Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 15
v*ðÖ f Sí/fffi áó ífi rn /. rít fTp.-'V.i aíaÁ taf/ffff>onM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 15 Borgarráð: Lóðum á BUR- svæðínu úthlutað Charles I. Keller ásamt konu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Arnbjörn Kristinsson fráfarandi umdæmisstjóri, Charles I. Keller verðandi alþjóðaforseti Rotary og Jorma Jaatinen umdæmisstjóri frá Finnlandi. U mdæmisstj óra- skipti hjá Rotary Verðandi forseti Rotary Internatio- nal meðal gesta á umdæmisþingi hreyfingarinnar Selfossi. Á UMDÆMISÞINGI Rotaryhreyf- ingarinnar sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 19.—20. júní tók Stefán Júlíusson frá Hafnarfirði við af Arnbirni Kristinssyni sem umdæmisstjóri hreyfingarinnar á íslandi. Meðal gesta þingsins voru Charles I. Keller sem tekur við embætti alþjóðaforseta 30. júní, Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra og Jorma Jaatinen umdæmisstjóri frá Finnlandi. Charles I. Keller sagði að einkunn- arorð sín í forsetaembætti Rotary Intemational yrðu: „Rotarymenn sameinaðir í þjónustu í þágu friðar." Hann kvaðst mjðg ánægður með dvöl sína á íslandi og sagði starfsemi íslenskra Rotatymanna mjög vel skipulagða. Charles I. Keller er frá Pensylvan- ia-fylki í Bandaríkjunum og er lögfræðingur að mennt. Hann hefur einu sinni áður komið til íslands en það var 1944 þegar hann hafði 36 klukkustunda viðdvöl hér á leið til Englands í sprengjuflugvél. „Þá kom ég hér við sem þátttakandi í stríði en nú er ég hér á ferð í allt öðrum og friðsamlegri erindagerðum og líður mun betur nú,“ sagði Charles I. Keller. Hann sagði gott að fá anda íslenskra Rotarymanna með sér til athafnarinnar 30. júní í Evenston í nágrenni Chicago þar sem höfuð- stöðvar Rotaryhreyfingarinnar eru. Þá tekur hann við forsetaembætti Rotary Intemational af Mat Capares frá Filipseyjum. Hann gat þess að styrkur Rotary- hreyfíngarinnar fælist í samstöðu félaganna. Nú væru starfandi 23 þúsund klúbbar í 163 löndum og landsvæðum. Það væri ætlun Rotaiy- manna að þjóna mannkyninu, undir það hefðu þeir játast við inngöngu í hreyfínguna. Félagar í hreyfíngunni leituðu friðar með störfum sínum og í því sambandi benti hann á að hreyf- ingin stæði fyrir ungmennaskiptum milli ólíkra landa og menningar- svæða og hreyfingin hefði tækifæri til áhrifa í mismunandi heimshlutum. Stærsta alþjóðlega verkefni Rot- aryhreyfingarinnar sagði Charles Keller vera ónæmisaðgerðir á böm- um gegn lömunarveiki í þróunar- löndunum. Hreyfingin hefði þegar safnað 40 miHjónum dollara til þessa verkefnis og hún myndi á þessu ári safna 120 milljónum dollara til að nota á næsta ári. Keller sagði verkef- nið hafa gengið mjög vel og sýndi ljóslega styrk hreyfingarinnar Verkefni þetta er unnið í samvinnu við alþjóða heilbrigðisstofnunina og ýmis líknarfélög. Áfórmað er að verkefni þessu sé lokið árið 2005 þegar hreyfingin verður 100 ára. Það hefur gengið það vel að nú er einnig farið að bólusetja við öðrum sjúk- dómum. Sig. Jóns. ÖLLUM lóðunum á Meistara- völlum, þar sem Bæjarútgerð Reykjavíkur var áður til húsa, var úthlutað í borgarráði í gær. Alls var þarna