Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 46

Morgunblaðið - 03.09.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐEÐ, FTMMTUDAGUR 3. SEPTEMBEÍt 1987 Helgi Þorgils sýnir í Gallerí Svart á hvítu og á Kjarvalsstöðum í GALLERÍ Svart á hvítu við Óðinstorg opnar föstudaginn 4. september sýning á grafík- og vatnslitamyndum Helga Þorgils Friðjónssonar og daginn eftir, laugardaginn 5. september, opnar sýning á Kjarvalsstöðum á olíu- málverkum eftir Helga. Helgi er fæddur í Búðardal 1953 og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976. Hann var við framhaldsnám í Hollandi 1976-1979. Helgi hefur síðan 1979 búið og starfað í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og Eitt af verkum Helga Þorgils: Sjálfsmynd og uppstilling, 1987, olía á striga. haldið einkasýningar. Af helstu sam- sýningum má nefna The world print competition í San Francisco 1977, Biennale de Paris 1980 og Norðanað í Musée de Arts Decoratifs í París og Malmö Konsthall 1986. Fyrstu einkasýningu sína hélt Helgi í Gallerí Output í Reykjavík 1975. Hann hefur einnig haldið einkasýningar í Gallerí SUM 1978, Gallerí Suðurgötu 7 1980, Gallerie Barbar í Stokkhólmi 1984, Gallerie Birgitta Rosenberg í Ziirich 1984, Gallerie Leger í Malmö 1985 og Gallerie Nemo í Erkenfurde í Þýska- landi 1987. Sýning Helga í Gallerí Svart á hvítu er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14.00-18.00 og stendur til 20. september en þá lýkur einnig sýningu hans að Kjarvalsstöðum. Icy Demantsíld á markaðinn ICY DemantsOd er nú kominn á markaðinn að nýju og að sögn framleiðenda, Sprota hfer hér um að ræða stór, þykk og mat- armikil síldarflök, eins og fólk átti að venjast af Norðurlands- sOdinni, sem hvarf af miðunum um 1967. I fréttatilkynningu frá framleið- endum segir m.a. að „þessi stóru gæðaflök séu fengin með því að velja úr stærstu og fallegustu síldina sem veiðist að haustinu fyrir Austurlandi." Þá segir enn- fremur að söltunarstöð Verktaka hf. á Reyðarfírði velji úr bestu síldina, salti hana og sjái um alla meðferð hennar í marga mánuði, sem hún þurfí að liggja í salti, áður en hún sé tilbúin til mariner- ingar. Síldin sé síðan marineruð á Reyðarfírði eftir gamalli heimilis- uppskrift. (Úr fréttatilkynningu.) Leiðrétting' í frétt í Morgunblaðinu þar sem greint var frá aðalfundi HaOgrímsdeildar Prestafélags íslands misritaðist eitt orð. í fréttinni stóð Ingjaldssandur en átti að vera IngjaldshóU. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Vélritunarkennsla Vélrrtunarskólinn, s. 28040. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakka 3. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Vegurinn. I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þribúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn. Ræöumenn Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jó- hann Pálsson. Allir eru velkomnir. Opið hús verður laugardaginn 5. september. Samhjálp. Þrekæfingar fyrir félaga skíöadeildar Kr. hefj- ast á útisvæðinu við Laugardals- laug, miðvikudaginn 2/9 kl. 17.30. Æfingar verða á þriðju- dögum og fimmtudögum á útisvæðinu við Laugadalslaug og miövikudaga við íþrótthúsið Varmárskóla Mosfellssveit kl. 17.30. Nánari upplýsingar gefur Guð- mundur Jakobsson i sima 24256. Félagar og aðrir skíöaáhuga- menn eru hvattir til að mæta. Verið velkomin. Stjórnin. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins 4.-6. sept. 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörösskála/Langadal. Gönguferðir við allra hæfi við Mörkina. Aöstaðan i Skagfjörös- skála er sú besta sem gerist i óbyggðum. Njótið dvalar í Þórs- mörk hjá Ferðafélagi íslands. 2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Öldugötu 3. Brott- för i ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Feröafélag íslands. