Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.09.1987, Blaðsíða 68
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA F/l/A T ^SUZUKI ptorgttttMiiMfr FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Bandaríkjastjórn; Þjóðarörygg- isráðið fundar um hvalamál Þjóðaröryggisráð Banda- ríkjanna hefur tekið þátt í viðræðum við íslendinga um hvalamálið og fulltrúar þess fund- uðu á þriðjudag með fulltrúum annara ráðuneyta Bandaríkja- stjórnar eftir að ákvörðun fslensku rfldsstjórnarinnar um áframhald hvalveiða i visinda- skyni var gerð opinber. Stein- grimur Hermannsson utanrflds- ráðherra staðfesti þetta við Morgunblaðið og sagði þetta sýna mjög eindregið hve bandaríkja- stjóm telur þetta mál mikilvægt utanríkismál. Steingrímur sagði að fjallað hefði verið mjög ýtarlega um þetta mál í utanríkisráðuneytinu bandaríska. Það hefði þó ekki gefíð íslendingum neina formlega eða óformlega stað- festingu á að ekki yrði jgripið til viðskiptaþvingana gegn Islending- um en viðbrögðin við ákvörðun íslensku stjómarinnar, að draga úr vísindaveiðunum, hefðu verið já- kvæð. Afleiðingar þurrká- sumarsins: Vatnsból víða uppþornuð í Borgarfirði Grund, Skorradal. ÓVENJU þurrviðrasamt hefur verið um vestanvert landið i sum- ar og eru nú viða þrotið vatn i vatnsbólum á bæjum. Til dæmis er þetta i fyrsta skipti síðan 1928 að vatnsból á Fitjum í Skorradal þornar, að sögn Stefáns Stefáns- sonar fyrrverandi bónda þar. Morgunblaðið/Einar Hólm '%^'Séí YFIR 50 TONNA HAL Stálvík SI var við veiðar í Reykjafjarðarál nýverið og var þessi Hólm, sá ástæðu til að festa það á fílmu. Skipstjóri í þessum mynd tekin þegar trollið var dregið inn eftir vel heppnað tog. túr var Sigurður Helgi Sigurðsson. Reyndist þetta vera yfír 50 tonna hal og yfírvélstjórinn, Einar Tilboðsgjafar ræða sameigin- leg kaup á Utvegsbankanum Úrkomumælingar eru við Anda- kflsárvirkjun og er mánaðarúrkom- an í ágúst einungis 25,9 mm, í júlí 45,1 mm og í júní 9,1 eða alls 80,1 mm þessa þrjá mánuði, og er það aðeins brot af meðalúrkomu. — Davíð Hugsanlegt að allir bankar nema Landsbankinn komi inn í myndma JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra tilkynnti í gær að tilboðs- gjafarnir i hlutabréf rikisins i Utvegsbankanum hefðu sam- þykkt að taka þátt i viðræðum Sigri fagnað íslendingar sigruðu Austur-Þjóðveija í undankeppni Ólympíuleikanna á Laugardalsvelli í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Guð- mundur Torfason og Ólafur Þórðarson skoruðu mörk Islands í síðarí hálfleik. íslenska liðið lék vel og þeir sjást hér fagna að leikslokum og klappa áhorfendum lof í lófa fyrir stuðninginn. Sjá umfjöllun á íþróttasíðum 45 og 47. um hugsanlegt samkomulag þeirra i milli. Auk þess er gert ráð fyrir að fleiri geti komið síðar inn i þessar viðræður og er þar átt við starfsmenn og við- skiptamenn bankans og spari- sjóði sem lýst hafa yfir áhuga á kaupum á hlutafé Útvegsbank- ans. Viðræðumar munu einnig snúast um endurskipulagningu bankakerfisins og er hugsanlegt að allir bankarnir nema Lands- bankinn komi inn í þessar viðræður. Sett eru tímamörk til septemberloka en ef viðræðurn- ar hafi ekki borið árangur verður leitað annarra leiða til lausnar málsins. Fyrsti fundur Sambands íslenskra samvinnufélaga og hóps 33 aðila verður klukkan 16 í dag í viðskiptaráðuneytinu. Báðir þessir aðilar, sem hafa gert tilboð í hluta- fé ríkisins í Útvegsbankanum hf., samþykktu þátttöku í viðræðunum eftir að viðskiptaráðherra hafði farið þess á leit. Samvinnuhreyf- ingin setti 4 forsendur og skilyrði fyrir þátttöku sinni og tekur þar m.a. fram að sú afstaða að hún hafl þegar fest kaup á hlutafénu í Útvegsbankanum sé óbreytt. Valur Amþórsson stjómarformaður Sam- bandsins sagði þó í gær að æskilegt væri að menn leituðu leiða til að leysa þann hnút sem málið væri komið í og að fundin verði leið í þessum viðræðum sem gæti verið nothæfur samningsgrundvöllur milli þessara aðila. Kristján Ragn- arsson talsmaður aðilanna 33 sagði að hópurinn væri fús að ræða þetta mál án skilyrða eða forsenda. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði á fréttamannafundi í gær að með þessum viðræðum væri verið að leita að farsælli lausn á málinu sem góður friður geti tek- ist um bæði á stjómmálasviðinu og viðskiptasviðinu. Hinsvegar réðu viðskiptahagsmunir mestu og ekki væri aðeins um að ræða að áðurgreindir aðilar næðu saman heldur þyrfti að tryggja hagsmuni almennings, ríkissjóðs og viðskipta- manna bankans. Viðskiptaráðherra sagði einnig að hann skildi undirtektir tilboðs- gjafa þannig að þeir væm reiðu- búnir að ræða sameiningu Útvegsbankans og annarra lána- stofnana. Hann sagði aðspurður að ef Búnaðarbankinn yrði til sölu væri hugsanlegt að þessir aðilar, eða fleiri, kaupi saman bæði Út- vegs- og Búnaðarbankann. Sjá nánar viðtöl við Kristján Ragnarsson og Val Arnþórs- son á bls. 4. Norska fyrirtækið Dyno Industríer: Leitar eignarhluts í íslenskum plastidnaði FULLTRÚAR norska stórfyrirtækisins Dyno Industrier hafa óskað eftir viðræðum við a.m.k. tvö íslensk fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig í framleiðslu f plastvörum til sjávarútvegs, um samstarf eða jafnvel hugsanlega eignaraðild. Fyrirtæki þessi eru Plasteinangrun hf. á Akureyri og Sæplast hf. á Dalvík. Dyno Industrier er stórt fyrir- tæki sem er í meirihlutaeign Norsk Hydro. Jón Sigurðarson stjómar- formaður Plasteinangrunar hf. staðfesti það við Morgunblaðið að fulltrúar fyrirtækisins hefðu leitað eftir samstarfí við Plasteinangrun. Jón sagði að fyrirhugað væri að eiga fund með forráðamönnum Djmo Industrier f þessum mánuði til að ræða þessi mál frekar. Pétur Reimarsson fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf. stað- festi einnig að fulltrúar norska fyrirtækisins hefðu óskað eftir samvinnu og hugsanlegri eignar- aðild að Sæplasti en engin afstaða hefði verið tekin til þeirra óska af hálfu Sæplasts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.