Morgunblaðið - 03.09.1987, Side 50
Ið
50
T8GI flaaM3Tqa8 .8 HUOAQUTMMia .QIOAJaHUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987
Ákvörðun ríkisstjómar íslands
um hvalveiðar í vísindaskyni
RIKISSTJÓRN íslands sendi á þriðjudag frá sér fréttatilkynningu
um ákvörðun sina um að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni.
Tilkynningin fer hér á eftir.
Alþingi og ríkisstjórn íslands
ákváðu árið 1983 að stöðva tíma-
bundið hvalveiðar í atvinnuskyni í
samræmi við ákvörðun Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um stöðvun hval-
veiða í atvinnuskyni á árunum
1986—1990. Jafnframt var ákveðið
að stórauka hvalarannsóknir til
þess að sem bestar upplýsingar
lægju fyrir um ástand hvalastofna
árið 1990 er ákveða ber hvort heija
eigi hvalveiðar í atvinnuskyni að
nýju.
Hafrannsóknastofnun hefur sl.
tvö ár unnið samkvæmt víðtækri
rannsóknaráætlun í samræmi við
þetta og samkvæmt ákvæðum al-
þjóðahvalveiðisáttmálans frá 1946.
Andstæðingar hvalveiða hafa
markvisst reynt að knýja íslendinga
til að fella niður þá þætti rannsókn-
anna er byggjast á veiðum.
Á síðasta ársfundi Alþjóðhval-
veiðiráðsins var að frumkvæði
stjómvalda Bandaríkjanna sam-
þykkt ályktun þar sem mælt var
með því, að íslendingar endurskoð-
uðu þessa þætti rannsóknaráætlun-
arinnar. Atkvæðagreiðsla um þessa
ályktun fór fram í ráðinu án nokk-
urrar umræðu þar um vísindalegt
gildi áætlunarinnar. Vísindamenn,
sem áður höfðu rætt áætlunina í
vísindanefnd ráðsins, gátu ekki átt
von á því, að umfjöllun þeirra yrði
grundvöllur að atkvæðagreiðslu í
ráðinu. Umfjöllun vísindanefndar-
innar um málið og skýrsla hennar
gaf ráðinu því ekki nauðsynlegar
forsendur til að byggja ákvörðun
á. í 8. gr. hvalveiðisáttmálans er
aðildarríkjum tryggður réttur til
vísindarannsókna, m.a. með veið-
um. Ályktun ráðsins er ótvírætt
brot á þeim ákvæðum og er því
ólögmæt. Bandarísk stjómvöld hafa
síðan hótað beitingu bandarískra
laga er kveða á um viðskiptaþving-
anir ef ísland fari ekki að hinum
ólögmætu tilmælum Alþjóðhval-
veiðiráðsins.
Ríkisstjóm íslands telur, að
vísindaáætlunin þurfi að tryggja,
að náð verði árið 1990 því mark-
miði sem stefnt var að, þannig að
unnt verði á grundvelli hennar að
áætla stofnstærðir hvala og tryggja
vemdun og skynsamlega nýtingu
þessara sjávarauðlinda, og meta
áhrif hvala á aðra þætti sjávarlífrík-
isins. Þessu markmiði verður ekki
náð án hvalveiða í vísindaskyni.
Ríkisstjóm íslands telur, að rann-
sóknaráætlunin stuðli að aukinni
virkni Alþjóðahvalveiðiráðsins og
hafi ekki neikvæð áhrif á vemdun-
araðgerðir ráðsins. Þjóð sem á alla
lífsafkomu sína undir sjávarafla
verður að standa vörð um rétt sinn
til sjávarrannsókna og ráðstafana
sem tengjast vemdun og nýtingu
þeirra auðlinda sem hún ber ábyrgð
á með hliðsjón af hvalveiðisáttmál-
anum og hafréttarsamningi Sam-
einuðu þjóðanna.
Ríkisstjóm íslands ákveður því
eftirfarandi:
Alþjóða deild Greenpeace-sam-
takanna í Svíþjóð sendi frá sér
tilkynningu þegar íslenska ríkis-
stjómin tilkynnti formlega á þriðju-
dag að hvalveiðum í vísindaskjmi
yrði haldið áfram. Þar segir að sam-
tökin muni á næstunni „beita öllum
kröftum til að stöðva þessa óþörfu
slátrun" á hvölum, sem felist í fyrir-
huguðu drápi 20 sandreyða á
íslandsmiðum." Formaður Green-
peace-samtakanna, David McTagg-
art, lýsti því yfir að „þessi ákvörðun
geri Islendinga að hvalveiðiþjófum.
Nokkrar gráðugir og skammsýnir
einstaklingar hafa fengið þessa vel-
metnu þjóð til að hunsa alþjóðlegar
skuldbindingar og virða fordæm-
ingu umheimsins vettugi."
