Morgunblaðið - 16.08.1987, Page 28

Morgunblaðið - 16.08.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 meira fé héðan því riðan er nú kom- iri upp í Skaftafellssýslunum, þaðan sem mitt fé er. Það er til riðuveiki í Kanada en þegar hennar verður vart er allt fé skorið niður á þeim bæ. Fé gengur ekki saman þar úti milli bæja, heldur er fé frá hveijum og einum bæ í sérstökum beitar- girðingum. Þetta verður til þess að riðan breiðist síður út. Það er offramleiðsla í kanadísk- um landbúnaði ekki síður en hér, en ein af fáum búgreinum sem enn er rúm til að vaxa í er sauðfjárrækt- in. Menn geta lifað sæmilegasta lífi í Kanada af því að hafa fjögur hundruð fjár. Lambakjöt er að verða æ vinsælla, mest af heilsufarsá- stæðum. Það þykir ekki eins hættulegt með tilliti til hjartasjúk- dóma og nautakjöt og svo hitt að Kynblendingur af íslenskum stofni og Columbíastofni heldur má hún vera þófin Það má alls ekki vera í henni skán né mygla, sem kemur ef hún blotnar og er pökkuð blaut, þá myglar hún og verður ónýt. Séu slíkir gallar á ullinni þá er ekki hægt að bjóða hana fólki sem þvær ullina í eld- húsvaskinum hjá sér áður en það fer að spinna. Þessir gallar sem ég hef talið upp eru allt meðferðargall- ar. Til þess að fá góða handspunna ull er hreinlæti númer eitt, hún verður öll að vera spunahæf og vel kynja er þar ekki hagstætt en hins vegar hef ég hugleitt að fara út í sauðarækt vegna ullarinnar og þá kemur þetta ekki að sök. Ég hef engan áhuga á að selja fé til undan- eldis og því síðar að slátra íslenska fénu. Hægt er að fá meiri ull og betri af sauðum og ekki þarf að ala þá eins vel og lambæmar. Ég verð þó að gæta þess að losa mig ekki við of marga hrúta til þess að féð verði ekki of skylt. Ég geri ráð fyrir að erfítt yrði fyrir mig að fá ekki er eins mikið af fúkkalyfjum og hormónum í því einsog í fugla og nautakjöti, hins vegar er lamba- kjötið dýrt kjöt þar ytra. íslenskt fé er sérstakt að því leyti að það hefur allt verið ræktað inn í það, bæði gott og mikið kjöt, góð ull og mjólk og það er ekki mjög kröfu- hart á fóður miðað við annað fé. Ég bíð bara eftir að fá nógu margt íslenskt fé, þá ætla ég að velja úr því á sýningar og keppa. Astandið innan kanadísks landbúnaðar slæmt Ástandið innan kanadísks land- búnaðar hefur verið slæmt undan- farið. Duglegir bændur voru á sínum tíma hvattir til að taka lán og auka framleiðsluna. Svo hrundi markaðurinn og fjöldi manns „fór á hausinn", í kjölfar þess hafa margir hörmulegir atburðir gerst, jarðimar sem stóðu undir lánunum urðu einskis virði, bú og bústofnar voru boðin upp og bændur gripu .til örþrifaráða og sumir jafnvel fyr- irfóru sér. Þróunin virðist nú vera sú að fjöldskyldubúin eru óðum að hverfa en stór verksmiðjubú að taka við, þar sem menn vinna vaktavinnu eins og á hveijum öðrum vinnustað og fer svo heim á þegar vinnu lýk- ur. Litlu búin sem eiga framtíð fyrir sér eru aðallega bú sem höfða til sérmarkaða, eru t.d. með lífrænt ræktað grænmeti og þess háttar, og svo bú þar sem búskapurinn er rekinn sem aukabúgrein en önnur fyrirvinna er fyrir hendi líka, líkt og er hjá okkur hjónunum. Maður- inn minn kennir við háskóla á vetuma en er við búskapinn á sumr- in, við lifum að mestu á hans launum. Mér líst þó svo að hægt kynni að vera að fá töluverðan pen- ing fyrir ullarsölu. Það má einnig geta þess að ég hef svolítið gert af því að skrifa greinar um íslenskt sauðfé og ullarvinnu. Hvað snertir ullarframleiðslu á íslandi þá held ég að meðferð ullar hafi hrakað af því að íslendingar spinna ekki lengur sjálfir. Það ætti að sjá til þess að hver og einn ullar- framleiðandi á íslandi gæti keypt rokk með góðum kjömm og spunn- ið sjálfur. Það væri ugglaust hægt að gera góð kaup í rokkum ef sam- einast væri um stóra pöntun til rokkaverksmiðju. Ég er ekki viss um að íslenska ullin sé mjög góð sem verksmiðjuull af því hún er svo Foreldrar kynblendingsins miðað við íslenska veðráttu. Frostið oft mjög hart stundum allt að 40 gráður, en þá er logn og mikið sólskin. Kandadískur vetrardagur er dýrðlegur ef maður býr sig vel. Menn eru þó ekki að sækjast eftir íslensku ullinni vegna kuld- anna heldur vegna þess að það er svo gaman að spinna hana. Hún býður uppá svo mikla möguleika. I flestum tilvikum býður ull af útlend- um kindum varla uppá nema einn vinnslumöguleika en því er öðruvísi farið með þá íslensku. Á íslensku kindinni má segja að séu margar tegundir af ull á einn skepnu. Hægt er að vinna togið sér, þelið sér, blanda þessu saman, maður getur búið til úr íslenskri ull allt