Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 Sýslufundur Strandasýslu: Yegamál í brennidepli - Erfiður rekstur heilsugæslu Sýslunefnd Strandasýslu, en í henni eiga sæti: Rikarður Másson sýslumaður, Pálmi Sæmundsson, Bjarni Eysteinsson, Sigurður Jóns- son, Grimur Benediktsson, Hjálmar Halldórsson, Jón Hörður Eliasson og Guðmundur G. Jónsson. SÝSLUFUNDUR Strandasýslu var haldinn á Hólmavík dagana 11. og 12. júni. Fundinn sóttu fulltrúar 7 hreppa, auk sýslu- manns og fulltrúa hans, þeirra Rikharðs Mássonar og Hans Magnússonar. Voru 50 mál af- greidd á fundinum. Samkvæmt nýjum sveitarstjóm- arlögum er þetta í næstsíðasta sinn sem sýslufundir eru haldnir. Meðal mála er fram komu á fundinum voru nokkur mál er beinlínis snertu Bjamarfjörð og málefni þar. Þar má nefna umsókn um fjármagn til HÓTEL ÖRK í Hveragerði hefur nú starfað í eitt ár. Af því tilefni gefur eldhús staðarins út nýjan matseðil f þessari viku. Þá er bryddað upp á þeirri nýjung að gefa gestum kost á dagsferðum frá Þorlákshöfn til sjóstanga- veiði. Farið er á litlum báti á miðin og tekur túrinn i heild sex klukkustundir. Gjaldið verður um 9000 krónur fyrir hvern mann og eru ferðir, veiðarfæri og nesti innifalið. Sjóstangaveiðin var kynnt blaða- mönnum um síðustu helgi. Tveir Þorlákshafnarbúar annast þjónustu við veiðimenn, sækja þá að dyrum stofnunar sjóðs er hafí það mark- mið að endurbyggja og vemda Klúkulaug, eða Gvendarlaug í Klúk- ulandi í Bjamarfirði. Er þama um foma setlaug að ræða, svipaða Snorralaug í Reykholti, sem gæti verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, auk þess sem talið er að Guðmund- ur góði biskup hafí vígt þá laug. Ályktunin um þetta mál var á þá leið að sú beiðni ætti að koma frá landeiganda, þ.e. Kaldrananes- hreppi, eða að minnsta kosti að beiðninni fylgdi samþykki landeig- anda og var féð því ekki veitt. hótelsins og setja um borð í bátinn í Landshöfn. Hótelið nestar veiði- mennina og lætur í té öll veiðarfæri. Skipstjóri og lóðs verður með í för. Sigling á miðin tekur innan við' hálfa klukkustund að jafnaði. Leið- sögu og leitartæki em um borð þannig að lítil hætta er á að ekki fínnist fískur. í ferðinni var dorgað í tvær klukkustundir á §ómm stöngum og fengust áttatíu fískar, mest þorskur og ufsi en einnig karfí og keila. Sé leitað á dýpri mið er von til þess að fá lúðu, sem flestum sjóstangaveiðimönnum þykir mikill fengur í. Að sögn Helga Þórs Jónssonar Lagt var fram bréf frá oddvita Kaldrananeshrepps þar sem gerð var grein fyrir bókfærðum bygging- arkostnaði sundskýlanna, eða búningsklefanna, við Gvendarlaug hins góða í Bjamarfírði, og jafn- framt þakkaður fjárstuðningur á liðnu ári, þá var farið fram á stuðn- ing nú á þessu ári. Var samþykkt að veita til þeirra 100.000 krónum. Tekið var fyrir bréf frá Erlingi Ingimundarsyni á Drangsnesi þar sem fylgdi undirskriftalisti íbúa á Drangsnesi um að veita fé til lagn- ingar bundins slitlags á Gmndar- götu á Drangsnesi. Hafði sýsluráð hafnað þeirri beiðni 27. júní 1986. hóteleiganda er stefnt að því að gera Hótel Örk að fullbúnunu heilsuhæli, þar sem boðið er upp á sérstakt náttúmfæði, nudd, leirböð, líkamsrækt og fleira sem gott þyk- ir í þessu skyni. Útisundlaug Arkar er jafnan vel sótt og í kjallara hótelsins er nú fullbúin líkamsrækt með sólbekkj- um og gufubaði. Þar em og nuddarar reiðubúnir að sinna gest- um. Þá hefur hótelið komið sér upp tveimur sérbúnum baðkemm með leir af jarðhitasvæðinu í dalnum, sem notaður hefur verið á Heilsu- hælinu í Hveragerði og fluttur út til Evrópu. Var sú höfnun staðfest af sýslu- fundi. Samskonar beiðni hafði borist frá