Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 25 lHttjgtisiHfafeifr Útgefandi Framkvœmdastjórl Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrœti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgrelösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i iausasölu 50 kr. eintakiö. Nú er að hrökkva eða stökkva ófíð um myndun nýrrar ríkisstjómar tekur á sig ýmsar myndir. Yfírlýsingar stjómmálamanna að loknum viðræðufundum em mismun- andi loðnar og oftar en einu sinni á síðustu dögum hafa þeir sagt, að til úrslita verði eða hljóti að draga næsta dag. Þrátt fyrir fögur fyrirheit sitj- um við enn án annarrar ríkis- stjómar en þeirrar, sem bíður eftir því einu að fá leyfí til að hætta. í stjómlögum okkar em engin ákvæði um þær leiðir, sem famar skuli við myndun ríkisstjóma, né að það skuli gert innan ákveðins frests að loknum kosningum. Með at- kvæði sínu ráða kjósendur því, hvort stjómmálamönnum er auðvelt eða erfítt að ná saman nægum meirihluta á þingi að kosningum loknum; en af þingræðisreglunni leiðir, að engin ríkisstjóm getur setið nema sú, sem meirihluti þing- manna styður eða þolir. Þá er það talin venja í íslenskri stjómskipun, að forseti skipi ekki utanþingsstjóm fyrr en á það hefur reynt, hvort minni- hlutastjóm kemst á laggimar og hefur starfsfrið. Kjósendur gefa stjómmála- mönnunum spilin, sem þeir hafa í höndum til að láta stjómarmyndunar-kapalinn ganga upp. Spilin vom óvenju- lega lítið samstæð að þessu sinni, þannig að minnst þrír stjómmálaforingjar og flokkar þurfa að leggjast á eitt til að meirihluti myndist á þingi. Eftir kosningar var sú skoðun almenn, að ekki ætti að hafa uppi strangar kröfur um skjóta niðurstöðu um stjómarmynd- un. Fyrir þremur vikum var hins vegar þannig komið, að hér á þessum stað var fullyrt, að þolinmæði fólks væri á þrot- um. Þá sagði Morgunblaðið: „Þess verður ekki langt að bíða að krafan á hendur flokks- foringjunum um að þeir komi sér saman um nýja ríkisstjóm verði bæði almenn og sterk." Óhætt er að fullyrða, að þessi stund sé nú upp mnnin. Æ fleiri spyija á þessa leið: Vita mennimir ekki að þeir em kosnir til að koma sér saman um starfhæfa ríkisstjóm? Valda þeir ekki einu sinni þessu fmm-verkefni sínu? Öllum var ljóst, að það yrði erfítt fyrir Alþýðuflokk, Fram- sóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk að ná samkomulagi um málefni og menn. Ætíð vakna spumingar um hvaða leið heppilegast er að fara til að samningar takist. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, tók við forystu í stjómarmyndunarviðræðum eftir að þeir Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Páls- son höfðu báðir gegnt því hlutverki. Hver þeirra hefur haft sinn hátt á viðræðunum. Jón Baldvin þurfti ekki að verja löngum tíma til þess að komast að því við hvaða flokka hann ætti að ræða. Að ósk hans vom skipaðar nefndir til að fást við eitt og annað, sem óhjákvæmilegt er að taka á við myndun ríkissijómar. Með hliðsjón af framvindunni er eðlilegt, að spurt sé, hvort undir forystu Alþýðuflokksins hafí ekki verið færst of mikið í fang við að ná fram niður- stöðu um einstök málefni, sem eðli málsins samkvæmt em hversdagsleg viðfangsefni ríkisstjóma og ráðherra. í stjómarmyndunarviðræðum em menn ekki að semja hand- bók fyrir ríkisstjóm heldur skipa málum á þann veg, að pólitísk samstaða sé um skýrar meginlínur. I viðræðunum undir stjóm Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa skipst á skin og skúrir. Flestir áttu til að mynda von á því, að í gær yrði það endan- lega afráðið, hvort Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gengju