Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 53 í dag fer fram frá Hólskirkju útför Guðmundar Kristjánssonar bæjarstjóra Bolungarvíkurkaup- staðar, því langar mig til þess að setja á blað nokkur kveðjuorð, sem þakklætisvott fyrir góð kynni. Á stað eins og Bolungarvík, þar sem mannleg samskipti eru mikil og næstum því allir þekkjast, snert- ir fráfall hvers og eins okkur öll. Fráfall Guðmundar Kristánsson- ar kom sem reiðarslag að morgni 23. september sl. Mér fannst sem traustasta máttarstólpa bæjar- stjórnar Bolungarvíkur hefði verið kippt í burtu og upp í huga minn komu ýmis atvik frá samskiptum okkar Gumundar á lífsleiðinni. Við höfum verið samtíða allt frá því að ég var lítil telpa, sem kom oft á hans bemskuheimili með Sigríði systur hans, heimili sem rómað var fyrir myndarskap. Síðar lágu leiðir saman í vinnu hjá Einari Guðfinnssyni, þeim mæta manni. Á þeim tíma var venja hjá starfsfólkinu að koma saman eftir vinnu á laugardögum á skrifstof- unni eða í stofunni á heimili Einars og syngja saman nokkur lög áður en haldið var heim. Guðmundur var mjög söngelskur maður og tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins, ásamt Guðrúnu eiginkonu sinni. Þau hafa verið tryggir með- limir kirkjukórsins í tugi ára og unnið mikið og vel að kirkjumálum. Eg veit, að hans er sárt saknað af kirkjukórsfélögum, sem sakna góðs félaga og hans djúpu bassaraddar. Að sveitarstjómarmálum unnum við saman í 12 ár, hann sem bæjar- stjóri, ég bæjarfulltrúi. Mér fannst það vera mikið kappsmál hjá hon- um, að öðlast sem besta þekkingu á öllum málefnum bæjarfélagsins, vera nákvæmur í bókunum og reikningsskilum og taka ekki flausturslegar ákvarðanir. Hann fylgdist vel með öllu því sem var að gerast á sviði sveitarstjómar- mála um land allt. Menn og málefni Bolungarvíkur bar oft á góma í samtölum okkar Guðmundar, en hann var sérstak- lega fróður um sögu Bolungarvíkur og hafði mikinn áhuga fyrir því, að sú saga yrði skrifuð. Nú síðast ræddum við saman um skjalasafn fyrir Bolungarvík, sem hann sagðist hafa velt mikið fyrir sér og ætlaði að koma á fund bóka- safnsstjórnar í haust til þess að hrinda því máli í framkvæmd, en hugmyndin um skjalasafn hafði komið fram í fundargerð bókasafns- stjómar fyrr á árinu. Þennan fund var ekki búið að halda þegar hann lést. í þessum kveðjuorðum mínum hef ég aðeins nefnt örfá atriði þar sem við Guðmundur höfum átt sam- leið, en ég á von á því að aðrir reki hans æviferil. Við Siguijón kveðjum góðan samferðamann og sendum Guð- rúnu, sem staðið hefur við hlið hans í blíðu og stríðu, bömunum þeirra, öldmðum fósturföður, og öllum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Kristín Magnúsdóttir f hartnær tvo áratugi hef ég átt því láni að fagna að fá að starfa með Guðmundi Kristjánssyni, bæjarstjóra í Bolungarvík, að vestfírskum sveitar- stjómarmálum. Með árunum varð samvinna okkar að góðum kunnings- skap og síðar að vináttu. Ég mat vináttu okkar mikils, því ég bar mikla virðingu fyrir Guðmundi Kristjáns- syni og skoðunum hans. Ótímabært fráfall hans vekur upp ýmsar minn- ingar. Hann var óvenju traustur maður og orðheldinn, bæjarstjórinn í Bol- ungarvík, það held ég að öllum sem þekktu hann og kynntust honum hljóti að bera saman um. Þetta var einkenni hans, auk kímnigáfunnar, en hann var fágaður húmoristi og afar fundvís á það spaugilega í til- verunni. En það hefði síst verið mínum áægta vini að skapi að telja upp kosti hans og hæfileika í minningargrein og því verður hér staðar numið í þeim efnum. Hitt trúi ég að hefði fallið honum betur í geð að slá á létta strengi, við vorum vanir því þegar við hittumst við hin ólíku tækifæri eða þegar við töluðumst við í síma. Guðmundur Kristjánsson var Bolvíkingur eins og þeir gerast best- ir, en hann var einnig mikill Vest- firðingur. Hagsmunir Bolungarvíkur voru tryggðir undir hans