um að ræða 140 íbúðir, fjölbýlishús og raðhús, og var þeim út- hlutað til samtals 17 bygging- armeistara. Þeir aðilar sem fengu lóðir við Meistaravelli voru Atli Eiríksson hf. 6 íbúðir í fjölbýlishúsi og 4 raðhús, Guðjón Pálsson 8 raðhús, Dögun sf. 6 raðhús, Böðvar Böð- varsson 4 raðhús, Óskar og Bragi sf. eitt fjölbýlishús og fyrirheit um úthlutun á lóð fyrir annað. Fimm aðilar, Amljótur Guðmundsson, Haraldur Sumarliðason, Birgir R. Gunnarsson sf., Húna sf., Jón Hannesson hf. og Magnús G. Jens- son fengu byggingarreit fyrir 3 fjölbýlishús með 27 íbúðum, Guð- mundur Hervinsson fyrir 4 raðhús, Hrafnkell Guðjónsson 2 raðhús, Húsvirki hf. 5 raðhús, Haukur Pétursson 12 íbúða fjölbýlishús og Þórður Þórðarson 6 íbúða fjölbýlis- hús. íþróttafélagið Gerpla: Flóamarkaður á Lækjartorgi FIMLEIKAFÓLK í íþróttafélag- inu Gerplu verður með flóamark- að og kökubasar á Lækjartorgi í dag, föstudag. Á flóamarkaðnum verður ýmis- legt á boðstólum, einnig verða uppákomur s.s. fimleikastökk á trampolíni. Þetta er 30 manna sýn- ingarhópur sem stendur fyrir þessu og er hópurinn að fara á Gymn- aströdu í Danmörku 3.-14. júlí nk., en þar mæta til leiks 27 þjóðir með um 25.000 þátttakendum. Einnig var 61 íbúð í fjölbýli úthlutað til Ármannsfells og sam- taka aldraðra og er í því húsi gert ráð fyrir þjónusturými sem Reykjavíkurborg kostar, og mun þjóna öldruðum íbúum í vesturbæ. Byggingaraðilar þurf a að greiða sem svarar tvöföldu gatnagerða- gjaldi fyrir þessar lóðir, annars- vegar gatnagerðagjaldið sjálft og hinsvegar þann kostnað sem borg- in hafði vegna kaupa á landinu og niðurrifs. Samtímis þessu var úthlutað í Grafarvogi þijátíu íbúðum í fjöl- býli og fímm í einbýli. Fjórir til fímm hreppar verða kaupstaðir í ár ÚTLIT er fyrir að á þessu ári verði 5 hreppar gerðir að kaupstöðum. Tveir hreppar hafa þegar fengið kaupstaðarréttindi, Stykkishólmur og Eg- ilsstaðir. Tveir til viðbótar, Mosfellssveit og Hveragerði, öðlast kaupstaðarréttindi síðar á ár- inu og í Borgarnesi er slíkt í athugun. Þessi breyting kemur í kjölfar nýrra sveitarstjórnalaga sem samþykkt voru á Alþingi fyrir rúmu ári. Með þeim opnuðust hreppum leiðir til að öðlast kaup- staðarréttindi á mun einfaldari hátt en áður var, að uppfylltum vissum skilyrðum. í nýju Iögunum er ennfremur gert ráð fyrir sameiningu þeirra hreppa sem hafa innan við 50 íbúa og hvatt er til sameiningar sveitarfélaga, þótt mannfleiri séu en það. í samræmi við þessi ákvæði hafa nokkrir hreppar sameinast eða eru með slíkt á döfinni. Nú síðast sameinuðust allir fimm hreppar Austur- Barðastrandarsýslu i einn, Reykhólahrepp. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hreppar sem hefðu haft yfir 1.000 íbúa samfellt síðastliðin þijú ár og meirihlutinn byggi í þéttbýli ættu rétt á kaup- staðarréttindum. Áður hefði þurft að setja lög fyrir sérhverri slíkri breytingu, en nú þyrfti hreppsnefnd viðkomandi hrepps aðeins að breyta samþykkt um stjóm sveitarfélags- ins og fá staðfestingu félagsmála- ráðuneytis. Magnús kvað 10 hreppa hafa uppfyllt skilyrðin þegar lögin voru sett. Egilsstaðir og Stykkishólmur hafa þegar notfært sér þetta. Ákveðið er, að Hveragerði fái