Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Joy Fielding: Kiss Mommy Go- odbye ÚTG. Signet books 1986 MÉR skilst, að þetta sé fyrsta bók Joy Fielding, að minnsta kosti sú, sem hefur aflað henni mestrar frægðar. Nú fer því fjarri, að ég sé sérfræðingur í þessum höf- undi, en maður þarf ekki að lesa lengi í þessari bók til að átta sig á, að höfundi er einstaklega lagið að búa til samtöl. Ótrúlega lifandi samtöl, sem skila sér fullkomlega. Þetta er ekki á allra færi. Almennt er Joy Fielding leikinn höfundur, því að söguþráðurinn er trúverðugur, og hvergi farið í meiri hasar en boðlegt verður að teljast. Donna er aðalpersóna bók- arinnar, hún vinnur á auglýsinga- stofu og kynnist Victor, sem er starfsmaður hjá tryggingafyrir- tæki. Victor er rómantískur og það sem meira er, vitur maður og undurgóður. Skyldi maður ætla til að byrja með. Ekki skað- ar, að hann er hið mesta glæsi- menni. Þau gifta sig, þó svo að mjóróma efasemdarraddir séu famar að gera vart við sig hjá Donnu; eitthvað er ekki eins og það á að vera. Þegar þau eru gift fer að bera á þessu í vaxandi mæli. Þau deila um furðulegustu smáatriði, sem Donna fær ekki séð, að skipti neinu máli, en samt verður rifrildi út af. Og þessi smáatriði virðast hafa þýðingu f augum Victors. Og fyrir utan að hann nær að einhverju leyti fram þeim tilgangi, sem virðist vaka fyrir honum með því að hefja þessar deilur. Donna verður rugl- uð í ríminu og þar sem rimmumar em svo fráleitar, að þær misbjóða í raun og veru skynsemi hennar, em eðlileg þau viðbrögð að fyllast af sektarkennd. Lýsingamar á hjónabandinu og hvemig Victor - án þess sennilega að ætla það í alvöru - brýtur Donnu hægt og rólega niður, vemlega vel gerðar um flest. Það á margt eftir að gerast þegar hér er komið sögu og ekki ástæða til að fara út í það nákvæmlega. En bókin er læsileg. Það er kannski til of mikils mælzt í svona reyf- ara: það fannst mér þó á skorta, að engin tilraun er gerð til þess af hendi höfundar að benda á, hvemig Victor varð að þessum tilfinningalega ísklumpi. Joy Fielding: The Other Woman ÚTG. Signet Books 1986 Söguefnið er ekki frumlegt, en alltaf forvitnilegt í sjálfu sér. Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Hjónabandið, framhjáhaldið og Hin konan. Það ræður svo auðvit- að miklu, hvemig höfundur setur þetta fram og matreiðir ofan í lesendur. Jill hafði unnið við sjónvarp, þegar hún komst í kynni við lög- HE STOLE THE CIULDREN-• AN EX-HUSBAND'S RUTHLESS VENGEANCE. A MOTHER'S TERROR-EILLED QUEST... ' “AKNOCKOUTr -THE NEW YORK TIMKS GOODBVE ..........-a kovxi. nv JOYFIELDING fræðinginn David Plumey. Hún naut þar hins mesta álits og var á flakki út um allan heim. David er giftur Elaine og á með henni tvö böm. Hjónabandið hlýtur að vera mjög vont, að dómi Jill, því að það er ekki hægt að eyðileggja gott hjónaband. Með Jill og David takast nú ástir og hún fylgist með þvf, hvemig hann leikur tveimur skjöldum og hún heyrir trúlegu skýringamar, sem hann gefur eig- inkonunni. Og hún lokar augunum og lætur allt gott heita. Jill er það næsta óskiljanlegt, hvemig hún fær sætt sig við þetta. En David unir náttúrlega prýðilega við ástandið og væntanlega er hann ekkert á þeim buxunum að skilja við Elaine. Það er Jill sem krefst að hann velji, þegar hún - en ekki eiginkonan - geta ekki fellt sig við þetta öllu lengur. Móðir Jill bendir henni á, að fyrst David hafí skilið við eina eiginkonu sé eins líklegt, að hann muni síðar meir fara frá þeirri næstu þ.e. Jill. En það er óhugs- andi, þvf að hamingjan er mikil og þó að bömin séu erfíð og fyrri konan tryllt af beizkju skyggir ekkert á hamingju Jill, að ráði, fyrr en í garðveizlu, að ung kona, Nicole Clark, gengur til hennar og gefur þá yfírlýsingu, að hún ætli að giftast eiginmanni hennar. David slær þessu frá Jill og sér sem gríni. Þau eru ánægð, góð og glöð og Nicole Clark er bara pía með skrítna kímnigáfu. Jill er ekki alveg eins ánægð og hún vill vera láta, hún hafði neyðzt til að hætta í sjónvarpinu, því að David var á móti ferðalögunum og hefur tekið að sér kennslu f íjölmiðlun. Og hundleiðist. Þau hafa samskipti töluvert við A1 og Beth Wetherby. A1 er yfír- maður og vemdari Davids og þau Wetherbyhjón lifa í þessu líka fyrirmyndarhjónabandi. Það verð- ur mikið áfall þegar A1 finnst myrtur og Beth stórslösuð og enn flækist málið, þegar Beth játar að hafa myrt Al. Samtímis er hjónaband þeirra Jill og Davids að fara fyrir lítið. Nicole Clark hefur ekki látið deigan síga og það lítur út fyrir, að