Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JULI 1987 45 Minning: Jónatan Jónatans- son Litlu-Heiði Fæddur 29. apríl 1894 Dáinn6.júlíl987 Það kann að vera ögrun við nú- tímann, menninguna og hagvaxtar- fræðina að minnast manns, sem frá barndómi 61 önn og annaðist sauðfé af fágætri alúð. Nú er sú raunin að sauðkindin er meira til meina og skaða en dýrbíturinn áður fyrr. Jónatan var fæddur í Suður-Vík í Mýrdal 30. apríl 1894. Móðir hans, Helga Jónsdóttir var vinnukona þar á bæ. Varla átt margra kosta völ. Enda tók ljósmóðirin snáðann með sér. Ekki varð af lengri samvistum hjá þeim Helgu og Jónatan. Hún flutti til Vestmannaeyja, giftist þar og eignaðist tvö börn, Ragnheiði og Gunnar. Varð síðar mjög kært með þeim hálfsystkinum Ragnheiði og Jónatan. Faðir Jónatans, Jóna- tan Jónsson Einarssonar frá Fossi í Mýrdal varð síðar lengi vitavörður í Stórhöfðavita í Vestmannaeyjum. Ljósmóðirin var Þorgerður Jóns- dóttir húsfreyja á Litlu-Heiði. Varð það síðan heimili Jónatans til dauðadags, utan rúm tvö sl. á> er hann dvaldi á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja og þar andaðist hann farinn að heilsu 6. júlí sl. Jónatan varð 94 ára en síðustu 15 árin var hann meira og minna sjúkur. í 13 ár naut hann hjúkrunar heima á Heiði, sem hvíldi mest á fyrrverandi húsmóðir þar, Margréti Tómasdóttur. Það var ómetanleg umönnun, sem Jónatan mat mikils, því heima vildi hann vera meðan þess var kostur. Þremur kynslóðum hafði hann léð krafta sína. Nú voru þeir þrotnir og hann fékk þá umbun sem hægt var að veita. Það var vissulega þakkarvert. Jónatan var hvorki „þrekinn né stór". Því voru vinnuafköst hans með ólíkindum hvar sem hann lagði hönd að verki. Hljóðlátt verklag, hnitmiðuð handtök og ótrúleg seigla fóru saman. En Jónatan var annað betur lag- ið en sýnast. Hann stóð ekki í því að lyfta þungum steinum, fella menn í glímu eða berja í rot. Svokölluð „aldamótabörn" þrif- ust vissulega á misjöfnu. Vinnan var fyrsta boðorð. Bóknám eftir hentugleikum. Það var undur hvað Jónatan lék sér að tölum og talnaleikjum. Aldrei sá ég Jónatan stíga dans- spor, en hann for á böll og spilaði þá „þrettán aura vist", jafnvel Lander, sem var núkið glæfraspil. Það gat gerst að tvær til þrjár krón- ur skiptu um eigendur. Það var mikil lífsreynsla á að horfa. í minningunni er þó bjartast yfir „Jónsmessutúrunum". Þrír smalar, stundum fleiri þeystu með „hund á hesti" um haga og afrétt. Tóku reifi af órúnum kindum. Komu heim undir óttu með stóra ullarpoka, glaðir og reifir í nóttleysunni — og einhver hafði orð á því „að hann Jónatan gæti líka sungið". v Löng ævi leiðir af sér lest minn- inga. Fyrsta minning mín — fullorð- inn, alvarlegur maður, sem við hlýddum ekki síður en foreldrum okkar. Síðar varð hann hæglátur, sívinnandi, verkstjóri og félagi. í haustsöfnum í Heiðarrétt varð hann öðrum hærri. Konungur í ríki sínu fannst manni þá. Lífsferill Jónatans var hvorki hávaðasamur né umsvifamikill. Hógværð og hlédrægni áttu þar samleið. Síðustu elliárin voru honum þung, en þá naut hann ómetanlegr- ar umönnunar síðustu húsbænda sinna. Við fóstursystkinin sem nutum samvista hans á léttasta skeiði þökkum þeim sem hlúðu að honum sjúkum. Honum, sem kvaddur er, fylgja kveðjur og þakkir fyrir allt og allt og margar ljúfar minningar. Jón