Borðeyri og var í ályktun um þá umsögn samþykkt að útilok- að væri að verða við þeirri beiðni. Segir síðan almennt um slíkar um- sóknin „Þætti það óviðeigandi að veita fé úr sýsluvegasjóði til bund- ins slitlags á vegi, meðan ekki er hægt að leggja viðeigandi vegi að mörgum bæjum í sýslunni, vegna ijárskorts." Þá sótti oddviti Kaldranahrepps um fé til lagningar vegar niður í Kokkálsvík og enn til lagningar Gmndargötu á Drangsnesi, án árangurs. Niðurstöðutölur fjármagns sýslu- vegasjóðs vom kr. 2.168.216. þar af fara ein milljón hundrað fjörtíu og þrjú þúsund til viðhalds en það sem eftir er til einstakra vega. Magnús Guðmundsson upplýsti að vegaframkvæmdir væm fyrir- hugaðar í umdæminu sem hér segir: „Burðarlag frá sæluhúsi á Steingrímsfjarðarheiði niður í Lágadal, tuttugu og þijár milljónir. Drangsnesvegur um Selströnd, tíu milljónir. Guðlaugsvík um Stiku- háls, sjö milljónir. Brú á Víkurá í Bæjarhreppi, sex milljónir og þtjú hundmð þúsund. Vegur í Ámes- hreppi, íjórar milljónir, og loks slitlag á veginn frá Kjörseyri-Prest- bakka, 2,2 milljónir. Magnús er vegaverkstjóri hér. Þá var samþykkt áskomn á vega- málastjóm og þingmenn kjördæm- isins að beita sér fyrir því að vegarkaflinn á Djúpvegi, frá Hólmavík að Staðará, verði endur- byggður sem allra fyrst og fram- kvæmdir hefjist þegar á næsta ári. Segir ennfremur: „Á þessum veg- arkafla er mikil slysahætta og hafa orðið þar stórslys, sem kalla á tafar- lausar úrbætur. Þá var samþykkt að veita kr. þijátiu þúsund til húsfélagsins Baldurs á Drangsnesi. Kosið var í hinar ýmsu nefndir. Urðu þær helstar breytingar, að í Fræðsluráð Strandasýslu var kjör- inn Guðmundur B. Magnússon á Dragnsnesi, en í henni hafði áður setið Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum, formaður skóla- nefndar Klúkuskóla. Þá kom fram í bréfí sveitarstjóra Hólmavíkur um rekstur sjúkrahúss- ins á Hólmavík, „að hann gangi heldur báglega, svo og um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar, er væri á svipuðum nótum“. Þá var þess get- ið að uppi væm hugmyndir um byggingu vemdaðra þjónustuíbúða á Hólmavík fyrir aldraða Stranda- menn. í sýsluráð vom kjömir Ríkarður Másson, Hólmavík, Grímur Bene- diktsson, Kirkjubóli, og Hjálmar Halldórsson, Hólmavík. - SHÞ Hveragerði: Heilsurækt og sjóstanga- veiði kynnt á Hótel Örk Arsæll Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 5. júlí 1957 Dáinn 15. júní 1987 Þann 23. júní sl. var jarðsunginn frá Garðakirkju vinur okkar og fé- lagi, Ársæll Gunnarsson. Hann lést af völdum hörmulegs slyss, kallaður burt í blóma lífsins á þrítugasta aldursári. Við undirritaðir vomm spilafélagar hans og við spilaborðið nutum við einkar ánægjulegra stunda. Glaðværð hans og hlýlegt fas mótuðu sterkt öll okkar sam- skipti og hans er sárt saknað úr litlum hópi. En minningin um góðan dreng mun geymast í hugum okk- ar. Á heimili Ársæls og Erlu var ávallt ánægjulegt að koma, enda höfðu þau skapað sér hlýlegt og gott heimili. Okkur þótti bæði at- hyglisvert og skemmtilegt hvað bömin tvö, Sara og Skarphéðinn, vom spennt yfír komu okkar og vildu fá að fylgjast örlítið með spila- mennskunni áður en þau fóm að sofa. