Morgunblaðið - 16.08.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 16.08.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Friðarsátt í Mið-Ameríku Eftir langa og erfiða leit eftir varanlegum friði hafa ríki Mið-Ameríku komið sér saman um friðaráætlun. Forsetar fimm Mið-Ameríku- ríkja: Guatemala, Costa Rica, Nicaragua, E1 Salvador og Honduras skrifuðu fyrir rúmri viku undir friðarsamkomulag. Helstu atriði þess eru: 1) Komið verði á vopnahléi í Nicaragua og E1 Salvador innan 90 daga (í Nicaragua beijast hægrisinnaðir kontra- skæruliðar gegn marxískri stjórn sandinista; í E1 Salvador berjast vinstrisinnaðrir skæru- liðar gegn þjóðkjörinni stjóm kristilega demókratans Jose Napoleon Duarte). 2) Sakaruppgjöf fyrir pólitíska fanga og hervædda stjómarandstæðinga. 3) Allir skæruliðar á svæð- inu leggi niður vopn og verði gert skylt að láta þau af hendi. 4) Engri ríkisstjóm er heim- ilt að veita skæruliðum aðgang að iandi eða gefa þeim með öðmm hætti færi á að þjálfa sig á yfirráðasvæði hennar. 5) Innan 120 daga frá undir- ritun samkomulagsins á al- þjóðleg eftirlitsnefnd sem tilnefnd er af Sameinuðu þjóð- unum og samtökum Ameríku- ríkja að kynna sér, hvort staðið sé við ákvæði friðaráætlunar- innar. 6) 30 dögum eftir að þess- ari könnun eftirlitsnefndarinn- ar lýkur koma forsetar ríkjanna fímm að nýju saman til fundar til að kynna sér skýrslu hennar. 7) Eftir að framvinda mála hefur orðið með þeim hætti, sem hér er lýst, skal efnt til frjálsra kosninga í öllum ríkjunum. Friðaráætlun þessi er kennd við Oscar Arias, forseta Costa Rica. Ef hún kæmist til fram- kvæmda yrði um gjörbreytingu á högum manna og ríkja í Mið-Ameríku að ræða. Þar hefur nú um langt árabil verið tekist á með blóðugum hætti. Löngum beindist athyglin helst að E1 Salvador. Lögðu margir vinstrisinnar ástandið þar að jöfnu við innrásarstríð Sovét- manna í Afganistan. Þær samanburðarkenningar byggð- ust á fölskum röksemdum og þeim er lítt eða ekki hampað eftir að Jose Napoleon Duarte náði kjöri sem forseti í lýðræð- islegum kosningum. Er staða hans allt önnur en Najibs, kommúnistaleiðtoga í Afgan- istan, sem er leppur sovéska innrásarliðsins og gerir ekki annað en höfðingjunum í Moskvu þóknast. Daniel Or- tega, forseti Nicaragua, minnir. á hinn bóginn á Najib í Afgan- istan. Ortega virðist eiga allt sitt undir stuðningi frá Kúbu og Sovétríkjunum. Hann er yfirlýstur marxisti og er dygg- ur fylgismaður heimsbyltingar þeirra. Sú staðreynd, að gengið var til frjálsra kosninga í E1 Salvador en í Nicaragua eru gervi-kosningar að hætti marxista, minnir á, að þær þjóðir, sem lenda undir alræð- isstjórn marxista virðast ekki eiga neinn friðsamlegan kost á að losna undan okinu, en hin- ar, sem þurfa að þola annars konar einræði, geta vænst breytinga í lýðræðisátt. Þegar öllu er á botninn hvolft, verður það líklega helst ótti manna við að Daniel Ortega og valda- klíka hans í Nicaragua hafi að engu fyrirheitið um frjálsar kosningar, sem á eftir að hindra framgang friðaráætlun- arinnar í Mið-Ameríku. Jose Napoleon Duarte lagði samkomulagið fyrir þing E1 Salvador síðastliðinn fimmtu- dag með þeim orðum, að friður væri á næsta leiti, ef þjóðimar tælq'u höndum saman. Yrði haldið áfram á sömu braut myndi enginn hrósa sigri en allir tapa. Skömmu áður en forsetinn ávarpaði þingheim skutu skæruliðar á þijá lög- regluþjóna og drápu þá. Alls hafa 63.000 manns týnt lífi á þeim átta árum, sem borgara- styijöld hefur verið háð í E1 Salvador. