Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 9 Haust- smölun Seinni smölun í sumarhögum Fáks verður í dag laugardaginn 3. október. Bílarverða íGeldingar- . nesi frá kl. 12.00-13.30, Blikastöðum um kl. 14.00 og Völlum á Kollafirði um kl. 15.00. Hesthús Þeir, sem ætla að vera með hesta í hesthusum Fáks á komandi vetri, hafi samband við skrifstof- una sem fyrst. Skrifstofan verðurframvegis opin frákl. 15.00-18.00. Hestamannafélagið Fákur. MALVERKA- sýning á málverkum eftir SigurA Kristjánsson, listmálara, í Eden Hverageröi, dagana 23. sept — 6. okt. rGEGN SIAÐGREIÐSUJn HAMPIOJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.160,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Að sovésku undirlagi Vigfús Geirdal einn af frammámönnum meðal herstöðvaand- stæðinga hefur gengið fram fyrir skjöldu og lýst yfir því, að svokölluð friðarráðstefna, sem „Alþjóðleg samtök friðarhreyf- inga“ efna til hér á landi í dag og á morgun, sé haldin að undirlagi Sovétmanna. Minnir framganga Vigfúsar í þessu máli á það, þegar Hjalti Kristgeirsson, sem þekkir vel til innviða Al- þýðubandalagsins, vakti athygli á því fyrir fáeinum árum, að Islenska friðarnefndin væri útibú frá Heimsfriðarráðinu, sem er í raun hluti af alþjóðadeild sovéska kommúnistaflokksins. 7 hreyfingar, 4 ræðumenn í samtali við Morgun- blaðið á fimmtudag segir Vigfús Geirdal, að sjö íslenskar friðarhreyfing- ar: íslenska friðamefnd- in, Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna, Friðarsamtök islenskra kvenna, Sam- tök lækna gegn kjam- orkuvá, Samtök kjaraorkuvopnalauss ís- lands, Friðarsamtök listamanna og Friðar- hópur fóstra, standi að því að efna til ráðstefnu nú um helgina, þar sem rætt skal um frið í tilefni af þvi að tæpt ár er liðið frá fundi þeirra Reagans og Gorbachevs hér á landi. í Morgunblaðinu f gær kemur síðan fram, að ráðstefnan verður sett af Steingrími Hermanns- syni, utanrikisráðherra, en þar tala síðan Jþrír islenskir fulltrúar: Olaf- ur R. Grfmsson, fram- bjóðandi til formennsku i Alþýðubandalaginu, Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalist- ans, og sr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum i Kjós. Vigfús Geirdal, sem hefur um árabil starfað innan Samtaka her- stöðvaandstæðinga, segir, að þau samtök hafi aldrei haft nein tengsl við Heimsfriðarráðið, sem standi að baki þess- ari ráðstefnu hér. Um það er ekki deilt, að Heimsfriðarráðið er stofnun, sem starfar í þágu Sovétrikjanna. Þó er það ekki ráðið sjálft, sem skipuleggur ráð- stefnuna hér, heldur Alþjóðleg samtök friðar- hreyfinga eða Intemati- onal Liason Forum of Peace Forces, sem að sögn Vigfúsar Geirdal er útibú frá Heimsfriðar- ráðinu. Segir Vigfús það nánast einsdæmi að ut- anríkisráðherra í NATO-ríki „ávarpi ráð- stefnu, sem haldin er að tilhlutan Heimsfriðar- ráðsins" eins og hann orðar það. í Morgun- blaðinu á fimmtudag kom fram, að upplýsing- ar Vigfúsar Geirdal vom hið fyrsta, sem sýndi Steingrími Hermanns- syni utanríkisráðherra hvers kyns var, hvers konar ráðstefnu hann ætlaði að setja. Sagðist Steingrfmur ekki myndu hætta við að hitta ráð- stefnugesti, þótt „af orðanna hljóðan væri hér um allt aðra hluti að ræða, en þá sem honum hefði verið sagt“. Blekkingar- vefur Fáviska Steingrims Hermannssonar utanrik- isráðherra um það hvers kyns ráðstefnu hann er að setja er ágæt stað- f esting á þeim blekking- arvef, sem Sovétmenn og útsendarar þeirra em lagnir við að draga upp, ekki síst þegar friðurinn er annars vegar. Þeir vita sem er, að komi þeir tíl dyranna eins og þeir em klæddir, vill enginn við þá kannast. Komi þeir hins vegar í dular- klæðum undir fögrum og ábúðarmiklum nöfnum og með friðinn á vörun- um komast þeir oft talsvert langt. Og nú er kannski einsdæmi að gerast, þegar utanríkis- ráðherra i NATO-ríki setur ráðstefnu á vegum Heimsfríðarráðsins. Á enskrí tungu em þeir nefndir „fellow trav- ellers", sem fyrir hálfri