Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 35 * Lena Lísa Arna- dóttir - Minning Fædd 28. nóvember 1947 Dáin 16. júní 1987 Elskuleg vinkona mín, Lena Lísa, er til moldar borin í dag. Hún var burt kölluð, mig langar til að segja langt fyrir aldur fram, en ég veit að tími okkar hér á jörðu er fyrir- fram ákveðinn og einnig hvemig örlög okkar eru ráðin, því mikill er tilgangurinn, þó við sem eftir lifum skiljum hann ekki fyrr en jrfír lýk- ur. Svo ég segi að við verðum að lúta vilja guðs og biðja hann um styrk til að sefa sársaukann í hjört- um þeirra sem elskuðu Lenu. Ég var svo lánsöm að kynnast Lenu skömmu eftir að ég fluttist til Hafnaifyarðar. Ég var ung en hún var tíu árum eldri en ég, lífsreyndari, og af henni lærði ég svo ótal margt. Svo atvikaðist að seinna færðumst við enn nær hvor annarri er ég flutti í næsta hús við hana. Það var mjög ánægjulegt, því fjölskyldur okkar tengdust mjög sterkum böndum og með okkur tókst svo kær vinátta. Ég veit að Lenu var lítið gefið um hól, svo ég vona að hún fyrir- gefi mér það þegar ég segi að hún hafi verið svo einstök mannvera, var alltaf jafnlynd, hress, jákvæð og það var mannbætandi að þekkja hana. Við brölluðum margt og höfum hlegið mikið og það er svo dýr- mætt að eiga góðar minningar því þær getur enginn tekið frá manni. Lena Lísa fæddist á Akureyri 28. nóvember 1947, hún var elsta bam foreldra sinna, þeirra Jakobínu Bjömsdóttur og Ama Einarssonar. Systskini hennar em Einar, Bjöm, Sveinn, Harpa og Ámi. Alla tíð fannst mér hún bera hag þeirra mjög fyrir bijósti. Árið 1951 flyst Lena til Hafnar- fjarðar og bjó þar alla tíð. Hún giftist Kristjáni Hermannssyni 19. nóvember 1966 og áttu þau saman þijú böm. Þau em: Hermann, f. 11. ágúst 1966, Elísabet, f. 10. mars 1971, Ámi Þór, f. 2. júní 1976. Lena og Kristján slitu sam- vistir en höfðu gott samband sín á milli. Síðustu þijú árin bjó Lena Lísa með Hauki G. Karlssyni og eiga þau saman einn dreng, Hauk Svein, fæddan 1. desember 1985. Lena vann á skrifstofu Sólvangs í Hafnarfirði og hafði unnið á Sól- vangi frá 16 ára aldri. Hún var afskaplega tryggljmd og hún var samviskusöm í starfí og hlífði sér aldrei. Þetta em aðeins fátækleg orð um kæra vinkonu á kveðjustundu, ég fæ henni ekki fullþakkað hér í þessu lífi en lifí í þeirri trú að það verði annars staðar. Aðstandendum hennar færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan guð að lina sorg þeirra og blessa minningu Lenu Lísu Amadóttur. Gústa Við viljum með fáum orðum minnast góðrar vinkonu okkar, Lenu, sem andaðist 16. júní sl. Andlát hennar kom sem reiðar- slag jrfír alla og þó sérstaklega bömin hennar, sem eiga nú um sárt að binda. Þau sátu alltaf í fyr- irrúmi og hún gaf sér alltaf tíma fyrir þau þótt vinnudagurinn væri oft langur. Við kynntumst Lenu árið 1980. Við urðum strax mjög góðar vin- konur og ekki leið sá dagur að við hefðum ekki samband hver við aðra. Við teljum okkur lánsamar að hafa átt vináttu hennar þessi ár og það skarð verður aldrei fyllt. Við vottum öllum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Vér oft munum hugsa um það allt er þú varst. Hve andi þinn hreinn var og fagur og einlægnin sðnn er í sálu þú barst og svipurinn bjartur og fagur. (Einar Kvaran.) Inga og Særún Aðfaranótt þriðjudagsins 16. júní lést frænka