Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 21 AP Margaret Thateher við hásætisræðuna í þinghúsinu. Henni á hægri hönd er David Waddington, þingflokksformaður meirihlutans í neðri deild, en á vinstri hönd er Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra. andi, en tap íhaldsflokksins var hvergi jafnmikið og einmitt þar. Ekki minnsta athygli hafa vakið tillögur stjómarinnar um að rýmka opnunartíma vínveitingahúsa, en hann hefur til þessa verið mjög annarlegur. Með því að leyfa þyrst- um að drekka áfengi allan liðlangan daginn, telja hagspekingar íhalds- manna að fjölga megi störfum í þjónustuiðnaði um 50.000. V opnasölumálið: North fellstá leyni- legar þingyfirheyrslur Washington, Reuter. Rannsóknamefndir bandariska þingsins hafa náð samkomulagi við Oliver North, ofursta, varð- andi vitnisburð hans á lokuðum fundum nefndanna. North hafði áður neitað að bera vitni nema opinberlega þar sem hann óttaðist að leynilegum framburði hans i þinginu yrði lekið og siðan yrði hann notaður til að hefja málssókn á hendur honum sjálfum. Yfirheyrslumar í þinginu hefjast næstkomandi miðvikudag og opin- beru yfirheyrslumar sjöunda júlí. Þingmenn vona að framburður NATO-æfing við Norður-Noreg: Norths leiði í ljós hvort Reagan for- seti hafi átt þátt í ólöglegu athæfi varðandi vopnasölumálið. Daniel Inouye, formaður rann- sóknamendár öldungadeildar banda- ríska þingsins í vopnasölumálinu, sagði í gær að stjóm ísraels hefði samþykkt að veita nefndinni upplýs- ingar um þátt ísraela í málinu en vopnin til írans komu úr birgðastöðv- um í ísrael. Tilraunir með nýjan kafbátaleitarbúnað Ósló. Frá Áslaugn Þormóðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÖLMENNAR sveitir hermanna Gunnar Mjell, ofursti í norska hem- frá NATO-löndum hafa undan- um, sagði í útvarpsviðtali, stafar farna daga tekið þátt í æfingu í landvömum í Norður-Noregi lang- kafbátavörnum úti fyrir Nord- mest ógn af hljóðlátum kafbátum. land og Tromsí Norður-Noregi. Ekki vildi hann láta hafa neitt eftir í æfingunni, sem lauk í gær, vom sér um hinn nýja leitarbúnað. Alls meðal annars gerðar tilraunir með tóku níu aðildarlönd NATO þátt í nýjan og fullkominn útbúnað til að æfingunni. hafa uppi á kafbátum. Að því er Bruce Laingen, sem áður var fyrsti sendiráðsritari við bandaríska sendi- ráðið í Teheran, segir það hafa verið rétta stefnu hjá Reagan að reyna að ná sambandi við hófsöm öfl f ír- an, þótt rangt hafi verið að reyna að skipta á bandarískum gíslum og vopnum. Bandaríkjamenn verði að vera framsýnir og minnast þess að margir íranir hljóti að vera orðnir þreyttir á styijöldinni við íraka, sem ekki sjái fyrir endann á, Khomeini leiðtogi frana sé orðinn 84 ára gam- all og margt geti breyst við andlát hans. Þess vegna megi ekki brenna allar brýr á milli landanna. Samkomulag um flugmál strandar á Spánveijum Luxemborg, Reuter. BRETAR og Spánveijar skutu í gær á neyðarfundi til að leysa deilu, sem blossað hefur upp um bresku nýlenduna Gíbraltar. Deila þessi er nú það eina, sem stendur í vegi fyrir að samgönguráð- herrar Evrópubandalagsins, sem hófu viðræður í Luxemborg á miðvikudag, nái samkomulagi um aðgerðir, sem miða eiga að þvi að lækka fargjöld í Evrópu, áður en lokafrestur framkvæmdastjóra bandalagsins rennur út um næstu mánaðamót. Haft var eftir spænskum stjóm- arerindrekum að stjomvöld í Madrid vildu ekki samþyklqa nýjan sátt- mála um að koma á fijálsri samkeppni nema flugvöllurinn í Gíbraltar yrði undanþegin þar til stjómir Breta og Spánveija hefðu rætt framtíð hans. Önnur aðildarríki Evrópubanda- lagsins hafa samþykkt samninginn. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins í Briissel hefur lýst yfír því að tilboð um að veita flugfé- lögum innan bandalagsins tíma- bundna undanþágu frá reglum þess um samkeppni verði dregið tilbaka ef ráðherrunum tólf tekst ekki að knýja fram viðunandi samkomulag um að koma á fijálsræði í flugmál- um fyrir 30. júní. Ef framkvæmdastjómin lætur verða af þessari hótun verður hægt að stefiia flugfélögum fyrir að vinna gegn ftjálsri samkeppni og gæti þá ringulreið ríkt í málefnum flugfé- laga næstu ár. Framkvæmdastjómin vill bijóta upp þau hagsmunasamtök, sem flugfélög í Evrópu hafa í raun myndað með sér í áætlanaflugi, og koma á raunverulegri samkeppni. Því er borið við að ólöglegt sé að koma sér saman um verð og skipta milli sín flutningum eins og nú er gert. Ekinn 191 þús. km. Hús og vél eru ný upptekin. Vél ekin 1200 km. Tekin upp í mars 1987. yW , , ' Vöruhús Vesturiands Borgamesi sími 93-7200 - er birgðamiðstöðin ykkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.