Morgunblaðið - 03.09.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.1987, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 197. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflói: Árásir stríðsaðilja stigmagna spennu Bahrain, Reuter. ÍRAKAR og íranir skiptust í gær á árásum, en nú er mesti liðssöfn- uður Bandaríkjaflota síðan í Víetnamstriðsins samankominn á Persaflóa. Mjög er nú lagt að írökum að láta af skipaárásum sínum, sem hófust um síðustu helgi eftir 45 daga hlé. Þá vör- uðu íranir Bandaríkin við þvi að Aquino: Yissi um uppreisnina fyrirfram Manilu, Reuter. FORSETI Filippseyja, Corazon Aquino, sagði í gær að stjómin hefði haft vitneskju um uppreisn- ina á dögunum, tveimur vikum áður en hún var gerð. „í þetta skipti brást upplýsingaþjónustan mér ekki. Við höfum búist við byltingartilraun um nokkra hríð,“ sagði Aquino í sjónvarps- ávarpi. Þrátt fyrir að öldur hafi lægt á Filippseyjum leikur Gregorio „Gringo“ Honasan, höfuðsmaður, enn lausum hala, en hann var for- sprakki byltingarmanna. Talið er að hann hafí 2.000 hermenn á sínum snærum og telja yfírmenn stjómarhersins að hann sé til alls líklegur. Aquino sagði að tveimur vikum fyrir uppreisnina hefði aðallífvörður hennar komið að máli við hana og skýrt henni frá því að enn ein valda- ránstilraunin væri í bígerð. Þrátt fyrir þetta útskýrði Aquino ekki hversvegna uppreisnarmönnum hefði verið leyft að koma jafn nærri forsetahöllinni og raun bar vitni eða hvemig þeim var unnt að hreiðra um sig í Aguinaldo-herbúðum, stærstu herbúðum Manilu. ef í odda skæríst með þjóðunum yrði mannfall Bandaríkjamanna gífurlegt. Stjómvöld í Bagdað hafa vísað á bug öllum kröfum Bandaríkja- stjómar um að láta af skipaárásun- um, en þau telja að þær séu eina leiðin til þess að íranir fallist á vopnahlé það, sem Öryggisráð SÞ fyrirskipaði. Bandaríkjafloti hefur nú um 30 herskip á flóanum til þess að veija skipalestir þeirra skipa sem lögskráð em í bandarískum höfnum. Til þess að þrýsta enn frek- ar á írani hyggst Bandaríkjastjóm hvetja til alþjóðlegs vopnasölubanns gegn íran í von um að klerkastjóm- in fallist á vopnahléskröfu Örygg- isráðsins. Reuter Mathias Rust við upphaf réttarhaldanna í gær. Honum til sitt hvorrar handar eru sovéskir dómverðir. Mathias Rust við réttarhöldin í Moskvu: Fór til Moskvu vegna Reykj avíkurfimdarins VESTUR-ÞÝSKI flugmaðurínn, Mathias Rust, bar fyrir hæstarétti Sovétríkjanna að hann hefði afráðið að fljúga til Moskvu vegna vonbrígða með niðurstöður Reykjavíkurfundarins í október á síðasta ári. Sagðist hann hafa vonast tíl þess að hann gæti hitt Mikhail Gorbachev og rætt um nauðsyn heimsfriðar við hann. Rust flaug sem kunnugt er óhindraður til Moskvu hinn 28. maí sl. í 80 mínútna langri ræðu sinni gekkst Rust við öllum ákæruatríðum. Rust, sem er 19 ára gamall, getur átt von á allt að 10 ára fangelsi verði hann sekur fundinn. Niður- staða er talin liggja fyrir á föstudag. Hann sagði réttinum að hann hefði lengi dreymt um að byggja réttlátt þjóðfélag sem væri laust við galla vestræns og kommúnísks þjóð- skipulags og vildi hann segja Gorbachev hug sinn. Dómarinn Robert Thikhomirov spurði hann hvers vegna hann hefði lent á Rauða torginu. „Á