Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 ¦#- Kína: Skógareld- ar breyta veðurfari Peking, Reuter. MIKLIR skógareldar, sem brunnu í nær mánuð í Norðaust- ur-Kína í vor, hafa hugsanlega breytt veðurfari á viðkomandi landsvæði að sögn kínversku fréttastofunnar Nýju Kína. Hitastig á meira en milljón hekt- örum lands, sem eyddust í eldunum, er nú hærra en venjulega og hita- munur dags og nætur er einnig meiri en áður. Þetta var haft eftir hóp vísindamanna í fyrradag. Á landsvæðinu eru vetur mjög harðir og nú telja vísindamennirnir að sumarið verði styttra en í venjulegu ári. Ekki álíta þeir að áhrifin verði til langframa. 193 manns fórust í skógareldun- um og 50 þúsund misstu heimili sín. Hassan Marokkó- konungur á Englandi Hassan Marokkókonungur kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Bretlands í gær. Hann kaus að fara landleiðina og tók Englandsdrottning því á móti honum þegar hann kom á Járnbrautalestarstöð Vikt- oríu drottningar í Lundúnum. Talið er að með heimsókn sinni viiji Hassan treysta bönd sín við Vestur-Evrópu, en sem sjá má skrýddist konungurinn búningi berba. íran: Sovéskum hermönnum skilað heim Moskvu, Reuter. ÍRANIR skiluðu í gær áhöfn og farþegum sovéskrar flugvélar, sem lenti fyrir ógát inna landa- mæra írans, að því er talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði í gær. Talið er að þar hafi verið um herflugvél að ræða. Talsmaðurinn, Boris Pyadyshev, sagði að írönsk stjórnvöld hefðu brugðist við ósk Sovétmanna, um að farþegunum yrði skilað, „í anda velvilja hins góða nágranna". Hann sagði ennfremur að flugvélinni yrði skijað bráðlega. íranir sögðu að í vélinni, sem lenti nálægt landamærum Irans og Afganistan í síðustu viku, hefðu verið vopnaðir menn og skotfæri. Herlög afnumin á Taiwan eftir 3 8 ár Tapei, Reuter CHIANG Ching-kuo, forseti Taiwan kunngerði á þriðjudag, að her- lögum hefði formlega verið aflétt, en þau hafa verið í gildi i 38 ár.Síðdegis var svo sagt, að fyrstu pólitísku fangarnir hefðu verið látnir lausir. Fleiri fá frelsi á næstunni og þungir fangelsisdómar verða mildaðir. AIls munu á þriðja hundruð fanga verða látnir fara frjálsir ferða sinna. Aðdragandi afnáms herlaganna hefur verið býsna langur og undan- farið hafa verið umræður á þingi eyjarinnar, sem hafa stefnt að þessu. í staðinn voru sett ný „þjóða- röryggislög." Stjórnarandstöðu- þingmenn fögnuðu því, að herlögin hefðu verið numin úr gildi. Þeir hafa gagnrýnt þjóðaröryggislögin og segja, að verði stjórninni ekki veitt sterkt aðhald, kunni þau að þróast í herlög í nýju gervi. Stjórnmálasérfræðingar segja, að afnám herlaganna geti orðið Taiwan mikil lyftistöng á alþjóða- vettvangi og þetta muni stuðla að bættum óopinberum samskiptum við Bandaríkin og fleiri lönd. Ymsir erlendir viðskiptajöfrar, sem hafa mikil viðskipti við Taiwan, sögðu, að þetta mundi án efa verða til að efla enn og treysta undirstöður efnahags landsins. Almennt bar flestum saman um, að þetta væri þýðingarmesta stjórnaraðgerð frá upphafi Taiwan. Innanríkisráðherra Taiwans, Wu Poh-hsiung sagði í viðtali við Reut- er, að með ákvörðun þessari væri stórt skref stigið í átt til lýðræðis- stjórnskipulags. Ráðherrann stað- festi, að Chiang forseti hefði ákveðið að láta kanna, hvort fært yrði að stytta dóma yfir óbreyttum borgurum.sem sitja í fangelsi og veita þeim aftur almenn borgara- réttindi. Ekki var búizt við, að mönnum yrði sleppt jafn fljótt og raun bar vitni um. Þykir þetta allt gefa vísbendingu um vilja stjórnar Chiang til að auka trú á Taiwan sem alvöruríki, og vingast við Bandaríkin. Herlög hafa verið í gildi á Taiw- an frá því 1949, þegar herflokkar Þjóðernissinna- Kuomintang-flýðu til Taiwan eftir að hafa beðið ósig- ur fyrir hermönnum kommúnista á meginlandi Kína. Hver