Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannesseri, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Háskólinn og atvinnulífið Víða um lönd hefur mik- ill og vaxandi áhugi verið á auknu samstarfí milli háskóla og atvinnulífs. Slík samvinna á sér auðvitað langa sögu en frægasta dæmið síðustu áratugi er vafalaust samstarf atvinnu- fyrirtækja, sérstaklega í rafeinda- og tölvuiðnaði, og háskólakennara í Kalifomíu. Þar hefur slíkt samstarf leitt til þess að risafyrirtæki hafa orðið til á skömmum tíma. Samvinna af þessu tagi hef- ur einnig borið mikinn árangur annars staðar í Bandaríkjunum, t.d. á svæð- inu í kringum Boston og í Suðurríkjunum. Samstarf atvinnulífs og háskóla færist mjög í vöxt í mörgum Evrópulöndum, í Bretlandi, Þýzkalandi og á öllum Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að fylgjast með því, hvað Háskóli íslands leggur nú mikla áherzlu á að efla þessi tengsl. Sú var tíðin, að háskólinn var fyrst og fremst stofnun, sem út- skrifaði verðandi embættis- menn. Það breyttist og árum saman hefur vel menntað fólk frá Háskóla íslands gengið í þjónustu atvinnu- lífsins og látið mikið að sér kveða. Margir af helztu for- ystumönnum í atvinnulífí okkar nú sóttu menntun sína til Háskóla íslands og öfluðu sér síðan framhaldsmennt- unar erlendis. Háskólinn leitast nú við að koma þeirri þekkingu, sem er að fínna innan veggja hans til skila til atvinnulífs- ins, svo að hún megi nýtast þar. Þetta er gert með margvíslegum hætti. Hér hefur orðið til a.m.k. eitt mjmdarlegt fyrirtæki, sem er beinlínis ávöxtur af þró- unarstarfí í Raunvísinda- stofnun Háskólans. Þá hefur háskólinn í samstarfí við aðra beitt sér fyrir byggingu tæknigarða, sem eiga að skapa eðlilegt umhverfí fyrir samstarf háskólamanna og atvinnulífs. Það er orðið al- gengara en áður var, að háskólakennarar starfi í tengslum við atvinnufyrir- tæki, jafnframt kennslu- störfum við háskólann. Auðvitað eru vissar hættur í því fólgnar m.a. þær, að háskólinn missi góða starfs- menn til atvinnulífsins, enda launakjör háskólakennara slíkt hneyksli, að ekki er við því að búast, að háskólanum haldist til lengdar á hæfí- leikamönnum. Að sumu leyti hafa at- vinnuvegimir sýnt þessu samstarfi við háskólann tak- markaðan áhuga, sam- kvæmt því, sem fram kom í ræðu háskólarektors á kynn- ingarfundi um samskipti háskólans við íslenzkt at- vinnulíf. Vafalaust stafar það að mestu leyti af þekk- ingarskorti á þeim möguleik- um, sem felast í slíku samstarfí. Þá er hugsanlegt, að atvinnufyrirtæki hér telji sig ekki hafa bolmagn til þess að leggja fram fjármuni til rannsóknarstarfa, sem skila sér kannski ekki nægi- lega fljótt að þeirra mati. En þetta á áreiðanlega eftir að breytast enda sýnir reynslan frá öðrum löndum, að atvinnulífið getur hagn- ast gífurlega á samstarfí við háskóla og háskólakennara. Það gerir háskólinn- líka. Tengsl við atvinnulífið gera störf háskólakennara bæði áhugaverðari og opna þeim nýja sýn á hversdagsleg vandamál í atvinnulífínu, sem þeir mundu ella ekki kynnast. Frumkvæði Háskóla ís- lands að því að efla tengslin við atvinnulífið er eitt af því ánægjulegasta, sem er að gerast í mennta- og atvinnu- málum um þessar mundir. Það sýnir, að Háskóli íslands nýtur forystu manna, sem eru tilbúnir að brydda upp á nýjungum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir framtíð þjóðarinnar. Þess vegna ber að styðja þetta framtak há- skólans svo sem framast er : kostur. Hermenn við skotæfingar. Þyrlur sem notaðar voru við æfingarnar. Kanada: Varalið Bandaríkjahers æfir landvamir Islands Norðmenn hafa mótmælt þessari ákvörðun og enn er óvíst hvemig skarð kanadísku sveitannna verð- ur fyllt. ARICE Höfuðstöðvar varaliðsins, sem sent verður hingað til lands telji stjómvöld það nauðsynlegt, em í Massachusetts í Bandaríkjunum. Yfírstjóm þeirra nefnist ARICE (U.S. Army Forces Iceland) og heyrir undir 94. herstjómina, sem stjómar öllum varaliðssveitum Bandaríkjahers sem er að fínna á Nýja Englandi. Æfíngar varaliðsins fara að jafnaði fram einu sinni í mánuði. Fjórar stórar æfíngar hafa verið skipulagðar á vegum ARICE frá því henni var komið á fót árið 1984. Hingað til hafa þær farið fram innan landamæra Banda- ríkjanna utan einu sinni. Að þessu sinni var ákveðið að þær fæm fram í Kanada. Flutningur liðsafl- ans yfír landamærin var viðamikið verkefni og vora flutningavélar notaðar í því skyni auk þess sem lestir flutningabifreiða fluttu tækjabúnað og vistir norður yfír landamærin. Þetta er í fyrsta skipti sem öllum liðsaflanum sem heyrir undir 94. herstjómina er safnað saman á einum og sama staðnum en árið 1985 fóm fram mun umsvifaminni æfíngar í Gagetown. Þá vom æfíngamar einskorðaðar