Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1987 19 Heilsað upp á Halldór Laxness og frú Auði á Gljúfrasteini. hjónin til hádegisverðar á Hótel Valhöll. Á leið til Reykjavíkur var komið við á Gljúfrasteini þar sem konungshjónin hittu nóbelskáldið. Á tröppunum stóðu Auður og Halldór Laxness ásamt bamaböm- unum Rannveigu, Ara og Halldóri. Konungshjónin röbbuðu við Halldór Laxness nokkra stund en síðan var ekið að Hótel Sögu þar sem blaða- mannafundur var haldinn. Karl Gústaf, sem var með íslenskt blóðberg í hnappagatinu, sagði m.a. á fundinum að honum hefði þótt mjög gaman að koma aftur til íslands og áhugavert að bera saman ísland fyrir 12 ámm og nú. Mest þótti honum hafa breyst í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Hann sagði að Svíar gætu lært ýmislegt af íslendingum, til dæmis að lengja sumarleyfi bama og ungl- inga og gefa þeim kost á að vinna fyrir sér með því að snyrta um- hverfíð o.fl. eins og hér væri gert. Silvía drottning virtist vera mjög ánægð með ferðina og lýsti yfir áhuga sínum á að koma aftur til íslands og taka fjölskylduna með. Hún sagði að Island hefði komið sér á óvart og verið mjög ólíkt því sem hún hafði gert sér í hugarlund. Drottningunni fannst mjög fallegt á Þingvöllum og vom konungs- hjónin sammála um að saga staðar- ins hafi haft mikil áhrif á þau. Silvíu þótti einnig mikið til Vest- mannaeyja koma, en sagði að sér hefði ekki orðið um sel þegar hún horfði á bömin spranga. Hún sagði að henni hefði orðið hugsað til sinna eigin bama, eins og ungamömmur gerðu gjaman. í gærkvöld héldu konungshjónin veislu á Hótel Loftleiðum. Opin- berri heimsókn þeirra lýkur í dag, er þau halda aftur til Svíþjóðar. Forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir kemur til veislu sænsku konungshjónanna á Hótel Loft- leiðum í gærkvöld. Morgunblaðið/Ami Sæberg Morgunblaðið/RAX Konungshjónin við hverinn Strokk. Morgunbiaðið/RAX Aðferð við lestun síldartunna: „Muniim kanna mál- ið og gera úrbæt- ur ef þörf krefur“ - segir Guðjón Ármann Einarsson, rekstrarstjóri Nesskips „EF RANNSÓKN sjóslysa- lestun á síldartunnum þurfi at- nefndar hefur leitt í Ijós að hugunar við og jafnframt að einhverjir ákveðnir þættir við þar þurfi að gera á bragarbót Selfoss: J ónsmessuganga hjá hjónaklúbbnum Selfossi. HJÓNAKLÚBBUR Selfoss fer í sina árlegu Jónsmessugöngu í kvöld, föstudagskvöld. Gengið verður yfir hálsinn norðan Ing- ólfsfjalls. Lagt verður af stað frá Ámesti klukkan 21.30 og ekið í rútu að Litla-Hálsi í Grafningi. Þaðan verð- ur gengið yfir hálsinn. Á heimleið- inni verður komið við á Efstalandi og veitingum gerð skil. Að venju er gert ráð fyrir léttri stemmningu í göngunni. — Sig.Jóns. til öryggis og lagfæringar mun- um við að sjálfsögðu verða fyrstu menn til að skoða það,“ sagði Guðjón Ármann Einars- son, rekstrarstjóri Nesskips, er hann var inntur álits á niður- stöðum Rannsóknarnefndar sjóslysa, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær. Þar kemur meðal annars fram að aðferð við lest- un á síldartunnum sé ábótavant og hafi meðal annars átt þátt í því að flutningaskipið Suður- land fórst austur af íslandi í desember síðastliðnum. „Við höfum auðvitað rætt þessi mál okkar á milli og það liggur í hlutarins eðli að menn hljóta að skoða þetta mál í framhaldi af þessari niðurstöðu," sagði Guðjón Ármann ennfremur. „Það hafa Ms. Suðurland verið leiddar að því vissar líkur að lestunaraðferðin hafí getað átt þátt í þessu slysi og okkur ber, sem stjómendum fyrirtækisins, að kanna það og leggja áherslu á allt sem verða má til úrbóta." Guðjón Ármann sagði að þess- ari aðferð við lestun á síldartunn- um hefði verið beitt árum saman, allt frá því síldveiðar hófust á ný. „Mér skilst að lestunarstjómm hafí jafnvel verið kennt að gera þetta svona. Menn hafa þetta bil í botninum til að jafna út hugsan- legum misstærðum á tunnunum, að því er mér hefur skilist. Hér áður fyrr var hins vegar lagt belg í belg og ef bil myndaðist utan við var það stúfað af. Sú aðferð gerir það hins vegar að verkum, að ef mikið er um mismun á tunn- unum, geta menn lent í vanda þegar ofar dregur við lestunina. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að farið var að leggja tunnum- íir með litlu bili í neðsta lagi, og það hefur ekki verið talin var- hugaverð aðferð fyrr en nú. Það má því segja í þessu tilfelli að það sé auðvelt að vera vitur eftir á, og auðvitað hefði átt að vera búið að gera þessar rannsóknir fyrir löngu. En í framhaldi af þessu munum við kanna málið rækilega og gera úrbætur ef þörf krefur," sagði Guðjón Armann Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.