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur lýst stuðningi við friðaráætlunina með þeim orðum, að láta ætti á það reyna, hvort lýðræði gæti ekki dafnað í Mið- Ameríku. í Nicaragua lofa stjómarherramir stjómmála- og ritfrelsi, ef Bandaríkjastjóm hættir stuðningi við kontra- skæruliðana. Af sjálfu leiðir, að frá þeim stuðningi verður horfið um leið og friðaráætlun- in er komin í höfn. Allir er unna sönnum friði vona, að friðarsátt forsetanna fimm verði að veruleika. Á það reynir á næstu þremur mánuð- um. Um fá mál hefur verið meira og lengur deilt hér á landi undanfama áratugi en afstöðuna til utanríkis- og varnar- mála. Hefur þessi málaflokkur lengi verið skurðpunkturinn í íslenskum stjórnmálum. Mikilvægi hans að þessu leyti hefur þó verið að minnka undanfarin ár, enda er ekki deilt jafn hart um grundvallarsjónarmiðin og áður. Mikill meirihluti þjóðarinnar aðhyllist þá stefnu, sem mótuð var fyrir tæpum 40 árum, það er aðildina að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Þessi stefna er ekki sama bitbein og áður; nú er fremur tekist á um framkvæmd stefn- unnar og einstaka þætti hennar en undir- stöðuna sjálfa. Enn er landlægt í umræðum íslendinga um öryggismál, að þeim er gjamt að hrapa að niðurstöðu. Þeir em ekki vanir því, að fjallað sé um einstaka þætti þessara mála á fræðilegum forsendum og því velt fyrir sér, hver sé í raun tilgangur einstakra vopnakerfa eða hvað felst í stefnuyfirlýs- ingum ríkisstjórna eða orðum einstakra stjómmálamanna. Eins og lesendum Morg- unblaðsins ætti að vera ljóst spannar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar yfir nokkrar síður hér í blaðinu og alþýðuflokksmenn hafa viljað eigna sér vemlegan hluta þessa langa texta og sagt, að andi þeirra svífi þar yfir vötnum. Á síðum Morgunblaðsins hefur jafnframt verið bent á, að sé þessi stefnuyfirlýsing lesin, megi líklega segja það í fjómm eða fímm setningum, sem stjórnarflokkarnir vom í raun sammála um að gera þyrfti, þegar þeir ákváðu að taka höndum saman og mynda ríkisstjórn. Á þetta er minnt til að benda á nærtækt dæmi um að oft er langt bil milli orða og athafna í stjórn- málum, á það jafnt við um varnarmál og landbúnaðarmál. Á ráðstefnu stjómmálafræðinga eða einhverra annarra um stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar gætu menn vafalaust dregið margar ályktanir af orðalagi henn- ar og reiknað út, að hún hefði margvíslegar afleiðingar. Raunar hefur Verslunarráðið þegar samið langt álit, þar sem varað er við ýmsu af því, sem í yfirlýsingunni seg- ir. Vakti skoðun ráðsins athygli, þegar hún var birt, en öllum ætti að vera ljóst, að líklega á eftir að koma í ljós, að hvorki höfundar stefnuyfirlýsingarinnar né Versl- unarráðið höfðu rétt fyrir sér. Umræðumar um utanríkis- og varnar- mál bera öðrum þræði enn of mikinn keim af gamla skotgrafahemaðinum, þegar kalt stríð ríkti í íslenskum stjómmálum vegna átakanna um þau. Einkum em það fram- sóknarmenn af gamla skólanum, sem vita ekki almennilega í hvom fótinn þeir eiga að stíga og vilja helst horfa fram hjá vem- leikanum og nú sýnast alþýðubandalags- menn ætla að feta í fótspor þessara framsóknarmanna. Svo gera fjölmiðla- menn, sem ekki hafa kynnt sér nema yfirborð hlutanna, kröfu til þess að lítt ígmnduðum spumingum þeirra sé svarað eins og um ótvíræðar staðreyndir sé að ræða. Því til sönnunar nægir