Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 UPPSAGNIR í ORKUSTOFNUN Verið að vinna skemmd- arverk á stofnuninni -segja starfsmenn MIKILL kurr er í starfsmönnum Orkustofnunar vegna uppsagna 18 starfsmanna. Helga Tulinius formaður starfsmannafélags Orkustofnunar segir að þessi nið- urskurður horfi við starfsmönn- um sem óskipulegur og stefnulaus, skorið sé niður um ákveðna tölu án þess að taka til- lit til hvar niðurskurðurinn verði. Hún segir að hann komi misilla niður, þó sé ljóst að mjög stórt seiðaeldisverkefni sem verið sé að vinna að verði mjög illa úti, svo og Háskóli Sameinuðu Þjóð- anna. Aður hafi fækkað mest á Vatnsorkudeild en nú séu flest nöfnin úr Jarðhitadeild, sem hafi verið stærst fyrir. Helga sagði að á döfinni væri að setja nefnd sem ætti að endur- skoða alla starfsemi stofnunarinnar og ætti hún að skila áliti sínu eigi síðar en um mitt næsta ár. Hvort þetta væri upphafíð á endalokunum vissi hún ekki, en starfsmenn hefðu fengið vilyrði fyrir því að fylgjast með störftim nefndarinnar án þess að eiga þar fulltrúa. Starfsmenn hittu iðnaðarráð- herra á miðvikudag. Að sögn Helgu lofaði ráðherra að reyna að koma í veg fyrir að fleirum yrði sagt upp fyrir áramót. Bauð hann einnig þeim starfsmönnum sem sagt hefði verið upp, aðstoð við að fínna önnur störf. Um þá yfírlýsingu starfsmanna að stjómarmenn ættu ákveðinna hagsmuna að gæta sagði hún að það væri ljóst að þeir Jónas Elísson og Valdimar K. Jónsson ættu hags- muna að gæta þar sem þeir væru samkeppnisaðilar við Orkustofnun. Þeir hefðu t.d. báðir kynnt starf- semi Rannsóknarþjónustu Háskól- ans, sem væri í samkeppni við Orkustofnun. Hagsmuna Jarðhita- skólans ekki gætt Ómar Bjarki Smárason jarð- fræðingur og Brynjólfur Eyjólfsson jarðeðlisfræðingur starfa við Há- skóla SÞ á vegum Orkustofnunar en hefur nú verið sagt upp. Þeir sögðu að það kæmi mjög illa niður á skólanum. Hagsmuna hans hefði ekki verið gætt, því þeim sem ynnu að söluverkefnum til tekjuöflunar fyrir skólann hefði verið sagt upp. Þá kæmi þetta mjög illa niður á nemendum skólans sem misstu sína leiðbeinendur og fengju tæplega aðra í staðinn. Brynjólfur sagði að hann hefði undanfarin fjögur ár starfað nær eingöngu við jarðhita- skólann sem starfsmaður jarðhita- deildar. Margir starfsmenn Orkustofnunar væru kennarar við skólann. Hann tók sem dæmi að hann hefði hingað til séð um tölvu- mál skólans. Með því að segja sér upp teldi hann að staða sín hefði verið lögð niður þar sem honum vitanlega væri enginn til að taka við. Þeir sögðu það furðulega ákvörð- un að segja upp starfsmönnum á grundvelli fjárlaga sem ekki hafa verið lögð fyrir Alþingi. Einnig sætti það furðu að þetta skyldi koma niður á Háskóla SÞ þar sem hann væri fjármagnaður með fé frá utanríkisráðuneytinu og væri fjár- hagslega óháður Orkustofnun. „Við erum ósammála þeim orðum Jakobs Björnssonar orkumálastjóra í Morgunblaðinu þess efnis að verk- efni Orkustofnunar hefðu dregist saman. Samdrátturinn er í fjár- framlögum, ekki verkefnum, íslenskur orkumarkaður er ekkert minni en fyrir nokkrum árum. Við teljum enga ástæðu fyrir uppsögn- unum nema þá að verið sé að gæta hagsmuna keppinauta stofnunar- innar. Það er verið að gera Orku- stofnun óstarfhæfa, verið að vinna skemmdarverk á stofnuninni", sögðu þeir. Hvað tæki við vissu þeir ekki. Á meðan fólk vissi ekki rétt sinn og verið væri að kanna hann þá gerð- ist ekkert í málinu. Þeir bjuggust þó við að nýta sér þá aðstoð sem iðnaðarráðherra hefði boðið. Hverfum frá ókláruð- um verkefnum Guðmundur Ingi Haraldsson og Gunnar V. Johnsen eru tveir þeirra starfsmanna Jarðhitadeildar Orku- í AUSTORSTRÆTI Opið til kl. 16 í dag. í sláturtið: 5 slátur í kassa 1.190 .00 2 kg. Rúgmél Verð frá kr. 49-#0 Kynnum Campbellsúpur í dag. stofnunar sem sagt hefur verið upp störfum. Guðmundur Ingi er jarð- fræðingur og hefur 14 ára starfs- aldur að baki hjá stofnuninni, Gunnar er verkfræðingur og hefur unnið hjá Orkustofnun síðastliðin 12 ár. Þeir Gunnar og Guðmundur Ingi sögðu að 18 manns hafi þegar ver- ið sagt upp og fyrir liggi að ekki verði ráðið í stöður 10 annarra