við einstakar flokks- deildir en nú gafst tækifæri til að æfa iiðsflutninga herfylkja. Sjálfar æfingamar fóm fram frá 8. til 16. ágúst en sveitimar vom alls 15 sólarhringa í Kanada. Sérfræðingar töldu heppilegt að æfa vamir íslands í Gagetown þar sem landslagi þar mun svipa nokkuð til þess sem er að fínna hér á landi. Yfírmenn ARICE kváðust á hinn bóginn gera sér ljóst að ekki væri unnt að líkja fyllilega eftir raunvemlegum að- stæðum hér á landi. Landið er hijóstmgra og erfíðara yfírferðar en æfíngasvæðið í Kanada en í New Bmnswick er bæði að fínna berangur og skóga. Ekkert til sparað Á hinn bóginn gafst herforingj- um nú tækifæri til að æfa mun umsvifameiri liðsflutninga en áður vegna þess að æfíngasvæðið var Brynvagnar af gerðinni M-118. Herbílalest á leið til æfíngasvæðisins við Gagetown. RÚMLEGA 5.000 manns úr sveitum varaliðs landhers Bandarikjanna voru við æfing- ar I Gagetown f New Bruns- wick-fylki í Kanada í ágústmánuði. Liði þessu er ætlað að koma til varnar ís- landi bijótist út átök milli stórveldanna. Tveir íslending- ar voru viðstaddir og fylgdust með æfingum, þeir Arnór Sig- uijónsson, sem starfar f höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Briissel og Magnús Bjamason, starfsmað- ur varnarmálaskrif stof u utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt vamaráætlunum Atlantshafsbandalagsins er gert ráð fyrir því að sendar verði á vettvang varaliðssveitir bijótist út átök milli stórveldanna til að mynda í Evrópu. Liðsflutningar þessir em háðir samþykki stjóm- valda í þeim löndum sem áætlað er að senda sveitimar til. í vamar- stöðinni í Keflavík em fámennar öryggissveitir sem ætlað er að veija hemaðarlega mikilvæga staði á óvissu- og átakatímum. Bijótist út átök er bandaríska varaliðinu ætlað að annast land- vamir íslands óski íslensk stjóm- völd eftir því. Liðsaflinn yrði að öllum líkindum fluttur með flug- vélum hingað til lands en þunga- flutningar fæm fram á sjó. Af þessu leiðir að mikilvægt er að halda siglingaleiðum yfír Atlants- hafíð opnum og er þetta atriði einn af homsteinum vamarstefnu Atlantshafsbandalagsins enda er talið víst að Sovétmenn myndu leggja höfuðáherslu á að hindra birgðaflutninga sjóleiðis til Evr- ópu frá Bandaríkjunum á átaka- tímum. Ekki liggur fyrir hversu langur tími myndi líða frá upphafí átaka og þar til varaliðið yrði flutt til íslands en ákvörðun þar að lút- andi byggist á mati íslenskra yfírvalda. Áætlanir ríkja Atlants- hafsbandalagsins miða að því að skapa sem mest svigrúm til að leggja mat á stöðuna skapist óvissuástand. Þess vegna er allt eftirlit með umsvifum herafla Sov- étmanna, líkt og fram fer hér á landi, mjög mikilvægt. Stjómvöld í Noregi heimila ekki erlent herlið á norskri gmnd á friðartímum en reistar hafa verið birgðastöðvar sem geyma útbúnað fyrr varaliðið, sem sent verður til að annast vam- ir landsins reynist það nauðsyn- legt. Stjómvöld í Noregi telja birgðastöðvamar skilyrði fyrir því að unnt verði að bregðast við á ábyrgan og jrfírvegaðan hátt verði öiyggi landsins ógnað. Kanadabú- ar höfðu skuldbundið sig til að senda sveitir til vama Noregi á óvissu- og átakatímum en nýverið tilkynntu yfírvöld að sveitir þessar hefðu verið dregnar til baka. mun stærra en þau svæði sem notuð hafa verið í þessu skyni í Bandaríkjunum. Þannig var unnt að æfa notkun ýmiss konar búnað- ar sem þykir nauðsynlegur nútíma herafla. Liðsaflinn beitti sprengju- vörpum og fallbyssum, æfðar vom aðgerðir að nóttu til, og þyrlu- sveitir fengu þjálfun í liðsflutning- um. Rúmlega 1.000 ökutæki og 21 flugvél vom notuð við æfin- gamar í Gagetown. Ekkert var til sparað til að gera þær sem raunvemlegastar. Ymsar sérsveit- ir tóku þátt í þeim og má þar nefna sjúkraliða, slökkviliðsmenn, sveitir viðgerðarmanna, og fjar- skiptasveitir. Sjúkrahús var reist á æfingasvæðinu og póstþjónustu komið á fót auk þess sem her- prestar sinntu sálgæslu. Að sögn Johns Green, yfír- manns herráðs ARICE, lá tveggja ára undirbúningur .að baki æfíng- unum í Gagetown enda segir hann þetta vera viðamestu heræfíngar sem fram hafa farið í Kanada. „Við urðum að taka allan nauð- synlegan búnað með okkur frá Bandaríkjunum, ekki aðeins her- gögn heldur einnig matvæli, eldsneyti, varahluti í þúsundatali, færanleg eldhús, þvottahús og sturtuklefa svo dæmi séu tekin.“ Á.Sv. **; : Herbílar sem notaðir voru við æfingamar. Allt gler er hulið til að koma í veg fyrir endurspeglun. Fyrirskipanir gefnar. Neðst á myndinni má sjá þjálpargögn sem tákna vegi, hæðir o.s.frv. Sveitir verkfrseðinga vinna að smiði fljótandi brúar. Séð yfir hluta æfíngasvæðisins. Uppblásið sjúkrahús, sem hýst getur 200 sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.