að benda á hamaganginn út af hinni „nýju“ flota- stefnu Bandaríkjanna í ljósvakamiðlunum um síðustu helgi. Tvær ráðstefnur Sérfræðingar í öryggismálum hittust í Hveragerði um síðustu heigi og ræddu um þróun þeirra mála á norðurslóðum. Inn- lendar umræður eftir ráðstefnuna hafa verið með þeim hætti, að líklegt er, að margir þeirra útlendinga, sem sátu hana myndu ekki trúa því, að rætt væri um fundi þeirra, ef þeir skildu allt, sem sagt hefur verið. Utanríkisráðherra íslands hef- ur látið þau orð falla, að menn hefðu verið í „stríðsleik" á ráðstefnunni í Hótel Örk. „Stríðsleikir" eða war games eiga ekkert skylt við þær umræður, sem þama var efnt til undir forsjá Félagsvísindastofnunar háskólans. í Dagblaðinu-Vísi (DV) komast blaðamenn þannig að orði um ráðstefn- una: „í raun getur umræða af því tagi sem þama fór fram, verið hættuleg." Og í blað- inu er haft eftir embættismanni, sem vill ekki láta nafns síns getið, að hugmyndir sem fram komu á ráðstefnunni séu „stór- hættulegar, þær gera styrjöld milli stór- veldanna mun líklegri en ella“. Annars staðar taka svo höfundar þessarar sér- kennilegu úttektar undir þau orð Stefáns Ólafssonar hjá Félagsvísindastofnun, að „nauðsynlegt sé að koma af stað umræðu um alþjóðamál hérlendis" og blaðamenn- imir bæta við: „Hún hefur til þessa verið svo fáfengileg að vart tekur tali.“ Stundum finnst þeim, sem fylgst hafa með einhvetjum ákveðnum málaflokki um langt skeið, furðulegt, hvað orðin „fæddur í gær“ eiga vel við um hina, sem allt í einu fá áhuga á sömu málum og telja sig á svipstundu vera í stakk búna til að færa „umræðuna" á nýtt og auðvitað hærra stig. Yfirlæti af þessu tagi er ef til vill helst til marks um að sá, sem hefur það í frammi, hefur sest niður til að grufla í einhvetju, sem er nýtt fyrir honum sjálfum en gamalt og gott í augum annarra. Setja slík skyndiupphlaup vegna einstakra mála- flokka töluverðan svip á störf stjómmála- manna og fjölmiðlamanna — þeirra hópa sem tala einna mest en mörgum fínnst einna minnst ástæða til að trúa fyrirvara- laust. Á 20. þingi norrænna sagnfræðinga í Háskóla Islands nú í vikunni var einmitt minnt á það á einum umræðufundanna, að íslendingar hafa lengi rætt og deilt um utanríkis- og varnarmál. Við höfum meðal annars gert það á þeim forsendum, að varnir landsins séu mál, sem varði frekar aðra en okkur sjálfa. Grunnt er á því við- horfi, að verið sé að draga okkur inn í eitthvað nauðuga viljuga, vamir íslands séu í raun vamir einhverra annarra, og þess vegna getum við gert kröfur um end- urgjald; nú tala jafnvel einhveijir um það í alvöru að því er virðist, að vömum lands- ins skuli fómað fyrir fáeina hvali. Höfund- ar þeirra orða í DV, sem vitnað var til hér að ofan, telja það áreiðanlega ekki „fá- fengilegt" tal að leggja vamir landsins og dráp á nokkrum hvölum að jöfnu! Andstæð sjónarmið Á sagnfræðingaþinginu voru lagðar fram tvær ritgerðir um öryggismál ís- lands, annars vegar eftir Elfar Loftsson, sem starfar við háskólann í Linköping i Svíþjóð, og hinsvegar eftir dr. Þór White- head, prófessor við Háskóla íslands, sem nú dvelst í Freiburg í Þýskalandi og hafði ekki tök á að fylgja ritgerð sinni úr hlaði eins og Elfar. Eftir þá kynningu gerði Nikolaj Petersen, prófessor við Árósar- háskóla, samanburð á hinum andstæðu skoðunum, sem fram koma í ritgerðum þeirra Elfars og Þórs. í stuttu máli má segja, að þær endurspegli hinar hefð- bundnu deilur