Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 ____________________ IfeQgigíM wM Umsjónarmaður Gísli Jónsson 407. þáttur Kristján frá Snorrastöðum, staddur í Borgamesi, tryggur þessum þætti, skrifar svo: „Heill og sæll Gísli. Þökk sé þér fyrir alla þætti þína um íslenskt mál í Morgun- blaðinu. í þættinum — æ, ég man ekki hvenær — spurðir þú um það hvað orðin: „Garður er granna sættir" merktu. Þessi orð heyrði ég þegar í blautri bemsku, og mér skildist að merkingin dyldist engum, því langoftast risi ágreiningur ná- granna útaf ágangi búíjár. Þóttust jafnvel báðir verða fyrir skaða. Besta ráðið til sætta væri þá merkjagarður. Eg tala nú ekki um, ef tún var um að ræða. Garður sá var granna sættir. Ekki hefðu Steinarr í Ána- brekku og Þorsteinn á Borg deilt um nautabeitina á Stakks- mýri hefðu afar þeirra, Áni og Skallagrímur, lagt garð á landamerkjunum. Það virðist sem fommenn hafí gert tölu- vert að því að hlaða garða, jafnvel á landamerkjum. Þetta getur því verið gamalt orða- far... í uppvexti mínum vandist ég því að sagt væri að ganga á undan með góðu eftirdæmi en gefa gott fordæmi. Nú sýnist mér og heyrist sem þessu sé snúið við og gengið á undan með góðu fordæmi en gafíð gott eftirdæmi. Þetta fellur mér illa. En núna nýlega var lesið úr sjálfsævisögu Matthías- ar Jochumssonar og hann segir: „Heldra fólkið gaf eftirdæm- ið.“ Þessu er mér erfítt að rísa gegn. Hvort er réttara? Eða er hvort tveggja jafnrétt? Með bestu kveðju.“ Bestu þakkir færi ég bréfrit- ara, en fátt verður um svör við spumingum hans. í orðabók Menningarsjóðs er fordæmi skilgreint: „atferli sem haft er fyrir öðrum: ganga á undan með góðu fordæmi". í sömu orðabók er eftirdæmi þýtt með orðunum fordæmi og dæmi. Ekki græddi ég meira á öðrum orðabókum, og ekki fínn ég þessi orð í fomum textum. Að svo komnu ræð ég ekki betur við þetta. ★ Þá er bréf frá áhugasömum menntaskólanema sem ekki vill flíka nafni sínu. Ekki er bréfíð verra fyrir það. Ég birti það í heild og mun síðan reyna að gera viðfangsefnum þess ein- hver skil. Sum þeirra em ekki létt. „Kæri umsjónarmaður. Þakka þér kærlega fyrir alia góðu þættina þína um íslenskt mál; ég hef haft mjög gaman af þeim mörgum hveijum á laugardagsmorgnum. Ánnars er ég nú bara áhugasamur menntaskólanemi sem gaman hefur af að pæla í móðurmálinu. Mig langar til að leita til þín með nokkur atriði sem vafíst hafa fyrir mér og vonandi sérðu þér fært að svara mér. 1) Dæmi: „Hann fer öðm hveiju í leikfími" eða „hann fer öðm hvom í leikfími". Hvort er nú réttara? Ég vil meina að betra sé að segja „öðm hveiju" þar sem maðurinn fer líklega oftar en tvisvar sinnum. En það er nú ef til vill bara tilfínning mín! 2) „Einstöku sinnum fer hún til Reykjavíkur" eða „einstaka sinnum fer hún til Reykjavík- ur“. Hvort fer hér betur á að segja? „Stöku sinnum fer hún“ er hægt að segja en ekki „staka sinnum“ (fínnst mér). Því hélt ég að „einstaka" ætti aðeins við eintöluna, t.d. einstaka mað- ur. 3) Svo em það orðin leikfimi og athygli sem beygjast, eins og allir vita, eins í öllum föllum. En af hveiju segja þá menn athyglisvert og Ieikfimishús? Væri ekki betra að segja „at- hyglivert" og „leikfímihús"? 4) Betra er að segja miklu betra en mikið betra, ekki satt? Ef svo er, á þá ekki líka að segja litlu betra, einhveiju minna og svolitlu verra í stað lítið betra, eitthvað minna og svolítið verra? 