Morgunblaðið - 16.08.1987, Page 26

Morgunblaðið - 16.08.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Yeoman Farm, heimili Stefaníu og Raymond Dignum í Parham í Kanada man aðe andi spin Rætt við Stefaníu Sveinbjamardlóttur Dignum sem reklurfjárbúskap í klanada Fyrir tveimur árum flutti íslensk kona, Stefanía Sveinbjarardóttir út íslenskt fé til Kanada. Það voru tíu œr og tveir hrútar sem hún lét flytja vestur um haf með Iftilli flugvél. Fyrst var féð sett í stjórnarsóttkví á Mirabelflugvelli íeinn mánuð en að því loknu var það flutt til Parham, litils þorps sem er 50 kílómetra fyrir norðan Kingstone, þar sem Stefanía býr ásamt manni sínum Raymond Dignum prófessor í rafmangsverkfrœði og fimm ára gamalli dóttur þeirra Elísabeth. Það er Stefanfa sem annast bústörfin en eiginmaðurinn sér um heyskapinn og vélar búsins í sumarleyfi sínu frá háskólakennslunni. Stefanía Sveinbjamardóttir spinnur á snældu úti í góða veðrinu. I tilefni myndatökunnar klæddist hún peysu sem hún hefur spunnið garn í, hannað og prjónað. Islenskur ullariðnaður á um þessar mundir mjög í vök að veijast, það er því at- hyglisvert að Stefanía er stödd hér á landi núna til þess að leita eftir íslenskri ull sem hún ætlar að kaupa og selja svo úti í Kanada og Banda- ríkjunum. Ullin þarf að vera sérlega góð til að spinna úr á rokka uppá gamla móðinn því Stefanía ætlar að selja hana handspunafólki. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Stefanía að hún hefði komist í samband við markað sem hún kallar handspunamarkað. Hún kvað handspunafólk yfirleitt borga töluvert betra verð en aðrir ullar- kaupendur. „En ullin verður þá að vera dálí- tið sérstök," segir Stefanía. „Hún þarf að vera einstaklega hrein og vel með farin. Þegar ég kom út með íslenska féð þá var íslenska ullin nógu þekkt til þess að fólk fór að spyija mig um hana. Ég seldi því helminginn af fyrstu rúningunni og vann hinn helminginn sjálf. Þetta varð til þess að opna augu mín fyrir því að þama væri markað- ur fyrir ull. í Bandaríkjunum og Kanada er töluverður hópur af fólki, kannski um 250 þúsund manns, sem spinnur reglulega, annað hvort í frístundum eða þá rekur heimili- siðnað af þessu tagi. Þetta fólk selur síðan bæði gam og eins flíkur sem það hefur unnið úr gaminu. í mörgun bæjum em komnar búðir sem selja heimaunnið gam og ullar- vömr og þess má geta að það er gefíð út spunablað í Bandaríkjunum sem kemur út fjórum sinnum á ári og í þetta blað setti ég litla auglýs- ingu um ullina mína og það leið ekki á löngu þar til fjöldi fólks hafði sett sig í samband við mig og ég var fljót að selja ullina mína og var næstum örvæntingarfull að hafa ekki meira til þess að seija. Þetta blað sem ég minntist á er bara fyr- ir spunafólk svo er annað blað gefíð út fyrir þá sem vefa. Spuni í heima- húsum fer stöðugt vaxandi og framboð á rokkum vex að sama skapi. Það er hægt að kaupa þama úti allt að 400 tegundir af rokkum. Það fást þama rokkar sem em á stærð við handtöskur og allt upp í rokka sem hafa voðalega stór hjól og maður verður að standa við að spinna á. Ég á sjálf þijá rokka, þar af einn íslenskan. Hann er orðinn hálfgert skrifli og ég nota hann bara ef ég ætla að gera eitthvað mjög fínt, það er seinlegt að vinna á íslenska rokk- inn. Ég á einnig nýsjálenskan rokk sem best er að spinna meðalgróft gam á, og svo á ég hollenskan rokk sem er bæði fljótvirkur og hægt að spinna nokkuð gróft gam á. Hann nota ég mest og get spunnið á honum allt að einu kílói af gami á dag. Sumir halda að það sé erfíð vinna að spinna en það er nú svo að engin vinna er erfíð sem maður hefur ánægju af. Tóvinnan er þess eðlis að hún heltekur mann. Ég nýt þess að vinna ullina, allt til þess að flíkin er fullbúin.“ Stefanía getur þess að þau hjón hafí verið með fé síðan árið 1979. Búgarður þeirra heitir Yeoman Farm og er 90 hektarar að stærð. Helmingur þess landssvæðis er þó skóglendi en hitt er ræktað land, tún og beitilönd. Stefanía sagði að Íiað væri vitaskuld mikill munur á slahdi og Kanada hvað sprettu gróðurs snerti. Á íslensku kindinni eru nánast margar tegundir af ull „Yfírleitt er ég með féð í girðing- um,“ sagði hún. „Ég beiti þeim í hveija girðingu svona eins og viku upp í tíu daga og tek ég féð úr þeirri girðingu og set það yfír í aðra og þannig koll af kolli og læt gróðurinn jafna sig á beitinni á milli. Ég hýsi mitt fé á vetuma vegna úlfanna. Það er mikið af úlf- um í nágrenni við mig og þeir leita heim að byggð yfír veturinn. Sumir geta komist af með að gera skjól fyrir sínar kindur en það hentar ekki þar sem ég er. Veður þama úti em líka talsvert æðisgengin Sjá bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.