Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Bifreiðaeftirlitið: Nýskrán- ingar bíla fleiri en aJlt síðasta ár Bifreiðaeftirlit ríkisins skráði 17.742 nýjar bifreiðar og stór bifhjól á fyrstu 9 mánuðum þessa árs, en það er 1847 fleiri en allt árið í fyrra. Flestir festa kaup á nýrri bif- reið eða stóru bifhjóli í júlímán- uði, en þá voru 2728 nýskrán- ingar hjá Bifreiðaeftirlitinu. Hins vegar virðast fáir huga að slíku í janúar, en þá voru nýskráningar 1317. Samtals voru nyskráningar á fyrstu níu mánuðum þessa árs 17.742, sem fyrr sagði, en allt árið í fyrra voru þær 15.895, eða 1847 færri. * É Morgunblaðið/Sverrir Stefnir í 10—15% geng- islækkun eftir áramót - segir Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda VÍGLUNDUR Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðn- rekenda telur að 10—15% gengis- lækkun og óðaverðbólga fylgi í kjölfar 7,25% kauphækkunar 1. október. Þetta kemur fram í við- tali við Víglund í nýjasta hefti fréttabréfs félagsins, Á döfinni. Víglundur segir að með þessari hækkun séu efnahagsmálin endan- lega farin úr böndunum. Engar forsendur séu fyrir slíkri launa- hækkun enda sé nú þegar búið að færa stórum hópum lauþega mun meiri kaupmátt en stefnt var að með desembersamningunum á sl. ári. Þá telur Víglundur fáránlegt að ákveða 5,65% kauphækkun til við- bótar við 1,5% hækkunina sem var samningsbundin og segur augljóst að hún færi láglunamanni með 30.000 krónur á mánuði 1.700 króna kauphækkun, en manni með 150.000 króna mánaðarlaun tæp- VEÐUR / / /' 7 / / / / / / / / / / 9 / DAG kl. 12.00: ' ' ' ' 10°J ' r Z? r r r r r / / / / / / / f Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3.10.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir S-Skandinavíu er 1.045 millibara hæð, en vaxandi 985 millibara lægð skammt norður af Nýfundna- landi hreyfist allhratt norðaustur. Veður fer heldur hlýnandi. SPÁ: (dag verður hvöss suðvestanátt og rigning um mest allt land. Snýst í alhvassa suðvestanátt er líður á daginn. Hiti 9—15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR: Suölæg átt og fremur hlýtt í veðri. Rigning eða skúrir um mest allt land. MÁNUDAGUR: Breytileg átt og skýrir víða um land nema á Vest- fjörðum verður norðaustlæg átt og slydda. Heldur kólnandi veður. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar -(\ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. LéttSk”að / / / / / / / Rigning / / / * / » Skýjað / * / * Slydda / * / Alskýjað # # # * * * * Snjókoma * # * -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El == Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður rjOá C m w % w T W' 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hlti veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 8 skúr Bergen 10 skýjað Helsinki 14 léttskýjað Jan Mayen B skýjað Kaupmannah. 