Morgunblaðið - 16.07.1987, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
85 lítra
16 tommu dekk
Léttar og meðfærilegar
kr. 5.700,-
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
SUPURIANDSBRAUT 8. SÍMI 84670
Jón Baldvinsson
FÓLK OG FUGLAR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fram til 20. júlí kynnir Menning-
arstofnun Bandaríkjanna, Neshaga
16, tvo tugi málverka eftir Jón
Baldvinsson. Jón hafði haldið á
annan tug sýninga, smárra og
stórra, er hann hélt til Banda-
ríkjanna og innritaðist í San
Francisco Art Institute — eins og
hann segir sjálfur, „til að leita á
brattann og kanna nýjar leiðir, öðl-
ast meiri getu og fá nýjar hugmynd-
ir í málverki."
Jón hefur nú lokið BFA-áfanga
við skólann (Bachelor of Fine Arts)
og heldur utan aftur í haust til að
ljúka meistaragráðu MFA (Master
of Fine Arts).
Þessi skóli mun vera mjög frjáls
og opinn en gerir þó ákveðnar kröf-
ur til nemenda og munu allnokkrir
íslendingar hafa stundað þar nám
á undanfömum árum að mér skilst.
Af myndum Jóns á sýningunni
að dæma þá stendur hann í miðri
umbrotasamri þróun, sem hann
hefur ekki með öllu náð tökum á
enn sem komið er. Litir hans eru
hvellir og skærir og það þarf mikla
ögun og ósérhlífni til að ná valdi á
þessari tegund málverks.
Það er helst í stærstu myndinni
á sýningunni (2), að dæmið gengur
upp en einnig í myndinni frammi á
gangi (16), sem ég tel vera heilleg-
ustu myndimnar á sýningunni. En
að öðm leyti er mikill órói í út-
færslu myndanna og gerandinn
virðist annaðhvort hætta of
snemma við myndimar eða ofvinna
þær.
Myndefnið sækir Jón sem fyrr í
sitt nánasta umhverfi og nú virðist
það streita og hremmingar stór-
borgarlífsins, sem helst leitar á
hann og ýtir við hugarfluginu.
Hinn sérstæði fugl, sem ein-
kenndi hugarflugsmyndir Jóns hér
áður fyrr er enn til staðar í nýjustu
myndum hans en hefur nú fengið
á sig mennskari mynd og endumýj-
að tákn.
Frammi á gangi hangir ein af
gömlu myndum Jóns með fugls-
tákninu í landslagi, sú er öllu
„artistískari" í útfærslu en þær
nýju, og í samanburði virka þær
nokkuð hráar.
En áðumefndu myndimar nr. 2
og 16, eru ótvírætt spor í rétta átt
því að í þeim em þau átök við efni-
viðinn, sem maður vildi óska, að
væri í hverri einustu mynd á sýning-
unni. Slík átök eru meira virði á
vettvangi málaralistarinnar en allir
titlar og 10.000 námsáfangar ...
Jóni fylgja svo góðar óskir um
nýja landvinninga í ríki listarinnar
á seinni áfanga náms síns.
Myndbanda-
skáparnir vinsælu
komnir.
Fjórar gerðir.
VALHÚSGÖGN
Ármúu 8. símar 82275 > 685575.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
NÝ KJÓLASENDING
st. 36-58
v/Laugalæk, s. 33755.