Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 03.09.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 íslenskur matvælaiðnaður stendur erlendum Iangt að baki eftirHilmiL. Fjeldsted Allt frá landnámsöld hefur físk- verkun verið stunduð á íslandi. Fyrr á tímum var fískur einkum þurrkaður og verkaður í skreið eða saltaður. Á seinni hluta 19. aldar var farið að salta físk í miklum mæli með tilkomu þilskipanna. Enn jókst söltunin með aukinni sókn er togaramir komu til sögunnar í upp- hafí þessarar aldar. Á þriðja tugi aldarinnar fór að gæta áhuga fyrir frystingu fisks og tók fyrsta hrað- frystihúsið til starfa í Reykjavík 1930, en það var Sænsk-íslenska frystihúsið. Árið 1939 voru frysti- húsin orðin 22 víðsvegar um landið og tíu árum síðar voru þau 72 tals- ins. Núna eru frystihúsin hátt á annað hundrað og hefur framleiðsla þeirra aldrei verið fjölbreyttari hvað pakkningar snertir. Þróun full- vinnslu hefír þó setið á hakanum og er það miður. Fiskurinn sem hér á landi er verkaður í dýrum og vönduðum fiskvinnslustöðvum fer að mestum hluta til fullvinnslu er- lendis. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fískur sé fluttur óunninn úr landi og fer obbinn til frekari vinnslu s.s. söltunar, frystingar og síðast en ekki síst til vinnsiu tilbúinna físk- rétta. Allar upplýsingar sem maður fær erlendis frá benda til aukinnar físk- neyslu og aukins áhuga á gæða- físki. Því hlýtur það að vera okkur keppikefli að leggja aukna áherslu á þróun og uppbyggingu tilbúinna rétta úr sjávarafurðum. Fiskvinnsla hér á landi hefur aldrei verið talin til matvælaiðnaður af hálfu hins opinbera. Það er um- hugsunarvert að sjálf höfuðgrein íslenskrar matvælaframleiðslu, fískvinnslan, skuli ekki teljast til matvælaiðnaðar. Það segir okkur, að sú hugsun hjá okkur Islending- um sé of rík að fískvinnslan sé aðeins til að bjarga verðmætum frekar en að auka við verðmæti hráefnisins, svo unnt verði að ná markmiðum um betri efnahag sem nær allir eru sammála um að beri að stefna að. Ég hefí undir höndum upplýsing- ar frá Útflutningsráði íslands um sænska markaðinn frá 1985. Þar kemur m.a. fram að fólksfjöldi er 8.358.000 og fjöldi heimila Hraðlestrarnámskeið Fyrsta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 9. september nk. Námskeiðið hentar vel öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftirtekt á innihald text- ans, en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn SIEMENS Siemens Siwamat 640 Fyrirferðarlítil og lipur topphlaðin þvottavél h • Aðeins 67 sm á hæð, á hjólum. •Yfir 29 þvottakerfi. •Vinduhraði: 350,700 og 850 sn./mín. •Tekur4,5 kg eins og venjuleg vél. Smith og Norland Nóatúni4, s. 28300. 4.503.100 sem þýðir að aðeins 1,85 eru að meðaltali á hveiju heimili. Út af fyrir sig eru þetta ótrúlegar tölur. Stærð heimilanna skiptist þannig: Heimili með einum fullorðn- um eru 2.342.700 eða 52%. Heimili með einum fullorðnum og bami eða bömum em 4,5%. Bamlaus heimili með tveimur fullorðnum eru 24,4% eða því sem næst fjórðungur. Og heimili með tveimur fullorðnum og bami eða bömum eru 19,1% allra heimila í Svíþjóð. Það sem sérstaka athygli vekur er að 76,4% heimila eru bamlaus, sem gæti bent til þess að Svíþjóð sé æskilegur markaður fyrir mark- aðssetningu skyndirétta. Sænska þjóðfélagsmynstrið er kannski sérstakt, en mér segir svo hugur um að svipað sé upp á ten- ingnum í öðrum löndum Norður- Evrópu. í fyrrgreindum upplýsingum Út- flutningsráðs eru einnig