Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 50
Ið 50 T8GI flaaM3Tqa8 .8 HUOAQUTMMia .QIOAJaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 Ákvörðun ríkisstjómar íslands um hvalveiðar í vísindaskyni RIKISSTJÓRN íslands sendi á þriðjudag frá sér fréttatilkynningu um ákvörðun sina um að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni. Tilkynningin fer hér á eftir. Alþingi og ríkisstjórn íslands ákváðu árið 1983 að stöðva tíma- bundið hvalveiðar í atvinnuskyni í samræmi við ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins um stöðvun hval- veiða í atvinnuskyni á árunum 1986—1990. Jafnframt var ákveðið að stórauka hvalarannsóknir til þess að sem bestar upplýsingar lægju fyrir um ástand hvalastofna árið 1990 er ákveða ber hvort heija eigi hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hafrannsóknastofnun hefur sl. tvö ár unnið samkvæmt víðtækri rannsóknaráætlun í samræmi við þetta og samkvæmt ákvæðum al- þjóðahvalveiðisáttmálans frá 1946. Andstæðingar hvalveiða hafa markvisst reynt að knýja íslendinga til að fella niður þá þætti rannsókn- anna er byggjast á veiðum. Á síðasta ársfundi Alþjóðhval- veiðiráðsins var að frumkvæði stjómvalda Bandaríkjanna sam- þykkt ályktun þar sem mælt var með því, að íslendingar endurskoð- uðu þessa þætti rannsóknaráætlun- arinnar. Atkvæðagreiðsla um þessa ályktun fór fram í ráðinu án nokk- urrar umræðu þar um vísindalegt gildi áætlunarinnar. Vísindamenn, sem áður höfðu rætt áætlunina í vísindanefnd ráðsins, gátu ekki átt von á því, að umfjöllun þeirra yrði grundvöllur að atkvæðagreiðslu í ráðinu. Umfjöllun vísindanefndar- innar um málið og skýrsla hennar gaf ráðinu því ekki nauðsynlegar forsendur til að byggja ákvörðun á. í 8. gr. hvalveiðisáttmálans er aðildarríkjum tryggður réttur til vísindarannsókna, m.a. með veið- um. Ályktun ráðsins er ótvírætt brot á þeim ákvæðum og er því ólögmæt. Bandarísk stjómvöld hafa síðan hótað beitingu bandarískra laga er kveða á um viðskiptaþving- anir ef ísland fari ekki að hinum ólögmætu tilmælum Alþjóðhval- veiðiráðsins. Ríkisstjóm íslands telur, að vísindaáætlunin þurfi að tryggja, að náð verði árið 1990 því mark- miði sem stefnt var að, þannig að unnt verði á grundvelli hennar að áætla stofnstærðir hvala og tryggja vemdun og skynsamlega nýtingu þessara sjávarauðlinda, og meta áhrif hvala á aðra þætti sjávarlífrík- isins. Þessu markmiði verður ekki náð án hvalveiða í vísindaskyni. Ríkisstjóm íslands telur, að rann- sóknaráætlunin stuðli að aukinni virkni Alþjóðahvalveiðiráðsins og hafi ekki neikvæð áhrif á vemdun- araðgerðir ráðsins. Þjóð sem á alla lífsafkomu sína undir sjávarafla verður að standa vörð um rétt sinn til sjávarrannsókna og ráðstafana sem tengjast vemdun og nýtingu þeirra auðlinda sem hún ber ábyrgð á með hliðsjón af hvalveiðisáttmál- anum og hafréttarsamningi Sam- einuðu þjóðanna. Ríkisstjóm íslands ákveður því eftirfarandi: Alþjóða deild Greenpeace-sam- takanna í Svíþjóð sendi frá sér tilkynningu þegar íslenska ríkis- stjómin tilkynnti formlega á þriðju- dag að hvalveiðum í vísindaskjmi yrði haldið áfram. Þar segir að sam- tökin muni á næstunni „beita öllum kröftum til að stöðva þessa óþörfu slátrun" á hvölum, sem felist í fyrir- huguðu drápi 20 sandreyða á íslandsmiðum." Formaður Green- peace-samtakanna, David McTagg- art, lýsti því yfir að „þessi ákvörðun geri Islendinga að hvalveiðiþjófum. Nokkrar gráðugir og skammsýnir einstaklingar hafa fengið þessa vel- metnu þjóð til að hunsa alþjóðlegar skuldbindingar og virða fordæm- ingu umheimsins vettugi." „Greenpeace-samtökin