sem láta munu af störfum hjá stofnun- inni á næstu mánuðum. Því standi í raun til að fækka starfsmönnum um í kringum 25%, ekki 15% eins og fram hefði komið hjá forsvars- mönnum stofnunarinnar. Þá nefndu þeir félagar að tvisvar á undanföm- um ámm hafi rekstur stofnunarinn- ar verið tekinn til endurskoðunar og í bæði skiptin hafi meginniður- staðan orðið sú að fjölga yfirmönn- um. Engum yfírmanni hafi hins vegar verið sagt upp núna þótt svo stórkostleg fækkun almennra starfsmanna stæði fyrir dyrum. Guðmundur Ingi sagði einnig að flestir þeirra 11 starfsmanna Jarð- hitadeildar sem nú missi störf sín hafí unnið við útseld verkefni sem skilað hafi stofnuninni tekjum til dæmis við leit að heitu og köldu vatni fyrir hitaveitur og fiskeld- isstöðvar. Vafasamt væri að stofn- unin gæti sinnt slíkum verkefnum eftir niðurskurðinn. Gunnar og Guðmundur Ingi sögðust ekki hafa fundið fyrir verk- efnaskorti hjá Jarðhitadeild, menn hafí einkum unnið að rannsóknum og gagnasöfnun yfir sumarmánuð- ina en notað veturinn til að vinna úr gögnum eftir því sem tími hefði verið til. Enn sé mikið starf óunnið við slíka úrvinnslu og að nú blasi við að aldrei verði unnið úr niður- stöðum margra þýðingarmikilla rannsókna sem gerðar hafi verið á undanfömum árum. Guðmundur Ingi og Gunnar segj- ast ekki vera bjartsýnir á að fá starf þar sem menntun þeirra og sér- þekking nýtist. Orkustofnun sé ásamt Háskólanum langstærsti vinnuveitandi jarðvísindamanna og störf liggi ekki á lausu. Unnið óbætanlegt tjón Elsa Vilmundardóttir jarðfræð- ingur á Vatnsorkudeild sagði um uppsagnirnar: „Þær hafa lamandi áhrif á okkur sem eftir sitjum, og koma illa niður á deildinni. Núna var níu manns sagt upp og við lítum svo á að hér hafi verið unnið óbæt- anlegt tjón. Eg held að starfmönn- um þessarar stofnunar sé annt um hana og það sem hér fer fram“. Sagt upp eftir meira en 20 ára starf Ingunn Sigurðardóttir og Erla Kristjánsdóttir eru tækniteiknarar hjá Orkustofnun. Ingunn hefur starfað hjá stofnuninni í 23 ár, Erla í 20 ár. I gær barst þeim upp- sagnarbréf, og verða stöður þeirra lagðar niður frá áramótúm. „Það lítur alls ekki vel út með aðra vinnu fyrir okkur“,segir Erla, „stutt er síðan tækniteiknurum hjá RARIK var fækkað og hörð samkeppni er um hvert starf sem býðst.“ Tækni- teiknarar Orkustofnunar eru sex, fimm konur og einn karl, Ingunn og Erla missa vinnuna og auk þeirra nokkrir aðrir félagsmenn í BSRB. Þær sögðust telja að þær ættu, samkvæmt samningum, rétt á laun- um í allt að 12 mánuði og ætla þær að leita réttar síns í samráði við BSRB.„Hér hafa allir haft nóg að starfa og uppsagnirnar komu flatt upp á mann þótt við höfum vitað að stjórnarsáttmálinn gerði ráð fyr- ir að starfsemin hér yrði skorin niður", sögðu þær Ingunn Sigurðar- dóttir og Erla Kristjánsdóttir. „Framkvæmdir hefj- ast vonandi í haust“ - segir aðstoðarmaður samgönguráðherra „VANDINN sem við er að glíma í Mosfellsbæ er í raun tvíþættur. Það er annars vegar framtíðarskipulag Vesturlandsvegar og svo hins vegar öryggisráðstafanir við núverandi aðstæður,“ sagði Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Hann sagði að bæði framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið yrði að leggjast á eitt svo unnt yrði að hefja nauðsynlegar framkvæmdir. „Hvað varðar skipulag Vestur- nokkum tima að koma t.d. Vestur- landsvegar hefur samgönguráðherra átt í viðræðum við forsvarsmenn Vegagerðarinnr frá því í sumar, en eins og fram hefur komið hyggst hann beita sér fyrir átaki í samgöngu- málum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þeirrar gífurlegu umferðaraukningar sem orðið hefur á undanfömum tveimur til þremur ámm. Það er þó ljóst að það kostar mikið fé og tekur landsvegi í endanlegt horf. Það er einnig verkefni sem þarf að koma inn í vegáætlun. Hvað varðar síðara atriðið, þ.e. aukið öryggi við núverandi aðstæður, þá hefur Vegagerðin átt í viðræðum við bæjaryfirvöld frá því snemma í haust, eða bytjun september, og einn- ig hélt ég fund hér í ráðuneytinu um miðjan september með Salóme Þor- -s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.