til stjómarsamstarfs. Það gerðist ekki en verkstjóri við- ræðnanna sagðist á hinn bóginn vera léttur í skapi eftir fundinn, en í fyrradag sagðist hann vera reiður, þegar hann kvaddi viðmælendur sma og talaði við blaðamenn. A hinn bóginn réðst það ekki í gær, hvort flokkamir mynduðu stjóm eða ekki. Ákvörðuninni um það lykilatriði var enn skotið á frest. Þófíð um það, hvort Al- þýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur ætla að ganga til samstarfs um meirihlutastjóm hefur staðið nægilega lengi. Nú er að því komið, að flokkamir hrökkvi eða stökkvi. Tillaga Bandaríkjamanna samþykkt á ársfundi hvalveiðiráðsins; Ríkissljóm íslands verður ráð- lagl að afturkalla leyfi til veiða Boumemouth, frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið mun sennilega í dag samþykka til- lögu þess efnis að hvalveiðar íslendinga i vísindaskyni samræmist ekki tillögu þeirri sem samþykkt var á síðasta ársfundi ráðsins um sérstaka undanþágur til hvalveiða í þágu vísinda. í framhaldi af því verður ríkisstjóm íslands ráðlagt að afturkalla þau leyfi sem hún hefur gefið til vísindaveiða. Tillaga þessi, sem Ástralía hefur lagt fram, kemur í kjölfarið á sam- þykkt tillögu Bandarílq'amanna hér í gær um að hvalveiðiráðið fjalli um allar áætlanir um rannsóknir á hvöl- um og geti tilkynnt þjóðum ef þær eru ekki að mati ráðsins innan við- miðana sem vísindanefnd ráðsins setur. Nær samhljóða tillögur voru lagðar fram af Bandaríkjamönnum og Bretum um að átelja vísindaveið- ar Japana og Kóreumanna þrátt fyrir að þeirra áætlanir séu talsvert frábruðgnar áætlunum íslendinga. Umræðan um sérstök leyfr til vísindaveiða var tekin upp að nýju í gær og þar lögðu Japanir fram breytingartillögu við tillögu Banda- ríkjamanna sem gekk lengra í þá átt að auka viðmiðanir vísinda- nefndaráðsins í umfjöllun um rannsóknaráætlanir en tillaga Norðmanna daginn áður gerði. Ekki var gert ráð fyrir að ráðið tæki afstöðu til niðurstaðna vísinda- nefndarinnar, en íslendingar hafa lagt fram lögfræðilegan rökstuðn- ing fyrir að slíkt bijóti í bága við stofnsamning ráðsins. Engar umræður urðu um þessa tillögu því eftir að japanska sendi- nefndin hafði fylgt henni úr hlaði krafðist vestur-þýska nefndin þess að umræðunni yrði lokið og strax gengið til atkvæða. íslenska nefnd- in mótmælti því ásamt öðrum en tillaga Þjóðverjanna var samþykkt í atkvæðagreiðslu. Eftir það voru greidd atkvæði um breytingatillögu Japana sem var í níu liðum og var atkvæðagreiðslan umn hvem lið fyrir sig. Einn liður- inn var samþykktur sem gerði ráð fyrir nákvæmara orðalagið í banda- rísku tillögunni en hinir voru felldir. Að því loknu var gengið til at- kvæða um tillögu Bandaríkjamanna og var hún samþykkt með 19 at- kvæðum gegn 6, en 7 þjóðir sátu hjá. Þær þjóðir sem samþykktu til- löguna vom: Argentína, Antigu- a & - Barbuda, Ástralía, Brasilía, Danmörk, Egyptaland, Finnland, Þýskaland, Indland, Mónakó, Hol- land, Nýja Sjáland, Oman, Seyselle- eyjar, Suður-Afríka, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkin og Bretland. Á móti vom Chile, ísland, Japan, Kórea, Noregur, Sovétríkin, en Kína, Frakkland, Mexíkó, St. Lucia, St. Vincent, Solómoneyjar og Spánn sátu hjá. í samtali við Morgunblaðið eftir atkvæðagreiðsluna sagði Ámi Kol- beinsson, ráðuneytisstjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, og einn nefndarmanna hér, að ráðið hefði lengi skipst í hvalfriðunarsinna og aðra. Friðunarsinnar hafa haldið saman og undanfarið haft meiri- hluta í ráðinu og út frá því mætti segja að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. Hinsvegar hefðu