„Greenpeace-samtökin skilja
ekki hversvegna íslenska ríkis-
stjómin þverskallast við að virða
1. Dregið verði úr veiðum á
þessu ári um 100 dýr frá fyrri
áætlunum. Þannig verði dregið úr
veiðum á sandreyð um helming og
fallið frá hrefnuveiðum í ár.
2. Hafrannsóknastofnun verði
falið að endurskoða rannsóknar-
áætlunina í heild fyrir næstu ár,
m.a. í ljósi þeirrar vitneskju sem
alþjóðalög," sagði Birgit Sefftnark,
talsmaður Greenpeace. „Sá mis-
skilningur virðist ríkja, að það sé
einungis Bandaríkjastjórn sem
svarar þessari misnotkun íslands á
umhverfínu. En í að minnsta kosti
18 ríkjum bíða ríkisstjómir, ein-
staklingar og samtök átekta, hvort
íslenska þjóðin ætlar að láta sér vel
líka þá hneisu sem íslenskir stjóm-
málamenn valda þjóðinni."
Ein stærstu og virtustu dýra-
vemdunarsamtök heims, World
Wildlife Fund, munu fara þess á
leit við Bandarílqaforseta að hann
grípi til viðskiptaþvingana gegn ís-
landi, ef áform um að veiða 20
sandreyðar á næstu dögum koma
til framkvæmda. Formaður samtak-
anna, William Reilly, lýsti þessu
yfír á fjölsóttum blaðamannafundi
í Washington á þriðjudag. „Við er-
aflað hefur verið með framkvæmd
rannsóknaráætlunarínnar til þessa,
m.a. með það fyrir augum að halda
veiðum í þvl lágmarki sem fram-
hald rannsókna krefst.
3. í trausti þess að tilmæli í við-
eigandi ályktunum Alþjóðahval-
veiðiráðsins á síðasta ársfundi verði
ekki tilefni til Jjvingunaraðgerða
gegn íslandi, er Island reiðubúið til
áframhaldandi samstarfs á vett-
vangi ráðsins og til að taka tillit
til þeirra vísindalegu sjónarmiða
sem þar koma fram.
4. íslensk stjómvöld eru reiðu-
búin til áframhaldandi viðræðna við
stjómvöld annarra ríkja um fram-
kvæmd þessarar ákvörðunar og um
vísindaáætlunina í heild, þ.á m. um
þátttöku í rannsóknarstarfínu.
um íhaldssamir í þessum efnum og
tökum sjaldan afstöðu af þessu tagi,
þess vegna hafa íjölmiðlar áhuga á
áliti okkar," sagði Ken Cook blaða-
fulltrúi World Wildlife Fund í viðtali
við fréttaritara Morgunblaðsins eft-
ir fundinn.
Blaðamannafundur samtakanna
var boðaður í tilefni af bréfi sem
þau sendu Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta á þriðjudag, þar sem
skorað er á hann að grípa til við-
skiptaþvingana gegn Japan vegna
hvalveiða. „Við einbeitum okkur
gegn Japan vegna þess að Japanir
eru núna helsta hvalveiðiþjóðin og
mikilvægasti kaupandi hvalaaf-
urða,“ sagði Ken Cook. „En ef
ísland heldur hvalveiðum áfram,
munum við senda samskonar ósk
um viðskiptaþvinganir til forset-
ans.“
World Wildlife Fund hefur deildir
í 23 ríkjum og um það bil 2 milljón-
ir meðlima, en bandarísku deildinni
tilheyra um 300.000 manns. Sam-
tökin veita fjárstyrki til ýmiskonar
vísindarannsókna og vemdarað-
gerða vegna dýrategunda í útiým-
ingarhættu.
NVI DMSUÓLINN
Innritun hefst Innritun og upplýsingar virka daga kl. 13-19. Símar 38830 og 51122.
mánudaginn
7.sept. / \p F.Í.D.
Veiðar á sandreyði:
Hvalavinir mótmæla
vísindaveiðumim
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
SAMTÖK hvalavina hafa mótmælt fyrirhuguðum hvalveiðum íslend-
inga og hyggjast beita sér gegn þeim svo sem kostur er. Talsmenn
Greenpeace-samtakanna voru harðorðir í garð islensku ríkisstjómar-
innar og World Wildlife Fund hyggst skora á Bandarikjaforseta að
beita viðskiptaþvingunum ef verður af áformum um sandreyðaveið-
ar. Bandarikjastjórn hefur enn ekki komið sér saman um afstöðu
til áformaðra hvalveiða á íslandsmiðum.
Nú eru sprengidagar framundan.
Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti
á meðan tækifæri gefst.
<
w
f SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS