Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Ýmsar nýjungar hjá Arnar flugi á Keflavíkurflugvelli ARNARFLUG hefur með tilkomu Flugfstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli tekið að sér margvíslega þjónustu við farþega sína sem áður var í höndum Flug- leiða. Innskráning farþega er ferðast með Amarflugi er nú í höndum flugfélagsins og hefur Arnarflug tvö innskráningsborð til umráða. í haust er síðan ætlun- in að hefja tölvuvinnskráningu farþega en það er nýjung á Is- ^landi. Farþegar þeir sem þurfa að skipta um vélar í Evrópu geta þá fengið brottfararspjald og sætisnúmer allt fram að lokaá- fangastað. Einnig hefur Araar- flug stofnað nýja bílaleigu með aðsetur á Keflavíkurflugvelli, opnað söluskrifstofu í anddyri flugstöðvarinnar og gert samning við Veisluþjónustuna hf. í Keflavík um matarveitingar í flugferðum félagsins. I flugstöðinni er afgreiðsluaðstaða fyrir nokkrar bílaleigur og hefur stjóm Amarflugs staðið að stofnun sérstakrar bílaleigu, Bílaleigu Am- arflugs, sem rekin verður í tengslum við Amarflug. Bílaleiga þessi er nú — með um 40-50 bíla í rekstri en þeir verða mismargir eftir árstíðum. í haust er síðan ætlunin að gefa far- þegum Amarflugs, jafnt í innan- lands- sem millilandaflugi kost á að kaupa sérstaka bílaleigupakka. Bíla- leiga Amarflugs býður upp á alla flokka bílaleigubíla; t.d. Fiat Uno, Wolksvagen Golf Ford Bronco II, Chevrolet Monza, Suzuki Fox og Lada Sport. Veitingar um borð í Amarflugs- vélum, sem Flugleiðaeldhúsið hefur hingað til séð um, eru nú í höndum ""*Veisluþjónustunnar í Keflavík, sem rekur m.a. veitingastaðinn Glóðina þar í bæ. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar, veitingamanns, og verið rekið í Keflavík síðan 1978. Til þess að mæta þessum auknu umsvifum hefur Veisluþjónústan ákveðið að ráðast í byggingu nýs eldhúss, sem verður að mestu notað til þess að framleiða „flugmat", og verður það tekið í notkun síðar á árinu. „Við erum að reyna að lyfta þjón- ustunni upp á öllum sviðum“, sagði Halldór Sigurðsson, blaðafulltrúi Amarflugs við Morgunblaðið. „Þess- ar nýjungar sem hófust með því Sveinn Kristdórsson bakara- meistari hefur opnað nýtt bakarí og konditorí í Mjóddinni í Breið- holti. í tilefni af opnuninni hefur Sveinn fengið til landsins sviss- neskan konditormeistara. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Sveinn að konditorí væri alþjóðlegt orð yfir bakarí þar sem fólk gæti sest niður og fengið sér kaffi. Um nokkurt skeið hefur hann rekið lítið konditorí á Grensás- vegi. Aðspurður kvaðst Sveinn mjög ánægður með staðsetninguna á hinu nýja konditorí og sagðist hann telja að í framtíðinni yrði þessi stað- setning mjög góð. Svissneski konditormeistarinn verður hér á landi í tvo mánuði. Hann heitir Kurt Holenweger og aukna svigrúmi sem nýja flugstöðin gefur okkur munu halda áfram að koma smátt og smátt. Til dæmis munum við með vetraráætluninni fækka sætum í vélunum sem veitir farþegum aukin þægindi um borð“. Amarflug flýgur nú, auk leigu- flugs, fímm sinnum í viku til Amsterdam og tvisvar í viku til Hamborgar. í sumar mun Amaflug einnig fljúga til Zurich í Sviss á laug- ardögum og aukaflug á þriðjudögum út ágúst. í byijun september verður gert hlé á Zurich-fluginu en það hefst á ný í byijun febrúar. hefur að sögn Sveins fengið ótal verðlaun í sínu fagi og starfað víða um heim. “Þetta er einn besti kond- itormeistari í Evrópu" sagði Sveinn. Auk hefðbundinna vörutegunda í bakaríum ætlar Sveinn að selja smurt brauð og innbakaða heita rétti í nýja bakaríinu. Þá stendur til að selja þar súpu og brauð í hádeginu. Blaðamaður ræddi stuttlega við tvo gesti í nýja konditoríinu, þær Þómnni Bjömsdóttur og Ellen Lud- vigs. Þær sögðust hafa prófað álíka staði úti í Danmörku og töldu að það væri