íslendingar vonast til þess fram að síðustu stundu að menn myndu hika við að bijóta stofnsamning ráðsins og þar af leiðandi teygja sig í átt til samkomulags og reyna að við- halda því trausti sem þó væri eftir milli aðildaþjóðanna í þessu ráði. Umhverfisvemdarsamtök fögn- uðu í gær niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar um tillögu Bandaríkja- manna. David McTaggart formaður Greenpeace-samtakanna sagði að þetta væri mjög eindregin skilaboð til hvalveiðiþjóða frá öðmm þjóðum um að hætta að slátra hvölum í vísindaskyni og þær þjóðir sem vildu halda áfram að misnota bæði hvali og vísindi yrðu nú að gera slíkt undir fordæmingu annarra meðlima hvalveiðiráðsins og al- menningálits heimsins. Crage Van Note, varaforseti Monitorsamtakanna, sagði við Morgunblaðið að með þessu hefði ráðið skuldbundið sig til að sjá svo um að lönd fæm eftir ströngum vísindalegum stöðlum í rannsóknum sínum, en greinilegt væri af skýrslu vísindanefndarinnar nú að viðkom- andi Iönd gerðu það ekki. Van Note sagði, að með samþykki þessarar tillögu hefði ráðið aukið á virðingu sína og áhrif með því að koma í veg fyrir misnotkun hvalveiðiþjóða á götum í samningi og samþykktum sínum. Eins og allir vissu væri eng- inn tilgangur þjóðanna með vísinda- veiðum. íslenska sendinefndin lagði í gær fram tillögu um að þar sem hún og aðrar nefndir héldu því fram að tillaga Bandaríkjamanna bryti í bága við stofnsamninga ráðsins verði valdir sérfræðingar í iögum til að fjalla um þetta álitamál og skila áliti fyrir næsta ársfund ráðs- ins. Ef þeir komist að þeirri niður- stöðu að tillagan sé ólögleg komi þeir fram með málamiðlunartillögu. Gera má ráð fyrir eðli málsins samkvæmt að ef þessi tillaga verði samþykkt muni ísland ekki ganga úr ráðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta ársfund. Ámi Kolbeinsson vildi í gær engu spá um hvaða af- greiðslu tillagan fengi. Aðrar þjóðir sem voru á móti tillögu Bandarílq'a- manna af sömu ástæðu og íslend- ingar hafa ekki látið í ljós hug sinn varðandi áframhaldandi veru í ráð- inu, þó má geta þess að Japanska sjómannasambandið hefur krafíst þess að Japan gangi úr ráðinu á grundvelli þess að hvalveiðibannið sjálft sé ólöglegt og hafí engan vísindalegan grundvöll. Ljóst er að ef ísland brýtur í bága við vilja hvalveiðiráðsins, eða gengur úr því og heldur áfram að veiða hvali, kunna Bandaríkjamenn að grípa viðskiptaþvingana. Morg- unblaðið óskaði í gær eftir viðtali við formann bandarísku sendi- nefndarinnar eða fulltrúa hans til að spyija hann um ýmis atriði varð- andi tillögu Bandarílq'amanna og hugsanlegar viðskiptaþvinganir, en var neitað á þeirri forsendu að öll sendinefndin væri upptekin á fund- um allan daginn. Bandaríkjamenn vildu ekki und- irrita hafréttarsáttmálann vegna þess að hann gefur alþjóðlegum samtökum rétt til að skilgreina frið- samlegar hafrannsóknir og haf- rannsóknir í hemaðarlegum tilgangi. Halldór sagðist hafa reiknað með að tillaga Bandaríkjamanna yrði samþykkt. „Ég bjóst við að álíka margir væru fylgjandi tillögunni og á móti, en niðurstaðan varð sú að 19 þjóðir greiddu atkvæði með henni, en 13 greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá. Við höfum Iagt fram tillögu um að lögmæti þessa verði kannað fram að næsta fundi. Við höldum því fram að tillaga Bandaríkjamanna, og nýframkomin tillaga Ástralíumanna um að for- dæma vísindaveiðar, stangist á við stofnsamning ráðsins og höfum Breskir vísindamenn skrifa um hvalamálið í The Times: Viðbrögð Sir Peter Scott lýsa samblandi raka og tilfinninga - sem einkenna umræðuna í Hvalveiðiráðinu