Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 61 Gagnrýnisverð blaða- mennska hjá Morgunblaðinu VELVAKANDI 8VARAR í 8ÍMA 891100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEQI TIL FÖ8TUDAQ8 ULá Hvemig eiga námsmenn að framfleyta sér? Kœri Velvakaudi Nú er ég reið og finnst ég (og fleiri) beitt miklum órétti. Raunasaga mln fer hér á eftir. Ég er utan af landi og bý hér I bænum núna þar sem ég er ein af ráðvilltum en eftirvæntingarfullum nýnemum I Háskóla íslands. Til að geta stund- að þetta eftirsótta nám ( þessum yndislega bæ verð ég að hafa þak yfír höfuðið, eitthvað til að nærast á og einhverjar spjarir til að skýla mér gegn misköldum næðingnum sem svo oft leikur um Reykjavík. Ef einhver skyldi ekki vita það upplýsist hér með að þetta kostar allt saman peninga. Húsaleiga er orðin svo svimandi há að hveijum hugaandi manni ofbýður, matvara er orðin lúxusvara, þökk sé aðgerð- um hinna háu herra, og fatnaður er nokkuð sem aðeins þeir best stöddu leyfa sér. Til að mæta þessum fyrirsjáan- i lega vanda fékk ég mér vinnu I sumar. Ösköp venjulega vinnu með 30-40 þúsund króna mánaðarút- i borgun. Með þv( að lifa spart tókst I mér að leggja nægilega mikið til [ hliðar til að kaupa fyrir skólabækur og borga upp fyrstu tvo mánuðina I húsaleigu. Engin námslán eru borguð út fyrr en f febrúar-mara, svo eina leiðin til að lifa þangað til er að fá l&n f banka. En nú er mér tjáð að ég hafi verið hálaunamanneslga í sumar. Ég fór yfir þetta heilaga mark sem Lánasjóðurinn setur, sem sagt 30 þúsund krónur mátti ég vinna mér inn á mánuöi, ekki krónu meir. Þetta veldur því að námslánin skerðast um 60 prósent. Svo einf- alt er það. Ég fæ því 12 þúsund krónur á mánuði í námslán. Aðeins 12 þúsund krónur til að borga húsa- leigu, mat, skólabækur, hreinlætis- vörur, reikninga og þar fram eftir götunum. Nú spyr ég: Hveijir geta það? Jú, námsmenn. Því þó furðulegt sé hef ég ekki enn rekist á neinn á gangi um sali Háskólans sem er áberandi vannærður eða allsnakinn. Þvf flestir eru svo heppnir að eiga sér velvi(jaða aðstandendur. Þeir sem ekki eiga aðstandendur, geta fengið vinnu sem ekki er gefin upp til skatta eða eru gæddir öðrum yfimáttúrulegum eiginleikum, flosna upp frá námi og fara heim til sfn. Hvar er þetta jafnrétti til náms“? Stundum er talað um að námslán séu of lág, sem þau em. Þau eru nokkuð undir löggildum lágmarkslaunum, sem er opinbert leyndarmál að ekki er hægt að lifa af. Sem dæmi um regiumar fyrir þessum sniðugu lánum má nefna að áætlaður peningur f bókakaup er 10-20 þúsund krónur. I bláköld- um raunveruleikanum kosta bækur fyrir eitt meisseri að minnsta kosti 20-30 þúsund. Þó væri það mikil guðsgjöf að fá þessar 24 þúsund krónur. En til þess þarf maður helst að deyja pfnulftið á sumrin og lifna svo við er hausta tekur. Margir virðast halda að háskóla- nám sé tómstundaiöja og skilja ékkert f þessum letingjum sem nenna ekki að vinna með skólanum en heimta bara námslán. Svo eru þeir sem lifa f grárri fomeskju og telja að allir námsmenn ættu að kúldimt- í risherbergi með kal á báðufn stórutám. Meðan viðhorfin eru svona er ekki mikil von til breyt- inga. GJ. Til Velvakanda „Miðvikudaginn 30. september sl. birtist nafnlaust bréf í Velvak- anda sem bar fyrirsögnina: „Hvem- ig eiga námsmenn að framfleyta sér?