örugglega markaður fyrir konditorí á íslandi. Aðspurðar sögðu þær að þeim litist vel á hinn nýja stað; hann væri hreinn og fal- legur. Nýtt bakarí og kondi- torí í Breiðholti Morgunblaðið/KGÁ Magnús Odsson, markaðsstjóri, Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri og Halldór Sigurðsson, blaðafulltrúi Amarflugs, standa hér ásamt tveimur flugfreyjum félagsins fyrir framan þær vörur sem eru til sölu um borð í vélum Amarflugs, en úrvalið hefur verið aukið í sumar. Þar má m.a. kaupa ilmvötn, tískuúr, skartgripi og sólgleraugu og sólarolíu fyrir sólarlandafarþega. Boðið er upp á vörur frá m.a. Gucci, Armani og Yves-Saint Laurent. ,w'" I < W-\ ..*M., J \ Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri: Kurt Holenweger, Sveinn Kristdórsson, Sigurjón Héðinsson yfirbakari og Sigur- jón Guðmundsson bakari. Á innfelldu myndinni em Ellen og Þórann. smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDLÍGÖTU 3 SÍMAR11798 0919533. Helgarferðir FÍ 26.-28. júní: 1. Vatnes — Borgarvirki — Haukadalsskarð — Búðardalur. Gist í svefnpokaplássi á Hvamms- tanga og Búðardal. Gengið verður um Haukadalsskarð. Far- arstjóri: Árni Björnsson. 2. Þórsmörk — gist ( Skag- qörðsskála/Langadal. Dvöl í Þórsmörk er ódýr og aðstað- an sú besta sem gerist í óbyggð- um. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 2. -10. júlf (9 dagar) Aðalvfk. Gist i tjödlum á Látrum í Aðal- vík. Daglegar gönguferðir frá tjaldstað. 3. -8. júlf (6 dagar): Landmanna- laugar — Þórsmörk. Gengið á fjórum dögum til Þórs- merkur. Gist í gönguhúsum F( á leiðinni. 7.-12. júlf (6 dagar): Sunnan- verðir Austfirðir — Djúpivogur. Gist í svefnpokaplássi. Ekið á tveimur dögum austur og til baka, dvalið í tvo daga á Djúpa- vogi og farnar dagsferðir þaðan. 10.-15. júlf (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 27. júní: 1) kl. 08 — Hekla — dagsferð. Ferðin tekur um 10 klst. Verð kr. 1000. 2) kl. 13. - Viðey Siglt frá Sundahöfn. Gengið um austanverða eyjuna. Verð kr. 300. Sunnudagur 28. júní: kl. 13 - Vindáshlíð - Seljadalur — Fossá Afmælisganga nr. 2. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Vind- áshlíð yfir að Fossá í Hvalfirði um Seljadal, en þar var einu sinni búið. Verð kr. 600. Miðvikudag 1. júlí: 1) kl. 08 — Þórsmörk — dags- ferð. 2) kl. 20. — Gálgahraun — kvöldferð. Brottför í allar ferðirnar frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Trú og líf Smlðjuvcgl 1 . Kópavogl Raðsamkomur dagana 24.-27. júní kl. 20.30 öll kvöld á Smiðju- vegi 1, Kópavogi. Ræðumenn: Tony Fitzgerald og Halldór Lárus- son. Þú ert velkominn. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar \ Við Laugaveg Til leigu um 80 fermetra verslunarhúsnæði á góðum stað á Laugavegi. Laust fljótlega. Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. júlí merkt: „L - 4032. Konur — Garðabæ Húsmæðraorlof verður á Laugavatni dagana 13.-19. júlí. Upplýsingar hjá Grétu í síma 42752 og Guð- björgu í síma 656028. Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins 23. júní 1. 23823. 6. 20212. 11. 10891. 2. 2737. 7. 14110. 12. 7551. 3. 8908. 8. 10876. 13. 4482. 4. 28552. 9. 20550. 14. 28343. 5. 27824. 10. 6473. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17, sími 687333. Sumardvöl í sveit Að Dölum II er starfandi sumardvalarheimili fyrir börn 6-9 ára. Börnin eru velkomin í lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar gefur Erna í síma 97-3056. Sæluvika á Þelamörk við Akureyri 12.-19. júlí og 15.-22. ágúst nk. Upplýsingar: Félagsstarf aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar, Hvassaleiti 56-58, Reykjavík, sími 689670. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf., Ráðhústorgi 3, Akureyri. Blaðið sem þú vakrnr við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.