Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 50
jr—jfvaTV ora/ r<*v«rrr>a<w 50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1987 „ En stórkostlecjt! É9 gef þér Zooo k* í ct-Pmaeii sgjöf 09 þá eyáír- HO.oooKr.V ást er... s=S- 310 ... að láta bera sig burtu. TM Reg. U.S. Pal. Otl.-all rigtits reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Þetta er búið. Ég er orðin jafngóð. Þið þurfið ekki að færa mér mat í rúmið! Þetta er einasta tréð á öilu svæðinu! HÖGISTI HREKKVÍSI ,Öf2USST MER.KI U/Vi KALRAN VETUR." Strand togarans Bayern Heill og sæll, Velvakandi. í dálkum þínum í dag, 12. júlí, spyr G.B.J. hvar sé að fínna frá- sögn um strand þýska togarans Bayern í janúar 1925. Frásögn þessa er að finna í VII. bindi bóka- flokksins „Þrautgóðir á rauna- stund", björgunar- og sjóslysasaga Islands. Steinar J. Lúðvíksson hefur skráð þetta merka ritverk en bó- kaútgáfan Hraundrangi — Örn og Örlygur hf. annast útgáfu þessa bókaflokks, sem telur hvorki meira né minna en 17 bækur frá 1900—1968 að báðum árum með- töldum, gagnmerk uppsláttar- og heimildarrit bæði i máli og mynd- um. I inngangi ársins 1925 segir Steinar: „Árið 1925 var eitt af meiri slysaárum í sögu þjóðarinnar og urðu mannskaðarnir mestir í miklu óveðri er gekk yfir landið og miðin dagana 7. og 8. febrúar. Hefur ofviðri þetta verið kallað Halaveðrið mikla síðan," og enn- fremur „Alls fórust 68 íslendingar í óveðri þessu". En í þeim kafla bókarinnar þar sem greint er frá Bayern — „Skaðaveður — bls. 20" segir höfundurinn: „Hver lægðin rak aðra, og 25. janúar gerði aftur stórviðri við Suðvesturland. Þótt það ylli ekki eins miklu tjóni á landi, fórust í því tveir þýskir togarar, sem voru við veiðar hér við land." Annar þessara togara var Bayern frá Nordham, sem fórst undir Hafnar- bergi með 18 manna áhöfn. Hinn var togarinn Wilhelm Jiirgens frá Geestemunde sem strandaði við Einidrang við Vestmannaeyjar. Að vísu losnaði togarinn af sker- inu, en svo mikill leki komst að skipinu við strandið að skipverjar fengu ekkert við ráðið og sökk togarinn og með honum fórst 1 maður. Eftir nokkurra klukku- stunda hrakninga í björgunarbát- um fann þýskur togari mennina og var þeim bjargað um borð. Höfðu þeir átt illa vist og erfiða í bátnum og flestir aðframkomnir vegna vosbúðar og kulda. Vona ég að þessar ábendingar mínar komist til skila og vil ég nota tækifærið til að hvetja sem flesta að kynna sér þær frásagnir sem bókaflokkur þessi hefur að geyma, svo ágætar sem þær eru og rekja þá atburði sem svo mjög snerta þjóðlífið og mega ekki gleymast. Göfugt og gott vega- nesti ungu kynslóðinni. Hannes Þ. Hafstein forstjóri SVFÍ Framlíf vort og björgun mannkyns Allir skyldu vita hvert leiðin liggur við brottför vora héðan. Vitum, að á stjörnunum eru framtíðarbústaðir vorir. Þegar vér horfum til stjarnanna, þá horfum vér til sálna ástvina vorra, þeirra, sem farnir eru á undan oss úr jarðlífi þessa hnattar. Við líkamsdauðann flytjum vér til annarra stjarna, og þangað er að leita sambanda við látna vini. Þótt fjarlægðir geimsins vaxi oss í augum, þá vitum, að ekki hindra þær lífsambönd þeirra, sem á stjörnunum búa. Vér eigum nú þegar heima á einni stjörnu geimsins. Vitum, að á öðrum stjörnum eru framlífs- heimkynni vor. I heimi stjarnanna bíða vor ótæmandi þroskamöguleikar. Vitum, að víða á stjörnum geimsins eru lengra komnir vinir sem hafa vilja og mátt til að hjálpa oss jarðarbúum, ef vér aðeins vilj- um þiggja hjálp þeirra. Vér íslendingar ættum að standa þjóða best að vígi til að þiggja og notfæra oss þann sam- bandskraft, sem lengra komnir íbúar stjarnanna beina hingað. Gerumst forustuþjóð um hag- nýtingu hinnar æðri líforku, til björgunar mannkyns. Ingvar Agnarsson Rás2: Fleiri sendar á Aust- fjörðum Hinn 2. júlí sl. birtist í dálk- um yðar fyrirspurn frá Hákoni Hanssyni á Breiðdalsvík um útsendingar Rásar 2 í nokkrum byggðarlögum á Austfjörðum. Því