Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Finnland: Norrænir ráðherr- ar funda í Helsinki Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd til umræðu Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlanda hófst á þriðjudag i Helsinki. Ráðherramir munu m.a. ræða stöðu mála með tilliti til þess að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Skýrsla embættismannanefndar- innar sem skipuð var eftir fund ráðherranna í Reykjavík í vor hefur verið lögð fram munnlega en engar Morgunblaðsins. ákvarðanir hafa verið teknar um beinan framgang málsins. Ráðherramir voru sammála um að hægt hefði miðað og að svo myndi verða áfram. Þó svo hlut- lausu ríkin tvö Finnland og Svíþjóð væru tilbúin til að hraða undirbún- ingsvinnu yrði að taka tillit til þess að NATO-ríkin þrjú, ísland, Noreg- ur og Danmörk gætu ekki upp á Flotaæfingar NATO: Spænskar her- sveitir þjálfaðar Brtissel, Reuter. HERSVEITIR frá Spáni taka í fyrsta skipti þátt í umfangsm- iklum flotaæfingum Atlants- hafsbandalagsins er nú fara fram á Noregshafi. Að sögn Roys Breivik aðstoðarflotafor- ingja lúta spænsku sveitirnar stjórn spænskra herforingja. Æfíngamar hófust á þriðjudag og bera kenniheitið „Ocean Safa- ri. Æfingar sem þessar fara tvívegis fram á ári hveiju. Spánveijar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 1986 að eiga áfram aðild að Atlantshafsbanda- laginu hins vegar hefur verið deilt um hvert eigi að vera hlutverk sveita þeirra innan bandalagsins. Þeir sem gagnrýna aðildina að NATO hafa fullyrt að verið sé að þrýsta Spánveijum til hemaðar- samstarfs á vegum bandalagsins en um það var ekki kosið í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Að sögn Roys Breivik óskuðu stjómvöld á Spáni eftir því að spænskar hersveitir yrðu þjálfaðar með sveitum annarra aðildarríkja. sitt eindæmi markað stefnu sem væri algjörlega andstæð sjónarmið- um Atlantshafsbandalagsins. Ákveðið var að embættismanna- nefndin héldi áfram að vinna að málinu og mun hún skila af sér skýrslu á næsta fundi utanríkisráð- herranna sem fram fer í Osló í mars á næsta ári. Utanríkisráð- herrar Norðurlanda koma saman tvisvar á ári og var síðasti fundur haldinn í Reykjavík í vor. Áður en fundurinn hófst á þriðju- dag var búist við að Sten Anderson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, myndi hvetja hina fulltrúana til að sýna meiri hörku gagnvart yfírvöldum í Frakklandi vegna þeirrar ákvörðun- ar að krefja íbúa þeirra landa sem standa utan Evrópubandalagsins um vegabréfsáritanir til Frakk- lands. Anderson stakk nýlega upp á því í sænskum fjölmiðlum að Svíar krefðust þess að fundarstaður Evr- ópuráðsins yrði fluttur frá Stras- borg þar til fulltrúar Norðurlanda gætu mætt á fundi ráðsins án þess að afla sér vegabréfsáritunar. Mál þetta var ekki tekið til formlegrar meðferðar _á fundi utanríkisráð- herranna. í viðræðum kom hins vegar fram að menn voru sammála um að einungis vel undirbúin rök kæmu að notum ef takast ætti að fá Frakka til að breyta afstöðu sinni og að lítt stoðaði að hafa í frammi hótanir. Reuter Frelsinu fegnir Nokkrir fangelsisstarfsmannanna, sem haldið var í gíslingu á eyjunni Elbu, skála í kampavíni við ættingja sína eftir að þeim var sleppt í fyrradag. Gíslamir fyrrverandi sögðu að ekki hefði verið farið illa með þá, en þeir hefðu óttast allan tímann að öryggissveitir myndu ráðast inn í fangelsið og að fangamir, sem héldu þeim í gíslingu, myrtu þá. Reyndar munu samskipti vígamannanna og gíslanna hafa batnað eftir því sem á leið. „Þegar öllu var lokið, tókumst við öll í hendur," sagði fangelsissálfræðingurinn, Carlo Antonelli. Tyrknesk stjórnvöld viðurkenna pyntingar London, Reuter PYNTINGAR viðgangast enn í Tyrklandi að sögn mannréttinda- hóps alþjóðasamtakanna Am- nesty. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna sem gef- ið er út mánaðarlega. Tyrknesk stjómvöld hafa viður- kennt að pyntingar eigi sér stað en aðeins í sérstökum tilvikum. í fréttabréfínu segir að samtökin hafi fengið hundruð ábendinga um pyntingar á áttunda áratugnum en síðan hafí dregið úr þeim þar til eftir valdatöku herstjómarinnar í september 1980. Borgaraleg stjóm hefur verið við völd síðan 1983. Alþjóðasamtökin Amnesty hafa sent tyrkneskum yfírvöldum nöfn yfír hundrað manns sem vitað er að hafa látist í varðhaldi. Svör hafa borist frá stjómvöldum um 82 þess- ara manna og hafa í flestum tilvik- um verið ófullnægjandi að mati samtakanna. TEYGJUFl OGÞFEK W GÓÐARAÐSTÆÐUR MEÐ VBURKENNDUMKENNURUM KOMA ÞÉRÍFlNTFORM Á SKEMMRLEGAN HÁTT Haustnámskeiðin hefjast 14. september. - Fjörugar hópæfingar (og núna sérstakir hjónatímar) fyrir hresst fólk á öllum aldri, morgun, kvölds og um miðjan dag. BARNAGÆSLA Minnum á leikhomið okkar og einnig er gæsluvöllur við Gullteig,opinn kl. 9:30-12 og 13:30-17. Innritun er hafin í símum 687801 og 687701 frá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.