Pálsson Guðmundur Ó. Péturs- son - Kveðjuorð Fæddur 30. maí 1906 Dáinn 4. mars 1987 Guðmundur ólafur Pétursson fæddist í Kvíum í Jökulfjörðum N-ís. Hann var sonur hjónanna Jakobínu Samúelsdóttur og Péturs Helgasonar og ólst upp með þeim og systrum sínum, Guðrúnu og Kristínu í Kvíum. Það var strjálbýlt í Fjörðunum og langt að sækja lækni ef með þurfti. Gummi varð fyrir áfalli í fæðingu og fékk því ekki fullan þroska. En honum var margt vel gefið, trúmennska og húsbóndahollusta var honum í blóð borið og aldrei skrökvaði hann eða blótaði. Hann fór með bænirnar sínar, sem móðir hans kenndi hon- um fram undir það síðasta. Gummi vann lengst af við skepnuhirðingar. Þegar hann fór úr foreldrahúsum vistaðist hann til Ragnheiðar Jónsdóttur og Tófnasar Guðmundssonar í Kjós. Þar var hann í nokkur ár og þaðan lá leiðin að Dynjanda til Rebekkku Páls- dóttur og Jóhannesar Einarssonar og flutti síðar með þeim á Bæi á Snæfjallaströnd, þaðan fór hann ekki fyrr en hann fór á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík. Það var mannmargt á Dynjanda og í Bæjum og þar undi Gummi sér vel í hópi glaðværra ungmenna. Fyrstu árin hans á Grund fór hann vestur í heimsókn til systur sinnar í ísafirði og inn í Bæi og hafði mikla ánægju af, en svo fór vesturferðum hans að fækka. Hann undi sér vel á Grund og allir voru honum góðir. Síðustu mánuðina lá hann rúmfastur, en kvartaði ekki og sagði alltaf að sér liði vel en var þó oft þjáður. Kveðjuathöfn var haldin í Reykjavík og útför hans fór fram í Isafjarðarkirkju að viðstöddum vinum hans og venslamönnum, en Gummi var vinmargur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt" (V.Br.) S.E. I dag verður jarðsunginn frá Reyniskirkju Jónatan Guðni Jóna- tansson, fyrrum bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 6. júlí síðast- liðinn. Jónatan fæddist í Suður-Vík í Mýrdal, sonur Helgu Jónsdóttur og Jónatans Jónatanssonar, sem lengi var vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Hann var tekinn í fóstur nýfædd- ur af hjónunum Þorgerði Jónsdóttur og Brynjólfi Guðmundssyni á Litlu- Heiði og ólst þar upp. Hann var síðan vinnumsiður þar um árabil uns hann hóf búskap á Litlu-Heiði ásamt hjónunum Páli Pálssyni og Margréti Tómasdóttur. Jónatan fór á vertíð til Vest- mannaeyja árlega um 34 ára skeið og vann þar við fiskverkun, lengst af hjá Stefáni í Skuld. Búskapurinn átti þó hug hans allan en hann var mikill dýravinur og umgekkst málleysingjana af stakri nærfærni. Sauðfjárrækt var hans aðal hugðarefni enda var hann einstaklega fjárglöggur og þekkti hverja kind. Hann var lengi fjallkóngur og réttarstjóri í Heiðarrétt og leysti þau störf af hendi með festu og myndugleika. Mýrdalsfjöllin eru víða torfær yfirferðar, djúp gil á milli brattra móbergsfjalla. Kindur lenda því oft í sjálfheldu eða svelti og var oft erfitt um vik að bjarga þeim. Jóna- tan var einn þeirra manna sem lagði á sig ótnælt erfiði og tók mikla áhættu í slíkum björgunarferðum, en hann var gætinn og öruggur fjallamaður og vanur sigmaður. Á hverju hausti fór hann í eftirleitir í Heiðarheiði, Keriingardalsafrétti og víðar og lét einskis ófreistað til þess að ná kindum í hús, sem höfðu sloppið í haustsmalamennskum. Aðal annatími ársins var þó slátt- urinn og var staðið á teig við slátt vikum