miður hafa orðið tafir á næsta áfanga í uppsetningu sendistöðva fyrir Rás 2 þar eystra, en samkvæmt upplýs- ingum Pósts og síma, sem annaðist verkið fyrir Ríkisút- varpið, er gert ráð fyrir að sendar á Djúpavogi, Breið- dalsvík og í Borgarfirði eystra verði teknir í notkun innan viku eða tíu daga. Uppsetning senda fyrir Stöðvarfjörð og Fáskrúðs- fjörð mun dragast fram yfír næstu mánaðarmót vegna sum- arleyfa. Markús Örn Atonsson útvarpsstjóri Víkverji skrifar Það er ekki oft sem íslendingar fagna rigningu. Þeir vóru þó ófáir sem brostu upp í regnskýin fyrir rúmri viku — eða svo — þegar himinninn grét loks eftir margra vikna þurrk. Skrælþurr svörður og gróður fögnuðu vætunni sem og allir þeir fjölmörgu sem yndi hafa af garð- og skógrækt, að ekki sé nú talað um bændur og búalið, sem breyta grasi og gróðri — með að- stoð búsmala — í mjólk, smjör, osta og ket af því kappi, að skattgreið- endum og ekki sízt ritstjórum DV þykir nóg um'. „Allir vita hver örlög fær sú urt sem hvergi í vætu nær", stendur þar. Þessvegna er rigningin kær- komin á stundum. En hóf er bezt á hverjum hlut. Og höfuðborgarbú- ar biðja þess að hann rigni ekki um helgar. Vindar og væta eru ekki efst á óskalista fámennrar þjóðar á ströndu hins yzta hafs. Hún fær oftar en ekki nægju sína — og vel það — af hvoruveggja. Engu að síður er það staðreynd að milljónir manna, til dæmis í henni svörtu Afríku, líða fyrir þurrk, þjást vegna vatnsskorts. Þeirra „daglega brauð" er of oft þurrkur, uppskeru- brestur, hungur og mannfall. Menn leggja langleiðir undir fót til að ná í nokkra lítra af vatni og þá ekki alltaf drykkjarhæfu vatni, á sótt- hreinsaðan mælikvarða dekurbarna í Norðurálfu. Tugmilljónir fólks í svokölluðum þriðja heimi, sem við segjum van- þróaðan, hafa ekki til hnífs og skeiðar. Ástæðan er ekki sízt þurrk- ar og uppskerubrestur. Grunn- ástæðan er þó máske skortur menntunar og þekkingar. Menntun og þekking gerir fólki kleift að þreyja þorrann og góuna við flestar kringumstæður jarðvistar. Mein- gölluð þjóðfélagsgerð kemur í sumum tilfellum einnig til sorgar- sögunnar. Við eigum ekki að setja okkur á háan hest gagnvart þriðja heims fólki. Hungur og mannfellir eru skammt að baki í íslandssögunni. Við ættum að skilja hörmungar þriðja heimsins flestum betur. Skorturinn er naumast það langt að baki að elztu menn muni ekki jaðartíma hans. Þar af leiðir að við eigum að leggja fram okkar hlut — og það fúslega — bæði til svokall- aðrar neyðarhjálpar sem og hjálpar til sjálfshjálpar. Þetta fólk stendur ekki í ólíkum sporum og langafar okkar og langömmur á tímum stórflutninga til Ameríku í endaða öldina sem leið. Við eigum að líta á aðstoð við það sem léttbæran velmegunar- skatt. Talandi um vökya og vökvun kemur bannvaran, bjórinn, upp í hugann. Ríkið, Stóri-bróðir, fram- leiðir, flytur inn og selur hverjum sem hafa vill allar tegundir áfeng- is, nema þá veikustu, bjórinn. Hann má meðaljóninn ekki umgangast, aðeins útvaldir sérréttindahópar. Eiga ekki allir að vera jafnir fyr- ir lögunum? Líka þeim er banna bjórinn? Sussu-nei. Ekki utanfarar, ófáir. Þeir mega kaupa bjór og þeim mun meira af bjór sem þeir fara oftar utan. Heimasitjandi hinsvegar ekki. „Sveltur sitjandi kráka, fljúg- andi fær." Það skiptir og bjórmáli, hvert starf fólks er. Flugliðar og farmenn fá sinn bjór, að vísu út á eins kon- ar skömmtunarmiða frá Stóra-bróð- ur, en sá sem ber út póst, vinnur fisk til útflutnings eða sinnir öðrum störfum utan bjórnáðar skal láta sér nægja Gvendarbrunnavatn eða brennivín. Slíkir mega ekki væta vör í bjór. Nema hvað: eitthvert skipulag verður að vera á hlutunum! Það Iæðist að okkur spurning: Hversvegna er ísland eina landið á vesturhveli jarðar þar sem bjór er bannvara — á sama tíma og enginn hörgull er á brennivíni? Það er ekki ofsögum sagt af því að það er skrítinn fugl kanínan!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.