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja vin okkar og góð- an spilafélaga með þakklæti fyrir góðar samvemstundir. Guð blessi minningu þessa góða drengs og veiti eftirlifandi eiginkonu, Erlu Skarphéðinsdóttur, og bömunum tveim, Söm Ósk og Skarphéðni Emi, styrk til að standast þessa þungu raun. Óskar S. Þorgeirsson, Sæmundur Knútsson, Erlingur Þorsteinsson, Stefán Kalmansson, Björn Amarson. Mig langar að minnast vinar míns, Ársæls Gunnarssonar, í nokkmm orðum. Það var í vetur að Ársæll fór að minnast á það við mig að hann kæmi til starfa hjá mér, þar sem hann langaði að breyta til. Ég þurfti engrar umhugsunar við, þar sem ég hafði þekkt Ársæl í nokkur ár og vissi hvem mann hann hafði að geyma. Það kom líka á daginn, hann vann strax hug sam- starfsmanna sinna og viðskiptavina minna með prúðmennsku sinni og samviskusemi. Það var okkur samstarfsmönnum hans ómetanlegur lærdómur að fá að vinna með honum þann stutta tíma sem hans naut við, því aldrei hef ég kynnst annarri eins ósér- hlífni og lipurð hjá nokkrum manni, alltaf boðinn og búinn að rétta fé- lögum sínum hjálparhönd. En Ársæll var mér mikið meira en vinnufélagi. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Ársæli þegar hann gekk að eiga frænku mína, Erlu Skarphéðins- dóttur. Við hjónin héldum alltaf sam- bandi við þau og eru stundimar með þeim Erlu og Sæla okkur ógleymanlegar. Hjónaband þeirra Ársæls og Erlu var einstakt, alltaf ríkti gleði á heimili þeirra og sameiginlega leystu þau úr öllum sínum vanda- málum og styrktu hvort annað í erfíðleikum. Við Ársæll áttum einnig mörg sameiginleg áhugamál og þær líða mér seint úr minni stundimar sem við áttum saman á golfvellinum en þar naut hann sín fullkomlega og geislaði af honum leikgleðin. Ég ætla ekki að fara mörgum lýsingarorðum um vin minn Ársæl Gunnarsson, lífsstíll hans ber hon- um best vitni. Það er manni óskiljanlegt hvers vegna slíkur drengur er kallaður burt í blóma lífsins frá eiginkonu og tveimur litlum bömum en honum hefur verið ætlað annað hlutverk. Fjölskyldu Ársæls, móður og systmm votta ég mína dýpstu sam- úð. Elsku Erla, Sara og Skarphéðinn, sorg ykkar er mikil en eftir lifir minning um góðan eiginmann og föður. Skarphéðinn, Didda og Öm, ykkur sendi ég innilegar samúðar- kveðjur um leið og ég þakka ykkur þann styrk sem þið sýnduð mér þrátt fyrir sorg ykkar. Við munum öll eiga minningu um góðan dreng. Svanþór Sóley Halldórs- dóttir — Minning „Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ Júnímánuður skartar sínu feg- ursta. En sorgin gleymir engum. Einn þessara fögm júnídaga dó elskuleg systir okkar. Sóley Hall- dórsdóttir var fædd 17. júní 1927 að Ytri-Tungu í Staðarsveit, dóttir hjónanna Lára Jóhannesdóttur og Halldórs Ólasonar. Þau eignuðust 9 böm, átta dætur og einn son, og er hún hin þriðja af þeim bömum sem kveður þennan heim. Ung flutti hún á Akranes og vann við ýmis störf, en árið 1955 flutti hún til Reykjavíkur og hóf búskap með Ólafí V. Oddssyni bifreiðastjóra. Sóley var mjög dugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gott að koma þangað og mæta þeirri hjartahlýju og ástúð sem hún var rómuð fyrir. Hún eignaðist fímm böm: Sigríði, gifta Sævari Mikaelssyni og eiga þau 3 böm; Óla Ómar, kvæntan Hjördísi Jóns- dóttur og eiga þau 3 börn; Svölu Jóhönnu, á eitt bam; Reyni Helga og Smára Bjarna. Árið 1977 lést Ólafur og bjó hún síðan með bömum sínum þremur og bamabarni. Það er erfitt að sjá á bak góðri systur og erfítt að skilja heiminn á svona stundu, þeg- ar hún á 60 ára afmælinu sínu er kölluð á brott frá ástvinum sínum. Við systumar sex kveðjum elsku- lega systur okkar með söknuði. Þessi fátæklegu orð em hinstu kveðjuorð til hennar. Við vottum bömum hennar, tengdabömum, barnabömum og barnabamabami okkar dúpstu samúð. Guð styrki þau og styðji í þeirra miklu sorg. Hjartkær systir er horfin sýnum. Það er margt sem þakka ber og er umvafið kærleiks geislum minn- inganna. Minning Sóleyjar er ljós í lífí okkar. Fjóla, Lilja, Hanna, Ragna, Stella, Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.