mín, Lena Lísa Áma- dóttir, langt um aldur fram, aðeins 39 ára. Andlát hennar bar svo brátt að, eftir örskamma sjúkrahúsvist, að maður á erfítt með að trúa eða átta sig á að hún Lena okkar, sem alltaf mætti öllum með brosi, ein- lægni og góðlátlegu gríni, sé horfin okkur sjónum. Fyrstu minningar mínar af Lenu em frá æskuheimili mínu og henn- ar, í innbænum á Akureyri í Aðalstræti 17. En þar ólst hún upp Ágúst Hinriks- son Minning Fæddur 17. júní 1914 Mg| Dáin 19. júní 1977 í dag verður til moldar borinn, afi okkar Ágúst Hinriksson. Hann afi á Gunnarsbrautinni, eins og við kölluðum hann alltaf, lést á Land- spítalanum aðfaranótt föstudagsins 19. júní, rétt nýorðinn 73 ára gam- all. Afi var hæglátur og góður maður. Hann tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til hans. Með þessum fátæklegu orðum viljum við systumar þakka afa fyr- ir allar samverustundimar og biðjum algóðan guð að geyma hann. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúf Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) íris og Jóhanna í dag er lagður til hinstu hvíldar Ágúst Hinriksson, Gunnarsbraut 30, en hann lést á Landspítalanum þann 19. júní síðastliðinn, 73 ára að aldri. Ágúst var fæddur í Þýska- landi 17. júní 1914. Til íslands kom Ágúst 1949 ásamt stómm hópi af Þjóðveijum sem komu þá til að vinna og setjast að á íslandi. Flest var þetta landbúnaðarfólk. Ágúst fór norður á Strandir og var þar um tíma við Landbúnaðarstörf en fluttist síðan til Reykjavíkur og kvæntist eftirlifandi konu sinni, Eriku Jónsdóttur, ættaðri frá Þýskalandi. Þau byijuðu sinn bú- skap hjá Geir í Eskihlíð og starfaði Ágúst þar í fjölda ára. Er Ágúst hjá móður sinni, Jakobínu E. Bjömsdóttur, fyrstu æviárin. Þá strax varð hún augasteinn okkar allra á heimilinu, ekki síst afa síns og ömmu, V. Soffíu Lilli- endahl og Bjöms Grímssonar. Lítið dæmi þar um má nefna að amma hennar, Soffía, orti og samdi um hana fallega „Bamagælu“: (Lag útsetti Þorsteinn Valdimarsson.) Sérðu fuglinn fjöðrum skreyttan, fljúga’ um himingeiminn, þreyttan. Heyrðu ljóðin hörpuóðinn Lena Lisa litla mín. Móðir Lenu giftist Áma Einars- syni kennara, sem reyndist Lenu alla tíð hinn besti faðir og vinur í raun. Eignaðist Lena 5 systkini: Einar, Bjöm, Svein, Hólmfríði Hörpu og Áma, sem nú eiga um sárt að binda, þar sem segja má að Lena hafí reynst þeim öllum ein- staklega vel sem stóra systir. Til hennar gátu þau leitað ef á bjátaði. Alla tíð var Lena boðin og búin að hjálpa öðmm, ekki síst síðustu árin, er hún starfaði sem læknarit- ari. En mér er kunnugt um að hún leitaði ráða öðmm til handa, þegar hún sjálf hafði haft mesta þörf fyr- ir slíkt. Hún var ósérhlífín um of, en þó alltaf létt og kát, og sá alltaf jákvæðu hliðamar á málunum. Lena Lísa giftist Kristjáni Her- mannssjmi, eignuðust þau 3 böm: Hermann, sem nú er 20 ára, Elsa- betu, 16 ára og Árna Þór, 11 ára. Slitu þau samvistum eftir 18 ára sambúð. Síðustu 3 árin bjó hún með Hauki Karlssyni, og eignuðust eitt bam, Hauk Hauksson, sem nú er á öðm ári. Um leið og ég kveð Lenu mína hinstu kveðju vil ég fljrtja fjölskyldu hætti hjá Geir eftir 6 ára störf, gerðist hann starfsmaður í sútunar- verksmiðju í 7 '/* ár og vann þar til hún hætti vinnslu. Síðan fór Ágúst til starfa við Búrfellsvirkjun og urðu það miklar breytingar