Morgunblaðið - 16.08.1987, Side 61

Morgunblaðið - 16.08.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1987 61 Odd Hiltmynd höggvari Síðla ársins 1986 andaðist Odd Hilt myndhöggvari í Osló. Mig lang- ar til að minnast hans með fáeinum orðum þótt mánuðir séu nú liðnir frá því er hann hvarf á braut. Ber einkum tvennt til þess; tengsl hans við ísland og hin mörgu ágætu lista- verk sem hann lét eftir sig og prýða nú byggingar í almannaeign, úti- vistarsvæði, listasöfn og heimili í Noregi og víðar um löndin. Odd Hilt fæddist í Drammen 8. mars 1915. Hann hóf nám við teiknideild listiðnaðarskólans í Osló 1931 og varð síðan nemandi í högg- myndasmíð við myndlistarakademí- una allt til ársins 1936, fyrst í stað hjá Wilhelm Rasmussen prófessor. Alllöngu seinna bætti hann við sig heilu ári við þessa sömu lærdóms- stofnun. Rétt um það leyti sem Odd Hilt gekk út um dyr myndlistarakademí- unnar, aðeins tuttugu og eins árs að aldri, bauðst honum starf við endurreisn dómkirkjunnar gömlu í Þrándheimi: Nidarosdomen. Sú endurbygging eða endurreisn var ekkert áhlaupaverk eins og menn geta gert sér í hugarlund. Hún hafði þá þegar staðið óralengi og á vafalaust eftir að treinast bæði handverksmönnum og listamönnum í langan tíma til viðbótar. Þegar hér var komið sögu voru þrír ungir myndhöggvarar önnum kafnir við að móta ýmiskonar verk í anda hinnar nýgotnesku kirkjubygging- ar. Þeir hétu Nic Schioll, Dyre Vaa og Stinius Fredriksen. Hinn síðast- nefndi benti Helga Thiis arkitekt á Hilt sem líklegan og hæfan starfs- mann og varð þetta að ráði. Varla gat forsjónin verið ungum lista- manni hliðhollari þegar hann var að stíga fyrstu sporin utan skóla síns. Hinn kosturinn sem blasti við flestum ungum myndhöggvurum á kreppuárunum var að gera bama- portrett sem fólk greiddi fyrir um það bil tvö hundruð krónur. í Þrándheimi var andrúmsloftið hið ákjósanlegasta, vinnustofumar rúmgóiðar og vandvirkir handverks- menn sem einatt vom reiðubúnir til að aðstoða listamennina og taka við verkum þeirra til frekari með- höndlunar þegar búið var að móta þau í leirinn. Allt þetta líktist frem- ur draumi en veruleik efnahags- óreiðunnar miklu. Á tíu áram gerði Odd Hilt um það bil fjöratíu meiri- háttar höggmyndir fyrir dómkirkj- una en byijaði þó með litlum verkum sem vora nánast ósýnileg öðram en þeim er gátu klifrað upp tröppur eða staðið á pöllum. Hér er rétt að benda sérstaklega á mán- aðarmyndimar á mótum oddbog- anna sem spanna býsna vítt svið mannlegrar hugsunar, reynslu og athafna. Af þeim gerði höfundurinn litlar útgáfur í terracotta svo að menn gætu átt þess kost að njóta verkanna í húsum sínutn og heimil- um. En Adam var ekki alltof iengi í Paradís. Heimsstyijöldin skall á og þýskir herir raddust inn i Danmörku og Noreg. Á svo að segja einni nóttu gerbreyttu þessir atburðir lífi þjóðarinnar og skildu eftir sig hijúf og varanleg spor. Hilt var tekinn til fanga af Þjóðveijum fyrir „ólög- lega“ starfsemi eins og fjölmargir aðrir og gisti Falstad-búðimar í Ekne í Norður-Þrændalögum í fimmtán mánuði. Á gamlaárskvöldi 1942 tókst honum að flýja frá Þrándheimi til Svíþjóðar og þar bjó hann til stríðsloka, 1945. I Stokk- hólmi gerði hann portrett af danska skáidjöfrinum Martin Andersen Nexö í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hans og tók þátt í sýning- unni: Listamenn í útlegð með verkum sem skírskotuðu til stríðsins í Noregi og bára nöfn eins og Af- taka, Ólögleg prentsmiðja og Fangabúðir. Aftaka var seinna fyr- irmynd að minnismerki um Norðmenn sem féllu í Falstad- skógi. Eg geri ráð fyrir, að það hafí ekki verið fyrir neina tiiviljun að - Minning Odd Hilt gerði myndina