Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987
41
fé saman til sundurdráttar úr uppl-
öndum fjögurra hreppa. En þegar
ég kem heim í au.»turherbergi mitt
undir morgun bregður svo við að
handrit mín eru horfin ásamt ýmsu
öðru ónýtu drasli sem ég hafði sánk-
að að mér / hér hafði semsé verið
tekið til. Móðir mín sagðist hafa
haft raun af útpáruðum pappír og
öðrum óþrifnaði inni hjá mér, og
hefði hún brent þessu. Ég grét
þángatil ég sofnaði / líka daginn
eftir. Leingi á eftir var ég ekki mðnn-
um sinnandi, þángatil ég uppgötvaði
að kanski var móðir mín enn sorg-
mæddari en ég sjálfur af því að sjá
hve illa ég barst af. Hún var líka
rauð um hvarmana og varaðist að
segja nema einsatkvæðisorð svo ekki
rynni útí fyrir henni.
„Ég átti kistil sem Sæmundur
holdsveiki æskuvinur föður míns
hafði smfðað mér / að honum gekk
lykill. Uppúr því skrifaði ég ein-
vörðúngu onf þennan kistil um sinn,
en það hefði verið óþarfi að læsa
honum nokkurntfma enda hætti ég
því fljótt. Konan (svo) snerti aldrei
sfðan útpáruð blöð þessa dreing-
staula síns meðan hann var
heima...
Ef ég ætti að lýsa einkennum
bókanna án þess að vefjast í smáat-
riðum, hygg ég samsetníngurinn sem
þessi dreingstauli gaf útaf sér í föð-
urgarði frá 7 ára aldri til 12 ára
hafi verið pródúkt ofvaxinnar til-
hneigfngar til að tjá sig, og er ýmsum
innborin þó þeir affermi sig ekki í
bókum." (Bls. 206.) Það hendir
ýmsan að mæla vanhugsuð orð um
foreldra sfna, en allir eiga leið-
réttíngu orða sinna. Umhugsunarefni
er, að Halldór skyldi sjá ástæðu til
að rifja upp áratuga gömul orð sfn,
að hann þekkti ekki móður sína.
Eftir lýsingu Halldórs og Jónasar
á Sigríði í Laxnesi leyfi ég mér að
túlka, hver móðir hún hefur verið
barni, sem var einbirni til sjö ára
aldurs. Dulur maður er ekki einlæg-
ur. Ekkert hlutskipti er voðalegra
barni en að móðir þess dyljist þvf.
Það er svo sárt, að barn, sem ekki
nýtur einlægni, bælir sárindin með
sér og sér móður sína í Ijóma þeirrar
þrár, sem ekki varð fullnægt, þegar
tími var til. Dulur maður dylst ekki
aðeins öðrum, hann dylst sjálfum
sér. Skyldi ekki vera svo með barn-
ið, sem þarf að tjá sig svona mikið
í rituðu máli, að það hafi ekki feng-
ið að tjá sfnum nánustu tilfinningar
sfnar, og allt eins án orða, eins og
barni er eiginlegt? Erfitt er að hugsa
sér meira voðaverk gegn slíku barni
en að brenna öllu því, sem því lá á
hjarta. Dulur maður þekkir sig ekki
né viðbrögð sín, þótt hann kunni að
skilja eftir á, hvað gerðist og harma
það og reyni að bæta fyrir. Margur
er dulur, en kann þó að njóta álits
og viðurkenningar.
Þar sem barnið sjö ára sér útilegu-
manninn með barnið, sé ég Guðjón
bónda, sem lagðist út á sumrin. Barn-
inu fundust fjarvistirnar miklu meiri
en þær voru í reynd, af þvf að svo
mikið vantaði, þegar hann var far-
inn. Dauða konan er „konan", sem
tortímdi fyrir barni sínu því, sem það
þráði að mega tjá og hafði ekki önn-
ur ráð en setja það á blað, af þvi
að hún var hulin barninu, þótt þau
væru samvistum.
Það er sfendurtekin harmsaga
mannsins, að jafnvel mikilhæft fólk
getur brugðizt í því, sem mestu varð-
ar. Valmennið Guðjón Helgason sá
þann útveg tl framfærís heimili sfnu
að ráða sig í starf, sem bar hann
að heiman, og skildi einkabarn sitt
eftir eitt hjá konu, sem vandalausum
sýndist mætti vera salt jarðar, en
kunni þó ekki að opna hug sinn þeim,
sem þarfnaðist einlægra tilfinninga
umfram allt annað.
Það er óviðkomandi þessari sögu,
hvernig Halldór vinnur úr barnslegrí
skynjun sinni á útilegumanni Einars
Jónssonar, eins og hann gerir nokkra
grein fyrir í minningum sfnum. Ekki
þarf heldur að taka afstöðu til skoð-
unar Lenfns á „bændaspursmálinu".
Sams konar raunir bernskunnar geta
leitt til ólíkrar afstöðu á fullorðins-
árum. Hér er einungis verið að draga
það fram úr játningum Halldórs, sem
kynni að vera kveikjan að því
„frumglæði heilbrota" hans um
stæltan mann, sem vildi ráða sér
sjálfur, leitaði úr margmenninu til
að stofna eigið bú og skildi eiginkon-
una stundum eftir eina heima vegna
nauðsynj aerínda.
Ekki kemur heldur þessu máli við
hinn mikli áhugi Halldórs á skipulagi
landbúnaðar á þessum árum. Aðrír
hefðu getað lagt öðru vísi út af skynj-
un sinni á bóndanum og tjaldbúanum
Guðjóni Helgasyni og konu hans,
Sigríði Halldórsdóttur, sem fylgdi
honum með hálfum hug af Lauga-
vegi í Reykjavík upp í Mosfellssveit,
og þótti þunglynd (dauðaleg).
Höfundur vinnur við sjálfstæðar
rannsóknir í sambandi viðland-
búnað.
• •
SVUNTUR — VINNUFOT
Svuntur verð:
Teg. nr. 7006
kr. 1550.00
Teg. nr. 8855
kr. 2100.00
Teg. nr. 8860
kr. 1550.00
Hvítar buxur — kr. 2100.00
Fjölbreytt litaúrval
Efni: Bomull/Polyester
Þrjár stærdir: Lítið, milli
og stórt.
<Stella
Póstsendum
Bankastræti 3,
s. 13635
urspeglar stjórn Verzlunarráðsins því
flesta þætti íslensks atvinnulífs.
Enda er það í samræmi við eðli versl-
unarrráða í frjálsum ríkjum heims
og stofnsamþykkt Verzlunarráðsins.
Starfsemi
Samtök sem hafa jafn víðtækt
starfssvið og Verzlunarráðið hafa
afar fjölbreytta starfsemi. Engin tök
eru á því að gera starfseminni við-
hlftandi skil f stuttri blaðagrein en
hér verður aðeins drepið á nokkra
helstu þætti.
Starfsemi Verzlunarráðsins má f
grófum dráttum skipta í tvennt: Til-
lögugerð í efnahags- og atvinnumál-
um, og þjónusta við félagsmenn og
viðskiptalífið.
Tillögugerð í efnahags- og at-
vinnumálum er sá þáttur í starfi
Verzlunarráðsins sem hefur verið
einna fyrirferðarmestur út á við, og
er þar jafnan leitast við að standa
utan við dægurþras stjórnmálaflokka
og sérhagsmuna.
Verzlunarráðið leggur áherslu á
heildarstefnumótun f efnahags- og
atvinnumálum. Kjarninn f stefnu
Verzlunárráðsins varðandi þessi mál-
efni er frelsi í viðskiptum, og afnám
hafta og sérréttinda. Eitt aðalmark-
mið Verzlunarráðsins er að beita sér
fyrir aðgerðum er stuðla að öflugra
atvinnulífi á íslandi. Öflugt atvinnu-
lff er til hagsbótar fyrir alla. Það
bætir lffskjör og heldur ógn atvinnu-
leysisins frá þjóðfélagi okkar.
Sú þjónusta sem félagsmenn
sækja til ráðsins er m.a. upplýsingar
um stöðu efnahagsmála og horfur.
Menn fá upplýsingar og leiðbeiningar
um skattamál, verðlagsmál, tollamál
og vaxtamál. Verzlunarráðið veitir
félagsmönnum stuðning við lausn
agreiningsmála við opinberar stofn-
anir eða ráðuneyti. í gegnum Verzl-
unarráðið geta menn komist f ný
viðskiptasambönd og ráðið getur
Viðskiptamál, fréttabréf Verzl-
unarráðs lslands.
greitt götu manna f viðskiptaferðum
erlendis, svo eitthvað sé nefnt.
Af einstökum framfaramálum sem
Verzlunarráðið hefur verið að beita
sér fyrir má nefna að verið er að
koma á fót upplagseftirliti og alhliða
lesendakönnunum fyrir dagblöfl og
tímarit. Þá hefur Verzlunarráðið
beitt sér fyrir því í samvinnu við
ýmis ðnnur samtök verslunar og við-
skipta að ísland gerist aðili að
alþjóðlegu kerfi vörumerkinga. Þá
er verið að fara af stað með kannan-
ir á tölvumarkaðnum á íslandi.
Einnig er Verzlunarráðið að koma
sér upp safni myndbanda með úrvals-
efni um stjórnun, og fræðsluþáttum
um atvinnulífið.
Höfunduraér um útbreiðslu og
kyuniugnrmál fyrir Verzlunarráð
fsiands.
+ ••
BYGGÍNGAVÖRUR^KAUPFEIDGIN
32 0&KRÓKHÁLSI7 UMUNDAIU