Bournemoth, frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. DAGBLAÐIÐ The Times í Bret- landi birti í gær lesendabréf frá tveimur breskum vísindamönn- um, sem er einskonar svar við bréfi Sir Peter Scott í sama blaði, þar sem hann lýsti ástæðum sinum fyrir að skila aftur fálka- orðunni. í bréfi sínu segja visindamennirnir að ákvörðun Sir Peter Scott sýni vel það sam- bland raka og tilfinninga sem hafi verið dæmigert fyrir um- ræðuna í Alþjóða hvalveiðiráðinu í nærri tvo áratugi. Vísindamennimir tveir eru pró- fessor R.J.H. Everton og R.R. Anderson, sem báðir eru mjög framarlega í líffræðirannsóknum og voru m.a. fengnir af Norðmönn- um 8em hlutlausir aðilar til þess að rannsaka hrefnustofninn þar. í bréfí sínu til The Times segja þeir að Alþjóða hvalveiðiráðið hafí verið stofnað til að ná fram bestu mögulegri nýtingu á hval og ef slíkt væri framkvæmt á réttan hátt ætti það að tryggja viðkomu hvalastofn- anna. Til þess að ná þessu markmiði hefði ráðið ákveðið að banna hval- veiðar í ágóðaskyni þar til hægt væri að sýna nákvæmlega fram á, á vísindalegum grundvelli, að stofn- amir þyldu nýtingu. Þetta, segja vísindamennimir, krefst nákvæmrar og víðtækrar þekkingar á_ viðkomugetu hvala- stofnanna. Ýmislegt sé hægt að Iæra um hvali með nútíma aðferðum án þess að drepa þá og stundum sé nauðsynlegt, meðan verið er að rannsaka litla hvalastofna sem liggja við strendur, að fylgjast reglulega með öllum dýmm til þess að fræðast um aldursgreiningu, þroska og fæðingar. Samt sem áður virðist ekki hafa verið rökstutt, segja vísindamennimir, hvemig á að fá þessar upplýsingar um stóra hvalastofna í úthöfunum öðruvísi en með krufningu á einstaka dýr- Höfum ekkert að gera í ráðinu verði vísinda- starfsemin stöðvuð - segir Halldór Ásgrímsson „EF meirihluti Alþjóða hvalveiðiráðsins kemur í veg fyrir visinda- starf, höfum við ekkert að gera í þessum samtökum lengur. Afleið- ingar samþykktarinnar geta því orðið þær, að önnur aðildarríki sem stundað hafa vísindastarfsemi, Japanir, Sovétmenn og Norðmenn, segi sig einnig úr ráðinu. Þá bera Bandaríkjamenn ábyrgð á að hafa eyðilagt Alþjóða hvalveiðiráðið og unnið með þvi mikiím skaða,“ sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra. fengið lagalegar greinargerðir um það, bæði frá íslenskum og erlendum lögfræðingum. Þeir hafa allir komist að sömu niðurstöðu. Okkur þykir því rétt að láta reyna á það hvort aðild- arríki Alþjóða hvalveiðiráðsins vilja leita sér lögfræðilegra ráðlegginga, en þau hafa talið sér fært að ganga til atkvæðagreiðslu um tillögu Bandaríkjamanna án þess.“ Halldór sagði að íslendingar hefðu fullan rétt til að stunda hvalveiðar áfram, jafnvel þótt tillaga Ástralíu- manna yrði samþykkt. „Okkur er heimilt að stunda vísindalegar rann- sóknir, samkvæmt 8. grein stofn- samnings hvalveiðiráðsins, sem skiptir meginmáli," sagði Halldór. „Framhaldið ræðst síðan af því hvað Bandaríkjamenn hyggjast fyrir. Þeir hafa rekið þetta mál í einu og öllu og notað mátt sinn til að hafa áhrif á fjölda þjóða. Þennan mikla mátt höfum við að sjálfsögðu ekki. í Bandaríkjunum eru lög sem kveða á um að þeir sem bijóti samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins skuli kærðir til forseta landsins og lagt til að brotlegar þjóðir verði beittar við- skiptaþvingunum. Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki brotið gegn stofnskrá ráðsins eða samþykktum þess. Telji ráðið hins vegar svo vera, þá gætu Bandarílq'amenn litið á ís- lendinga sem brotlega, en sú skoðun þeirra verður þá byggð á grundvelli ólöglegrar tillögu." Halldór Ásgrímsson kvað of snemmt að segja til um hvemig ís- lendingar mundu bregðast við hótunum Bandarílqamanna um við- skiptaþvinganir. „Ég vil ekki lúta hótunum, en hins vegar verðum við íslendingar að vega hluti og meta eftir aðstæðum. Hver þjóð verður að getað stundað vísindastarfsemi með sjálfstæðum hætti. Ég vil engri þjóð svo illt að vísindastarfsemi hennar sé ákveðin með atkvæða- greiðslu á alþjóðavettvangi, þar sem pólitískur þiýstingur hefur meiri áhrif en hlutlaust mat,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra. um. Lágmarksþörf á dýrum til slíkra rannsókna í hveiju tilfelli ætti að vera háð hlutlægu vísinda- legu áliti. Ef það hefði verið gert og gefíð út af hvalveiðiráðinu varð- andi íslensku hvalarannsóknimar væri betur hægt að meta hvort áætlanir íslendinga um hvalveiðar f vísindaskyni séu eins „augljós misnotkun" á reglum ráðsins og Sir Peter Scott heldur fram, segja vísindamennimir. Vísindamennimir segja að lokum að þessi óheppilega staða sé afleið- ing þess að Álþjóða hvalveiðiráðið hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort hvaladráp, í hvaða tilgangi sem er, sé núna óviðunandi af sið- fræðilegum eða mannúðarástæð- um. Ef svarið við þessu er játandi ætti ráðið að viðurkenna að viðmið- anir þess séu úreltar og leggja það niður í stað þess að reyna að rétt- læta bann við öllum hvalveiðum eingöngu á vísindalegum gmnni. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Slj órnarmyndun: Þíða í viðræðurnar eftir nýjar tillögur Þorsteins SVEIFLURNAR frá degi til dags í stjómarmyndunarviðræðunum era með ólíkindum. í fyrradag hélt Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins fund með fréttamönnum, þar sem málflutn- ingur hans hleypti illu blóði í sjálfstæðis- og framsóknarmenn, eins og kom fram í innlendum vettvangi í gær. í gærmorgun hittust þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin svo að máli og gerðu upp helsta persónulega ágreining sinn, þannig að þíða komst í viðræð- urnar á nýjan leik. Andrúmsloftið varð svo enn vinalegra á liðlega tveggja og hálfs tíma löngum fundi formanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks síðdegis í gær, þar sem Þor- steinn Pálsson lagði fram ákveðið tilboð varðandi kaupleiguíbúðir, hann féllst á þann kost að fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum skili ríkissjóði tæpum milljarði seinni hluta árs og loks greindi hann frá því, að tíl þess að auðvelda það að samkomulag gætí tekist, þá falli Sjálfstæðisflokkurinn frá þvi að gera tilkall tíl forsætisráð- herraembættísins. Er talið að fundur formannanna í gær hafi orðið til þess að skammt sé í það að ríkisstjóra þessara flokka verði mynduð, en þetta er þó ritað með fyrirvara um að enn ein sveiflan niður á við verði ekki í samskiptum formannanna. Morgunblaðið/Þorkell Margir telja að Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins standi með pálmann í höndunum í stjórnarmyndunarviðræðunum, eftir fund formannanna þriggja í gær, þar sem Þorsteinn bauðst m.a. til þess fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að falla frá kröfunni um forsætísráðherraembættíð í næstu ríkisstjóra. Formennimir eru einnig famir að svara á hófsamari hátt spumingum þess efnis hvenær ákvörðun verður tekin um hvort þessfríkisstjóm verð- ur mynduð, en þeir hafa gert undanfama daga. Þeir Þorsteinn og Steingrímur töldu á þriðjudagskvöld að úr3lit yrðu að ráðast næsta dag. Að kveldi miðvikudags sagði Jón Baldvin að það myndi ráðast næsta dag (þ.e. í gær) hvort málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka næðist. í máli Jóns Baldvins í gær, að formannafundinum loknum gætti meiri hógværðar, er hann var spurð- ur þessarar spumingar. Hann sagði: „Ákvörðunin liggur ekki fyrir, en þetta var mjög góður fundur, gott andrúmsloft og létt yfír mannskapn- um.