5) Heyrt hef ég fólk tala um vinstra fótinn á sér og það lyft- ir stundum vinstra fæti upp. Er þetta rétt? Á ekki frekar að tala um vinstri fót og er ekki betra að lyfta vinstri fæti en þeim vinstra? 6) Hvemig beygist kven- mannsnafnið Iris? Á ég að segja frá Iris eða Irisi? 7) Oft má heyra í auglýsing- um talað um þriggja stjömu hótel; ég hefði haldið að heldur ætti að tala um þriggja stjama hótel og nota þar eignarfall fleirtölunnar. Er þetta vitleysa hjá mér? 8) Hér kemur svo síðasta spumingin en ef til vill sú mesta. Síðast núna um daginn heyrði ég umsjónarmann dag- legs máls í útvarpinu segja: „Mér þykja þetta vond dæmi.“ Sögnin þykir er ópersónuleg og hélt ég að hún sijómaðist af sagnfyllingu sagnarinnar og réttast væri því að segja: „Mér þykir...“ Mýmörg dæmi em til þessú lík, t.d. er sagt: „Þetta fínnast mér fallegar buxur.“ Blessaður segðu mér nú hvemig í þessu liggur. Besta kveðja. Áhugasamur menntaskólanemi." Athugasemdir umsjónar- manns vegna þessa bréfs verða að bíða næsta þáttar. ★ En Hlymrekur handan sendir okkur kveðju sína og þar með þessa limru sem umsjónarmað- ur lætur fljóta með, þó í slapp- ara lagi sé: Ég reyni allt til að geta þér greitt, svo að gréla þín komist í feitt, já, allt sem ég get þér til greiðslu ég set, en ég get bara alls ekki neitt. Límmiðaprent vann firmakeppni Taflfé- lags Selljarnarness FIRMAKEPPNI Taflfélags Sel- tjamamess Iauk fimmtudaginn 24. september sl. með þátttöku 85 fyrirtækja. í fyrsta sæti varð fyrirtækið Limmiðaprent með 10 vinninga af 11. í fínnakeppninni var teflt í 4 riðl- um. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Límmiðaprent, Jóhannes E. Jónsson, 10 vinningar. 2. Landsbankinn, Jóhann Amars- son, 9 vinningar. 3. Útvegsbankinn, Gunnar Gunn- arsson 8V2 vinningur. 4. Litaver, Snorri Bergsson, 8V2 vinningur. 5. Natura Casa, Erlingur Þor- steinsson, 6V2 vinningur. Haustmót Taflfélags Seltjamar- ness hefst þriðjudaginn 13. október kl. 19.30. Þá verða tefldar 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfí. Teflt verður á þriðjudögum kl. 19.30, fímmtudögum kl. 19.30 og á laug- ardögum kl. 14.00. Borgarfj örður: Hátí ðarguðsþj ón- usta í Bæjarkirkju Borgarfirði. SUNNUDAGINN 4. október kl. 14.00 verður Hátíðarguðsþjón- usta i Bæjarkirkju í Borgarfirði í tilefni af 20 ára afmæli kirlg- unnar, sem var 2. júlí sl. Prófastur Borgfirðinga, Jón Ein- arsson í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, predikar og sóknarprestur- inn Agnes M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustunni lok- inni verða kaffiveitingar í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit í boði sóknamefndar. í sumar hafa staðið yfír allmiklar framkvæmdir við Bæjarkirkju. Lok- ið hefur verið við gerð stauragirð- ingar umhverfís kirkjugarðinn, og verið er að byggja veglegt sáluhlið eftir teikningu arkitektsins við kirkjuna, Halldórs H. Jónssonar. Lagðir hafa verið gangstígar um kirkjugarðinn samkvæmt endur- bættu skipulagi, og frárennslislögn endumýjuð. Kirkjan hefur einnig verið máluð að utan. Er það von sóknarbama Bæjar- sóknar, að sem flestir velunnarar kirkjunnar sjái sér fært að mæta á hátíðina. Formaður soknamefndar er Steinunn Eiríksdóttir í Langholti. Aðrir í sóknamefnd em Símon Að- alsteinsson, Jaðri, Sigríður Blöndal, Stafholtsey og Jón Guðmundsson á Hvítárbakka. Bæjarkirkja er útkirkja frá Hvanneyri, þar sem sóknarprestur- inn Agnes M. Sigurðardóttir situr. Aðrar