af Nexö í Stokkhólmi. Að því er ég best veit var hann alla tíð eldheitur sósíalisti og hvikaði aldrei frá skoðunum sínum í því efni. Mörg verka hans era tengd sósíalískri hreyfingu, verkalýðsbaráttunni, lífí og kjöram erfíðisfólks og hinni manneskjulegu hlið veraldarinnar okkar. Um skeið var hann formaður norska mynd- höggvarafélagsins og sat í menn- ingarráði Osló-borgar. Á sjötta áratugnum hitti ég hann stundum á fundum Norræna myndlistar- bandalagsins. Hann var prúður maður í umgengni, hafði óvenjulega fastmótaðar skoðanir á málefnum og kjöram listar cg listamanna en fráleitt jafn gjarn á að láta á sér bera og ýmsir starfsfélaga okkar sem höfðu þó sannanlega minna til málanna að leggja. í Stokkhólmi kynntist Odd Hilt konu sinni Guðrúnu Briem. Sambúð þeirra stóð í meira en ijöratíu ár. Guðrún hefur stundað kennslu um langa hríð, m.a. við fóstraskólann í Osló. Auk þess hefur hún unnið ötullega að friðarmálum og lagt baráttunni gegn kjamavopnum sérstakt lið bæði heima og erlendis. Hún er trygglynd og sterk mann- eskja. Heimili þeirra Odds á Ekely hefiir verið mörgum staður upplyft- ingar og gleði á sérstökum stundum án þess að ég kunni að segja þá sögu nema að takmörkuðu leyti. Þau eiga tvö böm: Torstein rithöf- und sem einnig stýrði bókaforlagi sínu af dugnaði í allmörg ár og Ragnhild leikara. Hún nýtur mikils álits og hefur m.a. starfað við Norska leikhúsið í Osió síðari árin. Eftir að stríði lauk og þau Guð- rún og Odd Hilt hurfu aftur til Noregs tóku við fijó og annasöm ár. Ljúka þurfti við dómkirkju- myndimar en i kjölfarið komu bæði portrett og minnismerki sem mynd- höggvaranum hafði verið falið að gera. Hann vann einnig að því ásamt mörgum öðram áhugamönn- um að koma á fót listaskóla í Þrándheimi og var leiðbeinandi um hríð við arkitektadeild tækniháskól- ans. Á þessum áram gafst einnig tóm til rannsóknaferða um Evrópu- Iönd, einkum þó Grikkland og Frakkland. Á eftir fylgdu Sovétrík- in og Kína. Og um tíma hlýddi Odd Hilt á leiðbeiningar Ossip Zadkins í París. Frá þessum tíma er Falstad- minnismerkið sem áður var vikið að og annað sem reist var til minn- ingar um NKP-félaga í kirkjugarði norðurs í Osló árið 1947. Þéttur Fæddur 25. nóvember 1968 Dáinn 26. júli 1987 Þegar sól var hæst á lofti sunnu- daginn 26. júlí bárast þau sorglegu tíðindi að vinur minn, Árni Sigurð- ur, hefði látist í umferðarslysi. Stórt skarð er höggvið í vinahóp og verð- ur ekki fyllt. Góður drengur hefur verið kallaður burt um aldur fram. Það er erfítt að sætta sig við siík tíðindi. En sagt er að þeir deyi ungir sem guðimir elska. Ég þekkti Áma Sig- urð í nokkur ár en kynntist honum af alvöra sumarið 1986 þegar hann kom sæll og glaður aftur hingað á æskustöðvar til að leika og þjálfa fótbolta. Þar á meðal að þjálfa okk- ur stelpumar og í þeim hópi var honum tekið eins og annars staðar. Þetta sumar var ég mikið í kringum Sigga eins og hann var kallaður yfirleitt. Við töluðum mikið saman um vandamál okkar og áttum ógleymanlegar stundir saman. steinn með lágmyndum rís á svipuð- um slóðum. Hann er óður til verkalýðsskáldsins Rudolfs Nilsen sem lést tæplega þrítugur að aldri en hafði þó sent frá sér mörg heit baráttuljóð. Félag málarasveinanna í Osló pantaði listaverkið hjá Hilt og lét koma því fyrir á kirkjureitn- um 1960. Verkalýðsfélagið í Övre Ardal fól myndhöggvaranum að skapa og reisa farandverkamönnunum gömlu í Skandinavíu — rölluranum — óbrotgjaman minnisvarða. Og á Töyen í Osló standa erfiðiskonur við vatnsdæluna með ok á herðum og fötur í báðum höndum — enn eitt útilistaverk Odds Hilt merkt árinu 1978. Þessi upptalning er varla tæmandi en ég læt þó staðar numið. Odd Hilt