrir í stjórnarmyndunarviðræðum fiokks-
formannanna þriggja og í gær komust viðræðurnar á nýjan leik í
fremur vinsamlegan farveg eftir að Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins lagði fram málamiðlunartillögu um kaupleigu-
íbúðir. Jafnframt tilkynnti hann formönnum hinna flokkanna að
Sjálfstæðisflokkur félli frá tilkalli til forsætisráðherraembættisins,
mætti það verða til þess að greiða fyrir samkomulagi.
Heimildir Morgunblaðsins herma
á hinn bóginn að erfíðleikum muni
háð að ná samkomulagi um forsæt-
isráðherra í ríkisstjóm Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, þar sem alþýðu-
flokksmenn séu því jafn mótfallnir
að sitja í ríkisstjóm undir forsæti
Steingríms Hermannssonar og
framsóknarmenn em mótfallnir því
að sitja í stjóm undir forsæti Jóns
Baldvins Hannibalssonar.
Aðilar era sammála um fyrstu
aðgerðir í efnahagsmálum, sem
gera ráð fyrir um milljarðs tekjuöfl-
un fyrir ríkissjóð síðari hluta þessa
árs, en Morgunblaðið hefur heimild-
ir fyrir því að málamiðlunartillaga
Þorsteins í kaupleiguíbúðamálinu
sé engan veginn fullnægjandi að
mati alþýðuflokksmanna. Því sér
ekki enn fýrir enda þessara við-
ræðna, eða á hvem veg þær fara,
en aðilar era sammáia um að það
geti ekki dregist lengi úr þessu að
niðurstaða fáist.
Sjá Af innlendum vettvangi
á miðopnu.