Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
25
Ævintýrið 10 ára
eftirRúnar
Guðbjartsson
íslenska þjóðin stendur í mikilli
þakkarskuld við þá menn, sem áttu
frumkvæðið að því að senda
alkóhólista til Freeport Hospital í
Bandaríkjunum, sem var og er
meðal fremstu sjúkrahúsa fyrir
alkóhólista í heiminum í dag.
Þegar þessir fyrstu endurhæfðu
alkóhólistar komu heim og fóru að
taka til hendinni má segja að hafist
hafí það ævintýri sem nú er alkunn-
ugt.
Fyrst stofnuðu þeir Freeport-
klúbbinn, sem er félag fyrrverandi
sjúklinga frá Freeport-spítala, og
nokkru seinna stofnuðu þeir ásamt
öðru góðu fólki, sem hafði áhuga á
alkóhólisma Samtök áhugafólks um
áfengisvandamálið, SÁÁ, og síðast
en ekki sízt olli koma þessara
manna geysilegri aukningu og
grósku innan AA-hreyfingarinnar á
Islandi.
Nú er svo komið að við íslending-
ar erum í hópi örfárra þjóða, sem
höfum náð marktækum árangri í
Rúnar Guðbjartsson
meðferð alkóhólisma og annarra
vímugjafa.
Þessi árangur hefði ekki náðst
ef ekki hefði komið til góður stuðn-
ingur ýmissa opinberra aðila og
þjóðin öll sýnt þessu máli mikinn
áhuga og velvilja.
Nú gætu einhveijir spurt, hvort
ekki væri óþarfi að senda menn til
Bandaríkjanna í meðferð, þar sem
við sjálfir höfum náð svo góðum
árangri á þessu sviði. Því er til að
svara að eðli þessa illvíga og lúmska
sjúkdóms er slíkt, að við þurfum
umm ókomna framtíð að hafa góð
sambönd við sjúkrahús í Banda-
ríkjunum, þótt nú fari þangað færri
sjúklingar. Nú getum við sjálfir
deilt reynslu okkar með nágrönnum
okkar í austri og höfum gert með
góðum árangri.
Ég er ákaflega þakklátur fyrir
að hafa fengið tækifæri til að vera
með í þessu ævintýri og mér dettur
oft í hug hve margt líkt er með
SÍBS og SÁÁ.
í báðum tilfellum er virkjað það
afl, sem sjúklingurinn sjálfur öðlast
við- að ná bata á sínum sjúkdómi,
til að hjálpa öðrum, sem eiga við
sama vanda að stríða.
SÍBS gerði ísland heimsfrægt
vegna góðrar frammistöðu í barátt-
unni við hvíta dauðann.
SÁÁ er á góðri leið með að gera
það sama, við svarta dauða tuttug-
ustu aldarinnar, alkóhólisma.
Höfundur er flugstjóri.
OPEN ACCESS
ítarlegt námskeið í hinum vinsæla samofna OPEN
ACCESS. Kerfið inniheldur ritvinnslu, töflureikni,
teiknivang, gagnagrunn, og samskiptaforrit. Öll
skýrslugerð er mjög auðveld með kerfinu og það
býður upp á marga möguleika við geymslu og
meðhöndlungagna.
Efni námskeiðsins:
* Kynning á vinnuumhverfi keríisins.
* Ritvinnsla í OPEN ACCESS.
* Gagnagrunnur.
* Töflureiknir og teiknivangur.
* Samskiptakerfi OPEN ACCESS.
* Kynning á forritun í OPEN ACCESS.
VHh)álmur ÞorMeinuon
Lengd: 20 klst.
Tími: 19.-24. október kl. 19-22 mán. til föst.
og9-15laugardag.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28
Oruggar upplysingar um
KASKÓ -ÁVÖXTU N
Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun
sem svarar 22,96%
Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (júlí-sept.) var 5,3%.
Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 22,96% ársávöxtun.
Ef miðað er við síðustu þrjú vaxtatímabil KÁSKÓ-reikningsins (janúar-sept.)
þá er ársávöxtun reiknuð á sama hátt 24,38%.
KASKÓ - öryggislykill Sparifjáreigenda.
VeRZUJNfiRBfiNKINN
-(Aúwcvi Mteð faén, f