David geti ekki gert upp við sig, hvað hann vill. Hann elskar þær báðar, að eigin sögn. Hann vill ekki skilja, en hann getur ekki látið Nicole róa. Það er óhugsandi annað en uppgjör eigi sér stað milli þeirra hjóna. Og eins og segir í umsögn- inni um hina fyrstu bók Joy Fielding lætur henni vel að skrifa A WIC.KCOLY HOMKSr Í10VELAB0UTAWI/TS ULTINATCCrWUXnCifi THE OTHER mm samtöl og ná andrúmslofti þeirra. Það á einnig við í þessari bók. En sums staðar teygir Fielding lopann um of. Báðar þessar bækur eru auð- lesnar og á allan hátt læsilegar. Og ekki tormeltar. Það er engin ástæða til að búast við því af þessari gerð afþreyingarbóka. George á flakki um heiminn Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Leslie Thomas:The Adventures of Goodnight and Loving Útg. Penguin 1987 George Goodnight er lögfræði- legur ráðunautur hjá brezku dagblaði. Hann er kominn á fimm- tugsaldur, giftur Felicity og á stjúpdótturina Tinu. Líf þeirra Ge- orge og Felicity er í föstum og eiginlega bara farsælum skorðum. Þau hafa komið sér á þurrt, pen- ingalega. Starf Georges er senni- lega hvorki leiðinlegra né skemmtilegra en gengur og gerist. Það er allt í lagi. Og þó er George vansæll. Og verður vansælli með hverjum degi. Þegar hann vaknar morgun hvem veit hann nákvæm- lega, hvað dagurinn muni bera í skauti sér; hann hittir alltaf sama fólkið í lestinni og allir segja alltaf það sama. í vinnunni er eitthvað ámóta uppi á teningnum. Hjóna- bandið er ekki æsandi lengur, raunar fjarri því, það er orðið svo leiðinlegt. Þau hjón vita alltaf hvað hitt segir.gerir og hugsar og einn dagur er öðrum, ekki bara líkur, dagamir eru allir eins. George vill upplifa ævintýri, ferð- ast um heiminn í staðinn fyrir að fara í þessa sömu sumarleyfisferð til Comwall og hann og Felicity hafa gert í tíu ár. En hann orkar ekki almennilega að bijótast út. Samt vottar á viðleitni. Upp á síðkastið er hann orðinn hreinasta plága með víni og nú kórónar hann vandræðin með því að drekka sig pöddufullan í virðulegu samkvæmi og fara með dónalegar limrur. Felic- ity hótar að skilja við hann snarlega. Henni er sjálfsagt ekki alvara, en þetta verður þó til, að George lætur til skarar skríða. Hann pakkar sam- an og leggur af stað til að lenda í ævintýmm. En í fyrstu atrennu kemst hann ekki langt, því að það springur á bílnum og meðan hann leitar eftir aðstoð, koma bíræfnir þjófar, skipta um dekk og stela bílnum og far- angri Georges. Þetta lítur ekki vel út, en George lætur ekki hugfallast og eftir friðsæla og hressandi vem í litla þorpinu þar sem óhappið átti sér stað, heldur hann ótrauður ferð- inni áfram. Verður skipreika við Frakklandsströnd, þegar bátur sem hann er að hjálpa fólki að koma yfír sundið sekkur eins og steinn. Hann er að verða peningalaus, en sem betur fer á hann dýrgrip heima þar sem frímerkjasafnið hans er og Leslie Thomas það fleytir honum áfram um stund. Hann lendir í ástarævintýri með Janine, sem er raunar erfíngi að merkilegu frímerkjasafni. Og svo er nú samt að halda áfram og leik- urinn berst sannarlega um heiminn, hann flækist í samsæri að myrða arabiskan höfðingja, lendir í fang- elsi í Ástralíu og svo mætti lengi telja. Alltaf er hann rekinn áfram af þörf fyrir að lenda í ævintýmm, en stundum taka þau af honum ráðin og lífið er sannarlega ekki dans á rósum. En einhvem tíma tekur allt enda. Loks hefur hann sennilega fengið sig fullsaddan og þá er að snúa heim. Kannski er bezt að taka upp sambúð við Felicity aftur, alltjent er frímerkjasafnið farið og ekki að neinu öðm að hverfa en gamla lífínu. Kannski er það líka gott. Þegar heim kemur býst George að allt sé meira og minna eins og þegar hann fór. En það kemur ann- að í ljós. Og þeir fáu sem muna eftir honum, virðast ekkert upp- veðraðir að sjá hann. Stundum er meira gaman en í annan tíma. Að lesa þessa bók, sem er nýkomin út í vasabrotsútgáfu hjá Penguin, er einhver mesta lestr- arskemmtun mín í langan tíma. Frásögnin er hlægileg, hlý og hisp- urslaus. George verður eftirminni- leg persóna, aldrei aumkunarverður eða spaugilegur, svo yndislega manneskjulegur og skiljanlegur. Það er vonandi, að þessi bók verði fáanleg hér sem fyrst. Hún er ekki bara skemmtileg og vel gerð, hún segir okkur ótal sann- indi, sem eru þörf og sönn. Stór útsala á gólfteppum og teppabútum 12 til 50% afsláttur jjj- w _ Teppi frá kr. 290 pr fm. Teppaverslun Friðrik Bertelsen hf. Síðumúla 23, sfml 686266. Genglð Inn frá Selmúla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.