skilja ekki hversvegna íslenska ríkis- stjómin þverskallast við að virða 1. Dregið verði úr veiðum á þessu ári um 100 dýr frá fyrri áætlunum. Þannig verði dregið úr veiðum á sandreyð um helming og fallið frá hrefnuveiðum í ár. 2. Hafrannsóknastofnun verði falið að endurskoða rannsóknar- áætlunina í heild fyrir næstu ár, m.a. í ljósi þeirrar vitneskju sem alþjóðalög," sagði Birgit Sefftnark, talsmaður Greenpeace. „Sá mis- skilningur virðist ríkja, að það sé einungis Bandaríkjastjórn sem svarar þessari misnotkun íslands á umhverfínu. En í að minnsta kosti 18 ríkjum bíða ríkisstjómir, ein- staklingar og samtök átekta, hvort íslenska þjóðin ætlar að láta sér vel líka þá hneisu sem íslenskir stjóm- málamenn valda þjóðinni." Ein stærstu og virtustu dýra- vemdunarsamtök heims, World Wildlife Fund, munu fara þess á leit við Bandarílqaforseta að hann grípi til viðskiptaþvingana gegn ís- landi, ef áform um að veiða 20 sandreyðar á næstu dögum koma til framkvæmda. Formaður samtak- anna, William Reilly, lýsti þessu yfír á fjölsóttum blaðamannafundi í Washington á þriðjudag. „Við er- aflað hefur verið með framkvæmd rannsóknaráætlunarínnar til þessa, m.a. með það fyrir augum að halda veiðum í þvl lágmarki sem fram- hald rannsókna krefst. 3. í trausti þess að tilmæli í við- eigandi ályktunum Alþjóðahval- veiðiráðsins á síðasta ársfundi verði ekki tilefni til Jjvingunaraðgerða gegn íslandi, er Island reiðubúið til áframhaldandi samstarfs á vett- vangi ráðsins og til að taka tillit til þeirra vísindalegu sjónarmiða sem þar koma fram. 4. íslensk stjómvöld eru reiðu- búin til áframhaldandi viðræðna við stjómvöld annarra ríkja um fram- kvæmd þessarar ákvörðunar og um vísindaáætlunina í heild, þ.á m. um þátttöku í rannsóknarstarfínu. um íhaldssamir í þessum efnum og tökum sjaldan afstöðu af þessu tagi, þess vegna hafa íjölmiðlar áhuga á áliti okkar," sagði Ken Cook blaða- fulltrúi World Wildlife Fund í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins eft- ir fundinn. Blaðamannafundur samtakanna var boðaður í tilefni af bréfi sem þau sendu Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta á þriðjudag, þar sem skorað er á hann að grípa til við- skiptaþvingana gegn Japan vegna hvalveiða. „Við einbeitum okkur gegn Japan vegna þess að Japanir eru núna helsta hvalveiðiþjóðin og mikilvægasti kaupandi hvalaaf- urða,“ sagði Ken Cook. „En ef ísland heldur hvalveiðum áfram, munum við senda samskonar ósk um viðskiptaþvinganir til forset- ans.“ World Wildlife Fund hefur deildir í 23 ríkjum og um það bil 2 milljón- ir meðlima, en bandarísku deildinni tilheyra um 300.000 manns. Sam- tökin veita fjárstyrki til ýmiskonar vísindarannsókna og vemdarað- gerða vegna dýrategunda í útiým- ingarhættu. NVI DMSUÓLINN Innritun hefst Innritun og upplýsingar virka daga kl. 13-19. Símar 38830 og 51122. mánudaginn 7.sept. / \p F.Í.D. Veiðar á sandreyði: Hvalavinir mótmæla vísindaveiðumim Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. SAMTÖK hvalavina hafa mótmælt fyrirhuguðum hvalveiðum íslend- inga og hyggjast beita sér gegn þeim svo sem kostur er. Talsmenn Greenpeace-samtakanna voru harðorðir í garð islensku ríkisstjómar- innar og World Wildlife Fund hyggst skora á Bandarikjaforseta að beita viðskiptaþvingunum ef verður af áformum um sandreyðaveið- ar. Bandarikjastjórn hefur enn ekki komið sér saman um afstöðu til áformaðra hvalveiða á íslandsmiðum. Nú eru sprengidagar framundan. Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti á meðan tækifæri gefst. < w f SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.