farsælu bæjarstjóm, en Vestfirðingar sem heild gleymdust ekki. Þetta kom vel fram á sameiginlegum fundum sveit- arstjómanna hér vestra og á Fjórð- ungsþingum, þar sem hagsmunamál voru rædd og lagðar línur. Þá ætlað- ist hann ekki til þess að allar leiðir lægju til Bolungarvíkur. Og vegna þess hve maðurinn var þekktur fyrir harða og ötula baráttu fyrir bol- vískum hagsmunum varð mér á að spyija hann, hvort norðurborgin hans kæra væri nú gleymd og grafin. „Heyrðu, Magnús," sagði hann þá, „við Bolvíkingar erum ekki eins og þið ísfirðingar, við getum vel unnt öðrum að ná fram sínum hagsmuna- málurn." 0g ég var ekki lengi að viðurkenna, að Bolvíkingar almennt væru ekki eins og annað fólk, þ.e. eins og við ísfirðingar, og svo hlóum við hjartanlega og tókum til að ræða önnur mál. Við vorum oft sammála um það að það þvældist fyrir blessað lýðræð- ið, allur þessi nefndafjöldi og skrif- finnska. En bæjarstjórinn í Bolung- arvík með sína lífsreynslu og stjórn- unarlegu klókindj gat þó sannfært bæjarritarann á ísafirði um það, að vissara væri nú og öruggara að fara að reglum lýðræðisins. Það var vissu- lega hægt að læra margt af Guðmundi Kristjánssyni. Hann hafði ýmis áhugamál. Hann var mikill náttúruunnandi og við ræddum oft um hin furðulegustu mál. „Þú veist að fjöllin okkar Bolvík- inga eru eldri en ykkar á ísafirði, Öskubakurinn er trúlega elsta fjall landsins. Hann sagði mér þetta hann Steinn Emilsson." Og þá spurði ég hann hversu gömul elstu húsin í Bol- ungarvík væru og það varð fátt um svör. „Hávellan kann ekki við sig á ísafirði, og harla von, þótt hún haldi til hér í höfninni hjá okkur," sagði hann og hló við. Og svo sýndi hann mér fágæta steina, sem hann hafði fundið nýlega í nágrenni Bolung- arvíkur. Eg sagði honum að það hlyti að vera óvenjulegur áhugi á skíðaiðk- un hjá Bolvíkingum fyrst þeir legðu á sig að koma á Seljalandsdalinn okkar. „Þið hafið nú komið í golfið til okkar og ekki orðið meint af, eða hvað,“ sagði bæjarstjórinn. „Við eig- um nóg land héma útfrá, komiði bara, þið eruð velkomnir, þið verðið víðsýnni." Svona var okkar samband, við gátum í góðu hlegið hvor að öðrum og gamansemi Guðmundar var aldrei meiðandi. Það er mikið áfall fyrir Bolvíkinga að Guðmundur Kristjánsson skuli nú vera fallinn frá á besta aldri. Hann hafði alla þræði í höndum sér, mundi fortíðina, lét sér mjög annt um vel- ferð nútímafólksins og spáði í framtíðina. Hann dreymdi stóra drauma um framtíðina hér vestra. Hann vildi byggja upp og bæta, hann vildi að vegurinn um Óshlíð yrði hættulaus og hvatti til skjótra úrbóta við þann veg, hann vildi byggja framtíðarhöfn í Bolungarvík þar sem sjómenn gætu átt öruggt athvarf í öllum veðrum, hann vildi efla sam- skipti Bolvíkinga og ísfirðinga og skyldi að það er báðum sveitarfélög- unum nauðsynlegt, svo þau megi dafna og eflast og hann taldi jarð- göng einu færu leiðina til að tryggja Djúpmönnum og íbúum Vestur-Isa- fjarðarsýslu eðlilegan samgang. Það var svo margt sem honum kom í hug og hann nefndi, þótt aðeins hluti hugmyndanna sé nú kominn í fram- kvæmd eða sé á undirbúningsstigi. í bæjarstjóratíð Guðmundar Kristj- ánssonar í Bolungarvík hefur afar margt áunnist og það sem hefur ein- kennt uppbygginguna er stórhugur- inn og framsýnin. Ég tel að í þessum efnum hafi ekki skipt minnstu óvenju- legir mannkostir míns ágæta vinar. Bolvíkingar eiga um sárt að binda. Þeir hafa misst einn af sínum bestu mönnum. Ég sendi þeim öllum sam- úðarkveðjur og óska þeim velfamað- ar. Fjölskyldu Guðmundar Kristjáns- sonar sendum við Guðrún, kona mín, innilejrustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Kristjánssonar, það var mér mikils virði að eiga hann að vini. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari á ísafirði. Minning: Þórir Þorkels- son, Selfossi Fæddur 14. september 1921 Dáinn 27. september 1987 Sunnudaginn 27. september sl. lést í Borgarspítalanum í Reykjavík Þórir Þorkelsson, Smáratúni 14 á Selfossi. Nokkur aðdragandi var að dauða hans þar sem hann gekkst undir mikla skurðaðgerð fyrir nokkrum árum, en komst til sæmilegrar heilsu og stundaði vinnu sína í lang- an tíma, eða þar til hann veiktist í júnímánuði sl. Þá töldu læknar ekki annað fært en leggja hann undir hnífinn og var hann skorinn upp á Borgarspítalanum og .komst ekki til heilsu eftir það. Hann gat dvalið heima hjá sér í stuttan tíma í sum- ar, en var þá fyrst lagður inn á Sjúkrahús Suðurlands, síðan í Borg- arspítalann þar sem hann lést. Finnst mér orka tvímælis hvort leggja skal á menn slíka upp- skurði, sem virðast nánast gerðir bara til að gera eitthvað. Að minnsta kosti ættu læknar að vera skyldugir til að láta sjúklinginn velja eða hafna. Þórir var fæddur að Gerðum í Gaulvetjabæjarhreppi, sonur hjón- anna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Þorkels Guðmundssonar, sem þar bjuggu frá 1916 til 1958 að þau brugðu búi og fluttu til Selfoss. Bjó Þórir með foreldrum sínum alla tíð meðan þau lifðu og síðan með Þor- gerði systur sinni í Smáratúni 14. í sveitinni vann Þórir öll almenn störf sem til féllu, en þar sem hann var sérlega laginn, útsjónarsamur og vandvirkur var hann oft fenginn til þegar eitthvað þurfti að smíða. Það kom því engum á óvart að þegar hann flutti til Selfoss hóf hann strax störf í trésmiðju Kaup- félags Ámesinga þar sem hann vann alla tíð þar til hann fór í sjúkrahús sl. sumar. Þetta er stutt og einföld lýsing á starfsævi manns, sem ekki vildi alltaf vera að skipta um vinnustað heldur undi að jafn- aði glaður við sitt. Slíkum mönnum virðist fara fækkandi. Meðan heilsan leyfði átti Þórir hesta, sem hann hafði mikið yndi af þótt hann stundaði hvorki kapp- reiðar né hrossakaup. Hann unni hestinum sem vini og félaga, en mat hann ekki endilega eftir hraða eða verðmæti. Svona menn fara vel með skepnumar sínar. Þórir var bókhneigður og fróð- leiksfús enda átti hann mikið af bókum um margháttuð efni bæði til fróðleiks og skemmtunar. Hann var líka vel heima í málum líðandi stundar jafnt sem þess er liðið var. Hann var gamansamur og góður félagi, sem vinnufélagar löðuðust að og héldu tryggð við til hins síðasta. Prúðmennska hans var ein- stök. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann skipta skapi að nokkm ráði. Ég sem þessar línur skrifa kom sem munaðarlaust ungbam að Gerðum þegar Þórir var liðlega fermdur. Þar ólst ég upp til fullorð- insára og var Þórir mér því í senn bæði uppeldisbróðir og -faðir. Þau vom hvorki háreist né rúmgóð húsakynnin á þeim ámm víða til sveita. Við Þórir deildum rúmi í mörg ár í bemsku minni, enda svaf þá víðast hvar allt heimilisfólkið í sömu baðstofunni. Þrengslin vom víðast svo mikil að ekki var neitt rúm til að vera með óánægju. Fólk- ið sem fætt var á síðustu öld og mundi kulda og matarskort var yfir- leitt ánægt ef sæmilega var hlýtt í húsunum og nóg að borða. Mér hefur oft komið til hugar hvort nútímafólk hefði ekki gott af að kynnast þessum lífsháttum og þeirri nægjusemi sem fólk varð að við- hafa á þessum ámm. Ég hygg það hollt á þessari kröfugerðaröld. Á stríðsámnum rættist mjög úr hjá fólki hér í Flóanum eins og víðar á landinu. Menn fengu vinnu hjá setuliðinu í Kaldaðamesi og þá komu fyrst peningar í umferð. Eg minnist þess þegar þeir bræðumir Þórir og Markús fóm í þessa vinnu, en best man ég þegar þeir komu með útborgunina, þá man ég fyrst eftir að hafa séð hundrað krónu seðil, þeir vom eldrauðir og falleg- ir, spánnýir seðlar. Á þessum ámm byggðu þeir bræður íbúðarhús í Gerðum og kom sér þá vel að þeir vom báðir lagtæk- ir og duglegir, enda unnu þeir húsbygginguna að mestu. Svona gekk lífið í sveitinni á þessum ámm, flestir undu glaðir við sitt, eða sættu sig að minnsta kosti við það. Nú er komið að