“ Hann bætti við að formönnun- um sýndist, þótt vel hefði gengið og vel miðað, að tímaplanið hefði verið reist á of mikilli bjartsýni og þeir teldu að trúlega næðist ekki að kalla saman flokksstjómir og flokksráð á morgun, eins og stefnt hefði verið að, en þeir héldu þeim möguleika þó enn opnum þar til á fundi sfnum í dag. Hann sagði að samkomulag hefði náðst um fyrstu aðgerðir í þeim skilningi að tölur og úrræði væru afgreidd, en fyrirvari væri um samr- áð við aðila utan þeirra hóps. Hverfa frá uppstokkun ráðuneyta Á fundi formannanna var einnig horfíð frá því að hrinda í fram- kvæmd þeirri uppstokkun ráðu- neyta, sem verið hefur mikið til umræðu síðustu daga, samkvæmt því sem Jón Baldvin sagði, en hann sagði að aðilar gengju samt sem áður út frá því sem gefnu að falla ekki frá því áformi og setja í stjóm- arsáttmála, ef stjómin yrði mynduð. Heimildir mínar úr röðum sjálf- stæðismanna herma að það hafí komið þeim Jóni Baldvini og Steingrími í opna skjöldu, þegar Þorsteinn bauðst til þess að falla frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um embætti forsætisráðherra. Þor- steinn sagði í samtali við okkur fréttamenn í gærkveldi að hann hefði lagt fram þetta tilboð Sjálf- stæðisflokksins til þess að greiða fyrir því að samkomulag gæti tek- ist með flokkunum um myndun ríkisstjómar. Hann sagði að þessi stjómarmyndunartilraun hefði hangið á bláþræði í fyrradag, en mál hefðu vissulega þokast í rétta átt á fundi formannanna síðdegis í gær. Það hefði verið sitt mat að það væri mjög óheppilegt, ef þessi tilraun hefði farið út um þúfur og sjálfstæðismenn hefðu því viljað leggja sitt mörkum til þess að finna lausn á þeim ágreiningsefnum sem uppi vom. „Við teygðum okkur í ríkisfjármálaaðgerðum, til þess að ná saman við sjónarmið hinna flokkanna í því efni. Við lögðum fram málamiðlunartillögu varðandi kaupleiguíbúðir, sem á að tiyggja ákveðnum fjölda kaupleiguíbúða fyrirgreiðslu, að því tilskildu að jafnstór fjöldi eignaríbúða í verka- mannakerfínu fái sömu fyrir- greiðslu. Það sem kannski hefur valdið mestu um að þessi tilraun hefur gengið svona upp og niður, er að allir aðilar hafa gert tilkall til forsætisins, en í þeim tilgangi að auðvelda lausn málsins, þá bauðst ég til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn félli frá ósk um að fara með forsætið," sagði Þorsteinn við fréttamenn. Hann sagðist jafnframt geta sætt sig við hvom hinna for- mannanna sem væri sem forsætis- ráðherra. Kílógjald á bifreiðar Varðandi fyrstu aðgerðir er hægt að upplýsa hér að meginuppistaða fyrstu efnahagsaðgerða, auk lán- tökugjalds á erlend lán og kjamfóð- ursgjalds, er afnám undanþága frá söluskatti og kflógjald á bifreiðar, sem verður að líkindum 4 krónur á hvert kfló bifreiðar á ársgrundvelli, þannig að 2 krónur yrðu lagðar á hvert kfló síðari hluta þessa árs. Viðmælendur mínir í gærkveldi vom sammála um að leikur for- manns Sjálfstæðisfíokksins á þessum fundi formannanna hafí verið mjög sterkur, þar sem hann hafí í helstu ágreiningsmálum kom- ið fram með útrétta sáttahönd. Ekki em þó allir á einu máli um að tillögur Þorsteins muni greiða fyrir því að endanlegt samkomulag takist og telja sumir að vandamál krata hafi aukist til muna við þess- ar tillögur. Sjálfstæðismenn telja að málamiðlunartillaga Þorsteins varðandi kaupleiguíbúðir, sem gerir ráð fyrir því að 50 kaupleiguíbúðir verði byggðar á ári næstu 2 árin, komi það