Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 22

Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Sölusýning Sambands ísl. myndlistarmanna: Áhersla lögð á hagsmunamál SAMBAND islenskra myndlistar- maiina heldur myndlistarsýningn í FÍM salnum, Garðarstræti 6 dagana 3. til 27. september. Þetta er sölusýning og hafa félagar i SÍM gefið myndverk til sýningar- innar og hyggjast með þvi styrkja samband sitt. „Samband íslenskra myndlistar- manna hefur verið að marka stefnu sína og munum við einbeita okkur að hagsmunamálum mjmdlistar- manna,“ sagði Guðný Magnúsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. „Fagleg umræða um listir fer fram í aðildarfélögun- um en sambandið er að he§a baráttu fyrir málum eins og höfund- arrétti listamanna, sem oft er óljós, og lífeyrissjóði listamanna." Sambandið hefur opnað skrif- stofu og ráðið lögfræðing til að vinna að málefnum þess. Islenskir listamenn eru aðilar að Sambandi Norrænna myndlistarmanna sem rekur gesta vinnustofur fyrir lista- menn víða um Norðurlönd. Ein slík stofa er í Hafnarfírði en sambandið vonast til að fleiri vinnustofum verði komið upp hér á landi. „Allt er þetta óhemju mikil vinna og fjárfrek sem að mestu er unnin í sjálfboða- vinnu af félagsmönnum. Það er því von okkar að sýningin bæti okkar hag og til að tryggja það, er verð myndverkanna haldið í lágmarki," sagði Guðný. Eftirtaldir listamenn eru meðal þeirra sem eiga myndverk á sýning- unni: Hringur Jóhannesson, Ragnheiður Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ágúst Petersen, Ásta Ólafsdóttir, Jón Reykdal, Jóhanna Bogadóttir, Guttormur Jónsson, Björg Þorsteinsdóttir og Guðbergur Auðunsson. Félag fsl. myndlistarmanna, ís- lensk Grafík, Textílfélagið, Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík, Leirlistarfélagið og Listafélagið Grýta eru aðilar að Sambandi fslenskra mjmdlistarmanna. Morgunblaðið/Bjami Frá vinstri Guðný Magnúsdóttir formaður SÍM, Kolbrún Björgólfs- dóttir með Elsu Björg Magnúsdóttur, Eyjólfur Einarsson, Daði Guðbjörnsson og fyrir framan, þær Anna Þóra Karlsdóttir og Sóley Eiríksdóttir. VGRCLD! N 'S7 SR-2 TEKUR12FARÞEGAISÆTI VERCLD! N B7 innan veggja LAUGARDALSHÖLL ÆVINTYRALEGAR FERÐIR SR-2TÆKIÐERÁ SÝNINGUNNI VERÖLDIN87 Þetta tæki, SR-2 er í raun miklu meira en flughermir. Þú flýgur um himin- geiminn, brunaráfram í rússíbana, þýtur niður snarbrattar fjallshlíðar, flýgur orrustuþotu á ofsahraða, en ert alltaf á sama stað. STÓRSÝNING FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA. Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.