saman fyrir daga stórvirkra heyvinnuvéla. Ekki var spurt að veðri en staðið við slátt með orfi og ljá á hverju sem gekk. Jónatan var ágætur sláttumaður og flugbeit sem kallað var. Hér verður ekki fjallað frekar um einstök störf Jónatans. Hann var gæddur þeim góða eiginleika að öll störf, smá og stór urðu merki- leg í sjálfu sér í höndum hans vegna verklagni, snyrtimennsku og vinnu- gleði. Við systkinin nutum góðs af þessum mannkostum hans og varð það okkur góður skóli. Allt samstarf Páls föður míns og Jónatans var með ágætum enda þótt þeir væru að mörgu leyti ólík- ir, Jónatan fastheldinn á gamlar venjur en faðir minn áhugasamur um nýja búskaparhætti og tækni- framfarir. Jónatan var lengst af heilsu- hraustur en síðustu árin var starfs- þrekið þrotið og naut hann þá góðrar umönnunar Margrétar móð- ur minnar og annars heimilisfólks á Litlu-Heiði. Síðustu þrjú árin var Jónatan vistmaður á elliheimilinu í Vestmannaeyjum í skjóli frænd- fólks og vina. Nú þegar leiðir skiljast þakkar fjölskyldan á Litlu-Heiði samfylgd- ina og samstarafið á liðnum árum. Megi minningin um traustan vin og góðan félaga lifa um ókomin ár. Kjnrtan Pálsson. + Utför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, STEINSINGA JÓHANNESSONAR, Hrafnistu, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg. Sigurrós Guðbjartsdóttir, Erla Steinsdóttir, Helgi Sigvaldason, Kristín Steinsdóttir, Hjálmar Guðbjörnsson, Valgerður Steinsdóttir, Magnús Tryggvason, Ingibjörg Steinsdóttir, Kristján Björnsson, Svanhvít Hallgrímsdóttir, Einar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURVIN BREIÐFJÖRÐ PÁLSSON frá Höskuldsey, Vatnsnesvegi 24, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 14.00. Júlía Guðmundsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Gislína Jóhannesdóttir, Agnar Sígurvinsson, Helga Walsh, Bergljót Sigurvinsdóttir, Sigurþór Hjartarson, Ævar Þór Sigurvinsson, Ástríður Helga Sigurvinsdóttir, Júlíus Gunnarsson, Páll Sigurvinsson, Valdís Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför föður okkar, KRISTJÁNS KRISTJANSSONAR fyrrv. yfirborgarfógeta, < Reynimel 57, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. júlí kl. 10.30. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Ása Kristjánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. + Alúðárþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför, SNORRA GUÐMUNDSSONAR, Stekkjargerði 2, Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Jensson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS KRISTJÁNSSONAR frá Brœðraminni, Bíldudal, Bólstaðarhlíð41, Reykjavfk, Rannveig Pétursdóttir, Ólafur Pétursson, Sigmundur Pétursson Guðbjartur Eggertsson, Elin Þorkelsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, ANTONS NIKULÁSSONAR, Langholtsvegi 82, Jóhanna GuSJónsdóttir, Hrönn Antonsdóttir, Hlynur Antonsson, Iðunn Antonsdótt ír, Elfa Rún Antonsdótíir, Hnikarr Antonsson, Einar Stef ánsson, Garðar Eggertsson, Egill Bjarnason, Jónína Guðmundsdóttir og barnabörn. Þeim, sem vildu minnast dr. Selmu Jónsdóttur, er aö ósk fjöl- skyldunnar vinsamlega bent á Listasafn (slands. Minningarspjöld fást í skrifstofu safnsins og Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Listasafn Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.