form- lega kaupstaðarréttindi 1. júlí næstkomandi og Mosfellssveit 9. ágúst. Hjá Borgameshreppi em menn að velta þessum möguleika fyrir sér, en Magnúsi var ekki kunn- ugt um hvort hinir hreppamir sem rétt hafa til væru með slíkar áætl- anir á pijónunum. Þeir eru Miðnes- hreppur (Sandgerði), Ölfushreppur (Þorlákshöfn), Blönduóshreppur, Hafnarhreppur (Höfn í Homafirði) og Gerðahreppur (Garður). Sem stendur er Mosfellshreppur lang- fjölmennasti hreppur landsins að sögn Magnúsar, en næst honum kemur Borgameshreppur sem verð- ur þá stærstur eftir 9. ágúst. Kaupstaðirnir í annarri skúffu í ráðuneytinu Morgunblaðið hafði samband við sveitarstjórana í Hveragerði og Borgamesi og skrifstofustjóra Mos- fellssveitar. Þeir vom sammála um að hér væri um ákveðna þróun að ræða sem eðlileg væri og halda myndi áfram. Með nýju sveitar- stjómalögunum væri stefnt að auknu sjálfstæði stjómeininganna. Aðspurðir um ávinninginn af því að hljóta kaupstaðarréttindi nefndu þeir aukið sjálfstæði, þar á meðal möguleika á eigin sjúkrasamlagi, bæjarbókasafni og jafnvel lögreglu, og hugarfarsbreytingu annarra sem og íbúanna sjálfra gagnvart staðn- um. Kristján Jóhannesson, sveitar- stjóri í Hveragerði, nefndi í því sambandi gróskumeira atvinnulíf, þar sem fyrirtæki litu frekar til kaupstaða um staðsetningu en til hreppa. Pétur Fenger, skrifstofu- stjóri hjá Mosfellshreppi, sagði að meðal annars væri sveitarfélagið að leita eftir betri fyrirgreiðslu hjá ráðuneytinu, en það virtist vera önnur skúffa fyrir hreppana en kaupstaðina þar. Gísli Karlsson, sveitarstjóri í Borgamesi, taldi fyrst og fremst um formbreytingu að ræða sem breytti engu um tekjur og gjöld sveitarfélagsins eða um samstarf við önnur sveitarfélög. Borgames væri stærra en margur kaupstaðurinn og ætti því fremur samleið með þeim en hreppunum. Hann sagði ekkert ákveðið um hvort Borgames muni sækja um kaupstaðarréttindi. Ákvörðun um það verði ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Hreppar sameinast Margt er í bígerð um sameiningu hreppa, í samræmi við ákvæði þar um í nýju sveitarstjórnalögunum. Þegar þau vora sett vora 17 hrepp- ar með innan við 50 íbúa, að sögn Magnúsar Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. í fyrra var Klofnings- hreppi í Dalasýslu skipt á milli tveggja nágrannahreppa, Fells- strandarhrepps og Skarðshrepps. Um áramótin sameinuðust Hróf- bergshreppur og Hólmavíkurhrepp- ur í Strandasýslu og nú síðast allir fímm hreppar í Austur-Barða- strandarsýslu undir nafni stærsta hreppsins, Reykhólahrepps, en hinir vora Geiradalshreppur, Gufudals- hreppur, Flateyjarhreppur og Múlahreppur, en aðeins tveir hinir síðastnefndu vora undir stærðar- mörkum. Uppi era áætlanir um að Ketil- dalahreppur og Suðurfjarðarhrepp- ur í ísafjarðarsýslu sameinist og þá líklega undir nafninu Bíldudals- hreppur. Magnús sagði að hug- myndir um sameiningu fleiri hreppa væra til umræðu. Fólksfæsti hrepp- ur landsins, Selvogshreppur í Amessýslu, gæti sameinast Ölfus- hreppi, FVóðárhreppur á Snæfells- nesi Ólafsvíkurkaupstað og Helgustaðahreppur í Suður-Múla- sýslu Eskifirði svo dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.