verður næsti fram- kvæmdastjóri NATO? Carrington lávarður hyggst láta af embætti nú í sumar INNAN Atlantshafsbandalagsins eru menn nú farnir að svipast um eftir hugsanlegum eftirmanni Carrington lávarðar, framkvæmda- stjóra bandalagsins, en vestrænir stjórnarerindrekar höfðu það eftir honum á Reykjavíkurfundinum embætti nú i sumar. Mörg erfið og vandasöm mál bíða nú ákvörðunar Nato-ríkjanna, væntanlegir afvopnunarsamningar stórveldanna og nýjar umræður um þátttöku Bandaríkjamanna í vörn- um Vestur-Evrópu, og því veldur það nokkrum áhyggjum, að ekki er um að ræða neinn augljósan eft- irmann Carringtons. Þeir, sem nefndir hafa verið, eru Manfred Wörner, varnarmálaráðherra Vest- ur-Þýskalands, Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, og Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs, en margir hafa nokkurn fyrirvara á um þá alla þrjá. Ekkert er kveðið á um hve lengi framkvæmdastjóri Nato skuli gegna embættinu enda starfar hann í umboði Atlantshafsráðsins og svo lengi sem honum og því þóknast. Um launin og önnur starfskjör hef- ur aldrei verið látið neitt uppskátt. október, að hann hygðist láta af Sagt er, að Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, haldi Wörner fast fram sem væntanleg- um framkvæmdastjóra Nato og er talið, að innanlandspólitíkin eigi þar nokkurn hlut að máli, þ. e. að hann vilji losa um meiriháttar ráðherra- embætti. Ýmsum embættismönnum á Vesturlöndum fínnst það ekki nógu góð ástæða fyrir því að Wörn- er fái embættið. Sú skoðun á þó miklu fylgi að fagna, að kominn sé tími til, að Vestur-Þjóðverji fái embættið, svo fremi hæfur maður finnist, og þann- ig viðurkennd í raun hin þýðingarm- ikla staða landsins í bandalaginu. Mörgum þykir hins vegar sem Wörner hafí sýnt litla dómgreind í meðferð sinni á hneykslismálinu, sem upp kom árið 1984 þegar Giint- er Kiessling, hershöfðingi og háttsettur maður í höfuðstöðvum Nato, var sakaður um að hafa sótt hommabari og væri þess vegna ekki treystandi. Ekki eru heldur allir á því, að rétt sé að láta emb-. ættið í hendur fyrrum varnarmála- ráðherra, sem var í fyrstu andvígur áætlunum Bandaríkjamanna og Sovétmanna um að eyða öllum meðal- og skammdrægum eldflaug- um í Evrópu. Samt sem áður er talið, að stuðningurinn við Tindem- ans og Willoch sé enn minni og Wörner því ennþá líklegastur þrátt fyrir allt. Valið á framkvæmdastjóra Nato er erfitt og ekki sama hverrar þjóð- ar hann er. Samkvæmt óformlegu samkomulagi aðildarþjóðanna er Bandaríkjamaður yfirmaður alls herafla Nato í Evrópu og því þykir það ekki rétt, að Bandaríkjamaður skipi einnig æðstu borgaralegu stöðuna. Framkvæmdastjórinn getur ekki komið frá Frakklandi eða Spáni vegna þess, að þau taka ekki fullan þátt í hernaðarlegu samstarfi ríkjanna og úlfúðin á milli Grikkja og Tyrkja veldur því, að hvorug þjóðin getur sætt sig mann frá hinni. Til þessa hafa tveir Bretar gegnt framkvæmdastjórastarfinu, Ismay lávarður, 1952-57, og Carrington lávarður, og því er ólíklegt, að þriðji Bretinn fái embættið. Hollendingar hafa einnig átt tvo, þar á meðal Joseph Luns, sem gegndi starfinu í heil 13 ár, frá 1971-84, en hinir tveir voru Henri Spaak frá Belgíu og Emanuel Brosio frá ítalíu. Á næstu árum verða Nato-ríkin líklega að endurmeta varnarstefnu sína með tilliti til samninganna um skamm- og meðaldrægu eldflaug- arnar, hugsanlegs banns við efnavopnum og með tilliti til ann- arra afvopnunarsamninga milli stórveldanna. Nýr framkvæmda- stjóri Nato mun einnig verða að fást. við vaxandi áhuga Evrópuríkj- anna á nánara samstarfi sín í milli í varnarmálum á sama tíma og sumir eru aftur farnir að efast um að Bandaríkjamenn muni koma Evrópu til varnar þegar á reynir. Carrington lávarður Manfred Wörner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.