Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Vetrarstarf í Áskirkju Sunnudaginn 4. október hefst vetrarstarf í Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sum- ar og bamastarf hefst og jafnframt akstur til og frá kirkju tvisvar í mánuði. Bamastarfið byrjar með bama- guðsþjónustu kl. 11 á sunnudaginn og verða bamaguðsþjónustur í Ás- kirkju framvegis hvem sunnudags- morgun á sama tíma. Þar em bömunum kenndar bænir og vers og sagðar sögur og afhentar biblíu- myndir og afmælisbömn fá litla gjöf, en bamasálmar og hreyfí- söngvar eru sungnir. Bamaguðs- þjónustumar annast Anna Ingólfsdóttir og Guðrún M. Bimir ásamt sóknarpresti. Þá er fermingamndirbúningur vetrarins að heíjast og verða reglu- legar samvemstundir með ferming- arbömum á laugardögum í Safnaðarheimili Áskirkju. Eins og aðra sunnudaga_ vetrar- ins verður guðsþjónusta í Áskirkju á sunnudaginn kl. 14. Sönginn þar leiðir kirkjukór Áskirkju, en organ- isti er Kristján Sigtryggsson. Á sunnudaginn mun Safnaðarfé- lag Ásprestakalls láta bifreið aka að dvalarheimilum og fjölmennustu byggingum sóknarinnar til að gefa íbúum þar kost á flutningi til og frá kirkju, en það hefur félagið gert einu sinni í mánuði undanfama vetur. Nú er í ráði að auka þessa þjónustu, sem hefur mælst mjög vel fyrir og mun félagið senda bif- reið tvisvar í mánuði í vetur og verða ferðimar auglýstar nánar. Eftir guðsþjónustuna á sunnu- daginn selur Safnaðarfélag As- grestakalls kaffi í Safnaðarheimili Áskirkju til ábata fyrir bygginga- sjóð kirkjunnar og fjölþætta starf- semi félagsins, en það heldur reglulega félagsfundi með fjöl- breyttri dagskrá í Safnaðarheimili Áskirkju þriðja mánudag hvers mánaðar kl. 20.30. Er það von mín að sóknarböm og velunnarar Áskirkju fjölmenni til kirkjunnar á sunnudag til að njóta þar helgrar stundar og styðja ennfremur starf Safnaðarfélagsins. Arni Bergur Sigurbjörnsson ■ :■ Heitavatnið greiðir þú Hitaveitmmi sjálfri frá og með 5. okt. Mánudaginn 5. október tekur Hitaveita Reykjavíkur viö innheimtu og gerð hitavatnsreikninga af Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem annast hefur hvort tveggja fram aö þessu. Þér, ágæti viðskiptavinur, er vinsamlega bent á að ekki er unnt að greiða orkureikninga Hitaveitunnar hjá Rafmagnsveitunni eftir 2. október. Þeir óskast greiddir í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum eða á skrifstofu Hitaveitunnar, Grensásvegi 1 (opið mánudaga - föstudaga frá 8.20- 16.15). Þessi breyting felur jafnframt í sér að nú þarf að tilkynna Hitaveitunni um aðsetursskipti. Allar nánari upplýsingar veitir Hitaveita Reykjavíkur í síma 82400 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Grensásvegi 1, Sími 82400 % RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUtXIRLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Nokkur orð um ógeðfelldan hávaða eftir Vigdísi Jónsdóttur Það var mér hugarléttir að lesa greinar þeirra Steingríms Gauts Kristjánssonar (24.9.) og Sigurðar Þórs Guðjónssonar um hávaða, þær birtust í Morgunblaðinu. Sigurður Þór hefur áður beitt orðsins brandi gegn hávaðanauðung, ef ég man rétt í Mánudagsblaðinu og sennilega víðar. Þess er að vænta að menn veiti athygli málflutningi þessara snjöllu manna og láti sér skiljast hvert stefnir ef frumskógalögmál ræður þar sem mönnum helst uppi að hella allskonar rusli úr hávaða græjum yfír hvem sem fyrir verður. Hægt er að forðast ógeðfelldan hávaða í verslunum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum í eigu ein- staklinga með því að leita annað um þjónustu, en hvað á farþegi í strætis- vagni eða í bíl á sérleyfisleið að gera? Eftir vonda reynslu á ferðalagi í sumar tók ég það til bragðs að skrifa Félagi sérleyfíshafa, en hef ekki fengið svar ennþá. Því langar mig til að birta bréfíð og jafnframt að benda á að þeir sem telja sig órétti beitta, í skiptum við stofnanir sem ekki er hægt að flýja frá, ættu ekki að taka því með þögn og þolinmæði, heldur láta í ljósi álit sitt og vilja. Að öðrum kosti gerist ekkert. Fer bréfíð hér á eftir: Til Félags sérleyfíshafa U mferðarmiðstöðinni Vatnsmýrarvegi 10 Reykjavík Undirrituð beinir því til Félags sérleyfíshafa að gerðar verði ráðstaf- anir til að farþegar í áætlunarbílum á íslandi njóti vemdar gegn ofbeldi sem í því felst að hella yfír þá misjafnlega illa fluttri dægurtónlist. Það er lítt bærilegt að aka hálfan hringveginn án þess að nokkurt hlé verði á þessari plágu. Nýjar popp- stöðvar og rásir virðast njóta mikillar hylli þeirra sem farartælq'unum stjóma og er hart að þurfa að standa í útistöðum við starfsmenn bílanna til að fá þögn og stundarhlé. Ekki er þó óskandi að góð tónlist verði send gegnum hátalarana í bílunum, þeir eru of lélegir til þess og vélarhljóðið spillir hverskonar tón- list, einnig poppinu. Þess skal að lokum getið að fá- heyrt mun í veröldinni að ráðamenn almenningsfarartækja hafi leyfí til að láta farþega þola nauðungar- hlustun dögum saman. Vona ég að heiðraðir sérleyfís- hafar taki þetta mál fyrir og geri sér grein fyrir alvöru þess. Höfundur er fyrrverandi skóla- atjóri Hússtjómarkennaraskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.