Vestur- löndum vita menn ekki mikið um Sovétríkin, en þeir þekkja Rauða torgið, svo ég lenti þar,“ svaraði Rust. Dómarinn benti honum á að hann hefði getað lent við embættis- bústað kanzlarans Helmuts Kohl í Bonn ef hann vildi velqa á sér heims- athygli. Rust svaraði hins vegar: „Ég var að leita uppruna friðar og hann er ekki að finna í Bonn heldur í Moskvu." Móðir Rusts, Monika, sagði að Rust væri „ungur maður með göfugt hjarta, en hann er einnig ungur maður og reynslulítill." Þegar Rust flaug frá Helsinki til Vestur-þýska þingið: Kohl ver tilboð um upp- rætingu Pershing 1A Rnnn Routor Bonn, Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Vestur-Þýskalands, varði í gær tilboð sitt um upprætingu 72 flauga vestur-þýska hersins, en Genfar- viðræður risaveldanna um skamm- og meðaldrægar flaugar hafa einkum strandað á þeim. Kohl var harðlega víttur af mörgum samheijum sinum í samsteypustjórn sinni, sem sögðu að Kohl hefði varpað öryggishagsmunum Sambandslýðveldis- ins fyrir róða, en einnig sárnaði þeim að Kohl skyldi ekkert samráð hafa við aðra um þessa mikilvægu ákvörðun. Á þingfundi í gær, sem stóð í þijá tíma, sagði Kohl að tilboð sitt hinn 26. sl. væri framlag Vestur- Þýskalands til sögulegs afvopnun- arsáttmála risaveldanna. „Ákvörðun mín og frumkvæði vísar til framtíðar, en er jafnframt í sam- ræmi við grundvallar öryggisstefnu okkar,“ sagði Kohl. Umræðan fór fram að beiðni sósí- aldemókrata, sem eru í stjómarand- stöðu, en þeir höfðu sig lítt sem ekki í frammi og eftirlétu stjómar- þingmönnum að deila um ágæti tilboðs Kohl. Krötum mistókst þó að knýja fram atkvæðagreiðslu um málið og telja fréttaskýrendur að stjóminni hafí tekist að gera eins lítið úr ágreiningi sínum og unnt var. Fjölmargir stjómarþingmenn stigu samt í pontu og gagnrýndu Kohl ákaflega, en aðrir létu sér nægja framíköll úr sætum sínum. Helst átöldu þeir hann fyrir að gefa eftir í því skyni að flýta fyrir samn- ingsgerð sem kæmi öllum til góða nema Þjóðveijum, þar sem áfram verða skammdræg vopn f Evrópu, sem vart verða notuð annars staðar en í Vestur-Þýskalandi. Reuter Helmut Kohl, kanzlarí Vestur- Þýskalands bfður átekta í ræðustól eftir þvf að framíköll- um þingmanna linni. Moskvu flaug hann 800 km leið yfír sovéskt landsvæði, en þar em öflug- ustu loftvamir heims. För hans leiddi til afsagnar Sergeis Sokolov, vama- málaráðherra, og yfirmaður loft- vama var rekinn. Sjá ennfremur bls. 33. Afghanistan: Uppþot í stjórnar- hernum Islamabad, Reuter. í sfðustu viku gerðu flugmenn i afghanska stjómarhemum upp- reisn í herbúðum f Bagram norður af Kabúl. Að sögn vest- rænna sendiráðsstarfsmanna eyðilögðust 15 flugvélar f átök- um þegar uppreisnin var bæld niður. 35 flugmenn stóðu að uppreisn- inni en þeir höfðu gert verkfall til að mótmæla aukinni áhættu vegna fullkominna loftvamareldflauga sem vestræn ríki hafa látið skæm- liðum í té. Stinger-eldflaugar frá Bandaríkjunum hafa stóraukið viðnámsþrótt skæmliðanna og hafa þeir að undanfömu gert harða hríð að Bagram. Þegar Sovétmenn bældu uppreisnina niður vora 15 flugvélar eyðilagðar á jörðu niðri og fjöldi óbreyttra borgara féll í loftárásum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.