um íslensk vamarmál. Elfar er fulltrúi þess minnihluta, sem lítur á gerð vamarsamningsins 1951 sem eitt- hvert samsæri í því skyni að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Þór er á hinn bóginn fulltrúi þess meirihluta, sem telur, að nauðsynlegt hafi verið að tryggja ör- yggishagsmuni íslands í samvinnu við bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Það var fróðlegt að heyra á hvaða at- riði Nikolaj Petersen lagði áherslu, þegar hann dró fram muninn á þessum tveimur ritsmíðum, sem fjölluðu um sama efni, gerð vamarsamningsins 1951, en á þann veg, að engu var líkara en höfundamir kæmu af sitt hvom heimshomi. Höfuð- ágreiningsatriðin em þessi að mati hins danska prófessors: 1) Elfar Loftsson leggur áherslu á, að gerð vamarsamningsins sé ekki annað en framhald á markvissri stefnu Bandaríkja- manna að ná íslandi inn í hemaðamet sitt. Þór Whitehead telur, að ekki sé um slíkt samhengi í ákvörðunum Bandaríkja- manna að ræða. Það eigi við önnur viðhorf 1941, þegar Bandaríkjamenn leystu breska hemámsliðið af hólmi, en 1951 þegar vamarliðið kom. 1946 til að mynda hafí íslendingar samið við Bandaríkjamenn um að þeir hyrfu af landi brott. 2) Elfar Loftsson telur, að Bandaríkja- menn hafí beitt íslendinga þrýstingi og einskonar nauðung. Og í raun hafí sumir íslenskir ráðamenn ekki verið annað en verkfæri í höndum Bandaríkjamanna. Þór MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 15. ágúst Moiyunblaðið/RAX Whitehead segir, að enginn fari í grafgöt- ur um áhuga Bandaríkjamanna, en þeir hafi ekki beitt þrýstingi. Á hinn bóginn hafl heimsmynd íslendinga sjálfra og við- horf þeirra til umheimsins breyst. Þeir hafi áttað sig á, að sjálfir yrðu þeir að hafa fmmkvæði og taka ákvarðanir til að tryggja eigið öryggi. íslendingar hafi get- að ráðið málum sínum sjálfír og sýnt oftar en einu sinni í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, að þeir vom í stakk bún- ir til að neita kröfum bandarískra stjóm- valda og knýja fram niðurstöðu í samræmi við íslenskar óskir. 3) Elfar Loftsson telur að Bandaríkja- menn hafí beitt Islendinga efnahagslegum þrýstingi og tengsl hafi verið á milli vam- arsamningsins og Marshall-aðstoðarinnar. Þór Whitehead segir, að ekki sé unnt að flnna nein gögn fyrir slíkum tengslum. 4) Elfar Loftsson dregur í efa, að varn- arsamningurinn hafi verið gerður með lögmætum hætti og um gerð hans hafi ríkt alltof mikil leynd. Þór Whitehead telur ástæðulaust að draga lögmæti þeirra að- ferða, sem beitt var við gerð samningsins í efa. Þetta era í stómm dráttum þau ágrein- ingsatriði, sem Nikolaj Petersen nefndi og eins og þeir vita, sem þekkja til sögu íslenskra utanríkismála er hér drepið á helstu ágreiningsmál fyrri ára, er settu mjög svip sinn á umræðumar fram á síðasta áratug. Geir Lundestad, prófessor við háskólann í Tromsö, bætti því síðan við, að Elfar Loftsson kæmist þannig að orðit að ábendingar um að hætta steðjaði að Islandi frá Sovétríkjunum á ámnum 1950 til 1951 hefðu verið áróður en á hinn bóginn lýsti Þór Whitehead ótta manna við þessa hættu og hvaða áhrif hún hefði haft á viðhorf íslendinga. Sá sem hlustaði á ræður hinna erlendu fræðimanna gat ekki efast um, að þeir teldu að söguskoðun Þórs Whitehead væri nær því, sem gerðist, en kenningar Elfars Loftssonar. Var jafnframt bent á, að Þór byggði ritgerð sína á fleiri heimildum, einkum íslenskum, en Elfar Loftsson. Nýjar heimildir Um