Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 21 Sverrir Meyvantsson og Jóna Ágústsdóttir við Lundúnaleigubilinn. Egilsstaðir: Enskur leigubíll rennir 1 hlaðið Egilsstöðum. SEGJA MÁ að ibúar Egilsstaða hafi horfið aftur til fortíðarinnar þegar bílar liðinna áratuga renndu í hlað á Egilsstöðum um kl. 20 á mánudagskvöldið. Nokkrir þessara bíla voru komn- ir á göturnar löngu áður en Egilsstaðir urðu sjálfstætt sveit- arfélag. Hér voru á ferðinni félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands á hringferð um landið og eru þeir að halda upp á 10 ára afmæli klúbbsins jafnframt því sem þeir eru að safna fé til styrktar Krýsuvíkursamtökun- um. Á Egilsstöðum mætti þessi hópur öðrum hóp sem einnig er að safna fé fyrir Krýsuvíkursamtökin. Þar eru á ferðinni unglingar úr félags- miðstöðvunum Frostaskjóli og Þróttheimum í Reykjavík en þeir ferðast um á nýjustu gerðum reið- hjóla. Unglingarnir hjóluðu syðri leiðina og halda héðan norður um land og áforma að koma til Reykjavíkur þann 24. júlí. Bílalestin kom hins vegar að norðan yfir Möðrudalsöræfi og heldur áfram héðan suður um og áætlar að koma til Reykjavíkur þann 17. Allt þetta ferðalag er eins og áður sagði farið til að safna fé fyr- ir Krýsuvíkursamtökin en þau vinna að því að koma upp heimili fyrir unga fíkniefnaneytendur í hinum umrædda Krýsuvíkurskóla sem öðl- ast þar með verðugan tilgang. Fréttaritari Morgunblaðsins innti þátttakendur í þessari hringferð eftir því hvernig ferðalagið hefði gengið fram að þessu en á Egils- stöðum er hringurinn hálfnaður. Á þvottaplani Esso voru Sverrir Meyvantsson og Jóna Ágústsdóttir að þvo forláta enskan leigubíl í sinni upprunalegu mynd. Þau hjón kváðu þessa ferð hafa verið einstaklega ánægjulega. Það eina sem skyggði á gleðina væri að ein rúta úr hópn- um hefði farið á hliðina og stúlka sem í bílnum var hefði meiðst lítils- háttar. Veðrið hefði leikið við þau á leiðinni nema hvað moldrok hefði verið á Öræfunum og þá hefði kom- ið í ljós að leigubíllinn frá London hefði ekki verið alveg rykþéttur. Að öðru leyti hefði þetta verið ynd- isleg ferð og veitt fullkomna útrás fyrir bíladelluna. í sama streng tóku aðrir í hópnum en alls eru um 20 bílar í þessari lest. Rútan sem fór á hliðina er frá Sæmundi í Borgarnesi og er allt útlit fyrir að hún geti haldið áfram á miðvikudagsmorgun eins og áætl- un gerir ráð fyrir. Enda er Sæmundur og hans menn þekktir fyrir að halda áætlun. Björn Ahugavert að stofna slík fyrirtæki á landsbyggðinni - segirLárus Jónsson, sem undirbýr stofnun þróunar- og fjár- f estingarf élaga úti um land LÁRUS Jónsson, fyrrverandi al- þingismaður, hefur tekið að sér sem sérstakt verkefni fyrir Þró- unarfélag íslands hf. að und- irbúa stofnun þróunar- eða fjárfestingarfélaga í þeim kjör- dæmum, sem áhugi er fyrir slíku. Lárus sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi þróunar- eða ijár- festingarfélög yrðu hlutafélög í eigu sveitarfélaga og fyrirtækja á við- komandi svæði. Hlutafé hvers félags þyrfti að vera 10—15 milljón- ir kr. að lágmarki, en Þróunarfélag- ið væri tilbúið til að leggja fram 20% þess. Heimamenn bæru því ábyrgð á þessum félögum og færu með ákvörðunarvald í rekstri þeirra. Gert er ráð fyrir að Þróunarfélag íslands hafi einn mann í stjórn hvers landshlutafélags og geti veitt félög- unum margháttaða aðstoð. Einnig getur komið til greina að lands- hlutafélögin eignist hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. til að .efla tengslin á milli félaganna. Lárus sagði að verkefni lands- hlutafélaganna yrðu hliðstæð verkefnum Þróunarfélags Islands, það er fjármögnun arðbærra nýj- unga í atvinnulifi. Að auki væru ýmis verkefni á landsbyggðinni sem slík fyrirtæki gætu leyst og kæmu þannig að verulegu gagni. Nefndi hann uppbyggingu ferðaþjónustu sem dæmi. Lárus sagði að þessi félög yrðu í sumum tilvikum að taka nokkra áhættu, þótt leitast yrði við að halda henni í lágmarki. „Þegar á heildina er litið felst í eðli starfsemi slíkra fjármögnunar- fyrirtækja að þau geta treyst atvinnulífið í heild. Það ætti að vera áhugavert fyrir sveitarfélög, starfandi fyrirtæki og einstaklinga í kjördæmunum að stofna til slíkra fjármögnunarfyrirtækja á lands- byggðinni. Beinn hagur ætti að felast í stofnun slíkra félaga, auk þess sem áhrif heimamanna á þróun eigin mála yrðu efld,“ sagði Lárus Jónsson. eS Við bjóðum húsbyggjendum að reyna ALPALAND mótaborðin við uppsláttinn. Gulu ALPALAND mótaborðin spara bæði fé og fyrirhöfn og því meira sem stærra er byggt. Kostir ALPALAND eru meðal annars: ★ Uppslátturinn er fljótlegri. Niðurrif gengur hraðar. ★ Eftirvinnsla er nær óþörf þar eð steypan fær slétta og fallega áferð. ★ f’að er fljótlegt og einfalt að hreinsa ALPALAND mótaborðin og sömu borðin má nota aftur og aftur og aftur . . . ★ ALPALAND borðin eru til í ýmsum stærðum. Líttu inn til okkar að Krókhálsi. Pað gæti borgað sig. SAMBANDIÐ.. BYGGINGAVORUR KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 67 2888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.