“ Þar er farið með rangt mál og er það ástæða þessa bréfs og fyrirsagnarinnar sem ég hef valið því. í bréfínu er að finna rangar stað- hæfíngar um reglur Lánasjóðs íslenskara námsmanna varðandi meðferð sumartekna við útreikning námslána. Mergur mátsins er hins vegar sá, að staðhæfíngarnar eru ekki aðeins rangar, heldur svo yfir- gengilegar að full ástæða er til að ávíta þann blaðamann sem ber ábyrgð á birtingu þeirra. Umræddar staðhæfíngar vom þess eðlis að annað hvort vom þær rangar eða ástæða var að fylgja málinu eftir með fréttaflutningi. í báðum tilvikum hefði góður blaða- maður bytjað á því að hafa samband við Lánasjóðinn. Með von um birtingu og að hlut- aðeigandi blaðamaður endurtaki ekki framangreind mistök og komi hinu sanna í málinu á framfæri." Steingrímur A. Arason, stjórnarmaður LÍN Athugasemd ritstj. Bréf það, sem hér um ræðir er aðsent og birt undir upphafsstöfum höfundar. Það er mál útaf fyrir sig, hvort birta eigi bréf í Velvakanda Skrifið eða hring'ið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur tii að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. sem ekki eru með fullu nafni höf- undar. Steingrímur A. Arason getur gagnrýnt Morgunblaðið fyrir það, ef honum sýnist svo, en birting bréfs G.J. er ekki gagnrýnisverðara en birting annarra bréfa undir dul- nefni eða upphafsstöfum. Ástæðu- laust er að beina þessari gagnrýni að blaðamanni Morgunblaðsins, henni á að vísa til þeirra, sem ábyrgðin ber, sem sé ritstjóra blaðs- ins. Annars hefði verið fróðlegt fyrir almenning ef Steingrímur A. Ara- son hefði upplýst í hveiju rang- færslur G.J. eru fólgnar. Væntanlega hvílir slík upplýsinga- skylda á trúnaðarmönnum almenn- ings í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Um tónlist Til Velvakanda Það mætti halda á stundum að íslendingar ættu aðeins tvo söngvara, Bubba Mortens og Kristj- án Jóhannsson. Ég er orðlaus yfír þeirri einhæfni sem yfírleitt kemur fram í vali fíölmiðla á íslenskum flytjendum tónlistar. Sérstaklega í klassískri evrópskri tónlist. Endemi sjónvarps eru algjör og munu þeir vart geta bætt sig í þessu frekar en öðra. En útvarpinu er ekki alls vamað og hefur það möguleika. Vita menn ekki að mestu snilling- amir leynast jafnan í fjöldanum. Fólk sem metur fegurð listar sinnar meira en að troðast fram yfir ná- ungann. En nærgætni þarf til að fínna þetta fólk. Það er hvekkt á undirtektum harðs heims en ætti þó að koma fram og veita geispandi áheyrendum einhveija tilbreyttni. Vonandi minna hljómar frá nýrri tónlistarhöll ekki á grammófóns- plötu sem hjakkar í sama farinu. Sjáum til. Bjarni Valdimarsson I I j&im SKL m ■ % Ji Ásgeir Steingrímsson trompetleikari og Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í tónleikaferðinni um Norðurland. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikaferð um Norðurland SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur í sex daga tónleikaferð um Norðurland mánudaginn 5. október næstkomandi. Hljóm- sveitin fer í tvær slíkar ferðir um landið árlega auk ferða um nærsveitir Reykjavíkur og er þetta sú fyrri í ár. Stjómandi í ferðinni verður Páll P. Pálsson og einleikarar þau Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari og As- geir Steingrímsson trompetleikari. Á dagskrá verður forleikur, Coriol- an eftir Beethoven, Fiðlukonsert eftir Mendelssohn, Trompetkonsert eftir Hummel og að lokum Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven. Hljómsveitin leikur á eftirtöldum stöðum: Húsavík 5. október kl. 20.30. Skjólbrekku 6. október kl. 20.30. Ólafsfirði 7. október kl. 20.30. Siglufirði 8. október kl. 20.30. Varmahlíð 9. október kl. 20.30. Blönduósi 10. októberkl. 15.00. <■ (Fréttatilkynning) Basar á Hallveigarstöðum í dagF laugar- dag, 3. okt. kl. 14.00. Skyndihappdrætti og lukkupakkar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. LODFÓDRAÐIR BARNAKULDASKÓR Varð oon '**& *** ***? ^ Stærðir: 20-27. Litir: Rautt, blátt, hvítt. Stærðir: 20-27. Litir: Blátt, grænt, rautt. 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs TOEtJI ---SK0RINN VELTUSUND11 21212 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519. Kringlunni, sími 689212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.