upplýsing- ar um inn- og útflutning Svía en þær tölur eru frá 1982. Þar kemur fram að Svíar flytja inn Iqöt fyrir 345,2 milljónir sænskra króna og út fyrir 1.018,1 milljónir. Fisk, krabbadýr og vörur úr þeim fyrir 1.328,7 milljónir króna og út fyrir 489,1 milljónir króna. Af þessum tölum sjáum við að Svíar flytja gífurlega mikið inn af físki og fískmeti og tiltölulega lítið út. Það sem þeir flytja út er þó að líkindum fullunnin vara úr þeim hráefnum sem þeir flytja inn. Við þekkjum til sfldarverkunar þeirra þar sem íslenska sfldin er keypt sem hráefni til fullvinnslu og að hluta til útflutnings aftur. Athyglisvert er að útflutningur á matar- og salthrognum hefur vaxið um 94% á tímabilinu í magni talið. Hrognin fara auðvitað beint í full- vinnslu og síðar til útflutnings að miklu leyti. í upphafí máls míns gat ég um Sænsk-íslenska frystihúsið sem tók til starfa 1930 í Reykjavík. Nýlega lásum við í Morgunblað- inu að hafín er uppsetning rækju- verksmiðju í Keflavík sem kostuð er af sænska stórfyrirtækinu ABBA. Sagan endurtekur sig. Hvenær lesum við um sænskt fyrirtæki á íslandi sem fullvinnur sfldina og hrognin? Hversu langt er að bíða eftir sænskri verksmiðju á íslandi sem framleiðir tilbúna rétti að öðru Skrúfuloftþjöppur Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkarog margtfleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. MtUmCofHn EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Ármúla23 - Sími (91)20680 Hilmir L. Fjeldsted „Það er okkar að hefj- ast handa og taka frumkvæðið í eigin hendur. Við þurfum eðlilega hjálp frá því opinbera eins og gerist hjá siðmenntuðum þjóð- um. Það er okkur til háð- ungar að hingað til lands skulu fluttir til- búnir fiskréttir frá nágrannalöndum okkar sem jafnvel eru unnir úr íslenskum fiski.“ leyti úr íslenskum sjávarafurðum? Ég hefí á tilfínningunni að ekki sé langt að bíða eftir þeim tíðindum. Sænskir tilbúnir réttir eru þegar seldir hér á landi. Er það heildversl- un Gunnars Kvaran sem hefur hafíð innflutning á tilbúnum fískréttum frá sænska stórfyrirtækinu FIND- US. Við höfum séð í sjónvarpsfréttum að FINDUS kaupir íslenskan gáma- físk í Bretlandi og er það því vel við hæfí að selja þennan fisk full- unninn til íslands á hérlend sjúkra- hús. Skyldu þeir ekki hlæja dátt Svíamir? íslenskur matvælaiðnaður stend- ur erlendum langt að baki. Undantekningar eru þó mjólkur- iðnaður og sælgætisiðnaðurinn. Mjólkuriðnaðurinn hefur frá upp- hafí byggt á erlendri þekkingu. Upphaflega komu til landsins danskir mjólkurfræðingar og tóku að sjálfsögðu upp þau vinnubrögð sem tíðkuðust í þeirra heimalandi. Þegar íslendingar hófu nám í þess- ari grein kom ekki annað til greina en allir færu utan til náms annað hvort til Danmerkur eða Noregs. Er svo enn. Mér hrís hugur við er stofnaður verður íslenskur skóli sem á að sjá alfarið um menntun mjólkurfræðinga. Er ég fullviss um að þá hefst hnignun í greininni. Sælgætisiðnaðurinn stóð frammi fyrir því fyrir all nokkrum árum að innflutningur erlends sælgætis var gefínn frjáls. Margir hugðu að þá yrði íslenskum sælgætisiðnaði veitt banahöggið. Svo varð aldeilis ekki. Menn ruku upp til handa og fóta og lögðust í víking til að kynna Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Byrjum aftur eftir sumarfrí. Fjögurra vikna námskeið hefjast 7. september. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun —- mæling — sturtur — gufuböð — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.