mikið til móts við kaup- leiguíbúðaáætlun krata, að ekki sé stætt á að láta stranda á ágreiningi um hana. Alþýðuflokksmenn sem ég ræddi við í gærkveldi em þó annarrar skoðunar og segja þeir einfaldlega að þessi málamiðlunartillaga Þor- steins gangi ekki upp. Þeir benda á að tillaga hans geri ráð fyrir því að verkamannabústaðir og kaup- leiguíbúðir njóti sömu lánskjara næstu tvö árin. Hér sé verið að bera saman hluti sem ekki séu sam- bærilegir. Segjast þeir einungis hafa farið fram á að kaupleigu- íbúðakerfíð, sem þeir segja að sé þrautreynt víða annars staðar, fengi tækifæri í tvö ár, til þess að kanna hvort það ætti sér tilvemrétt hér á landi. Því hafi þeir farið fram á þessa sérstöku lánafyrirgreiðslu í tvö ár. Sjálfstæðismenn segja að það, að þeir hafí nú teygt sig upp undir einn milljarð í tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð það sem eftir lifir ársins, sýni vemlegan samkomulagsvilja þeirra við hina fíokkana. Því liggi nú fyr- ir samkomulag um fyrstu aðgerðir. Geta Steingrímur og Jón Baldvin samið um forsætið? Vandamálið að mati viðmælenda minna úr öllum flokkum er tilboð Þorsteins um að falla frá kröfunni um forsætisráðherraembættið. Heimildir mínar herma að kratar geti jafn illa fellt sig við Steingrím sem forsætisráðherra og framsókn- armenn við Jón Baldvin. Er raunar talið útilokað að þessir tveir geti sæst á að annar hvor gegni forsæt- isráðherraembættinu. Þorsteinn sagðist telja að það yrði auðveldara fyrir þessa tvo að semja um forsæt- isráðherraembættið en formennina þijá, en það þarf alls ekki svo að vera, samkvæmt mfnum heimildum. Kostimir sem Alþýðuflokkur stend- ur frammi fyrir í þessu efni eru þessin alþýðuflokksmenn geta reynt að sætta sig við Steingrím sem forsætisráðherra, reynt að sætta hann og Framsókn við Jón Baldvin sem forsætisráðherra, eða þá að þeir geta reynt að sætta fram- sóknarmenn við það, að skipting ráðherrastólanna verði sú sem sjálf- stæðismenn hafa hingað til gert kröfu um, samkvæmt núverandi ráðuneytaskipan: þ.e.a.s. að sjálf- stæðismenn fái §óra ráðherra í sinn hlut, þar með talið forsætisráð- herraembættið, en hvor hinna flokkanna þijá ráðherra. Alþýðuflokksmenn líta á tilboð Þorsteins um að falla frá kröfunni um forsætisráðherraembættið með ákveðnum hætti. Þeir telja, a.m.k. margir, að voldug Qármálaöfl, svo sem Aðalverktakar, Eimskip, Verzl- unarráðið, Seðlabankinn, Félag íslenskra iðnrekenda og Sölumið- stöð hraðfrystihúsa geti með engu móti sætt sig við að mynduð verði ríkisstjóm, þar sem ráðuneyti fjár- mála, viðskipta og banka verði öll í höndum alþýðuflokksráðherra. Því eru kratar þess fullvissir að þessi öfl hafí beitt áhrifum sínum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þess að fá Þorstein til að falla frá kröfunni um forsætið, en stefna í staðinn á það að tryggja Sjálfstæð- isflokknum fjóra ráðherrastóla og fímm ráðuneyti, þar á meðal fjár- málaráðuneytið. Búast alþýðuflokksmenn við því að formaður þeirra muni beijast fyrir því að fá forsætisráðuneytið í sinn hlut, enda telja þeir að Steingrímur geti vel hugsað sér utanríkisráðuneytið, og þar sem til standi að skrá í stjómarsáttmála fyrirhugaðar breytingar á ráðu- neytaskipan, þannig að utanríkis- verzlun heyri undir utanríkisráðu- neyti, muni hann fallast á að taka við því óbreyttu um sinn. Hvort Jón Baldvin fer með sigur af hólmi í slíkri baráttu við Steingrím, er að sjálfsögðu ekkert vitað um að svo stöddu, en það getur vart dregist lengi úr þessu að afgerandi niður- staða fáist í þessum langvinnu stjómarmyndunarviðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.