kveðjustund. Þórir sonur minn sem dvelur í Nor- egi biður fyrir kveðju sína og hjartanlegar þakkir til nafna síns fyrir allt sem hann gerði fyrir hann frá bamæsku til fullorðinsára. Þeir nafnamir vom alla tíð miklir vinir. Eftir hálfrar aldar samvem kveð ég nú Þóri Þorkelsson sem „föður og bróður“. Þótt að mér sæki sökn- uður er mér það þó ljóst að dauðinn var eina hjálpin eins og komið var. ' Við vitum að eitt sinn skal hver deyja, það er hið eina í lífinu sem vitað er fyrirfram. Sumir deyja allt of fljótt, aðrir missa heilsuna og þrá ekkert meira en dauðann. Dauð- inn getur því bæði verið ógnun og ósk, það fer eftir aðstæðum. Góður vinur er kvaddur. Ég og fjölskylda mín þökkum honum fyrir samvemna, vináttuna og hjálpina. Ég óska Þóri góðrar ferðar, kannski eigum við eftir að hittast. Hergeir Kristgeirsson Jakobína H. Jakobs- dóttir — Minning Fædd 5. mars 1902 Dáin 24. september 1987 Mér er sérstaklega minnisstætt er ég kom sem ung stúlka út í Hrappsey á Breiðafirði með vinkonu minni Sólbjörtu Gestsdóttur, en for- eldrar hennar bjuggu þá þar. Það var ný reynsla fyrir borgar- bam eins og mig að kynnast lífinu úti í eyju, þar sem fólk hafði mest- allt lífsviðurværi sitt af sjónum og þeim hlunnindum, sem eyjan hafði upp á að bjóða. Hjónin Gestur Sóibjartsson og Jakobína Helga Jakobsdóttir bjuggu í Hrappsey ásamt yngstu bömum sínum og aldraðri móður Jakobínu. Heimilið var stórt og jafn- an mjög mannmargt útí eyjunni að sumri til, gat farið upp í 30 manns þegar flest var. En það var ekki á Jakobínu að sjá að hún hefði mikið að gera þeg- ar gesti bar að garði. Öllum tók hún með sömu gestrisninni og hjartahlýjunni, sem var einkennandi fyrir skapgerð hennar. Jakobína Helga fæddist á ísafirði þann 5. mars 1902. Hún ólst þar upp til 12 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur. Hún giftist Gesti Sólbjartssyni bónda frá Bjameyjum á Breiðafirði þann 25. desember 1925. Þau bjuggu fyrst í Stykkishólmi og stundaði Gestur þar alla algenga vinnu, sem til féll. En árið 1932 fluttu þau út í „eyjar" og bjuggu fyrst í Svefneyjum í 7 ár en þaðan fara þau út í Bjameyjar í nokkur ár. Árið 1944 flytja þau út í Hrapps- ey og búa þar til ársins 1957 en flytja þá alfarið í Stykkishólm aft- ur. Eyjuna hafa þau samt sem áður alla tíð nýtt á sumrin og verið þar langtímum saman. Dúntekja hefur verið þar mikil. Jakobína og Gestur eignuðust 9 böm, en þau em þessi: Jakob Krist- inn, Bryndís Margrét, Bergljót Guðbjörg, Ólafur Helgi, Ingibjörg Charlotta, Jósep Berent, Sólbjört Sigríður, Bergsveinn Eyland og Jónína. Einnig ólu þau upp einn dótturson sinn, Gest Má, og ætt- leiddu annan, Helga. Það segir sig sjálft að vinnan á heimilinu var mikil og þægindin lítil á þessum ámm. Allt var unnið heima, saumað og pijónað á bömin auk annarra heimilisstarfa. Stund- um nægði dagurinn ekki til þessara verka og var þá saumað á bömin á nóttunni. En aldrei kvartaði Jakobína og alltaf var sama góða skapið ríkjandi. En Jakobína hafði sín áhugamál, sem hún reyndi að sinna þegar kostur var á. Hún var ákaflega bókhneigð, las allt sem hún komst yfír en hafði sérstakan áhuga fyrir ættfræði. Hún grúskaði mikið í ættartölum og átti sinn þátt í því að hægt var að gefa út ættfræðirit um fjölskyldu hennar. Jakobína var fróð kona og vel gefin og enginn kom að tómum kofanum, sem leitaði til hennar. Hún var sérstaklega bamelsk og öllum leið vel í návist hennar. Ég var svo heppin að eiga þess kost að kynnast þessari mikilfeng- legu konu, sem miðlaði öðmm af hjartagæsku sinni. Auðséð var á öllu að hjónin vom mjög samhent um að koma upp þessum stóra bamahóp og að gestrisnin og hjartahlýjan sat í fyrirrúmi. Ég votta gamla manninum sam- úð mína, ásamt bömum og bama- bömum og veit að Gestur á nú um sárt að binda eftir áralanga sam- búð. Valborg S. Böðvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.