frá ung- bamafatnaði upp í gólfteppi. Ég hef undanfarið skoðað sýnis- hom af íslenskri ull og frá mínu sjónarmiði tel ég að ekki sé hægt að selja meira en tíu prósent af henni á handspunamarkaði. Ég veit ekki af hveiju ullin er svona eins og hún er, líklega er meðferð henn- ar ábótavant. Hefði ég ekki haft mitt eigið fé myndi ég sennilega ekki trúa því að hægt væri að selja íslenska ull á handspunamarkaði, þrátt fyrir þá vitneskju að íslend- ingar hafa um aldaraðir spunnið úr ullinni sinni og gert úr henni listaverk. Aðstæðumar hér eru samt slíkar að líklega er erfitt að fá mjög góða ull af fénu. Einn bóndi orðaði það svo við mig:„Ef ég greiði ullina á hveijum degi get ég kannski fengið svona ull eins og þú ert að tala um.“ Verst er ef það er mikið moð í ullinni, reyfin þurfa að vera fallega rúlluð saman og pökkuð, það mega hvorki vera óhreinindi í henni né klippt. Mér fínnst bændur hér fá æðis- gengið verð fyrir sína úrvalsull með öllum þeim niðurgreiðslum sem hér tíðkast, ég fæ ekki nærri því eins hátt verð fyrir ullina af Columbíak- indunum mínum. Ef íslenskir bændur framleiddu úrvalsull og seldu hana í pakka beint frá fram- leiðanda, líkt og Nýsjálendingar gera, þá ættu þeir að geta fengið mjög gott verð fyrir hana, þrátt fyrir háan flutningskostnað. Hafi íslenskir bændur hins vegar ekki áhuga á handspunamarkaðinum þá gefur það mér mikla sérstöðu, því ég er með íslenskt fé. Þá get ég verðlagt mína ull mjög hátt. Sauðarækt gæti borgað sig Ég er með 26 ær og 24 hrúta eins og stendur. Hlutfallið milli löng og hún er misgróf. Þetta eru hins vegar mjög góðir eiginleikar fyrir ull til handspuna. Útlendingar sem kynnst hafa íslensri ull eru mjög hrifnir af litum hennar og ýmsum eiginleikum sem gera hana eftirsóknarverða og ánægjulega í vinnslu, hún er svo mjúk og opin, svo falleg og gefur svo mikla mögu- leika.“ Festi strax ást á Kanada í spjallinu sem ég átti við Stef- aníu kom fram að hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Gekk í Sam- vinnuskólann og seinna í Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur. Fyrri maður Stefaníu er Sigmundur Óm Arngrímsson leikari og eiga þau dóttur, Öldu Helenu, sem nú er búsett í Toronto í Kanada og fæst við leiklist. Hún talar íslensku en það gerir yngri dóttir Stefaníu ekki. Stefanía gerðist kanadískur ríkis- borgari fyrir rúmum sjö árum:„Af því ég bý í Kanada og ætla að gera það framvegis," eins og hún orðar það. Stefanía á systur í Kanada sem býr skammt frá henni og hefur einnig töluvert samband við íslend- inga sem eru við nám í Kingstone. Þegar Stefanía rifjar upp sín fyrstu kynni af Kanada kemur fram að hún festi ást á því landi strax við fyrstu kynni. „Ég fór þangað fyrst með systur minni fyrir nær tuttugu árum og mér líkaði svo vel að þegar ég var komin aftur til íslands þá hugsaði ég um það eitt að komast aftur út til Kanada. Mér fannst ekkert gam- an að lifa á íslandi. Loks fékk ég Visu og komst út en hafði þá unn- ið sem einkaritari hér á meðan ég beið. Þegar út kom var ég endur- hæfð sem einkaritari og fékk svo vinnu sem slíkur. Seinna fékk ég vinnu sem bókhaldari og við bók- hald starfaði ég í mörg ár. Ég reyndi einnig fyrir mér í veitinga- hússtarfseminni en fann loks mína „réttu hillu“ þegar ég fór út í bú- skap og sauðfjárrækt. Ég hef ánægju af öllu sem lýtur af sauðljárrækt og tóvinnu og ég lít á það sem mannbætandi athæfí að spinna. Þegar ég var bam í sveit að Þvottá í Alftafirði lék ég mér oft inni í herbergi þar sem húsmóð- irin, Þórunn, sat og spann. Ég lék að völum, hornum og leggjum en Þórunn sat og spann og söng. Það er einhver kyrrstæðasta og dásam- legasta bemskuminning sem ég á. Friðurinn sem skapaðist við niðinn af rokknum og vellíðanin í bamssál- inni eru mér minnisstæð og enn í dag bý ég að þessum stundum. Sé hún litla dóttir mín órólég, bregst ekki að hún róast ef ég sest niður og spinn. Þá situr hún á gólfinu hjá mér og leikur sér að plast- dýmnum sínum, líkt og ég lék mér áður að völum og leggjum og þá vona ég í hjarta mína að ég geti komið þessari tilfínningu sem ég lýsti áðan, áfram, yfír til hennar og sem flestra bama. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir möguleiki fyrir alla. '■"Tsl MAXI plastskúífur og festiplötur. Margar stærðir og margir litir. Hentar verslunum, lagerum, verkstæðum og heimilum fyrir smáa hluti og stóra. LANDSSMIÐJAN HF. Sölvhólsgötu 13 - Reykjavík - Sími 91—20680 Verslun: Ármúla 23. 1 1 targnnW > Metsölublað á hvetjum degi! 33 U \3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.