öld eða svo festust í sov- éska blekkingarvefnum og tóku jafnan upp hanskann fyrir Stalín, þegar hann þurftí á þvi að halda. Á íslensku hef- ur verið talað um nyt- sama sakleysingja i þessu sdmbandi. Lýsa þau orð prýðilega þvi, sem hér er um að ræða, oft í sak- leysi og að óathuguðu máli taka menn eitthvað að sér, sem þjónar allt öðrum tílgangi en þeir ætla. Hefur stímpillinn nytsamur sakleysingi þvi miður átt alltof vel við marga þá, sem mest hafa látíð að sér kveða i svo- kallaðri friðarbaráttu hin síðari ár. Eins og minnt var á i Stakstein- um fyrir fáeinum dögum, er það ekki stefna ein- hliða afvopnunarsinn- anna i friðarhreyfingun- um, sem hefuivgetíð af sér samkomulag um upprætingu meðal- drægra kjamorkueld- flauga i Evrópu heldur stefna ríkja Atlantshafs- bandalagsins, sem mótuð var á sameiginlegum vettvangi þess. Grein Friðriks Eins og glöggir, áhugasamir og tryggir lesendur Staksteina hafa vafalaust tekið eftir var i gær vitnað i sömu grein eftir Friðrik Pálsson, for- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og gert var í Staksteinum á þriðjudaginn. Vilja Stak- steinahöfundar bera hönd fyrir höfuð sér af þessu tílefni og lýsa þvi yfir, að þeir lesa dálkinn og muna hvað þeir hafa skrifað i hann. Þótt Fríð- rik Pálsson sé alls góðs maklegur og hann sitji i bókstaflegri merkingu yfir höfðum Staksteina við Aðalstrætí, var það slys, að tvisvar sinnum vom birtir kaflar úr sömu grein hans. sími Mlutabréfamarkaóurinn hf. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.H., 101 Reykjavík. TSíQamatkadutinn K^t-iettisqöiu 12-18 MMC Pajero Turbo 1987 Silfurgrár, sjálfsk., ekinn 21 þ.km. Glæsileg- ur 7 manna jeppi. Verð 1150 þús. Dodge Aries station 1987 Blár, ekinn 6 þ.km. 4 cyl., sjálfsk. m/aflstýri o.fl. Verö 690 þús. Daihatsu Charade CX 1987 Steingrár fsans.J, 2 dekkjag., útvarp + segul- band o.fl. Verð 350 þús. 1987 Hvítur, sjálfsk., ekinn 18 þ.km. Aflstýri, útv. + segulb. Verö 530 þús. skipti á ódýrari nýl. sjálfsk. bíl. Toyota Tercel 4x4 1987 Silfurgrár, ekinn aöeins 12 þ.km. Sem nýr. Verö 570 þús. Nissan Twin Cam SR 1988 Rauöur, ekinn 3 þ.km. Útvarp + segulb. Grjótgrind, sílsalistar, rafm. í rúöum o.fl. Nýr kraftmikill sportbíll. VerÖ 670 þús. V.W Golf C diesel sendib. ’85 Ektnn 92 þ.km. Útlit gott. V. 290 þ. Saab 900i ’86 17 þ.km. 4 dyra. V. 630 þ. Mazda 323 LX 1300 f87 Blásans, 5 gíra. Sem nýr. V. 390 þ. Citroen CX GTI ’82 Úrvalsbill m/sóllúgu o.fl. V. 460 þ. Mazda 323 (1.3) ’85 Sjálfsk., 22 þ.km. 3 dyra. V. 330 þ. MMC Colt 1500 '86 28 þ.km. Útv. + segulb. o.fl. V. 390 þ. Toyota Tercel 4x4 '84 50 þ.km. Gott eintak. V. 440 þ. BMW 316 (4 dyra) ’85 38 þ.km. 5 gíra. V. 560 þ. Mercury Topaz GS '85 49 þ.km. 5 gíra m/framdrifi. V. 480 þ. Blazer sport ’ 85 28 þ.km. V-6. Glæsilegur jeppi v. 980 þ. Toyota Corolla Twin Cam 16 '85 23 þ.km. Silfurgrár sportbíll. V. 520 þ. Við opnum í dag verslunina nýja og glæsilega blóma- og gjafavöruverslun í verslunarmiðstöðinni í Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík. Við höfum á boðstólum úrval afskorinna blóma ög pottablóma. Einn- ing gott úrval af vandaðri og fallegri gjafavöru. Vió höfum mikla reynslu í gerð allskonar skreytinga og munum m.a. veita eftirtalda þjónustu: Gerð blómavanda Gefð gjafaskreytinga - blómakarfa - þurrskreytinga - brúðarvanda - kransa og kistuskreytinga - skreytinga á brúðarbíla - skreytinga í fyrirtækjum - boróskreytinga Við veitum persónulega ráðgjöf ásamt þjónustu í öllu er lýtur að meðferð blóma og hönnun skreytinga. Liður í þjónustu okkar er að veslunin verður opin alla virka daga frá kl. 09.00-22.00 og sunnu- daga frá kl. 10.00-22.00 Viö bjóðum alla hjartanlega velkomna að skoða verslun okkar og reyna viðskiptin. Kær kveðja, Unnur Magnúsdóttir Þórhildur GuÓmundsdóttir E.S. Vinsamlegast veitið því athygli að við erum ekki í símaskránni en númeriö okkar er 84200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.