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 6. sept.: 1) Kl. 09.00 - Svartagil - Hval- vatn — Botnsdalur. Fyrst er ekið að Svartagili í Þing- vallasveit og síðan gengiö þaðan meðfram Boinssúlum, Hvalvatni og i Botnsdal. Verð 800 kr. 2) Kl. 13.00 - Glymur i Botnsá (198 m). Ekið aö Stóra Botni í Botnsdal, síðan gengið upp með Botnsá að Glym, sem er hæsti foss landsins. Verö kr. 600. Brottför frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Til athugunar: Dagsferðir til Þórsmerkur verða sunnudaginn 13. sept. og sunnudaginn 20. sept. Verð kr. 1.000. Dvaliö um 3* 1 2 klst. í Þórsmörk og farnar gönguferðir. Brottför kl. 8.00. Feröafélag Islands. Þrekæfingar fyrir eldri félaga skíðadeildar KR. hefjast miðvikudaginn 2/9 kl. 21.20 í félagsheimili KR við Frostaskjól. Þjálfari verður Ágúst Már Jónsson. Allir félagar og aörir skíðaáhuga- menn eru velkomnir. Stjórnin. ÚTIVISTARFERÐIR Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 4.-6. sept. 1. Þórsmörk. Góð gisting i Úti- vistarskálunum Básum. Göngu- (erðir við allra hæfi. Fararstjóri: Bjarki Harðarson. 2. Haustferð á Kjöl. Gist i skála á miðjum Kili. Göngu- og skoð- unarferð um Þjófadali, Hveravelli og Kerlingafjöll. Slóðir Fjalla- Eyvindar. Farið á grasafjall. Fararstjóri: Nanna Kaaber. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófmni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Auglýsing um lögtaksúr- skurð Bæjarfógetinn á Selfossi hefur kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir ógreiddum en gjaldföllnum útsvörum og aöstöðugjöldum, álögöum í Selfosskaupstaö 1987, ásamt öllum kostnaði, áföllnum og áfall- andi svo og dráttarvöxtum aö liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar. Innheimta bæjarsjóðs Selfoss. 0 Frá Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi Skólinn verður settur í sal skólans laugardag- inn 5. september kl. 17.00. Allir nemendur mæti þangað og taki við tímatöflu sinni. Þeir sem ekki hafa gengið frá skólagjöldum vinsamlega geri það þá. Forskólabörn þurfa ekki að mæta, í þau verður hringt í næstu viku. Skólastjóri. TÓNLISTARSKOLI KÓP&JOGS Frá Tónlistar- skóla Kópavogs Innritun fer fram í sal skólans, Hamraborg 11,3. hæð, sem hér segir: 4. september frá kl. 10-13 og 15-18 5. september frá kl. 10-14 7. og 8. september frá 10-13 og 15-18. Nemendur eru beðnir að láta stundaskrá fylgja umsóknum. Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma. Athygli skal vakin á því að í vetur mun Tón- listarskóli Kópavogs bjóða uppá hálfs vetra námskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið verður í fyrirlestrarformi og verður fjallað um undir- stöðuatriði tónlistar og gefið yfirlit yfir helstu tímabil tónlistarsögunnar. Skólastjóri. Heildsalar — framleið- endur — innflytjendur Aðili í Vestmannaeyjum sem hefur á að giska ca 200 fm verslunarhúsnæði með 3ja metra lofthæð, óskar eftir að komast í samband við aðila, t.d. í byggingavörum, raftækjum eða húsgögnum. Þeir sem hafa áhuga á að ræða málin, vin- samlega leggið inn nafn og símarnúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. sept. 1987 merkt: „Samvinna um verslun — 6471“. Vetrargeymsla Tökum tjaldvagna, hjólhýsi, bíla o.fl til vetrar- geymslu í íþróttahúsi okkar í Vatnaskógi. Verð kr. 5.000,- fyrir veturinn. Upplýsingar í síma 17536 og 13437 kl. 9.00- 17.00. Skógarmenn KFUM. Útgerðarmenn — fiskverkendur Til leigu eru hraðfrystitæki með pressu, pönnum o.fl. Blásari og pressa fyrir frysti- klefa eða kæligeymslu. Roðflettivél, Kvikk hausaklofningsvél, marningsvél, Ijósaborð, kör, viftur o.fl. Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer ásamt greiðslugetu á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Leiga — 4538“. Rútuferðir á SUS-þing Rútuferöir veröa á SUS-þingiö i Borgarnesi og verður lagt af stað frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1.. Lagt er af stað kl. 15.30 föstudag, og er fólk beðið um að mæta stundvislega. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.