á hans vinnuhögum og var hann mjög ánægður með þær breytingar. Er því starfí lauk eftir 6 V* ár, réðst hann til Eimskipafélags íslands í Sundahöfn, en varð að hætta þar vegna veikinda. Seinni árin starfaði Ágúst sem eftirlitsmaður hjá Kjör- garði þar til hann lést. Ágúst var mikill eljumaður og sístarfandi. Er deginum lauk vann hann hin ýmsu störf, byggingarvinnu og garð- vinnu, gróðursetningu á tijám ásamt meiru. Ágúst var traustur vinnukraftur og skilaði sínum verk- um með miklum sóma. Hann var dagfarsprúður maður og það fór ekki mikið fyrir honum þar sem hann kpm og var, og hefur hann skilað íslandi sínu dagsverki með sóma. Ágúst og Erika eignuðust 4 böm, 3 drengi og eina dóttur. Elst- ur er Klaus, sem búið hefur í Ástralíu í 17 ár, kvæntur og á 4 drengi, Hans sem á 2 dætur, Wolf- gang, sem býr í Þýskalandi, og Sonju sem býr í Reykjavík. Við undirrituð kynntust Ágústi skömmu eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og var alltaf mikið samband fjölskyldnanna eftir það. Eftirlifandi eiginkonu Ágústs, Eriku Jónsdóttur og fjölskyldu hans allri, sendum við innilegustu samúð- arkveðju. Ólafur Guðmundsson, Alma Hansen. hennar dýpstu samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Karl H. Bjömsson í sólhvitu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr) Okkur langar með örfáum orðum að þakka látnum vinnufélaga okkar samfylgdina og samveruna, þótt hún yrði styttri en við hefðum kosið. Lena Lísa hóf störf á skrifstofu Sólvangs 16 ára gömul og vann þar nær óslitið þar til jrfir lauk. Við hin sem unnum með henni erum einnig búin að starfa þar nokkuð lengi, þannig að milli okkar hafa myndast sterk tengsl, við höf- um verið eins og stór fjölskylda, höfum glaðst þegar vel gengur hvert hjá öðru og fundið til hryggð- ar þegar illa gengur. Nú vantar einn í hópinn, við söknum vinar í stað. Æviferill okkar allra hlítir sömu lögmálum, við fylgjum öll sama ferlinum í sköpunarverkinu, við fæðumst einu sinni, eitt er okkar æviskeið, einn dauði. Sumum er skammtað stutt líf, aðrir lifa lengi. Við vitum heldur ekki hver verður næstur sem hverfur okkur sjónum, enda eins gott því annars myndum við aldrei njóta samvistanna hvert við annað. Lena vann störf sín af natni og nákvæmni, hún var maður skorpu- vinnunnar og hafði dæmalaust úthald þegar mikið var að gera. Hún var hljóðlát í fasi en ávallt glaðvær. Hún var félagslynd og gestrisin heim að sækja og virtist alltaf hafa tíma til að setjast niður, þegar gest bar að garði og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Banalega Lenu var stutt, svo stutt að við skiljum það varla enn að hún skuli ekki vera lengur með- al okkar. En við skynjum, skynjum tregann og sorgina sem alltaf fylg- ir þegar ungt fólk í blóma lífsins hverfur skyndilega sjónum okkar. Við þökkum Lenu Lísu samfylgd- ina og vottum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Kristín, Nanna, Róbert og Sigurborg. í hinu daglega lífí er oft á tíðum ^ erfitt að tjá sínar tilfínningar og hugsanir. Því hugsunin er ávallt sú að færi gefist á því síðar. Því sitjum við hér og hripum nið- ur það sem við vildum svo gjaman sagt hafa. Það var svo ótalmargt í fari hennar sem okkur þótti vænt um og dáðumst að. Hún hafði þann kost sem mestur er af öllum, mann- elskuna, og hana hafði hún í