kirkjur í Hvanneyrarpresta- kalli em á Lundi og Fitjum í Skorradal, auk Hvanneyrarkirkju. Undanfarið hafa farið fram við- gerðir á sóknarprestshúsinu Stað- arhóli, sem er á Hvanneyri. Hefur Agnes verið á Syðstu-Fossum í Andakíl meðan á viðgerð stóð. - PÞ Leiðrétting' í C-blaði Morgunblaðsins í gær, þar sem rætt var við „au-pair“ stúlkur á íslandi, féll niður texti með mynd af sænsku stúlkunni Ann Charlotte Johannsson. Ásamt henni á myndinni vom tvö bamanna sem hún gætir, Amrún Qögurra ára og Tjörvi átta ára, baeði Einarsböm. Að auki var teikning með viðtöium við „au-pair“ stúlkumar ranglega merkt en hana gerði Hlynur Helga- son. Hlutaðeigendur em beðnir velvirðingar á þessu. Rúllutertur Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er ekki eins og þurfi að bíða eftir því að halda kaffíboð til að drífa upp eina köku. Margar kökur henta vel sem eftirréttur og svo er alltaf hægt að gleðja heimilisfólkið með heimabakaðri köku, t.d. á laug- ardagseftirmiðdegi. í Heimilishomi hafa áður birst uppskriftir af rúllu- tertum, en hér koma nokkrar til viðbótar. Súkkulaðirúlluterta V2 bolli hveiti, 3 msk. kakó, s/4 tsk. lyftiduft, 3 egg, aðskilin, V4 bolli + 3 msk. sykur, 2 msk. vatn, 1 eggjahvíta, Vs tsk. salt, 1 msk. flórsykur. Hveiti, kakó og lyftiduft sigtað saman. Eggjarauðumar þeyttar með V4 bolla af sykri (settur saman við smám saman), vatni bætt út í ásamt þurrefnum. Fjórar eggja- hvítur þeyttar með salti og þrem msk. af sykri og settar varlega sam- an við deigið. Deigið sett á smurðan pappír eða í rúllutertumót og bakað í vel heitum ofni í 10—12 mín. Kökunni -rúllað -upp heitri en kæld alveg áður en settur er á hana þeyttur ijómi með rifnum app- elsínuberki og litlum appelsínubit- um. Súkkulaðikremi smurt yfir eða bræddu súkkulaði héllt yfír ef vill, en nægir alveg að sáldra flórsykri yfír. Möndlu-rúlluterta. 3 egg, IV2 dl sykur, 100 gr möndlur, 1 msk. kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft. Fylling: 4 dl ijómi, 2 bananar, 100 gr suðusúkkulaði. Egg og sykur þeytt vel, möndl- umar malaðar og settar smaman við eggjahræruna ásamt þurrefn- um. Kakan bökuð í papplrs- eða rúllutertumóti við 190—200°C I 10—12 mín. Kökunni hvolft á sykri stráðan pappír og kæld. Þeyttum ijóma jafnað yfír kökuna, banana- sneiðum og rifnu súkkulaði jafnað þar yfír og kökunni rúllað upp. Skraut á kökuna getur verið þeytt- ur ijómi, rifíð súkkulaði og rauð ber. ís-rúlluterta 6 egg, 8 msk. sykur, 2 msk. hveiti, 1 tsk. Jyftiduft. Súkkulaði-rúlluterta Egg og sykur þeytt vel saman, þurrefnunum bætt I. Deigið sett á pappír eða I rúllutertumót, bakað við 175°C I 10—12 mín. Kakan er kæld en síðan smurð með aprikósu- marmelaði, mjúkís settur yfír og kökunni rúllað upp. Kakan sett I fíysti og skorin I sneiðar þegar bera á fram. Gott meðlæti með kaffi eða sem ábætisréttur. Rúlluterta með sultu 3 egg, 1 dl sykur, IV2 dl hveiti, V2 tsk. lyftiduft, ca. 2 dl sulta. Rúlluterta með sultu Egg og sykur þeytt vel, þurrefn- unura blandað saman við. Deigið sett á smjörpappír á plötu (25x30). Bakað I ca. 8—10 mín. við 225°C I miðjum oftii. Sykri stráð á pappfr, . kökunni hvolft þar á, pappírintt er hægt að losa frá með þvi að stijúka bursta vættan I köldu vatni yfír. Sultunni smurt jafnt yfír og rúllað upp. Gott að hafa kökuna innan I smjörpappímum á meðan hún jafn- -atJHfc..-_____________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.