Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 15

Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 15 •$|i% Dagsbrúnar- menn Myndllst Valtýr Pétursson Vitur maður hefur sagt: Menn- ing er að gera vel. Því mætti segja í þessu tilfelli, að listsýning fjórmenninganna úr Dagsbrún sé fýrst og fremst vitnisburður um menningu erfíðismanna á ís- landi. Á sama tíma og ASÍ opnar þessa skemmtilegu sýningu skrifar formaður Dagsbrúnar Guðmundur J. sérlega skemmti- lega og listræna grein á síður Morgunblaðsins og segir þar frá kynnum sínum af Þorbergi og Laxness. íslendingar eru nokkuð sér- stæð þjóð hvað menningu snertir. Alþýða hér á landi hefur ætíð verið sérlega tengd listrænni menningu, og mun hvergi í heimi vera eins almennt, að fólk sanki að sér listaverkum í rituðu máli og myndum og geri sér far um að njóta þeirrar andlegu upp- byggingar, sem má öðlast af slíku. Erfíðisfólk á íslandi hefur hingað til verið í sérflokki, hvað þetta snertir, og vart mun heim- ili til í landinu, sem ekki á til bók og málverk af einhveiju tagi. Listamenn eru mýmargir í okkar litla þjóðfélagi, og flestir þeirra verða að vinna eitt og annað til að hafa í sig og á, en stunda engu að síður listgreinar sínar af mikilli elju hveija stund, sem gefur, jafnt nótt sem nýtan dag. Það er því erfítt að gera skil á atvinnulistamönnum og frístund- un í þessum efnum, en auðvitað eru margir kallaðir en fáir útvald- ir eins og annars staðar. Fjórir erfiðismenn hafa verið valdir til að sýna á þeirri sýn- ingu, sem stendur í ASÍ-salnum við Grensásveg. Þetta er bæði fróðleg og skemmtileg sýning, sem hefur verið valin á breiðum grundvelli, og ég efast um að ljölmennari þjóðfélög hefðu get- að komið saman betri sýningu af þessu tagi, og er þá mikið sagt. Sumir þessara manna hafa aflað sér nokkurrar menntunar á sviði myndlistar, aðrir hafa fyrst og fremst treyst á sína náttúru- gáfu, og þannig hafa verkin í ASÍ-salnum orðið til á nokkuð mismunandi forsendum. Fyrst skal frægan telja Eggert nokkum Magnússon, en hann er mörgum og góðu kunnur eftir að hafa haldið einkasýningar á málverkum sínum og tekið þátt í samsýningum. Hann er í fáum orðum sagt hörku málari og byggir algerlega á sinni með- fæddu listrænu tilfínningu. Hann er að mínu áliti einn fremstur af ólærðum málurum, sem fram hafa komið hér á landi. Myndir hans eru bókstaflega geisla af lífsþrótti og frásagnargleði. Pét- ur Hraunfjörð er mjög sérstæður listamaður, sem tfnir steina á fömum vegi og skeytir þá saman til að fá á þá plastískt form, málar síðan og kallar með því alls konar verur og fyrirbæri fram á sjónarsviðið. Hann er mjög frumlegur í verkum sínum og stendur sig vel á þessari sýn- ingu. Birgir Nurmann Jónsson málar landslag samkvæmt sinni innri skynjun og er stundum afar næmur á hina óspilltu náttúru. Hann er náttúrudýrkandinn í hópnum. Jón Haraldsson er sá skólaðasti í fræðunum og hefur valið sér pastelkrít til að útfæra myndröð af furðufuglum fyrri daga og litríkum samtíðarmönn- um. Hann nær ágætlega svið- brigðum og sérkennum hvers og eins og er þægilegur í litameð- ferð sinni. Jón virðist hafa hitt naglann á höfuðið með þessari myndröð sinni og seldi allar sínar myndir sama manni, er mér sagt, og geri aðrir betur. Eg hef þessar línur ekki lengri, en vil endilega hvetja fólk til að sjá hvað þessir erfíðismenn eru að bauka við, þegar tími til gefst frá amstri hversdagsins. Dags- brún getur verið ánægð með það listræna framlag, sem hér birtist frá hennar félagsmönnum. 30 toirn af barnahúsgögnum tökum við heim og þau munu seljast upp á nokkrum dögum Hér erverðið! $'tý Uxi ý. Svefnbekkur m. dýnu og 3 púðum. Kr. 8.320,- Svefnbekkur m. yfirhillu, dýnu og 3 púðum. Kr. 13.770,- tl I Svefnbekkur m. endahillu, dýnu og 3 púðum. Kr. 11.710,- Bókahilla há. Kr. 3.670,- Bókahilla lág. Kr. 2.450,- Kommóða 8 sk. mjó. Kr. 4.240,- Kommóða 8 sk. m. skáp. Kr. 6.490,- Kommóða 8 sk. Kr. 5.380,- Kommóða 6 sk. Kr. 4.250,- Kommóða 4 sk. Kr.3.250,- Skritborð nr. 53. Lengd 120 cm. Kr. 4.590,- Skrifborð nr. 54. Lengd 120 cm. Kr. 4.120,- Skrifborð nr. 55. Lengd 150 cm. Kr. 5.730,- Skrifborð nr. 56. Lengd 150 cm. Kr. 5.380,- Öll húsgögnin eru spónlögð með slitsterkri plastfilmu í kvistafuru eða hvítu húsgagna>höllin M0BLER REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.