13 léttskýjað Narssarssuaq 6 rigning Nuuk 3 þoka Osló 6 þokumóða Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn 10 þokafgrennd Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 1B heiðskfrt Aþena vantar Barcelona vantar Berifn 12 léttskýjað Chicago 9 skýjað Feneyjar 17 léttskýjað Frankfurt 14 léttskýjað Glasgow 14 mistur Hamborg 14 léttskýjað Las Palmas 26 hélfskýjað London 17 mlstur LosAngeles 19 heiðskfrt Lúxemborg 13 lóttkýjað Medrid 21 skýjeð Malaga 26 léttskýjað Mallorca 28 hólfskýjað Montreal 9 rignlng é sfð kl. NewYork 12 heiðskfrt Paris 14 þokumóða Róm 23 hálfskýjað Vfn 13 léttskýjað Washington 10 helðskfrt Wlnnlpeg + 3.2 skýjað lega 8.500 króna kauphækkun. Segist hann ekki sjá vilja verka- lýðsforustunnar til að stuðla að launajöfnun. Grímsey: Litlir kippir fyrir fund um skjálftavirkni Grfmsey. SEX sérfræðingar frá Al- mannavörnum, Raunvísinda- stofnun Háskólans og Veðurstofunni komu til Grímseyjar i gær og héldu fund með íbúum eyjarinnar í kjölfar jarðskjálftahrinunnar sem nú hefur staðið yfir í þtjár vikur. Á fundinum var rætt almennt um jarðskjálfta, landrek og fleira, hvað helst bæri að varast og hvemig ætti að bregðast við þeg- ar jarðskjálftar ganga yfir. Fram kom að sérfræðingar teíja snöggt- um minni líkur á stórum jarð- skjálfta á Norðurlandi en á Suðurlandi. Skýringuna sögðu þeir vera þá að á Norðurlandi hafa komið litlir jarðskjálftar af og til á löngu tímabili og því sé lítil spenna í jarðskorpunni. Hins vegar hefur orka hlaðist upp á Suðurlandi sem gæti átt eftir að bijótast út. Engin hætta er því fyrirsjáanleg hér í nágrenninu en við sem búum hér verðum að læra að búa með þessu. Mæting var ekki nógu góð á fundinum. Þar mættu 15 fullorðn- ir og 20 böm innan við fermingu, enda sláturtíð og mikið að gera á sjó. Margir spurðu þó gestina og var kvenfólkið duglegast að spyija um orsakir og afleiðingar jarð- skjálfta. Rétt áður en sérfræðingamir komu gekk yfir smá jarðskjálfta- hrina hér í Grímsey. Fólk hefur ekki mikið fundið fyrir jarðskjálft- um að undanfömu en jarðskjálfta- mælar hafa sýnt hræringar nú í um þijár vikur. Engir snarpir kippir hafa þó komið frá því á fyrsta sólarhringnum. Alfreð Fíknief nalögreglan: 24 handteknir á tæpri viku Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur handtekið 24 menn frá síðasta sunnudegi, vegna gruns um fikniefnamis- ferli. Á þessum tíma hefur lögreglan leitað í fímm húsum í Reykjavík. Á miðvikudag var í Morgunblaðinu sagt frá húsleit á tveimur stöðum og vom 13 manns handteknir vegna þeirra mála. Flestir þeirra 24, sem handteknir hafa verið, em fíkni- efnaneytendur, en nokkrir vom handteknir fyrir sölu á fíkniefnum. í húsunum ftmm fundust tæki til fíkniefnanotkunar, s.s. reykjarpípur og sprautur. Að sögn Amars Jens- sonar, lögreglufulltrúa, fannst lítið magn af fíkniefnum við leit. Úr umferðinni í Reykjavík fimmtudaginn 1. október 1987 Árekstrar bifreiða: 23. Kl. 08.50 var ekið á mannlausan bíl í Granaskjóli og sá sem olli tjóni hvarf af vettvangi og er eftirlýstur. Kl. 15.19 var bifreið ekið á umferðarmerki á gatnamótum Nóatúns/ Brautarholts og farið af vettvangi. Bflnúmer náðist. Samtals 35 kærar fyrir brot á umferðarlögum á fímmtudag. Hraðast var ekið samkvæmt skýrslum með 99 km/klst. hraða um Vesturlandsveg að Ártúnsbrekku en leyfður hámarkshraði þar er 60 km/klst. Ökumenn vom kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og aðrir fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita. Kært var fyrir ólöglegar stöð- ur bifreiða víðsvegar í borginni og 3 bifreiðar fluttar brott með kranabifreið. Klippt var af 6 bifreiðum fyrir vanrækslu á skoðun. í fímmtudagsumferðinni fundust 2 réttindalausir ökumenn og 2 vom grunaðir um ölvun undir stýri. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.