miðjan júní var hér í Reykjavíkur- bréfi rætt um, hvemig meta ætti banda- rískar heimildir um íslensk utanríkismál. Tilefnið þá var, að í Helgarpósti og Þjóð- vilja hafði verið vitnað í skjöl bandaríska utanríkisráðuneytisins í því skyni að gera samningaviðræðurnar um vamarsamning- inn tortryggilegar. Var lagt út af þeim í blöðunum með svipuðum hætti og Elfar Loftsson gerir í ritgerð sinni vegna sagn- fræðingaþingsins. Þór Whitehead leitar víðar fanga en í bandarísku skjalasöfnunum, þegar hann ræðir um gerð vamarsamningsins 1951 eins og hann gerði á sínum tíma þegar hann ritaði um óskir Bandaríkjamanna árið 1945 um aðstöðu fyrir þijár herstöðv- ar hér til langs tíma (99 ára). Öllum sem til þekkja er ljóst, að með aðgangi að heim- ildum frá öðmm en Bandaríkjamönnum einum verður frásögnin dýpri, réttari og trúverðugri. Vegna hinna nýju rannsókna Þórs er full ástæða að hvetja til þess, að þessi síðasta ritgerð hans verði sem fyrst gefín út á íslensku. Þór skýrir meðal annars frá því, að Bretar hafí óttast, að Bandaríkjamenn myndu snúa sér beint til íslendinga og bjóða okkur vemd. Þótti Bretum sú máls- meðferð ekki vænleg til árangurs, skyn- samlegra væri að ræða við fulltrúa íslands innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Hvöttu bresk stjórnvöld bandaríska ut- anríkisráðuneytið til að svonefnd Standing Group bandalagsins, það er nefnd herfor- ingja, hæfi máls á nauðsyn vama á íslandi við Islendinga. Nefndin undir formennsku fransks hershöfðingja, Paul Ely, undirbjó sumarið 1950 viðræður við íslendinga um vamarmál. Óttuðust Bretar, að fmmkvæði Bandaríkjamanna kynni að vekja þær ranghugmyndir hjá Islendingum, að ein- ungis Bandaríkjamenn létu sig öryggi lands þeirra einhveiju skipta. Vom Bretar greinilega hræddir um það að mati Þórs, að Bandaríkjamenn kynnu að glutra mál- inu niður með svipuðum hætti og 1945 til 1946 til tjóns fyrir evrópska nágranna íslendinga, sem þótti hættulegt, að ísland væri vamarlaust. Féllust Bandaríkjamenn á sjónarmið Breta og vom raunar sama sinnis og þeir um meðferð málsins. Þá skýrir Þór ítarlega frá viðræðum fulltrúa Standing Group við sendinefnd íslands undir forystu Bjama Benediktssonar. Dregur Þór Whitehead upp mynd af til- raunum íslenskra stjórnvalda til að fylgjast með 50 til 60 skipa flota sovéskra fiski- skipa við landið sumarið 1950, þegar Kóreustríðið hófst. Þá lagði Bjarni Bene- diktsson til við Bandaríkjamenn og Breta, að þeir sendu herskip á veiðisvæði sovésku skipanna, og síðar, að þeir héldu úti her- afla við ísland, þar til síldarvertíðinni iyki. Samþykktu ríkin að senda herskip á vett- vang þótt þau teldu ekki miklar líkur á árás. Nýógn í virtu tímariti um öryggismál, Inter- national Defense Review, birtist fyrir skömmu grein eftir Philip A. Petersen, starfsmann bandaríska vamarmálaráðu- neytisins, sem ber yfirskriftina: ísland — er rauður stormur í aðsigi? en með henni vísar höfundur til metsölubókarinnar Rauður stormur, sem á áreiðanlega eftir að gera fleira fólki um heim allan grein fyrir gífurlegu hemaðarlegu mikilvægi ís- lands en allt, sem sagt er á ráðstefnum hvort heldur herfróðra manna eða sagn- fræðinga. Petersen segir, að fjarlægðin milli Íslands og Sovétríkjanna valdi því, að mjög ólíklegt sé að Sovétmenn myndu reyna hér hefðbundna landgöngu með herafla, ef til ófriðar drægi. Þá sé erfitt að beita fallhlífarsveitum eða landgöngu- liðum til árása á ísland. Hann