ríkum mæli. Mikið verður erfítt að sætta sig við að Lena Lísa er farin og á kveðjustundinni viljum við þakka henni fyrir þau ár sem við fengum að njóta vináttu hennar. Megi Guð varðveita hana. Steinþórunn, Stjáni, Svana og Gisli. „Margur einn í aldurs blóma undi sæll við giaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljómæ Heill í gær, en nár í dag. Ó hve getur undraskjótt yfirskyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða." (B. Halld.) í blóma lífsins var Lena Lísa kölluð frá jarðnesku lífí. Yfír okkur sem enn um sinn erum héma meg- in á ströndinni færist sorg og söknuður. Hvers vegna fáum við ekki að vera lengur saman í þessum heimi? Því em leiðir aðskildar svo snögglega? Við sem syrgjum vin og framúr- skarandi vinnufélaga emm þögul, skiljum ekki hvers vegna hinn besti gróður fær ekki að dafna lengur. En hafa ber í huga að þó menn- imir ákveði þá er það Guð einn sem ræður. Hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar hefur kallað Lenu Lásu til sín jrfir móðuna miklu og mun fá henni verðug verkefni und- ir sinni almáttugu vemdarhendi. Þangað fáum við eitt af öðra að hverfa og hittast um síðir. Á meðan hugsum við með þakklæti og virð- ingu til þeirra sem á undan fóm. Ég minnist Lenu sem gáfaðrar og vandaðrar konu, sem öllum vildi gott eitt gera og rækti sín störf á Sólvangi af einstakri prýði. Veri Lena sæl að sinni. Ég votta aðstandendum öllum mína innileg- ustu samúð. Megi almáttugur Guð veita ykkur huggun harmi gegn. „Loks er þðgn. Hún allt skal erfa. Allra jarðlíf varir skammt. Okkur bíður allra að hverfa. Afram lífið heldur samt.“ (Snæbj. Jónsson) Sveinn Guðbjartsson, Sólvangi. I f% nrf mm V '»tt*? i.i * riYgTtirrt trs-y'iýirtfrry Eyrún Gunnars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 31. október 1956 Dáin 17.júní 1987 Bekkjarsystir okkar, Eyrún Gunnarsdóttir, lést 17. júní sl. eftir erfíða sjúkdómslegu, aðeins þrítug að aldri. Viljum við, bekkjarsystkin- in frá Bolungarvík, minnast hennar með nokkmm orðum. Eyrún var fædd og uppalin í Bolungarvík, dóttir hjónanna Maríu Ólafsdóttur og Gunnar Júl. Egils- sonar. Eyrún var einstaklega þægileg og róleg stúlka og vel liðin af öllum sem hana þekktu. Ung að ámm giftist hún Jóni Guðna Guðmundssyni frá Bolung- arvík. Vom þau mjög samheldin og byggðu fljótt upp myndarlégt heim- ili í Bolungarvík. Eignuðust þau þijú einstaklega mjmdarleg og elskuleg börn, þau Lindu, 10 ára, Guðmund Bjama, 6 ára, og Gunnar Má, 1 árs. Eyrún var bömum sínum góð móðir og mat það mikils að geta verið heimavinnandi og eyða sem mestum af sínum tíma með fjöl- skyldunni. Er ekki að efa að Eyrún hefur gefið bömum sínum gott veganesti. Auk heimilishaldsins var helsta áhugamál Eyrúnar útivera og hestamennska, sem fjölskyldan stundaði saman af kappi. Þegar við bekkjarsystkinin lítum * jrfír farinn veg er okkur efst í huga hve jákvæð Ejmún var og heilstejrpt í því sem hún tók sér fyrir hendur. Það er mikið áfall þegar ung kona í blóma lífsins þarf að yfír- gefa þennan heim. Bömum Ey- rúnar, eiginmanni og öllum aðstandendum viljum við bekkjar- systkinin votta samúð okkar og vonum að þeim megi takast eftir besta megni að sigrast á þeim erfið- leikum sem þessu sviplega andláti fylgja- Bekkjarsystkini frá Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.