var liðlega fertugur þegar hann efndi til fyrstu einka- sýningar sinnar í Osló 1956. Slíkt þætti víst fásinna nú á dögum þeg- ar flestir keppast við að þeyta nafni sínu og ímynd upp á himintjaldið áður en þeir hafa öðlast nokkra til- takanlega reynslu í skóla lífsins. Þess ber þó að geta í nafni réttlæt- is og varúðar að listamaðurinn var löngu kunnur öllum þeim er vildu vita eitthvað af menningu og listum. Á eftir sýningunni f Osló fylgdu vitaskuld margar aðrar einkasýn- ingar. Ég sá þá síðustu í Kunstner- forbundet en til hennar var stofnað vegna sjötugsafmælis Odds Hilts. Hún var heilsteypt og fín og verkin mótuð þessum hreinu formum sem fylgdu höfundi þeirra frá upphafi til endilokanna. Hjörleifur Sigurðsson Svo fór Siggi til Reykjavíkur um veturinn og nutu ÍR-ingar stuðn- ings hans í körfuboltanum. Því miður heyrði ég lítið frá Sigga. En svo í vor kom hann aftur hingað til að þjálfa og spila fótbolta og þar á meðal að þjálfa okkur stelpumar. Var honum tekið með miklum fögn- uði, því góður þjálfari, eins og hann var, er ómissandi. Hann var sá sami og sá sem hafði kvatt okkur sumar- ið 1986, Siggi var alltaf svo kátur og hress. Því vil ég þakka Sigga fyrir góð- ar stundir á þessum tveimur árum sem verða alltaf efst í huga mínum. Vinir mínir hafa misst mjög góðan vin og kveðjum við hann með mikl- um söknuði. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til foreldra, systk- ina og vina. Og Guðný mín, megi Guð styrkja þig í hinni miklu sorg. Munið að minnig iifír um góðan dreng. Ásta Guðrún Pálsdóttir Minning: Árni Sigurður Gunnarsson t Jaröarför mannsins míns, fööur okkar og afa, SIGURÐAR EYJÓLFSSONAR, Langoyrarvegi 3, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Pálfna Sigurðardóttir, Sigrfður Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson og barnabörn. t Útför móöur okkar, STEFANÍU SIGMUNDSDÓTTUR, sem andaöist í Landspítalanum 9. ágúst síöastliðinn fer fram frá Bústaöakirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Kristján Sverrisson, Sigurrós Ósk Arthursdóttir. t Útför eiginmanns míns og föður, MAGNÚSAR BRYNJÓLFSSONAR bókbandsmeistara, Lynghaga 2, fer fram frá Fossvogskapellu miövikudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Svanfrfður Jóhannsdóttir, Brynjólfur Magnússon. "t" 1 Alúðarþakkir færum við þeim sem auösýndu samúö og vinsemd viö fráfail og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, KRISTMUNDAR STEFÁNSSONAR frá Grænuhlfð. Heiga Einarsdóttir, Pálmi Gfslason, Stelia Guðmundsdóttir, Einar Kristmundsson, Dagný Guðmundsdóttir, Guðrún Kristmundsdóttir, Ingimar Vilhjálmsson, Anna Kristmundsdóttir, Helga Kristmundsdóttir, Einar Guðnason, Bergdfs Kristmundsdóttir, Gunnar Gfslason og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁRNA ÁRNASONAR frá Kópaskeri. Kristveig Jónsdóttir, Ámi H. Árnason, Hlín P. Wium, Gunnar Árnason, Sólveig Johannesdóttir, Ástfrfður Árnadóttir, Þorstelnn Helgason, Elnar Arnason, Jón Árnason, Metta Helgadóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, JÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR NJARÐVÍK, Skarði, Skarðshreppi, Skagafjaröarsýslu. Ólafur Lárusson, Hallvelg Njarðvfk, Torfl Ólafsson, Páll Pótursson, Guðbjörg Helgadóttir, Tinna Pálsdóttir, Ólafur Torfason, Heba Pálsdóttir, Helgi Torfason. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för INGVELDARPÉTURSDÓTTUR. Andrés Gilsson, Valgerður H. Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. ^ Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I KS.HELQASONHF 81STEINSMIÐJA ■■ SKEMMUVEGI 48 SlM! 76677 4.4S4K.44, - - - - _ -ái

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.