Morgunblaðið - 16.08.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
35
Þrír eldri borgarar
í Stykkishóhni látnir
Þrír eldri borgarar í Stykkishólmi
hafa kvatt þetta líf undanfarna
daga. Hafa þeir allir skilað merku
og miklu lífsstarfi hver á sinn hátt
og átt þátt í uppbyggingu bæði hér
og í Helgafellssveit. Létust þeir með
litlu millibili.
Þeirra verður af samferðamönn-
um minnst sem eftirtektarverðra
persónuleika, manna sem bæði
settu svip sinn á umhverfi og gáfu
meðbræðrum sínum gott fordæmi.
Björn Jónsson fyrrum bóndi á
Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit
lést hér á sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi 5. ágúst. Hann var fæddur á
Innri-Kóngsbakka 18. mars 1902.
Hann vann sem önnur böm foreld-
mm sínum en við lát föður síns
1937 tók hann við búsforráðum.
Hann var kvæntur Sigurborgu
Magnúsdóttur frá Ási við Stykkis-
hólm en hún er látin fyrir nokkmm
ámm. Björn stundaði fyrr á ámm
húsasmíðar og það oft fjarri átthög-
um. Snemma hafði hann áhuga á
ýmsum fræðum, kom sér upp góðu
safni ágætra bóka, vann að söfnun
ýmissa fræða um sveit sína og
flutti erindi á ýmsum mannamótum
um þjóðleg fræði. Seinustu árin var
hann búsettur í Stykkishólmi á
dvalarheimili aldraðra, eða uns
hann fyrir tveimur mánuðum fór á
sjúkrahúsið hér þar sem hann lést
eins og áður er getið, 5. ágúst sl.
Pétur Jónsson, bróðir Björns, lést
8. ágúst á dvalarheimili aldraðra
hér í bæ. Hann var fæddur 6. októ-
ber 1894 á Innri-Kóngsbakka.
Pétur vann sem Björn búi foreldra
sinna uns hann giftist Sigríði
Björnsdóttur, ættaðri úr Húna-
vatnssýslu og bjuggu þau í Innri-
Drápuhlíð.í Helgafellssveit frá 1933
til 1946 en þá fluttu þau til Stykkis-
hólms og þar lést Sigríður nokkru
síðar. Pétur keypti býlið Viðvík þar
sem hánn átti heima síðan uns hann
fyrir fáum árum flutti á Dvalar-
heimilið. Þau eignuðust 7 böm.
Pétur var orðlagður dugnaðarmað-
ur. Hann vann alla algenga vinnu,
var lengi togarasjómaður, háseti á
bátum, við byggingarvinnu, dug-
andi bóndi, svo nokkuð sé nefnt.
Trúr húsbændum sínum svo af bar
og vílaði ekki fyrir sér langar göng-
ur til atvinnu sinnar og þegar hann
var í Drápuhlíð gekk hann oft
tvisvar á dag til sjóróðra í Hólminn
eða um 11 km veg. Pétur las mik-
ið, var mjög fróður um innanlands
sem utanlandsmálefni og fýlgdist
af alúð með framvindu mála, tók
afstöðu, glögga og hispurslausa.
Fréttaritari Morgunblaðsins
hafði skömmu áður átt viðtal við
Pétur þar sem þeir rifjuðu upp svip-
leiftur liðins tíma og um leið tekið
af honum mynd, og var lítill elliblær
á viðtalinu. Þá skal það rifjað upp
að Kóngsbakkabræður voru um
skeið allir 4 á Dvalarheimilinu og
þá tók fréttaritari af þeim mynd
sem vakti víða athygli. Nú lifir einn
þessara bræðra, Jón, sem á heima
hér í Hólminum.
Lárus J. Guðmundsson bóndi í
Ögri í Helgafellssveit, nú lengi bú-
settur í Stykkishólmi, lést 9. ágúst
í Landakotsspítala. Hann var fædd-
ur 11. september 1913 á Birgisvík
á iStröndum. Hann var kvæntur
Elínu Bjarnadóttur og lifir hún
mann sinn ásamt B uppkomnum
börnum.Hingað fluttu þau Elín og
Mrus árið 1959 og keyptu jörðina
Ögur í Stykkishólmshreppi og
bjuggu þar síðan farsælu búi en
áttu síðari árin vetrardvöl í Stykkis-
hólmi. Lárus átti við erfið veikindi
að stríða hin síðustu ár. Meðan
heilsa leyfði dró Lárus ekki af sér.
Hann var lengi sjómaður og síðan
bóndi og alla algenga vinnu stund-
aði hann. Hagleiksmaður og gat
því bjargað sér á margan hátt.
Framúrskarandi reglusamur og
bóngóður og átti fréttaritari oft tal
við hann, fræddist af honum og
mat hann mikils.
Að þessum þremur heiðurs- og
reglusömu dugnaðarmönnum látn-
um erum við Hólmarar fátækari.
Þess skal að lokum minnst að
síðan um á.ramót hafa 13 Hólmarar
látist auk brottfluttra. Er það hið
mesta um-50 ára skeið á ekki lengri
tíma. Verður þá mörgum litið til
ársins 1951 en það ár fór engin
jarðarför fram í Stykkishólmi.
Akranes — Nína
Akureyri — Sporthúsið
Blönduós — Búðin
Dalvík — Kotra
Egilsstaðir — Agla
Eskifjörður — Sportv.
Hákonar Sófussonar
Hornafjörður — KASK
Húsavík — Skóbúð Húsavíkur
ísafjörður — Eplið
Neskaupstaður — Nesbær
Reykjavík — Alsport hf
„Veiðivon"
Sauðárkrókur — Sýn
Siglufjörður — Rafbær
Hverfisgötu 105,
s. 91-23444.
Áskriftarsíminn er 83033
þriðju hverja viku
!
M/S JÖKULFELL lestar í