Morgunblaðið - 16.08.1987, Side 46
V8GÍ T8Ú0Á .ðí flUOAQUMHUS .GIUAIÍIMUOflOM
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Yfirmaður
tölvudeildar
Eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins
vill ráða í stöðu yfirmanns tölvudeildar.
Starfið er laust fljótlega en hægt er að bíða
eftir réttum aðila.
Starfssvið: Yfirstjórn tölvudeilda fyrirtækis-
ins, mótun tillagna um framþróun og fjárfest-
ingu á sviði tölvumála, skipulagning
tölvuþjálfunar starfsfólks ásamt skyldum
verkefnum.
Leitað er að aðila með háskólapróf í tölvun-
arfræði, viðskiptafræði eða sambærilega
menntun.
Skilyrði er starfsreynsla í tölvumálum, stjórn-
unarreynsla, góðir skipulagshæfileikar,
traust og örugg framkoma.
Launakjör samningsatriði.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar í algjörum trúnaði.
Umsóknir er tilgeini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir
22. ágúst nk.
GlJÐM TÓNSSON
RAÐCJOF & RAÐNINCARÞJONUSTA
TÚNCÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Akraneskaupstaður
Kennarar
— kennarar
Enn vantar nokkra kennara á Akranes:
Við Grundaskóla, kennara yngri barna, sér-
kennara, kennara á bókasafn.
Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson
skólastjóri í síma 93-12811 og 93-12723 og
formaður skólafnefndar Elísabet Jóhannes-
dóttir í síma 93-12304.
Við Brekkubæjarskóla, sérkennara við deild
fjölfatlaðra. Upplýsingar veita Ingi Steinar
Gunnlaugsson skólastjóri í síma 93-11193
og 93-11388 og Ingvar Ingvarson yfirkennari
í síma 93-13090 og 93-12012.
Við aðstoðum við útvegun húsnæðis og flutn-
ing.
Skóianefnd.
Trésmiðir
— verkamenn
Óskum eftir að ráða trésmiði og verkamenn
í innivinnu. Mikil verkefni og góð.
Nánari upplýsingar í síma 83599 frá kl. 9.00
til 17.00 og 685977 í kvöld.
Armannsfeilhf.,
Funahöfða 19.
Bifreiðastjórar
Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra á vakt
og til aksturs. Þurfa að hafa réttindi til aksturs
strætisvagna.
Upplýsingar eru gefnar í símum 20720 og
13792.
Landleiðirhf.,
Skógarhlíð 10.
Mýrarhúsaskóli
Við Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi er laus
staða kennara í hálft starf fyrir hádegi.
Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma
611585 milli kl. 9.00-12.00.
Skólastjóri.
Mosfellsbær
Forstaða
barnadagheimilis
Staða forstöðumanns á barnaheimilinu Hlíð
er laus til umsóknar. Hlíð er blandað barna-
heimili, tvær dagheimilisdeildir og ein leik-
skóladeild, í nýju glæsilegu húsnæði.
Staða forstöðumanns miðast við fullt starf
og krefst fóstrumenntunar.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður í
síma 666218.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Kennarar ath!
íþróttakennarar — handmenntakennarar
— tónmenntakennarar
Að Barnaskóla Selfoss vantar íþróttakennara
í tvær stöður, handmenntakennara í eina
stöðu og tónmenntakennara í eina stöðu.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 99-1498
og yfirkennari í síma 99-1320.
Skólanefnd.
Framleiðslustjóri
— fiskvinnsla
Framleiðslustjóri óskast í umfangsmikla fisk-
vinnslustöð á Vestfjörðum. Reynsla æskileg.
Góð laun og fríðindi í boði fyrir góðan mann.
Upplýsingar í símum 685414 eða 685715.
Framleiðni sf.
Heildverslun
— lagerstörf
Óskum eftir að ráða röska og ábyggilega
menn til lagerstarfa.
Góð laun og vinnuaðstaða í boði.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf leggist
inn á auglýsingadeild Mbl. „B — 6437“ fyrir
18. ágúst nk.
Kennarar, kennarar
Kennara vantar að Gagnfræðaskóla Selfoss.
Kennara í samfélagsfræði (heil staða) og
kennara í erlendum málum (heil staða).
Upplýsingar gefa Óli Þ. Guðbjartsson í síma
99-1178; Jón Ingi Sigurmundsson í síma
99-1273 og Sigríður Matthíasdóttir í síma
99-2409.
Skólanefnd.
Hrafnista
Hafnarfirði
Frá og með 1. september vantar eftirtalið
starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hjúkrunarfræðing á næturvakt.
Sjúkraliða á allar hjúkrunardeildir.
Starfsfólk á allar hjúkrunardeildir til aðhlynn-
ingar.
Starfsfólk í ræstingar, býtibúr, þvottahús.
Að lokinni vinnu hefur starfsfólk ókeypis
aðgang að gufubaði, sundlaug, heitum potti,
nuddpotti og einnig á heimilið aðgang að
orlofshúsum í Grímsnesi.
Nánari upplýsingar gefa, frá kl. 10.00-12.00
Sigríður Jónsdóttir, forstöðukona v/þvotta-
hús og eldhús og Ragnheiður Stephensen
hjúkrunarframkvæmdastjóri hjúkrunar-
deilda.
Sjúkraliðar
Laus er til umsóknar staða sjúkraliða á
sjúkra- og ellideild Hornbrekku í Ólafsfirði.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna,
Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir lok ágústmánað-
ar 1987.
Nánari upplýsingar veita undirritaður í síma
62151 og hjúkrunarforstjóri í síma 62480.
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði
Hvolsvöllur
— íþróttakennarar
Söguslóðir Njálu eru heillandi.
Grunnskólann á Hvolsvelli vantar íþrótta-
kennara. Gott og ódýrt húsnæði.
Hafið samband við Gísla Kristjánsson í síma
99-8112 eða Matthías Pétursson í síma
99-8140.
Hjúkrunarfræðingar
Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu-
stöðina í Mývatnssveit er laus til umsóknar
nú þegar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri heilsu-
gæslustöðvarinnar á Húsavík í síma
96-41333 og heilbrigðisráðuneytið í síma
91-25000.
Heilsugæslustöðin, Húsavík.
Fiskvinnsla
Heildverslun á sviði fiskafurða óskar eftir að
ráða verkstjóra helst ekki yngri en 30 ára.
Duglegur og áreiðanlegur maður kemur að-
eins til greina. Æskilegt er að viðkomandi
hafi matsmannsréttindi á ferskum fiski en
þó ekki skilyrði. Mjög góð laun í boði fyrir
réttan mann. Öllum umsóknum verður svarað.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„T — 5195“ fyrir 30. ágúst.
f-