setur fram tvær hugmyndir um árásaraðferð. í fyrsta lagi að innrásarskip sé dulbúið sem flutn- ingaskip (eða síldarfloti?). í öðm lagi að mönnum yrði skotið á land úr kafbáti til að ráðast á stöðina í Keflavík og Spetsnaz- sveitir í 5 til 12 manna hópum yrðu notaðar til að ná undir sig stöðvum eins og við Höfn í Homafirði; kafbátar gætu einnig skotið þessum sveitum á land. Petersen ræðir ekki um þá ógn, sem að íslandi steðjar frá sovéskum herflugvél- um. Það er hins vegar gert nýlega í öðm. viðurkenndu alþjóðlegu riti, sem fj'allar um hermál, Jane’s Defence Weekly. Þar er greint frá störfum fimmtugustu og sjöundu flugsveitar bandaríska flughersins eða „Svörtu riddaranna", sem aðsetur hefur í vamarstöðinni í Keflavík. Skýrt er frá því, að sveitin komist oftar í tæri við sov- éskar flugvélar en afgangurinn af flugflota Bandaríkjanna samanlagður. Með því er ekki lítið sagt. Jafnframt er rætt um þær flugvélar Sovétmanna, sem Svörtu riddar- amir hitta í háloftunum, eftir að þeir hefja sig til flugs frá íslandi. Og segir meðal annafs í endursögn Morgunblaðsins af þessari grein í vikuritinu Jane’s Defence Weekly {JDW): „Einnig heflir nokkmm sinnum sést til Bear-flugvéla af H-gerð yfir Noregshafi, en þær em gerðar til að bera AS-15-stýri- flaugar. Ný flugvélagerð Sovétmanna, „Blackjaek", sem einnig getur borið AS- 15-flaugamar, mun komast í gagnið bráðlega og JDW spáir því að hún verði tíður gestur í íslenskri lofthelgi er fram líða stundir. Ennfremur leiðir blaðið getum að því, að Sovétmenn muni ógna núver- andi yfirburðum Bandaríkjanna í loftinu umhverfis ísland með ormstuflugvélum frá flugmóðurskipum.“ Talið er að flugvélin Blackjack verði tekin í notkun fyrri hluta næsta árs. Unnt er að útbúa vélina með stýriflaugum, skammdrægum eldflaugum, sprengjum eða blöndu af þessu öllu. AS-15-stýriflaug- unum er ætlað að bera kjamorkusprengjur. Þær era litlar, fljúga í lítilli hæð yfir jörðu og draga um 3.000 km. Þetta em hin nýju vopn, sem Sovétmenn eru að taka í notkun hér í næsta nágrenni Islands. Og á dögunum var skýrt frá því, að þeir hefðu verið að koma fyrir nýjum langdrægum eldflaugum á landi, SS-24, er draga 6.200 km og geta borið 10 kjamaodda. Tilvist þessara flauga, sem em á hreyfanlegum skotpöllum, er talin stangast á við Salt-II- samkomulagið, sem Sovétmenn segjast vilja virða. Hvaða hljóð héldu menn, að heyrðust frá þeim bæði hér á landi og erlendis, sem hæst tala um frið, ef þessi lýsing um stóraukinn vígbúnað ætti við Vesturlönd? Hvað segja talsmenn kjarn- orkuvopnaleysis á Norðurlöndunum um Blackjack og AS-15-stýriflaugamar? Man nokkur eftir að þeir hafi minnst á þessi vígtói í kröfunni um kjamorkuvopnaleysi á svæði, þar sem ekkert ríkjanna ræður yfir kjamavopnum en voldugt kjarnorku- veldi í næsta nágrenni notar átölulaust fyrir gjöreyðingartæki sín? Langar ræður um „óvinaímyndir", nauðsyn „málefna- legrar umræðu" eða „fáfengilegheit" em lítils virði, ef þær taka ekki mið af stað- reyndum og því, sem raunvemlega er að gerast. Enn er landlægt í umræðum Islend- inga um öryggis- mál, að þeim er gjarnt að hrapa að niðurstöðu. Þeir eru ekki van- ir því, að fjallað sé um einstaka þætti þessara málaáfræðileg- - um forsendum og því velt fyrir sér, hver sé í raun til- gangur einstakra vopnakerfa eða hvað felst í stef nuyfirlýsing- um ríkisstjórna eða orðum ein- stakra stjórn- málamanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.